Lögreglumenn eru líka þjóðin

1. október nálgast hægt og hljótt. Það má finna fyrir undiröldu sem virðist magnast með hverjum deginum sem líður. Sjálfsagt mun ríkisstjórnin koma með eitthvað útspil 30. september til að lægja öldurnar, með því að handtaka einhvern, eða henda brauðhleifum í hausinn á kjósöndum. Þeim hefur tekist það fyrr og engin ástæða til að trúa öðru en að þeim takist það aftur.

Það hefur vakið mig til umhugsunar hvernig lögreglumönnum hefur verið beitt sem einhvers konar vegg á milli þingmheims og almennings. Þá hefur lögreglan reynt að vernda báða hópana og tekist það með ágætum, með einhverjum undantekningum.

Lögreglumönnum er skylt að viðhalda lögum og halda reglu í samfélaginu. En hvað geta þeir gert þegar óreglan kemur frá sjálfu þinginu? Uppspretta óreglu á Íslandi í dag virðist tengd afar óheilbrigðum fyrirmyndum sem æska okkar hefur á þingi, og stuðningi ríkisstjórnar við fjármálakerfi sem er að draga lífsþróttinn úr fólki, smám saman. Ranglætið er yfirþyrmandi.

Enn heldur ríkisstjórnin að innganga í ESB leysi öll vandamál, og réttlætir þannig eigið aðgerðarleysi gagnvart heimilum landsins, því að ESB reddar bara málunum með tíð og tíma. Ljóst að Landsdómur fær ný verkefni eftir næstu kosningar.

Lögreglan, eins og aðrar stéttir, eru að upplifa það ranglæti sem ríkisstjórnin stendur fyrir. Jafnvel forsetinn hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og fengið ákúrur til baka frá þeim sem urðu fyrir gagnrýninni, en þakkir frá þeim sem finna fyrir stuðningi hans.

Þolinmæði almennings, sem og lögreglunnar, hlýtur að enda fyrr eða síðar. 

Spurningin er hvort endapunkturinn sé 1. október, þegar lögreglumenn snúa veggnum við og byrja að vernda fólkið gagnvart ríkisstjórn og þingheimi, í stað þess að vernda ríkisstjórn og þingheim gagnvart fólkinu. 

Það væri ánægjulegt að sjá lögregluna snúa augum sínum að þingheimi og virða fyrir sér þá ógn sem af honum stafar. Sú ógn er mun meiri en þegar hópur Íslendinga safnast saman til að þeyta eggjum.


mbl.is Íhuga að funda við setningu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er snyrtilega framreidd hótun hjá lögreglumönnum sem ekki er hægt að misskilja. Ef ég á að giska á eitthvað þá munu stjórnvöld leggja nokkuð kapp á að semja við þá fyrir 1. október.

Seiken (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það að semja við lögregluna á síðustu stundu er ekki nóg og að Sérstakur saksóknari taki einhvern stórþjófin til yfirheyrslu er ekki nóg því að þetta er allt svo fyrir séð! Það eina sem stjórnin getur er að byðjast lausnar nú þegar og kerfið verði stokkað upp en á meðan verði skipuð þjóðstjórn allra flokka í eitt ár að hámarki meðan hreynsað verður til í foringja og flokksræðiskjaftæðinu!

Sigurður Haraldsson, 18.9.2011 kl. 12:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er oft níðst á lögreglunni, mér er ofarlega í huga framkoma mótmælenda við Breiðagerði þar sem bera átti út konu, með réttu, en mótmælendur létu skammir dynja á löggunni.Vona að það verði samið strax við þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2011 kl. 12:17

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það er hárrétt, lögreglumenn eru líka þjóðin. Þeir eru ekki óvinurinn. Þeir eru ekki þeir sem mótmælin eiga að beinast að þó sumir ofbeldishneigðir óróaseggir meðal friðsælla mótmælenda á Austurvelli virðist halda það eða vilji láta líta svo út og æsa til ófriðar gegn lögreglusérstaklega.

Ég tek því undir með þér hér;

"Það væri ánægjulegt að sjá lögregluna snúa augum sínum að þingheimi og virða fyrir sér þá ógn sem af honum stafar. Sú ógn er mun meiri en þegar hópur Íslendinga safnast saman til að þeyta eggjum."

Jafnframt væri ánægjulegt að sjá mótmælendur stilla sér upp til verndar lögreglu þegar hún snýr veggnum við og snýr baki í mótmælendur til að virða fyrir sér hina raunverulegu ofbeldismenn sem henni er ætlað að vernda. Það yrði virkilega áhrifaríkt að sjá og nokkuð skýr skilaboð frá lögreglunni til almennings og ekki síður til þingheims.

Getur lögreglan leyft sér það? Ljóst er að það getur hún ekki nema hafa alla að baki sér með sér og geti treyst því að engin ráðist að þeim aftan frá sem alltaf hefur þótt frekar lúalegt. Gæti því verið sterkasti leikurinn að snúa í sömu átt og fjöldinn en ekki gegn honum. Ég hefði gaman að því að sjá þann sem réðist gegn henni við þær aðstæður og ekki síður hvað yrði um þann einstakling.

Sjáumst á Austurvelli 1. okt. Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Íslandi allt.

Viðar Friðgeirsson, 18.9.2011 kl. 12:40

5 Smámynd: Ómar Ingi

Fín færsla , bíð eftir rýni frá þér á þessa

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1192047/

Ómar Ingi, 18.9.2011 kl. 13:49

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Löggan er vissulega partur af þjóðinni en það breytir ekki þeirri staðreynd að virðingin fyrir henni er við frostmark.. þá virðingu hefur löggan náð sér í hjálparlaust í gegnum tíðina, en þeir hafa verið verjendur valdhafa hveju sinnien ekki almennings.. megi þeir fá launakerðingu og hana allverulega.

Óskar Þorkelsson, 18.9.2011 kl. 17:22

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þrælgóð grein.

1 október hefur Hagsmunasamtök heimilanna boðað fólk á Austurvöll, og það verður þá án lögreglunnar. Vonandi koma þeir við mótmælin. Það er grundvallaratriði að vera með friðsöm mótmæli. Árangur okkar á Austurvelli byggist á að við látum í okkur heyra. Skrílslæti eru málstaðnum ekki til góðs. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband