Stórmyndir: Gattaca (1997) ****

gattacaGattaca er ein besta vísindakvikmynd sem gerð hefur verið. Hún gerist í ekkert alltof fjarlægðri framtíð þar sem fæðingum flestra barna er stýrt með breytingum á genum þeirra.

Aðalhetja myndarinnar, Vincent Freeman, er fæddur eftir náttúrulegt samband. Við fæðingu er honum spáð dauða áður en hann nær þrítugsaldri vegna hjartagalla og skapgerðarbrests. Foreldrar hans ákveða að eignast annan son - erfðastilltan, sem er að þeirra mati verðugri arftaki.

Vincent sættir sig ekki við að örlög hans séu ráðin í tilraunaglösum og setur sér að láta draum sinn rætast, að verða geimfari og komast af þessari ofstjórnuðu plánetu. Leiðin út í geiminn er ekki vandalaus, en Vincent neyðist til að taka sér annað auðkenni og lifa lífi annars manns, fyrrum íþróttahetjunnar Jerome Eugene Morrow, sem varð fatlaður eftir umferðarslys. Það gefur honum möguleika á að komast í ferðina sem hann þráir. 

Morð er framið og verður Vincent einn af hinum grunuðu, sem magnar enn frekar vandamálin, og ekki nóg með það, einn af lögreglumönnunum grunar að hann sé ekki með allt sitt á hreinu og ákveður að kafa ofan í fortíð hans.

Í raun fjallar kvikmyndin um þann fasmisma sem gæti breiðst út í þjóðfélagi ef stjórnað væri í anda líffræðilegrar nauðhyggju. Umfram allt fjallar myndin um mikilvægi frelsis til að taka ákvarðanir um eigin líf og gerðir, þrátt fyrir að það geti strítt gegn almennri siðferðiskennd og lifa með þeim. Einnig fjallar hún um vináttu, réttlæti, bróðerni, ást og umburðarlyndi.

Ethan Hawke og Uma Thurman leika vel en Jude Law á stórleik. Mæli sterklega með henni. Sagan er traust og skilur mikið eftir sig.

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Sammála þér Hrannar. Frábær mynd. Otto Geir Borg gaf henni fjórar stjörnur í - að mig minnir - DV. Ætlaði varla að þora því en herti upp hug og lét vaða. Of langt síðan ég sá myndina til að ræða hana frekar en mér leið vel eftir að hafa séð hana, eins og yfirleitt eftir að horfa á góðar myndir, og gladdist yfir dómi Ottós.

Bendi þér á blog bróður míins, sem er mikill kvikmyndaunnandi og -safnari og einn helsti Bond aðdáandi Vestur Evrópu, ingvarvalgeirs.blogspot.com

Annars var ég að horfa á mynd Tommy Lee Jones, Three burials of.... sem er yndislegur nútímavestri, svipað fín og Lone Star. En það er annað mál.

Áfram Kátu Biskupar segi ég bara og fram til sigurs...

arnar valgeirsson, 5.3.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta. Ég á reyndar eftir að kíkja á Three Burials of Melquiades Estrada. Mér fannst Lone Star frábær þegar ég sá hana á sínum tíma. Þessar tvær komast í minnisbókina um myndir sem ég á eftir að gagnrýna. 

Hrannar Baldursson, 6.3.2007 kl. 08:09

3 identicon

Ein spurning. Helduru að þú munir einhvern tímann gefa 5 stjörnur?

kv. Oddur Ingi 

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 19:09

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Blessaður Oddur Ingi,

Nei, ég held ekki, þar sem að hámark minnar einkunnar er fjórar stjörnur. :)

Kv. Hrannar

Hrannar Baldursson, 6.3.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eftir að hafa hugsað vandlega um þessa athugasemd hjá þér, finnst mér í lagi að hækka stjörnugjöfina upp í 5 stjörnur - og mun ég lagfæra einkunnir á þessari síðu í samræmi við það. Takk fyrir þetta!

Hrannar Baldursson, 7.3.2007 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband