Stríðið um verðtrygginguna

Ég sé tvo hópa á vígvellinum, ennþá rauðum eftir miskunnarlausa slátrun á íslenskum heimilum.

Nokkur skuldug heimili standa þó eftir. Þeim til varnar standa örþreyttar hetjur, vopnaðar bogum, sverðum og skjöldum. Örmagna reyna þær að mynda skjaldborg, til að vernda þá sem minna mega sín.

Hinumegin á vellinum eru þeir sem eiga peninga og vilja vernda þá. Þeir hafa þegar eytt miklum fjármunum í fallbyssur, dróna og sprengjur sem ættu auðveldlega að sprengja hinu veikburða skjaldborg í loft upp.

Fjármagnið fyrir vopnakaupin eru beintengd í verðtryggingu. Báðir hóparnir fjármagna vopnakaup auðmanna, hinir skuldugu með því að borga skuldir sínar, og hinir sem vald hafa yfir auðnum, með því að krefjast greiðslu á skuldum.

Skuldugu heimilin vilja verðtrygginguna burt, því þau vilja ekki fjármagna árásir á þá fáu sem enn vernda þau. Hinir vilja vernda verðtrygginguna, þar sem hún ekki aðeins fjármagnar vopnakaupin, heldur gefur þeirra hópi kost á að lifa áhyggjulausi lífi.

Hagsmunaöfl takast á. Sagan segir okkur að þeir sem eru betur vopnaðir og grimmari, vinni sigur í styrjöldum, þó eru til undantekningar.

Endar stríðið um verðtrygginguna sem hreinn sigur ofbeldisafla, eða mun réttlætið sigra í þetta skiptið?Það er lítil von í dag fyrir hin varnarlausu heimili, og útlit fyrir að valtað verði algjörlega yfir þau og þar með næstum heila kynslóð Íslendinga. 

Er eitthvað sem getur komið í veg fyrir algjöran sigur þeirra sem vilja græða áfram á hinni grimmu verðtryggingu? Munum við þurfa 50 ár eða meira til að hörmungin sem verðtryggingin leiðir af sér verður meðvituð á meðal almennings? 

Af hverju er svona erfitt að sýna illskuna í nútímanum, sem augljóslega verður fordæmd sem hin mesta grimmd, sambærileg við þrælahald, þegar framtíðarkynslóðir okkar líta yfir farinn veg? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrannar þetta er frábær pistill hjá þér.  Má ég fá hann lánaðan?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 09:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður, þarft að birta hann sem víðast :)

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2013 kl. 11:35

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sælar,

Ykkur er velkomið að bera út fagnaðarerindið sem víðast. ;)

Hrannar Baldursson, 26.3.2013 kl. 19:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar búin að því

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 22:19

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Hrannar. Feiknarvel skrifað hjá þér eins og oftast áður. Það er hins vegar álitamál hvort vertryggingin sjálf sé stóra vandamálið. Skoðum hvað gerst hefði ef öll lán hefðu verið óverðtryggð og hægt hefði verið að breyta vöxtum með tiltölulega stuttum fyrirvara. Þá hefði greiðsluvandinn orðið mun meiri.

Þó eitt aðal vandmálið sé mikil verðbólga, þá er talsvert til í því að verðtryggingin sé verðbólguhvetjandi. Hitt er helsta vandamálið að raunvextir ofan á vertrygginguna eru allt of háir. Því stjórna aðallega furstar, ASÍ og vinnuveitanda sem stjórna lífeyrissjóðunum fyrir okkur, án þess að við höfum neitt með það að segja. Í skjóli fákeppni ákveða þeir vexti  með því að,,labba uppí Öskjuhlið". Stjórnirnar eru metnar eftir raunvöxtum sjóðanna, þeim mun hærri þeim mun betra ... fyrir sjóðina og stjórnirnar en ekki skuldugu heimilin.

 Þú getur borið þetta saman við ávöxtunarkröfu í Noregi og hvað fjölskyldur eru að bora af lánunum þar. 

 ESB sinnar segja þá að þetta sé svo gott í Noregi af þeir að þeir séu í ESB og hafa Evruna, en þú veist betur. 

 Hrannar sendi þér lítil skilaboð. 

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2013 kl. 06:40

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Góðar athugasemdir.

Auðvitað er verðtryggingin aðeins verðbólguhvetjandi, en ekki verðbólguvaldandi. Síðan koma fullt af laumufarþegum inn í umræðuna. Þegarbég tala um skuldug heimili er ég aðeins að tala um þá sem fjárfest hafa í heimili sem hæfir stærð fjölskyldunnar, að ekki hafi verið óhóf í þeirri fjárfestingu. Ég tala ekki um verðtryggð lán fyrirtækja, eða fyrir auka húsgögnum. Aðeins um þá nauðsynjarvöru að hafa þak yfir höfði fjölskyldunnar.

Ég hef svarað skeyti þínu, Sigurður.

Hrannar Baldursson, 27.3.2013 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband