Samúðarkveðja til Norðmanna

88-a78b8474-8ab55e7e

Dagurinn í dag er sorgardagur. Í gær létu sjö manneskjur lífið þegar sprengja sprakk í miðborg Osló, og gríðarlegur fjöldi særðist. Fyrst datt mér í hug að þetta væri hryjðuverk frá Al-Queda vegna stríðsins í Líbýu. Því get ég ekki neitað. Stuttu síðar birtist norskur nýnasisti á fjöldafundi ungmenna, dulbúinn sem lögreglumaður, stóð uppi á stein í miðju hópsins og hóf að skjóta úr hríðskotabyssu inn í hópinn. Samkvæmt VG drap hann yfir 80 unglinga. Sprengiefni fannst á eyjunni. Voru þessi tvö hryðjuverk framkvæmd af aðeins einni manneskju?

Fyrir Noreg er þetta gríðarleg blóðtaka.  Hryðjuverk sem þessi hafa ekki gerst síðan í heimstyrjöldinni síðari þegar nasistar tóku Noreg. 

Það er ekki annað hægt en að spyrja hvernig sumt fólk getur gert svona hluti. Fyrst veltir maður fyrir sér hvort maðurinn hafi verið geðveikur. En síðan rifjast upp að heil hreyfing nasista stundaði sambærilegt ofbeldi skipulega fyrir aðeins um 70 árum, og það um alla Evrópu, og þá var það til að knýja fram heimsmynd sem aðeins útvaldir pössuðu inn í. Hina átti að fjarlægja.

Ekki veit ég svörin. En spurningarnar eru margar.

 

 

Mynd af vefsíðu VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir samúþaðkveðjur þínar.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2011 kl. 10:16

2 Smámynd: Ómar Ingi

R.I.P

Ómar Ingi, 23.7.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband