Hver skilur íslenskt réttlæti?

Fólk sem veldur öðrum miklum skaða, hvort sem er vegna ofbeldis, vanrækslu eða fjárhagsklækja þarf ekki að svara til saka, nema að forminu til. Sé glæpurinn nógu stór er engum refsað. Hafi viðkomandi framið smærri glæp og viðurkennt það er viðkomandi sleppt, kannski til að hann geti framið stærri glæpi?
 
Fyrrverandi forsætisráðherra sem fundinn var sekur um vanrækslu í embætti, er ekki látinn svara til saka, en refsing í slíku máli, þó hún væri ekki nema vika í skilorðsbundnu fangelsi, væri skárri en engin refsing. Að sætta sig við refsingu krefst ákveðinnar auðmýktar. Að refsa ekki, gefur þau skilaboð að brotið var smávægilegt og skipti þannig engu máli. Þannig geta klókir stjórnmálatæknar snúið út úr málinu þannig að út lítur að allir hafi unnið, á meðan raunin er að allir hafa tapað.
 
Aumingjar sem tóku húsnæðislán fyrir þaki yfir höfuðið hafa fengið margfalt þyngri refsingu fyrir að brjóta engin lög. Og hætti þeir að taka út refsingu sína, er þeim gert að fara út á götu með allt sitt hafurtask. Og mega þeir bara bíta í það súra, enda hafa viðkomandi engin áhrif á þjóðfélagsmyndina, eru bara almúgaþrælar.
 
Ekki fyrirmenni eins og þeir sem brjóta lögin. 
 
Það eru jafnvel harðari viðurlög fyrir að blogga um sum fyrirmennin. Fyrir að segja satt en geta ekki sannað réttarfarslega að orðin sem eru notuð séu tæknilega nákvæm.
 
Fyrirgefning og samúð eru falleg og kristileg hugtök, en ég skil ekki íslenskt réttlæti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu ..það er ekkert að skilja ..það er ekki til!!!!

rh (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 06:17

2 identicon

Þettfa er bara leikrit mar...

Fyrirgefning og samúð var til löngu áður en kristni varð til... hafa ekkert með kristni að gera, per se

DoctorE (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 07:45

3 identicon

Refsing fyrir hvað? Geturðu sagt mér hvað Geir gerði eiginlega af sér og hvað hann hefði átt að gera öðru vísi?

Kalli (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 09:54

4 identicon

Vissulega er það ekkert smámál að virkja ekki eigin ríkisstjórn til varnar í yfirvofandi hættu, ég efa raunar að Geir hefði haft manntak í sér til að gera eitthvað sem skiftir máli en hann hefði a.m.k getað reynt.

Svo er það hitt þegar hann spilar sig fórnarlamb réttarkerfisins, fuss og svei, maðurinn sem taldi nauðsynlegt að láta ríkisvaldið sækja ítrekað að bændum í gegnum þjóðlendukröfurnar af því að það þyrfti að eyða réttaróvissu.  Það er greinilega eitthvað annað þegar málið snýr að honum sjálfum. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 13:17

5 identicon

Það voru fleirri ráðherrar en Geir Haarde sem fengu upplýsingar um stöðu mála en gerðu ekkert, sögðu ekkert.  Það hefur hingað til verið málfrelsi á ríkisstjórnarfundum og er vonandi enn. 

Þáverandi viðskiptaráðherra (og ráðherra bankamála) hefði getað sagt eitt og annað en gerði ekki.  Þáverandi utanríkisráðherra hefur væntanlega fengið ýmsar upplýsingar og ábendingar á fundum erlendis, en þagði.  Fjármálaráðherra, ekkert.  Aðrir ráðherrar höfðu aðgang að þaulvönu starfsfólki sinna ráðuneyta sem hefur eflaust bent þeim á ýmis hættumerki, en þeir gerðu hvað? 

Fjölmiðlarnir stóðu sig engan vegin í gagnrýni og rannsóknum, heldur tóku þátt í að dásama íslenska bankakerfið, útrásina og "lofsungu snilli" íslenskra fjárfesta.

Spurning er, afhverju þögðu allir sem höfðu upplýsingar um stöðu mála?

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 20:41

6 identicon

S K I P S T J Ó R I N N   B E R   Á B Y R G Ð I N A.

Númi (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 21:30

7 identicon

Allir þögðu vegna þess að það er lögmál að ef einhver segir að banki sé illa staddur þá er gert áhlaup á þann banka og hann fellur eins og spilaborg.

Þetta er ástæðan fyrir því að ekki var hægt að tala opið um það sem var að gerast og enginn vildi að myndi gerast. Allir vonuðu að þetta liði hjá án þess að verða að stórmáli.

Svo geta allir talað núna þegar allt er um garð gengið. En eftir á hefur slíkt enga þýðingu. Gamla sagan um að vera vitur eftir á er alltaf jafn viðutan. Þó við ættum að temja okkur þá auðmýkt að læra af reynslunni.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 22:03

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Tek undir með rh.  Á Íslandi er ekkert réttlæti, bara réttlæting, og hún er gróflega misnotuð!

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2012 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband