Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er hægt að tendra ljós í myrkri sál?
8.1.2012 | 20:41
"Maður sem ákveður að lifa fyrir sál sína er eins og maður sem kveikir á lampa í myrku húsi. Myrkrið hverfur samstundis. Standir þú við ákvörðun þína mun sál þín skína þessari birtu."
- Búddha
Hvernig kveikjum við svona ljós?
Hvernig vitum við hvenær það er myrkur í sál okkar?
Er sálin til eða kannski bara stunduð kulnuð?
Er sálin eitthvað sem býr í einstaklingi eða mannkyninu öllu?
Deilum við sál með dýrum og plöntum?
Er kannski ekki hægt að tala um sál nema tilvist hennar hafi fyrst verið sönnuð með notkun mælitækja og rökhugsunar?
Mynd:
E+Co Energy Through Enterprise
Flokkur: Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 18:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 778033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Hrannar, hver og einn verður að ákveða fyrir sig hvort sálin sé til eða ekki. Mæling sem sannar eða afsannar tilvist hennar mun ekki breyta skoðun eða trú fólks um tilvist sálarinnar.
Varðandi tilvitunin þína í Búddha, þá er eðlilegt að spyrja: Hvernig lifir maður fyrir sálina? Í góðri bók, þá er þessu lýst ágætlega (þ.e.a.s. upphafi þeirra vegferðar). Þar sem segir m.a.:
Ég held að þessar línur geti sagt til um upphafið að því hvernig við kveikjum þetta ljós, hvernig við getum byrjað að hrekja myrkrið úr sál okkar, hvernig við getum vakið kulnaða sál og fundið fljótlega samkennd með öðrum sálum hvar sem þær eru.
Það eru líklegast 20 ár síðan ég eignaðist þetta litla kver, en það heitir Leiðarljós og var þýtt af Gretari Fells. Annað rit af sama meiði heitir á íslensku Rödd þagnarinnar og þýddi Sigvaldi Hjálmarsson það. Þó bæði séu tengd Guðspekifélaginu, þá á innihald þeirra erindi við alla, líkt og innihald Hávamála á erindi við alla.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2012 kl. 22:16
Takk fyrir þetta, Marinó, og ábendingarnar. Það er hollt að velta fyrir sér visku annarra, sama hvaðan hún kemur, svo framarlega sem að maður hefur áhuga á að læra af henni.
Hrannar Baldursson, 8.1.2012 kl. 22:28
Þetta er áhugavert málefni.
Verði ljós - og það varð ljós. Þetta er eitt af því fyrsta sem skráð er í biblíuna, ef rétt er munað.
Ljósið er upphaf skilnings. Þegar við tendrum á kyndlinum þá verða straumhvörf í öllu okkar lífi. Inn kemur skilningur og sjá Allt verður nýtt!
Ég á t.d. eina litla bók eftir Martinus (Upphaf köllunar minnar). Þar lýsir hann vígslu sinni, er hann settist í hugleiðslu og varð yfirskyggður af hinu bjarta ljósi. Eftir þá gegnumferð varð allt hans líf algjörlega nýtt. Ekkert var eins og áður. Hann hafði meðtekið vitneskju sem hann hafði ekki áður átt, þó hann væri orðin meira en 30 ára gamall þegar þetta undur gerðist.
Nú er til eftir hann mikilfenglegt ritsafn "Þriðja testamentið", auk fjölda smárita.
Þeir sem lesa í þessum fræðum, geta ekki annað en orðið fyrir áhrifum af þessum nýju hugmyndum.
Sjón er sögu ríkari í þessu efni sem mörgum öðrum.
Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 22:31
Ég hef lengi haft tvennt í huga:
1. Þegar neminn er tilbúinn birtist meistarinn.
2. Hver og einn sem maður hittir á lífsleiðinni gæti haft mikilvæg skilaboð að færa þér.
Þetta hvorutveggja þýðir að maður verður alltaf að vera tilbúinn að taka eftir og læra.
Marinó G. Njálsson, 8.1.2012 kl. 22:32
Alveg hárrétt hjá þér Marinó (þegar neminn er tilbúinn birtist meistarinn), enda ertu lesinn í Guðspekinni.
Nauðsynlegt er að vera auðmjúkur og leitandi hugur, þá er hver dagur ævintýri þar sem eitthvað nýtt og spennandi kemur á okkar vettvang.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.1.2012 kl. 00:20
Skemmtileg vangavelta hjá Hrannar og ykkur öllum. Ég er óskaplega sannfærður um margt af þessu sem er búið að ræða. Ég hef haft fyrirþví að stúdera þetta, reyna að skilja hvað sé hvað og nýjasta niðurstaðan sem er búin að breytast þúsund sinnum er einhvernvegin svona:
Auðvitað eru allar manneskjur með sál, bjarta og skínandi enda afmynd Guðs sem skapaði hana. Sálin er gædd öllum hæfileikum Guðs og verður hvorki mæld né viktuð. Utan um hana er hjúpur sem er best þekktur sem astrallíkamin og þar er þessi sk. meðvitund. Fólk notar ca. 1% av venjulegri meðvitund og restin er í einhverskonar trans ástandi. Síðan er líkaminn sem sem þetta 1% ákveður að sé raunveruleikin.
Sál hvers og eins ákveður hún vill fæðast, við hvaða aðstæður, hverjir eiga að verða foreldrar hennar og þess háttar. Ekkert er tilviljun í þessum málum og reyndar röð og regla á öllum hlutum.
Það er ekkert skrítnara að ekki finna fyrir sálinni sinni enn að maður finnur ekkert fyrir maganum á sér nema helst þegar manni er illt. Verður fólk illt í sálinni þá kemur sönnuninn strax fram.
Dýr og plöntur hafa enga sál, enn þau eru með meðvitund og skynja þar með umhverfi sitt á einhvern hátt....
Svo er þetta með sannanir fyrir hinu og þessu. Ekkert ílífinu lítur eins út hjá neinum. Það er tímaeyðsla að eltast við sannanir yfirleitt. Nóbelsverðlaun voru afhent vísindamanni fyrir að sanna að universum þandist út. Þetta var vitað 1970 og góð og gild rök voru færð fyrir því. Enn núna er fyrst "sönnuninn" komin og maður getur sett málið í "faktalådan"..
Óskar Arnórsson, 9.1.2012 kl. 01:25
Mig langar fyrir mitt leiti að glíma við þær spurningar beint sem lagt er upp með í pistlinum og bæta einni við.
Hvernig kveikjum við svona ljós?
Eina leiðin til að kveikja þetta ljós innra með okkur er að geta tekið og vera tilbúin að taka á móti ljósinu frá öðrum. Á sama hátt getum við ekki kveikt ljós hjá öðrum nema hafa sjálf ljós sem við getum gefið frá okkur.
Hvernig vitum við hvenær það er myrkur í sál okkar?
Augljósasta merkið um myrkrið í okkar eigin sál er þegar við getum ekki tekið á móti ljósinu frá öðrum og leyft því að lýsa upp okkar eigið sálarmyrkur. Við eigum hins vegar oft erfitt með að koma auga á myrkrið hjá okkur sjálfum en sjáum það oft vel hjá öðrum.
Er sálin til eða kannski bara stunduð kulnuð?
Sálin er til eins og ljósið er til jafnvel þótt það sé myrkur hjá okkur sjálfum. Sálin er hins vegar misbjört (eða mismyrk) í fólki en aldrei alveg kulnuð.
Er sálin eitthvað sem býr í einstaklingi eða mannkyninu öllu?
Bæði. Sálin býr í einstaklingnum en býr líka öllu mannkyni, rétt eins og dropinn býr í vatninu og orðið í bókinni.
Deilum við sál með dýrum og plöntum?
Já ... og ekki bara lifandi verum heldur öllu sem við snertum á á lífsleið okkar, líka “dauðum” hlutum eins og t.d. handverki okkar og hvernig við göngum um og skiljum við umhverfi okkar. Fólk getur tekið á móti sál okkar (ljósinu) beint frá okkur sjálfum en líka öllu því sem við gerum og höfum áhrif á (lýsum upp með eigin ljósi). Á sama hátt getum við meðtekið ljósið (sálina) frá margvíslegum hlutum sem aðrir hafa lýst upp með sinni sál, dýrum, plöntum, hlutum og umhverfi.
Er kannski ekki hægt að tala um sál nema tilvist hennar hafi fyrst verið sönnuð með notkun mælitækja og rökhugsunar?
Það er ekki hægt að sanna/afsanna tilvist sálar með mælingum eða rökum. Eins og Marinó segir í fyrsta innlegginu þá verður hver og einn að meta þetta fyrir sig en ég hugsa samt að þeir séu fáir sem vilja alfarið neita því að sálin sé raunveruleg þótt hún sé huglæg og ekki mælanleg á vísindalegan hátt.
Og svo viðbótarspurningin:
Deyr sálin þegar líkaminn deyr?
Nei, sálin lifir áfram. Þótt líkaminn hverfi heldur ljósið sem við gáfum frá okkur á meðan líkaminn lifði áfram að skína. Undantekning frá þessu væri auðvitað sú sál sem deyr myrk. En ég held ekki að til sé alveg "ljóslaus" maður frekar en ég held ekki að til sé alveg trúlaus maður (og þá er ég ekki að tala um trúarbrögð). Þannig getur engin sál dáið alveg myrk.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 02:09
Ég gleymdi auðvitað einni spurningunni, titilspurningunni: Er hægt að tendra ljós í myrkri sál?
Já ... en einungis ef sá sem ræður hinni myrku sál opnar hana og tekur á móti ljósinu. Það kemst ekki inn ef allt er dregið fyrir og dyrnar eru lokaðar og læstar.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 03:32
Noh... stigversnandi þrugl í gangi hér. Orðið fyrir áfalli nýlega Hrannar?
DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 07:38
Engin sál er myrk. Ljósið er tendrað. Sumir sjá það einfaldlega ekki.
http://en.wikipedia.org/wiki/Reincarnation_research
"Many of Stevenson's subjects displayed skills and interests which seem to represent a continuation of skills and interests developed in the claimed previous life.[6] Stevenson found that the vast majority of cases investigated involved people who had met some sort of violent or untimely death.[5][7]
In a fairly typical case, a boy in Beirut spoke of being a 25-year-old mechanic, thrown to his death from a speeding car on a beach road. According to multiple witnesses, the boy provided the name of the driver, the exact location of the crash, the names of the mechanic's sisters and parents and cousins, and the people he went hunting with — all of which turned out to match the life of a man who had died several years before the boy was born, and who had no apparent connection to the boy's family.[8]"
Hörður Þórðarson, 9.1.2012 kl. 08:52
Það er ekki nein sál krakkar, það er ekki lítill þú inni í hausnum á þér að stýra þér... Ég veit að ykkur langar að halda að það sé lítill þú í haunsum á ykkur, sem svífur út úr ykkur þegar þið drepist, upp til Gudda... En reality check, þið eru geðveikir og eða ofurheimskir/sjálfselskir ef þið teljið sjálfum ykkur trú um ykkar ofureiginleika. Þið eruð heilinn, um leið og hann fer, þá er ekkert eftir af ykkur... núll.
Sheesh
DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 09:00
Mér finnst lagið um Ljósvíkinginn ágætis innlegg í þessa umræðu. "Hver einn og einasti einstaklingur, fæðist hér sem ljósvíkingur, - ég geng ekki einn" ..
Smellið HÉR til að hlusta.
Þú líka DoctorE eða Dolli (ljós)dropi! ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.1.2012 kl. 12:01
Þannig að heiladautt fólk, fólk með heilaskemmdir, það er bara sálin sem er með ónýtan stýripinna inni í hausnum á ykkur..
Þetta var hræðilegt lag Jóhanna, pyntingar eiginlega ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 12:53
Mikið vildi ég að þú kynnir að skipta um plötu Doctor. Það er fyrir löngu farið að ískra verulega í þessari einu sem þú spilar.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 16:33
Takk fyrir góðar athugasemdir.
Það er allt í lagi að vera ósammála ólíkum skoðunum, en DoctorE, það væri gaman ef þú gætir verið aðeins málefnalegri í umræðunni og útskýrt fyrir okkur hinum af hverju sálin er ekki til, að þínu mati. Hvernig skilgreinir þú sál?
Bergur, sérstakar þakkir fyrir að svara spurningunum. Sé sálin eins og ljós, getur eðli hennar verið líkt stjörnu sem hefur sprungið? Áhrifin eru ennþá til staðar þó að hún sé löngu horfin.
Ég er sammála þeim sem segja að mikilvægt sé að hafa opinn hug, vera alltaf tilbúinn að læra, og loka ekki fyrirfram á möguleika, sérstaklega þegar maður hefur í huga hversu ófullkomnar verur við erum.
Það er sorglegur fordómur að festa sér það að ekkert gott sé til í þessum heimi. Það getur líka verið sorglegur fordómur að festa sér nákvæmlega hvað hið góða í þessum heimi er.
Hrannar Baldursson, 9.1.2012 kl. 17:27
Já, kannski má líkja sálinni, eða öllu heldur áhrifum hennar á umhverfið, með samlíkingu við sprungna stjörnu sem lýsir þó enn. Samt er það full "fisísk" samlíking fyrir mig.
Ég sé og finn fyrir sálum annarra alls staðar þar sem ég er og í öllu sem ég snerti, hvort sem er í fólki, plöntum, dýrum, hlutum eða umhverfi. Þær skína misbjart í gegn, eru miserfiðar að sjá og finna fyrir og tala sjálfsagt ekki á sama hátt við alla enda "móttakarinn" í fólki misjafn að gerð, gæðum og þroska þannig að hver og einn túlkar þessi sálaráhrif (eða túlkar ekki) á sinn hátt.
Persónulega finnst mér fáránlegt að deila um hvað sé rétt og rangt í þessum efnum og enn fáránlegra að halda því annars vegar fram að sálin geti ekki verið til og hins vegar segjast vita allan sannleikann um hana.
Mun áhugaverðara er að velta þessum málum fyrir sér á sem fjölbreyttastan hátt, finna það í eigin hjarta hvað á við manns eigin hugmyndir og reynslu, meðtaka og hafna, en vera jafnframt og ávallt tilbúinn að skoða málin frá nýjum sjónarhornum með opnum huga.
Í svona málum er ekki hægt að komast að niðurstöðu enda er það ekki hún sem skiptir máli, heldur leiðin þangað.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 01:27
Og talandi um ný sjónarhorn þá finnst mér afar áhugavert og móttækilegt fyrir mína parta það sem Óskar segir hér fyrir ofan að nærtækasta "sönnunin" fyrir tilurð sálarinnar sé þegar okkur verður illt í henni.
Okkur getur bæði orðið illt í okkar eigin sál og þeirri heildarsál sem við erum öll hluti af. Er okkur t.d. ekki flestum illt í okkar hluta af þjóðarsálinni eftir atburði síðustu ára? Ég finn alla vega mikið til í henni.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 01:57
Jæja Bergur minn, ekkert farið að ískra í gömlu draugasögunni þinni ha, ég sé þig ekki skammast vegna þúsunda milljóna krónu sóunar á almannafé til að halda uppi stóði af galdramönnum/prestum í kringum þessa skrumskælingu á dauðanum... Ég hlæ að ykkur sem kaupið þetta rugl.
Það er búið að gera ótal rannsóknir á tilvist sálarinnar... ekkert bendir til að hún sé til.. núll, nada; Bara móðursjúkir og geggjaðir einstaklingar, hagsmunaaðilar sem selja þetta þvaður, koma með púra steypu sem ekkert styður við.
Svo höfum við menn eins og Hrannar sem þykist vera talsmaður rökrænnar hugsunar.. telur sé það til tekna að trúa staðlausu þvaðri ú biblíu.. man, its sick, og ég veit að Hrannar myndi segja það sick við sum önnur tilvik, þó óttast ég að Hrannar sé svona "vísindalega" galdra/trúarbragða rétttrúnaðar maður... sem er bara fyndið
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 07:53
Sjáið bara síðustu "dæmisögu" Hrannars... augljóslega saga aftan úr fornöld, sögupersónur eru gerðar að forsætisráðherra og svo aðstoðarmanni hans sem er í fínum jakkafötum og með Boss rakspíra, þeir ætla að skera barn í tvennt í dæmisiðferðissögu Hrannars; HALLÓ þetta var fáránleg saga, algerlega út í hött, insane madness in progress.
En Hrannar sér þetta ekki, magnað hvað hjátrúin getur beyglað menn
Mitt ráð til þín Hrannar: Ef þú ætlar að tala um gagnrýna hugsun og annað í þeim dúr... þá skaltu algerlega sleppa hallelújaruglinu, ef þú gerir það ekki, þá endar þú bara sem Mofi spitting image, enginn mun taka mark á þer.. .já, varla menn í þínum hellelúja klúbb.. þú getur ekki verið beggja vegna borðsins Hrannar... það er ekki hægt
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 09:14
Það sem ég er að segja, Doktor, kemur hvorki, prestum, kirkju eða trúarbrögðum nokkuð skapaðan hlut við. Þú virðist bara haldinn þeirri makalausu áráttu að tengja nánast allt sem þú lest við eitthvað slíkt. Þú ert með trúarbrögð algjörlega á heilanum, heldur að allir aðrir séu með þau á heilanum líka og virðist gjörsamlega ófær um að hugsa eina spönn út fyrir þennan kassa. Af hverju prófar þú ekki eitthvað nýtt, til dæmis keilu eða útiveru? Ég er viss um að það myndi gera þér gott.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:17
Biblíulega séð þá er sál lifandi vera og bæði dýr og menn eru kölluð sálir í Biblíunni. Þessi hugmynd að sálin er einhver sér hluti af okkur sem heldur áfram að vera til eftir dauðan er heiðin hugmynd þó að hún hefur blandast í hugmyndafræði margra kirkna sem kenna sig við Krist.
Hérna er það sem Lúther sagði um hugmyndina um eilífa sál:
Hérna er forvitnileg síða sem fjallar um þetta mál:http://www.truthaboutdeath.com
Mofi, 10.1.2012 kl. 14:04
Óskar: Þessi hugsun um sársaukann í sálinni hefur fylgt mér í allan dag.
Erum við þá að tala um samviskuna?
Hrannar Baldursson, 10.1.2012 kl. 16:46
Hrannar: Erum við þá að tala um samviskuna?
Veit þú varst ekki að tala við mig en ég hef samt skoðun á þessu og læt vaða.
Ég held að sálin sé samsett úr hinum margvíslegu tilfinningum eða innri "skynjunum" sem við finnum flest fyrir en getum ekki útskýrt auðveldlega hvernig virka, enda virðast þær virka mismunandi hjá hverjum og einum.
Samviskan er einn þessara skynjana. Aðrar eru t.d. virðing, sköpunargáfa, hluttekning, víðsýni, ást, trú (er ekki að tala um trúarbrögð) og svo framvegis. Allt myndar þetta svo sál hvers og eins.
Þannig sé ég þetta a.m.k.: Svipað og líffærin mynda saman líkama hvers og eins þá mynda þessar innri skynjanir og tilfinningar saman sál hvers og eins.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:33
Bergur: engar áhyggjur - þú hélst umræðunni áfram og var athugasemdin jafn mikið ætluð þér, Óskari og öðrum lesendum síðunnar.
Annars fengi ég samviskubit.
Hrannar Baldursson, 10.1.2012 kl. 18:15
Bara sorry guys, en þið verðið eins og fatlafól þegar þið talið ú yfirnáttúru og galdra. :)=
DoctorE (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 10:51
Einstaklings-samviskan er ekkert nema "áttaviti" eða "GPS" fyrir sálina. Og "samviskan" er bara það sem þú ákveður sjálfur. Sársauki skapar meðvitaða tengingu við sálina í staðin fyrir ómeðvitaða. Hvað sé betra eða verra, veit ég ekki. Ég veit ekki hvort það sé yfirleitt nauðsynlegt að vera í einhverju sambandi við sálina. Hún sér um sig sjálf.
Samviskan er í hinum sk. "mentala" líkama eða mentala heimi þar sem uppsöfnuð reynsla og þroski heldur til. Og hefur áhrif á sálina. Það er algjörlega útilokað að hafa slæm áhrif á eigin sál. Samviskubit er bara varnarkerfi sem fer í gang þegar maður gerir eitthvað eða segir sem er þvert á móti því sem maður er búin að ákveða að sé rétt.
Það er gaman af DoktorE. Hann tala ábyggilega á móti betri vitund og þess vegna lætur hann svona á blogginu. ég kann þrælvel við hann og hef alltaf gert....
Samviska er oft notað um hina "sameiginlegu visku" heildarinnar...betri er viska 10 manna enn tveggja eða þriggja eða einhvernvegin þannig...
Óskar Arnórsson, 11.1.2012 kl. 14:29
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1216880/
Ómar Ingi, 12.1.2012 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.