Eggið sem varð að hænu og mótmælin

Þingmaður fékk egg í höfuðið. Hann datt. Vankaðist eitthvað. Allt í lagi. Ég vorkenni manninum. En þeta var bara eitt augnablik. Má þar af leiðandi túlka mótmælendur sem ómarktækan og ofbeldisfullan skríl? Varla.

Nú virðist fjallað meira um þetta eina stórhættulega egg í fjölmiðlum heldur en vanda heimila vegna forsendubrests og verðtryggingar. Eggið er orðið að hænu. Hænan verður fljótt að úlfi með þessu áframhaldandi.

Hvað er eiginlega að þeim sem setja fréttirnar saman? Eru þeir ekki alveg að átta sig á samhenginu? Á bara að horfa á dramatíska augnablikið, þetta sem vakti mesta athygli um stund, og gleyma ástæðunni sem knýr mótmælin áfram?

Hvar er rökhugsunin? Hvar er skynsemin? Hvar er tilfinningin fyrir því sem skiptir máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni segir að eggið hafi lent á vondum stað, það er alveg rétt hjá honum og egginu var ætlað að lenda á vondum stað sem er Árni sem er alls ekki úr járni. En Árni má eiga það að hann er ákaflega heppinn í peningamálum og veit hvenær á að selja stofnbréf í Spron akkúrat á réttum tima, rétt áður en fór að fjara undan bankanum. Þó svo að Árni hafi setið í stjórn bankanns um tíma var það alveg útilokað að hann hefði getað séð það fyrir, hvað þá látið Össur vin sinn  einnig vita af því. Hann var sniðugur að flytja peningana úr landi, það má hann eiga.

http://www.amx.is/fuglahvisl/14632/

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 22:05

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það voru víst þúsundir sem hentu eggjum samkvæmt kvöldfréttum, og myndefnið var umræddur þingmaður sem féll við.  Ég var þarna kannski 1% af mótmælendunum hentu einhverju.  99% voru friðsamir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2011 kl. 02:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sumir leikmenn í fótbolta er duglegir við að fiska víti. Þeir láta sig falla við minnsta tilefni og oftar en ekki tekst þeim að plata dómarann.

Þegar fullorðinn karlamaður fellur við, við að fá egg í sig, jafnvel þó það sé í hausinn, dettur manni fyrst þessi samlíking í hug.

En auðvitað getur verið að Árni Þór sé svo lítill bógur að hann standi ekki af sér slíkt eggjakast.

Þá má með sanni segja að þar fari lítill karl í litlum líkama.

Gunnar Heiðarsson, 2.10.2011 kl. 09:46

4 identicon

Kanski það hafi verið harðsoðið

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband