Ísland í dag, séð utan úr heimi

absurd-life-pictures87

Hann bloggar: "Heyrðu, ég elska þig."

Þau svara: "Þessi öfgafullu hatursummæli verða kærð til siðanefndar háskólans, bæjarstjórnar Akureyrar og Zuckerberg. Í fyrsta lagi vegna þess að þú sýnir augljóst hatur gegn vantrúarfólki með því að tala um ást. Ást er ekki til! Hvílíkar öfgar! Í öðru lagi vegna þess að þú hefur mögulega einhven tíma talað við börn, perrinn þinn. Og í þriðja lagi vegna þess að ást hefur ekkert með kvenréttindabaráttuna að gera."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög góð aðferð að hugsa um jarðneska atburði utan frá, svo sem frá öðrum hnetti.

Þá hugsar maður um vandamál og mannleg samskipti með allt öðrum hætti.

Smámunatal verður að aukaatriði, en aðalatriði máls verða í fókus.

Þannig verður miklu meiri þungi og alvara í samneytinu og það gerir viðkomandi að sama skapi meira gagn.

Gott hjá þér að draga fram hvernig fólk snýr öllu á hvolf, þegar það tekur ekki tillit til huglægra sanninda eins og ást og kærleika.

Gerir þar af leiðandi illt úr góðu, ef svo má að orði komast. 

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 23:33

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kærar þakkir, félagi góður.

Hrannar Baldursson, 1.3.2012 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband