Hefur þú áhuga á gagnrýnni hugsun?

Hér fyrir neðan fylgja nokkrar spurningar sem þú getur spurt þig, og getir þú svarað þeim öllum játandi, með hreinni samvisku, þá ertu gagnrýninn hugsuður, eða réttara sagt, manneskja sem getur verið gagnrýninn hugsaður hafirðu sankað að þér þeirri hæfni sem nauðsynleg er til að verða slíkur. Að hafa viðhorf í rétta átt er fyrsta skrefið, og sjálfsagt það síðasta líka.

Auðvelt er að rugla saman "gagnrýnni hugsun" og "gagnrýni". Gagnrýnin hugsun er viðhorf sem leitar sannleikans á uppbyggilegan hátt, en gagnrýni má stundum túlka sem hreinan efa, verkfæri til að rífa í sundur án þess að líma saman á ný. Ég hef meiri áhuga á gagnrýnni hugsun en hreinni gagnrýni sem slíkri.

Ef þú sérð fyrir þér tvær manneskjur, einni sem beitir gagnrýnni hugsun, og annarri sem beitir hreinni gagnrýni, geturðu auðveldlega fengið í hugann afar ólíkar manngerðir.

Hinn gagnrýni hugsuður hlustar vandlega á þann sem talar, veltir fyrir sér eigin viðhorfum um málið, og reynir að skilja málstað hinnar manneskjunnar af dýpt. Hinn gagnrýni hugsuður hefur minni áhuga á að komast að einni niðurstöðu, heldur en að rannsaka  málið frá sem flestum hliðum, og komast þannig nær altækri þekkingu á viðkomandi málefni, án þess kannski að höndla slíka þekkingu endanlega. Hinn gagnrýni hugsuður stingur upp á hugmyndum sem geta dýpkað skilningsleitina.

Hinn hreini gagnrýnandi er ekki jafn gefandi manneskja. Hún dæmir út frá þeim hugmyndum sem hún hefur, og er ekkert endilega til í að rannsaka hvort að eigin dómgreind sé í góðu lagi eða ekki; þar sem það kemur gagnrýni á viðfangsefninu ekkert við að hennar mati. Slíkur gagnrýnandi er sannfærður um að eigin málstaður er hinn eini rétti, og að öndverðar skoðanir hljóti að vera rangar. 

Og hér eru spurningarnar:

  1. Leyfirðu ímyndunaraflinu að njóta sín?
  2. Er hugur þinn opinn?
  3. Finnst þér nýjar og gamlar hugmyndir spennandi?
  4. Ertu til í að endurskoða eigin viðhorf?
  5. Kannastu við að hafa einhverja fordóma?
  6. Ertu til í að hlusta á nýjar hugmyndir frá öðru fólki?
  7. Ertu til í að hlusta á nýjar hugmyndir úr eigin huga?
  8. Ertu til í að leggja á þig rannsóknarvinnu til að finna áreiðanlegar upplýsingar?
  9. Ertu til í að meta þau sönnunargögn sem þú hefur og dæma í samræmi við þau, þó þau séu í andstöðu við fyrri skoðanir þínar og trú? 
  10. Ertu til í að fresta ákvörðunum ef nægilegar upplýsingar eru ekki til staðar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrannar. Þetta er athyglisverður pistill. Ég get svarað flestu á listanum játandi í dag, en ég hefði líklega ekki getað það á mínum yngri árum. Ég máta oft gagnrýni mína og annarra við hvort hún sé sanngjörn, og hvort ég standist þá gagnrýni sjálf, sem ég kem með á aðra.

En ég segi því miður oft eitthvað sem ekki er sanngjarnt, ef mér er mikið niðri fyrir og er reið. Mér finnst ég ekki geta gagnrýnt aðra, nema gagnrýna sjálfa mig á sama hátt. Og til þess þarf maður að hafa sem víðasta sýn og skilning á stöðu annarra. Þetta er svo sannarlega ekki einfalt. Aðalatriðið er að meiningin sé góð með því sem maður segir og gerir. Út frá góðu grær gott. Ég trúi því.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2012 kl. 19:58

2 identicon

Þú sleppir gagnrýnni hugsun þegar kemur að trú þinni Hrannar... sem slíkur þá getur þú varla rætt þetta mál án þess að roðna

DoctorE (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 12:03

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Anna, takk fyrir athugasemdina. 

Hver er trú mín, DoctorE?

Hrannar Baldursson, 9.8.2012 kl. 12:18

4 identicon

Þú ert alveg á fullu að afsaka hjátrú og villimennsku tengda trú, meinta illsku manna sem trú ekki.. ekki segja mér að þú vitir ekki hvað þúi hefur verið að krota á bloggið þitt.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 12:41

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE: Ekki kannast ég við að hafa nokkurn tíma afsakað hjátrú og villimennsku, hvorki tengdri trú né öðru. Þú ert eitthvað að misskilja.

Hrannar Baldursson, 9.8.2012 kl. 14:40

6 identicon

Doktorinn sver sig sem fyrr í ætt með öfgatrúfólki og er hér kominn á dæmigerðar nornaveiðar, algjörlega sannfærður um að eigin skoðun og eigin afstaða og sannfæring sé sú eina rétta.

Hins vegar getur sennilega enginn svarað öllum þessum 10 spurningum játandi með sanni þótt þeir kannski vildu það fyrir sína parta, því sá sem það gerði væri þar með kominn í ákveðna mótsögn við eigin viðhorf.

En spurningarnar eru góð hugvekja fyrir hvern og einn, ekki síst Doktorinn og annað öfgatrúar- og öfgatrúleysisfólk. Verst að hún virkar samt sennilega síst á þá sem þyrftu helst á endurskoðun hugarfars síns að halda.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 16:53

7 identicon

Mér er ekki ljóst hvað vakir fyrir Hrannari með þessu "quiz."

Má ég síðan minna Berg Ísleifsson á það að atheismi hefur ekkert með "trú" að gera, zero, hvorki með öfgatrú né öfgatrúleysi og allt þar á milli. Þeir forðast öfgar eins og andskotinn vígt vatn. Markmið atheista er að vita og skilja.

"Reasoning is the name of the game".  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 18:05

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Haukur: Sé markmið atheista að vita og skilja, vita og skilja hvað? Er munurinn á manneskju sem trúir á Guð eða guði og manneskju sem trúir að hvorki Guð né guðir geti verið til, aðeins stigmunur á trú? Eðlismunur væri hinsvegar ef þú ekki trúðir á Guð, guði né því að hvorki Guð né guðir geti verið til.

Hrannar Baldursson, 9.8.2012 kl. 18:53

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef "Reasoning is the name of the game" fyrir einhverja, þá gefur auga leið að þetta "quiz" er ekki fyrir þá. Þeir falla nefnilega á fyrstu spurningunni, þetta með ímyndunaraflið...

Kolbrún Hilmars, 9.8.2012 kl. 18:53

10 identicon

Hrannar, þú spyrð, ....vita og skilja hvað?

Svar: Eftirfarandi, tekið beint upp úr The Grand Design eftir Hawking og Mlodinow:

Why is there something rather than nothing?

Why do we exist?

Why this particular set of laws and not some other?

Einnig:

What are the origin of the laws of nature?

Are there any exceptions to the laws, i.e.,miracles?

Is there only one set of possible laws?

Albert Einstein: The most incomprehensible thing about the universe is that it is comprehensible.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 20:50

11 identicon

Haukur Kristinsson: Má ég síðan minna Berg Ísleifsson á það að atheismi hefur ekkert með "trú" að gera, zero, hvorki með öfgatrú né öfgatrúleysi og allt þar á milli.

Haukur ... aþeismi er bein trúarafstaða og trúaryfirlýsing og hefur því jafnmikið með trú að gera og t.d. kaþólska og önnur slík trúarsýn þótt afstaðan sé önnur. Yfirlýstir aþeistar hafa ekki síður en aðrir trúarhópar sannfæringu fyrir því að sín trú/afstaða/sannfærin sé réttari en trú/afstaða/sannfæring annarra og berjast fyrir henni á sama hátt, með boðun.

Ég sé engan mun á öfgatrúfólki og ögatrúleysingjum nema nafngiftina. Báðir aðilar láta sér ekki nægja sína eigin trú heldur fyrirlíta þeir trú hinna og berjast gegn henni.

Markmið atheista er að vita og skilja.

Markmið allra trúarhópa er að vita og skilja. Þeir bara vita og skilja á mismunandi hátt.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 01:44

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Haukur: þetta eru góðar frumspekilegar spurningar, sem hefur gefið mér tilefni til að skrifa næsta blogg.

Hrannar Baldursson, 10.8.2012 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband