Um Eurovision: Að vera eða vera ekki búinn að lesa týndan Valentínus úr lófa þínum
23.3.2007 | 00:15
Mig langar að gera samanburð á textunum tveimur, svona rétt til gamans:
Ég les í lófa þínum, leyndarmálið góða
Ég sé það nú, ég veit og skil
Það er svo ótalmargt sem ætla ég að bjóða
Já, betra líf, með ást og yl
Upphafserindið í þýðingu Kristjáns fjallar um von og ást. Hægt er að sjá fyrir sér tvær manneskjur sem í miklum trúnaði tjá ást sína. En stökkvum í ensku þýðinguna á sama erindi:
Ill let the music play while
love lies softly bleeding
in heavy hands
on shadow lands
As thunder clouds roll the sunset is receding
no summerwine
no Valentine
Hér eru aðstæður gjörólíkar. Þarna eigum við að sjá fyrir okkur mynd af ást sem liggur blæðandi í þungum höndum (blönduð myndhverfing sem gengur engan veginn upp), en það er frekar erfitt þar sem að ást er frekar ómyndrænt hugtak. Þannig að ljóst er að þýðingin er strax komin út í eitthvað abstrakt dæmi sem fjallar um tilfinningaflækjur einhvers þungarokkara, á meðan upphaflegi textinn virkar sem ástarjátning tveggja manneskja.
Næsta erindi:
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Það er lítið um þetta að segja, en ljóst er að ástarjátningin er ennþá í gangi og maður finnur að mælandinn hefur sterka þrá til að lifa með elskuðu manneskjunni alla sína ævi.
Og nú að þýðingunni á sama erindi:
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
Þarna má sjá tígrisdýr lokað inn í búri og athyglissjúkan leikara á auðu sviði, sem vísar svo í sigurvegara síðustu Eurovisionkeppni með að koma inn orðunum 'Rock and roll'. Eina orðið sem kemur í huga mér núna til að lýsa þessu erindi: 'pathetic' - þarna er einhver aumingi að öskra vegna þess að hann fær ekki nóga athygli. Eru menn að missa það?
Kristján:
Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast
Við höldum tvö, um höf og lönd
Um lífið leikum við og lófar okkar mætast
Þá leiðumst við
Já, hönd í hönd
Enn heldur sama mynd áfram, en nú mætast hendurnar sem gætu þá táknað hversu vel þessir tveir einstaklingar passa saman - að ástin sé gagnkvæm og þau vilji bæði vera saman að eilífu.
En nú aftur að þýðingunni:
Some rivers still run dry and jungles burn to embers
gold autumn days
must fade to gray
There is a reason why a haunted man remembers
one frozen night his darkest day
Uppþornuð fljót og brenndir skógar, haust verður að vetri (dauðaminning). Og enn fer mælandinn að vorkenna sjálfum sér og sekkur sér nú í sjálfsvorkun og volæði þegar hann minnist dags þegar enginn vildi vísast hlusta á hann, frekar en núna. Þannig heldur textinn áfram. Á meðan íslenska útgáfan fjallar um ást, von og lífið - er þýðingin um vonleysi, sjálfsvorkun og dauða.
Þegar ég heyrði fyrst ensku útgáfuna náði ég ekki textanum. Núna þegar ég hef náð honum óska ég þess að ég hefði ekki gert það. Hann er nefnilega verri þegar maður botnar í honum en ekki. Það er mér algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ensk þýðing Kristjáns var ekki notuð, þar sem að hann er þátttakandi í gerð upphaflega hugverksins og ekki skyldi gera lítið úr hans hlutverki.
En hér að neðan eru textarnir í heild (vonandi rétt skráðir):
Ég les í lófa þínum (Smelltu hér til að sjá myndband við lagið)
Söngvari: Eiríkur Hauksson
Höfundur lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Höfundur texta: Kristján Hreinsson
Ég les í lófa þínum, leyndarmálið góða
Ég sé það nú, ég veit og skil
Það er svo ótalmargt sem ætla ég að bjóða
Já, betra líf, með ást og yl
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Það er svo augljóst nú að allir draumar rætast
Við höldum tvö, um höf og lönd
Um lífið leikum við og lófar okkar mætast
Þá leiðumst við
Já, hönd í hönd
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Ég ætla að fara alla leið
Með ást á móti sorg og neyð
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Í lófa þínum les ég það
Að lífið geti kennt mér að
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Ég ætla að fara alla leið
Með ást á móti sorg og neyð
Ég fæ aldrei nóg
Ég vil fara frjáls með þér
Og fljúga yfir land og sjó
Valentine Lost (Smelltu hér til að sjá myndband við lagið)
Söngvari: Eiríkur Hauksson
Höfundur lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson
Höfundur texta: Peter Fenner
Ill let the music play while
love lies softly bleeding
in heavy hands
on shadow lands
As thunder clouds roll the sunset is receding
no summerwine
no Valentine
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll can heal your soul
when broken hearts lose all control
Some rivers still run dry and jungles burn to embers
gold autumn days - must fade to gray
There is a reason why a haunted man remembers
one frozen night his darkest day
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll will heal your soul
when broken hearts lose all control
A passion killed by acid rain
a rollercoaster in my brain
But how would you know
In your satin silk and lace
another time another place
A tiger trapped inside a cage
an actor on an empty stage
Come see the show
Rock and roll will heal your soul
when broken hearts lose all control
A love that loose and painted black
a train stuck on a broken track
Ill let it go
Rock and roll has healed my soul
the stage is set on with the show
Kristján Hreinsson vill hvorki játa né neita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Athugasemdir
Kristján kallinn er alltaf að lenda í einhverjum hremmingum með sköpun sína. Merkilegast er að það snýst aldrei um innihald skáldskaparins né form. Skyldi það vera vegna þess að enginn botnar upp né niður í þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.