Systir mín á forsíðu Fréttablaðsins um Internetsjónvarpsstöðina WaveTV

bilde?Site=XZ&Date=20070407&Category=LIFID01&ArtNo=104070078&Ref=V2&NoBorder

Þegar ég skoðaði forsíðu Fréttablaðsins í dag (Mogginn kom ekki út) fannst mér ég sjá kunnuglegt andlit. Ég lagfærði aðeins gleraugun og pýrði á myndina. Jú! Var þetta ekki systir mín á forsíðunni? Ég var fljótur að sækja símann og hringja í hana, en samtímis fletti ég upp á viðtalinu aftarlega í blaðinu.  Reyndar ætti ég ekki að láta svona lagað koma mér á óvart, myndir af henni hafa það oft birst í dagblöðum og sjónvarpi að þetta hlýtur að komast upp í vana einhvern daginn. Ekki fyrir mig samt. Wizard

Internetsjónvarpsstöðin WaveTV mun hefja útsendingar í maí árið 2007. Eins og nafnið gefur til kynna verða útsendingar fyrst og fremst á vefnum. Meðal dagskrárgerðarmanna er systir mín, Anna Brynja. Hún ætlar að halda utan um sjónvarpsþátt um afsnobbaða vínsmökkun. Þetta þýðir sjálfsagt að á morgun hendi ég á bloggið gagnrýni á Sideways, einni fyndnustu vínsmökkunarkvikmynd allra tíma.

Úr Fréttablaðinu 7. apríl 2007:

Á meðal þáttanna sem verða í boði á wave tv er vínþáttur í umsjón Önnu Brynju Baldursdóttur. Anna Brynja er lærð leikkona frá Rose Bruford College, og mun útskrifast sem leiklistarkennari frá LHÍ í vor. „Við ætlum svona að taka snobbið úr vínmenningunni. Hugmyndin er komin frá mér og kærastanum mínum. Hann er vínsérfræðingur, og ég er oft dálítið týnd í þessu," sagði Anna og hló. „Ég á eftir að koma með spurningarnar sem enginn þorir að spyrja. Þetta verður fræðsla í svona léttgeggjuðum dúr. Svo ætlum við líka að skoða hvernig vín er gert, ræða við alþingismenn um léttvínsfrumvarpið og heimsækja vínskólann, svo eitthvað sé nefnt," útskýrði hún. Anna segir þáttinn því verða tilvalinn fyrir fólk sem vill kynna sér grundvallarreglur í vínsmökkun og öðru, án þess að þurfa að fara alveg á kaf. „Þetta verður á mannamáli, sem vill nú oft á tíðum vanta í vínþætti. En þeir sem halda að þeir viti allt um vín munu líka hafa gaman af þessu," sagði hún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hún er flott!

Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Glæsileg systir og til hamingju með hana Hrannar. Gleðilega Páska Hrannar og þín fjölskilda.

Sigfús Sigurþórsson., 8.4.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Fylgist með kvikmyndarýninni þinni og finnst hún gott mál. Glæsileg systir, þú mátt vera stoltur. Gleðilega Páska, til þin og þinna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæt systir. Tók einmitt eftir henni og viðtalinu í blaðinu í gær.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 17:00

5 identicon

brilliant!

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flott hún systir þín! þú ert nú ekki svo slæmur sjálfur.

Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 17:55

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta! Ég er stoltur af systur minni. Engin spurning. Og Heiða: Takk

Villi geit eða Villigeit: Hún er eldklár, þó að það sé ekki við skáklistina sem hún brýnir hugann. Skemmtileg ferskeytla annars.

Tómas Örn: Þarna náðirðu mér. Ætli þetta sé ekki bara sú eina sem ég hef séð? Þannig að samkeppnin um fyndnustu vínsmökkunarkvikmynd allra tíma virðist frekar ósanngjörn. Annars eru til ágætis myndir um alkóhólisma, eins og The Lost Weekend, sem eru reyndar alls ekkert fyndnar - og tengjast meira vínþambi en smökkun.

Hrannar Baldursson, 8.4.2007 kl. 22:54

8 identicon

http://www.metacafe.com/watch/290733/borat_wine_tasting/

Innlegg frá lærifaðir okkar ...

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 23:06

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gleðilega páska Sancho! Jú, ljóst er að Borat tekst að taka snobbið úr vínsmökkuninni.

Hrannar Baldursson, 8.4.2007 kl. 23:30

10 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Flott.  Þetta er þáttur fyrir mig.  Mér hefur alltaf langað að segja eitthvað gáfulegt þegar ég smakka á rauðvíni í matarboði en það hefur aldrei tekist.  Kannski læri ég gáfulega frasa þarna :)

Hafrún Kristjánsdóttir, 9.4.2007 kl. 20:35

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hafrún: ég játa að sjálfur hef ég nákvæmlega ekkert vit á rauðvíni, samt smakkaði ég eitt gott um daginn - man bara ekki hvað það heitir... (ég er á þessu leveli) og er sammála því að áhugavert verður að fylgjast með þessum þáttum.

Hrannar Baldursson, 9.4.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband