Skylduáhorf fyrir kjósendur: Jon Stewart á Crossfire (2004)

Þetta myndband fyrir neðan er frá árinu 2004, á meðan kosningabarátta milli þeirra Bush og Kerrey stóð yfir. Háðsnillingnum Jon Stewart var boðið í þáttinn Crossfire, en sá þáttur snýst um að rifist sé um alla mögulega hluti, annars vegar út frá sjónarhorni repúblikana, og hins vegar út frá sjónarhorni demókrata. Í þessum þætti tekst Jon Stewart að sýna fram á þannig að ekki verður um villst hversu heimskulegar og hættulegar svona þrætur geta reynst; með það góðum árangri að sýningar á þessum þætti var hætt tveimur vikum eftir innkomu hans. 

Jon Stewart er alls ekki hættur. Í hverri viku finnur hann áhugaverða hluti úr bandarískum stjórnmálum, snýr spurningum upp í heilbrigða skynsemi og með smá háði tekst honum að afhjúpa blekkingarnar.

Til að fylgjast með nýjasta efninu frá honum er hægt að smella hér og kíkja á brot úr Comedy Central þáttunum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Snilld að sjá Jon Stewart í crossfire

Halldór Sigurðsson, 6.4.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband