ICESAVE - hin mesta skömm?

"Eina skömmin er að skammast sín ekki." - Blaise Pascal 
 
Íslenska ríkisstjórnin með Samfylkingu og Vinstri Græna í forsvari bera ábyrgð á að hafa reynt að þvinga ICESAVE samningum upp á íslensku þjóðina, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar. 

Því miður hefur sama ríkisstjórn farið álíka gáfulega að í öðrum málum, eins og þegar kemur að verðtryggingu, skattlagningu, sparnaði, hátæknisjúkrahúsi, launamálum og almennu tillitsleysi gagnvart því fólki sem ætlast er til að stjórnvöld þjóni.

Þessi skömm svíður djúpt, sérstaklega þar sem þeir sem eiga að skammast sín, kunna ekki að skammast sín. Annað hvort skilja ekki hvað þeir gerðu rangt - sem er nógu slæmt, - eða að þeir láta eins og ekkert sé. Ég veit ekki hvort er verra. 
 
Hvar er sú tign sem finnst í þeirri auðmýkt að biðja afsökunar á eigin afglöpum? Af hverju virðist nánast engin mannvera skynja eigin áhrif á tilveruna í kringum sig? Það er eins og fólk fatti ekki hvað hver einasta manneskja hefur mikil og djúp áhrif i samfélaginu. Og þá meina ég ekki bara með atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Skömmin nær ennþá lengra aftur. Sjálfstæðisflokkur og Framsónarflokkur eiga jafn mikið i þessari miklu skömm. Og enginn þeirra skammast sín, því þetta er ekki venjulegt fólk. Þetta er fólk sem þráir athygli og völd heitar en nokkuð annað, og virðist nákvæmlega sama um allt sem á vegi þeirra verður. Það er dapurlegt að sjá slíka fávisku við völd.

Íslensk stjórnmálaöfl hafa glatað trúverðugleika sinum. Samt eru stjórnmálamenn beðnir um álit af fjölmiðlum, eins og þeir séu allt í einu orðnir fulltrúar stóra sannleiks, eina ferðina enn.. Er ekki eitthvað bogið við þetta?

mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mesta skömmin er þeirra, sem breiða dulur á skömm sína .

Hrólfur Þ Hraundal, 28.1.2013 kl. 22:35

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þetta er alveg hárrétt sem þú skrifar þarna.

Flottur Hrannar

Við verðum að opna augun og vinna saman en ekki sundruð. Það eina sem getur sameinað okkur er traust, og traust öðlumst við ekki fyrr en við upplifum réttlæti, og réttlæti fáum við ekki fyrr en við berjumst fyrir því, og við berjumst ekki fyrir réttlæti fyrr en við vöknum.

Það er mikill skortur á þessu tvennu hér í þessu þjóðfélagi því miður. 

Guðni Karl Harðarson, 29.1.2013 kl. 15:39

3 identicon

Mikið er ég ótrúlega sammála þér og mikið er ég glöð að finna skoðanabróður þarna úti og það sem gleður mig mest er að ég veit að þín kynslóð mun breyta hlutunum vegna þess að einhverra hluta vegna er siðferði ykkar á mun hærra plani en hjá minni eigin kynslóð. Peningahyggjan er á undanhaldi sýnist mér.

Hildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband