Árásin á Marinó: Viljum við búa við þægilegt ranglæti frekar en óþægilegt réttlæti?
19.11.2010 | 07:59
Bankar rændir innanfrá. Afleiðingin flókin: þeir komust undan með allt ránsféð og skildu bankana eftir sem rjúkandi rúst. Misvitrir ráðamenn hymdu yfir glæpinn og létu eins og ekkert hafði gerst með því að tryggja innistöðu á öllum reikningum bankanna. Þetta þýddi að þeir fáu sem áttu marga milljarða inni á reikningum fengu þennan pening tryggðan. Þar sem bankarnir voru gjaldþrota þurfti að finna pening til að borga þessum einstaklingum og stofnunum til baka, og ekki bara það, heldur með vöxtum, enda voru þetta verðtryggðir reikningar.
Þjóðin hefur þurft að borga þennan reikning. Flestir þegnar landsins hafa þegar kynnst hækkandi sköttum og verðlagi, minni tækifærum til atvinnu, tapað peningum; en engir jafn miklu og þeir sem fjárfestu í húsnæði fyrir sjálfa sig og fjölskyldu sína og tóku lán til að fjármagna kaupin. Það segir sig sjálft að fólk sem fjárfestir í húsnæði gerir það yfirleitt að vel íhuguðu máli, fer í greiðslumat og veit að það þarf að vinna af heilindum til að endar nái saman, jafnvel í einhverja áratugi, og þetta fólk ætlaði sér að gera það.
En síðan kemur í ljós að helsta leiðin til að borga reikningshöfum til baka er með því að hækka þessi húsnæðislán og höfuðstóla þeirra - stökkbreyta þeim - og hverjum hugsandi manni er ljóst hversu ósanngjarnt er að þessi hópur fólks, sem hefur tekið lán fyrir húsnæði, er fólkið sem þarf að standa undir tryggum greiðslum og vöxtum á bankareikninga. Því miður virðist ekki nógu mikið af hugsandi fólki á Íslandi.
Marinó G. Njálsson áttaði sig strax á þessu ranglæti og tók þátt í stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna, félagasamtökum sem spruttu upp úr þessari þörf, félagasamtökum sem hafa engan rekstrargrundvöll annan en málefnið, enda stunda stjórnarmenn störf sín í sjálfboðaliðsvinnu. Þeir eru ekki að fá laun eins og "andstæðingar" þeirra: þingmenn, forstjórar lífeyrissjóða, verkalýðs(ekki)leiðtogar, útrásarvíkingar og fleiri.
Marinó hefur ekki lagst á hnén, heldur staðið traustur í báðar fætur með góðan félagsskap sem bakland og bogað í burtu af elju og réttsýni bæði þeirri þoku sem stjórnvöld hafa stöðugt kallað fram til að blinda þegna þessa lands. Hann hefur gert þetta með gagnrýnni hugsun. Spurt þegar hlutir eru óljósir. Kannað heimildir. Hugsað. Reiknað út. Og síðast en ekki síst skrifað og tjáð sig um niðurstöður sínar.
Nú er ráðist á fjölskyldu hans og árásin réttlætt með því að segja hann opinbera persónu. Eru semsagt allir þeir sem tjá sig á bloggi og tekið er viðtal við í fjölmiðlum allt í einu opinberar persónur og fjölskyldur þeirra orðnar að réttmætu skotmarki? Verðurðu opinber persóna ef þú skráir þig í félagasamtök sem berst fyrir sameiginlegu markmiði? Er ekki nóg að Marinó hefur skýrt á eigin bloggi hver hans eigin staða er? Þarf virkilega að ráðast gegn eiginkonu hans og börnum líka?
Það var rétt hjá Marinó að skrá sig úr Hagsmunasamtökum heimilanna til að verja eigin fjölskyldu, enda sýnir það þann þrýsting sem heiðarleg vinnubrögð verða fyrir þegar ranglæti er blessað af stjórnvöldum í samfélaginu. Það sýnir líka að hann markmið hans og viðmið hafa ekki breyst.
Athugið að þetta er maður sem fær ekki eina einustu krónu fyrir vinnu sína. Hann er að berjast til að vernda heimili sitt og fjölskyldu, og í leiðinni öll þau heimili og fjölskyldur sem lent hafa í sama ranglæti eftir hrun; og aðeins skynjað skilningsleysi frá flestum þeim sem ekki eru í sams konar stöðu, fólkinu sem þegar hefur greitt sín háu laun og laust er úr klóm slíkra fjárfestinga - sem einkennir að sjálfsögðu flesta þá sem standa gegn þeim hugmyndum að finna réttláta lausn og lagfæra ranglætið - þar sem að slíkar lausnir geta komið þeim sjálfum í vanda.
Hugsaðu þér gildismatið: frekar að verja eigin hag umfram hag heildarinnar og láta eins og þessi fórnarlömb hrunsins eigi þetta skilið, og jafnvel að þau séu ekki til. Það er ljóst að verði ranglætið leiðrétt mun það kosta þjóðina mikið, en það þýðir líka að fólk horfist í augu við það sem þurfi að gera til að reka réttlátt samfélag. Það verður hins vegar margfalt dýrara að láta ranglæti líðast.
Viljum við búa við þægilegt ranglæti frekar en óþægilegt réttlæti?
Athugasemdir
það eru ekki bankarnir sem búa til óréttlætið(verðbólguna) heldur ríkið. Þess vegna er ríkið ábyrgt og þess vegna þarf það að greiða allar niðurfellingar(leiðréttingar) skulda.
Ríkið er almenningur, því þarf almenningur að borga og þeir borga mest sem fá engar leiðréttingar.
Hvað er sanngirni í þessu máli?
Lúðvík Júlíusson, 19.11.2010 kl. 08:29
Algjörlega sammála þér góð samantekt hjá þér. Ég lýsi yfir fullum stuðningi við Marínó G. Njálsson. Og takk fyrir þennan pistil.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2010 kl. 11:13
sömu menn og tryggðu innistæðurnar að fullu og ekki var það ókeypis, segja núna að það sé of dýrt að bjarga skuldsettum heimilum.
gott dæmi er Pétur Blöndal (sem átti nóg í banka þegar hrunið varð)
kv. Svavar Örn
Svavar Örn Guðmundsson, 19.11.2010 kl. 11:27
Aðferðin sem var notað í ráninu á bönkunum er þekkt síðan Pétur Blöndal gerði það nákvæmlega sama til að koma Kaupþingi á koppinn.
Lán á 10% vöxtum á mánuði, yfirtaka heimila og fyrirtækja og aldrei að lána þeim sem geta borgað. Bara að hann skili sitja á þingi gerir allt Ísland einn stóran brandara...
Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 17:22
Sammála.
Okkur sárvantar menn eins og Marinó, Ísland væri mun betra ef til væru fleiri með hans hugrekki !!!
runar (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 20:10
Ég er sammála, það er nokkuð augljóst að Marinó hefur hagsmuni að gæta annars væri hann ekki að standa í þessu (kauplaust) en gerir það málefnin, sem hann er að berjast fyrir, verri eða betri? er ekki hætt við að hér sé verið að persónugera málstaðinn?
Fjölmiðlar verða að passa sig mjög mikið á þessu því ef þeir fara að draga persónuna inní umræðuna er hætt við að réttmæt umræða verði drepin og kannski er það einmitt málið.
Marinó er meðlimur í hagsmunasamtökum, þ.e. samtök sem berjast fyrir ákeðnum samtökum. Fjölmiðlar ættu frekar að taka fyrir stjórnmálamenn og tengsl þeirra og hagsmuni því þeirra ákvarðanir hafa bein áhrif á þjóðina. Hagsmunasamtökin, sem að Marinó er stjórnarmaður í, hafa ekkert ákvörðunarvald.
Stefán Einarsson, 19.11.2010 kl. 20:18
Um hvað ertu að tala Stefán?
Hverju ertu sammála? Að hverju ertu að ýja? Hvaða völd hefur Marínó ekki? Hvaða stjórnmálamenn ættu fjölmiðlar að taka fyrir? Ertu bara að leika þér að rugla út í bláin eða ertu að sýna öllum hvað þú kannt mörg orð?
Endilega lærðu að raða orðunum þannig saman að það verði skiljanlegar setningar úr þeim...
Marínó er meiriháttar pérsónuleiki sem þorir að gera það sem þarf. Rugludöllum þarf að ýta til hliðar sama hvaða stöðu þeir hafa í þjóðfélaginu. Og persónugera allt sem skiptir máli.
Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 20:49
Þú fyrirgefur Óskar, en líklegast er íslenskan mín farin að ryðga meira en mig óraði fyrir. Ég er sammála skrifum Hrannars, ef það fór eitthvað á milli mála.
"samtök sem berjast fyrir ákeðnum samtökum" á auðvitað að vera "samtök sem að berjast fyrir ákveðnum hagsmunum."
Og hvað varðar spurninguna: hvaða völd hefur Marínó ekki? Þá hélt að það væri augljóst að Marínó er ekki í sömu aðstöðu og þingmaður en sökum lélegs orðavals kemst það líklegast ekki til skila.
Stefán Einarsson, 19.11.2010 kl. 21:29
gaman að sjá að það er einhver lélegri enn ég að gera sig skiljanlega. þú skrifaður eins og þegar þingmenn tala þegar þeir reyna að láta það líta út að þeir haldi með báðum hliðum.
Það vantar fleiri svona eins og Marinó. Og menn þurfa að flykkjast um og verja hann árásum því af þeim mun hann og hefur fengið nóg af. Það eru menn eins og hann sem ættu að fá fálkaorðuna. Enn hann fær tóman skít í staðinn.
Það er meira enn peningar í húfi á Íslandi. Vill einhver ala upp börn i svona helsjúku þjóðfélagi?
Fólk þarf að skilja að þessir menn sem drottna og stjórna hreint öllu í Íslensku þjóðfélagi eru svipaðir að innan og barnaníðingar sem veiða börn upp í bíla og nauðga þeim.
Og þessir helsjúku menn fá stuðnings allstaðar. Frá fjölmiðlum,
frá þingm-nnum og margir taka þátt í þessu af því að þeir dragast bara með í ríkjandi "stemmningu" enda hafa enga sjálfstæða skoðun.
Aumingjar landsins geta verið ráðherrar þingmenn og stjórnendur kirkjunar, dómarar í hæstarétti og lögfræðingar. Þeim finnst það ægilega fyndið að skíta yfir fólk þegar þeim sýnist. Þeim er ekkert heilagt og sumir blaðamenn eru nú alveg sér á báti.
Þeir eru oftast vel máli farnir tossar úr háskólanum sem gátu aldrei lært neitt. Og fengu þeir "virðingu" eins og þeir skildu hana á sama hátt og heilalausir stera-unglingar sem labba um götur margra borga og berja fólk til að sýna hvað þeir eru sterkir.
þetta gerist með því að hræðsla fólks við fjölmiðla, feimni og aðrar venjulegar opinberar árásir. Hver er opinber persóna? Eru ekki allir sem skrifa opinberlega, opinberir?
Aðalhobbýið á Íslandi er að gera munin á réttu og röngu dularfullt og flókið. Þó það sé ekkert flókið þá .utfa menn samt að skýra þetta út. Og þannig fæðist þvælan. Blaðamenn eru sérlega duglegir að þvæla.
Þeir treysta því að menn sem sjá þvælunna nenni ekki að skrifa á móti þeim. Og á því vinna þeir.
Og menn bakka fyrir þeim vegna fjölskyldu sinna. Einelti í skólum og grátandi börn hafa mikin sannfæringarkraft.
Við Íslendingar erum aumingjar. Þannig er það bara...
Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 22:01
Ég þakka hlýorð og stuðninginn. Vil þó leiðrétta eitt: Ég er ekki hættur í Hagsmunasamtökum heimilanna, sagði mig bara úr stjórn samtakanna. Ég held áfram að vinna að trúnaðarstörfum fyrir samtökin og það er enginn bilbugur á mér.
Marinó G. Njálsson, 20.11.2010 kl. 21:48
Þú átt miklu meiri stuðning enn þú heldur Marinó. Við sem styðjum þig erum bara of latir að sýna hann í verki og á prenti. Ég þekki suma af þessu mönnum sem þú ert að eiga við persónulega.
Það er bara eitt sem toppar peningafíknina.
Og það eru völd...og að hafa fólk skuldugt gagnvart sér er að hafa persónuleg völd. Þetta er heil sálfræði á bakvið þetta, enn það er fyrir löngu búið að "finna upp hjólið" í þessum málum.
Þú ert að eiga við harðsvírustu menn á Íslandi, kurteisa, vel menntaða, agaða og þjálfaða í samningagerð. Og þeir skilja ekkert tungumál annað enn pressu, þrýsting og hræðsluna að "völd" þeirra minnki...að á þá falli blettur, sem kemur í blöðum.
Þeir reyndu að hræða þig með aðferðinni sem þeir hræðast mest af öllu sjálfir...aumingja skrákarnir.
Þú átt að fara inn í stjórninna aftur strax og þú ert búin að jafna þig, því það veikir samtökin verulega að þú sért ekki í stjórninni. Og það vita þeir...
Óskar Arnórsson, 20.11.2010 kl. 22:11
Sæll herra Hrannar,
nú er ég forvitinn hvort þú hafir skrifað þinn seinasta pístil ?
Hef farið inn á blogg þitt á hverjum degi frá 19. nóvember og ekkert gerist.
Ég vona að þú sért frískur og fær í flestann sjó. Hafir enn tíma og orku til að skrifa um eitthvað áhugavert. Vonandi þannig að þú verðir ekki kaffærður aftur í ónotum frá bloggverjum !
Bestu kveðjur frá landinu í norðri.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.11.2010 kl. 10:29
Saell Sigurdur og takk fyrir umhyggjuna. Eg hef bara haft mikid ad gera vid vinnu. Hef verid a ferd og flugi.Engin dramatik. :)
Hrannar Baldursson, 28.11.2010 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.