Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jóhanna Sigurðardóttir í Kastljósi (2011) 1/2
30.9.2011 | 05:02
Jóhönnu Sigurðardóttur var boðið í Kastljósviðtal, sem átti að vera gagnrýnið og þar sem fólk gat hringt inn til að spyrja spurninga. Smelltu hér til að horfa á viðtalið: Kastljós
En...
- Spurningarnar þurftu að vera stuttar
- Skellt var á spyrjendur á meðan þeir spurðu
- Spyrjendur fengu ekki að fylgja spurningum sínum eftir þegar Jóhanna svaraði út í loftið
Sérstaklega fannst mér áhugavert hvernig skellt var á Andreu, formann Hagsmunasamtaka heimilanna, sem hafði greinilega undirbúið afar góðar spurningar. Jóhanna svaraði fyrri spurningunni, að hún ætlaði að taka við undirskriftarlista 1. október frá HH. Seinni spurningunni svaraði hún afar illa. Spurt var hvort hún hefði kynnt sér þær fjórar leiðir sem HH telja að geti lagfært skuldastöðu heimilanna. Í stað þess að svara þessu fór hún að tala um greiðslujöfnunarleiðir og hvað ríkisstjórnin hafði gert rosalega mikið í þessum málum, að bankarnir hefðu ekki staðið sig nógu vel og blablíblablabla. BS fillterinn fór í gang.
Þegar hún var síðar spurð út í verðtrygginguna, fannst mér áhugavert að hún hugsaði bara um eina hlið málsins, virtist nákvæmlega sama um þá sem staddir eru í skuldafangelsi í dag, og virðist ekki skilja mikilvægi þess að leysa þetta fólk úr viðjum vandans. Þetta fólk verður að mæta á Austurvell kl. 9:30 1. október 2011 og gefa skýr skilaboð sem ekki er hægt að misskilja.
Jóhanna talaði aðeins um að bjóða upp á óverðtryggð lán til framtíðar, nokkuð sem hefur verið í boði, á fáránlegum vöxtum reyndar. Fjármagnseigendur eru vanir að græða gífurlega á lánum, og virðist þykja eðlilegt hversu ógurlega fólki blæðir fyrir vikið. Það þarf jafnvægi í þessa stöðu. Það að ganga í ESB og taka upp Evruna er ekki lausn fyrir þá sem eru á heljarþröm, því miður. Þetta verður Jóhanna að skilja, annars verður hún að víkja með öllu sínu liði.
Viðtalið við Jóhönnu Sigurðardóttur í Kastljósi var drottningarviðtal. Tíminn var of stuttur til að fara djúpt í hlutina, og samræðufólki hennar hefði átt að vera gefið tækifæri til að fylgja eftir sínum spurningum. Þess í stað hagaði hún sér bara eins og svarteygð drottning, ekki eins og lýðræðislega kjörinn leiðtogi, sem virkilega hefur hag almennings fyrir brjósti.
Þetta var ömurlegt viðtal. Gef því hálfa stjörnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 10:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þetta viðtal viðtal var einfaldlega pantað.
Í örvæntingarfullri tilraun til að sefa kraumandi reiði almennings.
Svefnmeðalið virkaði ekki og tilraunin snerist upp í andhverfu sína.
Hápunktur þáttarins var þegar Jóhanna lofaði að afnema verðtryggingu.
Lágpunkturinn þegar hún reyndi að nota það sem mútur fyrir ESB-aðild.
Hún má reyndar eiga það að hún er eitthvað farin að hlusta. Við báðum um beint lýðræði og fengum pólitísk hrossakaup í beinni útsendingu og símasambandi við þjóðina. Pólitísk hrossakaup eru nefninlega sá skilningur sem valdastéttin virðist leggja í lýðræðishugtakið, og nú hefur það verið fært út úr reykfylltum bakherbergjum fram í dagsljósið. Ný tegund af braski er fædd: brask með almenningsálit. Eins og í fyrri tilraunum Samfylkingarinnar og fylgisnata hennar mun braskið líka enda með hruni í þetta sinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2011 kl. 06:30
Það var lagt upp með að spurningar ættu að vera hnitmiðaðar og engar langlokur.
En ég sá bara gamla konu í sjónvarpssal, gamla konu sem sagði ekkert sérstakt, ekkert .. Hef ekkert á móti gömlum konum eða mönnum; Finnst bara að fólk eigi að þekkja sinn tíma.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 09:21
Dæmigert viðtal við stjórnmálamann sem laug sig út úr öllu og sagði "ekkert"
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2011 kl. 12:44
Aðaltromp Jóhönnu í Kastljós leikritinu fannst henni sjálfri vera þegar hún ítrekað opinberaði fyrir þjóðinni það mikla undrunarefni sem allir áttu að falla í stafi fyrir, það að hún sjálf hefði mikinn SKILNING á stöðu fólks-hvorki meira né minna. Hún hin "heilaga", marg tjáði að allir hefðu fengið eitthvað frá hennar mikla hjálpræði!!! Vá!
Heldur Jóhanna að hún sé Móðir Theresa í Kalkútta að útdeilda ölmusu til þurfalinga? Vandinn er að það er það sem hún heldur.
Krafan á morgun og við stefnuræðu hennar á mánudaginn er ÞINGROF, það er eina krafan sem hún og ríkisstjórnin er dauðhrædd við. Jóhanna hefur heldur ekki hundsvit á skuldavanda heimilanna því þýðir ekkert að vera með kröfur um það á Austurvelli. BURT MEÐ JÓHÖNNU!!
Sólbjörg, 30.9.2011 kl. 17:57
Jóhanna er eflaust góð kona, en lélegur forsætisráðherra.
Hún bara ræður ekkert við þetta verkefni og er enginn leiðtogi.
Haraldur Hansson, 30.9.2011 kl. 19:35
Bara að tími Jóhönnu hefði aldrei komið... Hún kann ekki að stjórna neinu, ekki einu sinni sjálfri sér...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2011 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.