Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Lögreglumenn eru líka þjóðin
18.9.2011 | 07:33
1. október nálgast hægt og hljótt. Það má finna fyrir undiröldu sem virðist magnast með hverjum deginum sem líður. Sjálfsagt mun ríkisstjórnin koma með eitthvað útspil 30. september til að lægja öldurnar, með því að handtaka einhvern, eða henda brauðhleifum í hausinn á kjósöndum. Þeim hefur tekist það fyrr og engin ástæða til að trúa öðru en að þeim takist það aftur.
Það hefur vakið mig til umhugsunar hvernig lögreglumönnum hefur verið beitt sem einhvers konar vegg á milli þingmheims og almennings. Þá hefur lögreglan reynt að vernda báða hópana og tekist það með ágætum, með einhverjum undantekningum.
Lögreglumönnum er skylt að viðhalda lögum og halda reglu í samfélaginu. En hvað geta þeir gert þegar óreglan kemur frá sjálfu þinginu? Uppspretta óreglu á Íslandi í dag virðist tengd afar óheilbrigðum fyrirmyndum sem æska okkar hefur á þingi, og stuðningi ríkisstjórnar við fjármálakerfi sem er að draga lífsþróttinn úr fólki, smám saman. Ranglætið er yfirþyrmandi.
Enn heldur ríkisstjórnin að innganga í ESB leysi öll vandamál, og réttlætir þannig eigið aðgerðarleysi gagnvart heimilum landsins, því að ESB reddar bara málunum með tíð og tíma. Ljóst að Landsdómur fær ný verkefni eftir næstu kosningar.
Lögreglan, eins og aðrar stéttir, eru að upplifa það ranglæti sem ríkisstjórnin stendur fyrir. Jafnvel forsetinn hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og fengið ákúrur til baka frá þeim sem urðu fyrir gagnrýninni, en þakkir frá þeim sem finna fyrir stuðningi hans.
Þolinmæði almennings, sem og lögreglunnar, hlýtur að enda fyrr eða síðar.
Spurningin er hvort endapunkturinn sé 1. október, þegar lögreglumenn snúa veggnum við og byrja að vernda fólkið gagnvart ríkisstjórn og þingheimi, í stað þess að vernda ríkisstjórn og þingheim gagnvart fólkinu.
Það væri ánægjulegt að sjá lögregluna snúa augum sínum að þingheimi og virða fyrir sér þá ógn sem af honum stafar. Sú ógn er mun meiri en þegar hópur Íslendinga safnast saman til að þeyta eggjum.
Íhuga að funda við setningu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 10:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þetta er snyrtilega framreidd hótun hjá lögreglumönnum sem ekki er hægt að misskilja. Ef ég á að giska á eitthvað þá munu stjórnvöld leggja nokkuð kapp á að semja við þá fyrir 1. október.
Seiken (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 08:37
Það að semja við lögregluna á síðustu stundu er ekki nóg og að Sérstakur saksóknari taki einhvern stórþjófin til yfirheyrslu er ekki nóg því að þetta er allt svo fyrir séð! Það eina sem stjórnin getur er að byðjast lausnar nú þegar og kerfið verði stokkað upp en á meðan verði skipuð þjóðstjórn allra flokka í eitt ár að hámarki meðan hreynsað verður til í foringja og flokksræðiskjaftæðinu!
Sigurður Haraldsson, 18.9.2011 kl. 12:09
Það er oft níðst á lögreglunni, mér er ofarlega í huga framkoma mótmælenda við Breiðagerði þar sem bera átti út konu, með réttu, en mótmælendur létu skammir dynja á löggunni.Vona að það verði samið strax við þá.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2011 kl. 12:17
Það er hárrétt, lögreglumenn eru líka þjóðin. Þeir eru ekki óvinurinn. Þeir eru ekki þeir sem mótmælin eiga að beinast að þó sumir ofbeldishneigðir óróaseggir meðal friðsælla mótmælenda á Austurvelli virðist halda það eða vilji láta líta svo út og æsa til ófriðar gegn lögreglusérstaklega.
Ég tek því undir með þér hér;
"Það væri ánægjulegt að sjá lögregluna snúa augum sínum að þingheimi og virða fyrir sér þá ógn sem af honum stafar. Sú ógn er mun meiri en þegar hópur Íslendinga safnast saman til að þeyta eggjum."
Jafnframt væri ánægjulegt að sjá mótmælendur stilla sér upp til verndar lögreglu þegar hún snýr veggnum við og snýr baki í mótmælendur til að virða fyrir sér hina raunverulegu ofbeldismenn sem henni er ætlað að vernda. Það yrði virkilega áhrifaríkt að sjá og nokkuð skýr skilaboð frá lögreglunni til almennings og ekki síður til þingheims.
Getur lögreglan leyft sér það? Ljóst er að það getur hún ekki nema hafa alla að baki sér með sér og geti treyst því að engin ráðist að þeim aftan frá sem alltaf hefur þótt frekar lúalegt. Gæti því verið sterkasti leikurinn að snúa í sömu átt og fjöldinn en ekki gegn honum. Ég hefði gaman að því að sjá þann sem réðist gegn henni við þær aðstæður og ekki síður hvað yrði um þann einstakling.
Sjáumst á Austurvelli 1. okt. Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Íslandi allt.
Viðar Friðgeirsson, 18.9.2011 kl. 12:40
Fín færsla , bíð eftir rýni frá þér á þessa
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1192047/
Ómar Ingi, 18.9.2011 kl. 13:49
Löggan er vissulega partur af þjóðinni en það breytir ekki þeirri staðreynd að virðingin fyrir henni er við frostmark.. þá virðingu hefur löggan náð sér í hjálparlaust í gegnum tíðina, en þeir hafa verið verjendur valdhafa hveju sinnien ekki almennings.. megi þeir fá launakerðingu og hana allverulega.
Óskar Þorkelsson, 18.9.2011 kl. 17:22
Þrælgóð grein.
1 október hefur Hagsmunasamtök heimilanna boðað fólk á Austurvöll, og það verður þá án lögreglunnar. Vonandi koma þeir við mótmælin. Það er grundvallaratriði að vera með friðsöm mótmæli. Árangur okkar á Austurvelli byggist á að við látum í okkur heyra. Skrílslæti eru málstaðnum ekki til góðs.
Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2011 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.