Söngvari með rödd?

Ég hef verið að velta fyrir mér tengslum mannréttindabrota í Bakú og röddum söngvara í Eurovision söngkeppninni. Rödd snýst nefnilega ekki bara um umgjörð; hversu fallega þú galar og hversu vel þú skreytir þig og sprellar uppi á sviði, heldur fyrst og fremst um hvað þú hefur að segja og hvort þú notir rödd þína til að tjá það sem þarf að tjá, af hugrekki, auðmýkt, samkennd, heiðarleika, festu og sanngirni. Í keppni gærdagsins tjáði aðeins einn keppandi sig þannig. Hún hafði rödd. Og hún vann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef líka verið að velta fyrir mér mannréttindabrotum og röddum stjórnmálamanna á Alþingi. Skrítnast þykir mér að heyra Birgittu Jónsdóttur tala um hve ömurlegt henni þyki að sjá fólk taka þátt í grímulausri tilraun til að fella stjórnina. Stjórnin sem leitar allra leiða til að moka undir rassgatið á honum Núbó virðist vera Birgittu afar kær. Það virðist í tísku að veifa tíbetska fánanum en kenna svo ræflinum henni Grétu um allt sem aflaga fer.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 11:57

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nú þykir mér þú nokkuð grófur,það voru fleiri sem sungu bara vel og af innlifun!!,ég segi eins og vinur minn einn; að ef stjórnmálmenn hefðu átt að dæma hefum við UNNIÐ//Kveðja

Haraldur Haraldsson, 28.5.2012 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband