Ríkir kommúnismi á Íslandi í dag?

johanna_1450598c

Íslenska ríkisstjórnin hefur verið kennd við kommúnisma. Sumum finnst slíkt heiti réttlætanlegt, en aðrir telja það öfgakennt viðurnefni. Ég ákvað að fletta þessu upp í Britannica, alfræðiorðabók sem er viðurkennd fyrir áreiðanleika og nákvæmni. Þar er kommúnismi þannig skilgreindur: 

Kommúnismi, stjórnmála- og hagfræðiskoðun sem hefur það meginmarkmið að skipta út sjálfseignum og hagfræðikerfi sem miðar að gróða, fyrir hagkerfi þar sem samfélagið er eigandi og stjórnar framleiðslu (til dæmis á námum, orkuveitum og verksmiðjum) náttúruauðlinda samfélagsins. Þannig er kommúnismi ein gerð sósíalisma - sem nær lengra, samkvæmt þeim sem boða hann. Lengi hefur verið deilt um hver munurinn á sósíalisma og kommúnisma er, en greinarmunurinn liggur fyrst og fremst í fylgni kommúnisma við byltingarsósialisma Karl Marx. (Þýðing: HB)

Byltingarsósíalismi er það hugtak sem notað er þegar sósíalísk stjórnvöld komast til valda með byltingu, eins og búsáhaldabyltingunni.

Með þessa skilgreiningu í huga, vil ég spyrja hvort að á Íslandi sé kommúnistastjórn við völd? Ég ætla ekki að svara þessari spurningu sjálfur, enda er svarið augljóst. Þess í stað vil ég spyrja nokkurra lykilspurninga sem lesandi getur svarað til að móta eigin skoðun.

  1. Hefur íslenska ríkið að meginmarkmiði að skipta út hagkerfi sem miðar af gróða fyrir nýtt hagkerfi?
  2. Hefur íslenska ríkið áhuga á að skipta út sjálfseignum og koma þess í stað á ríkiseign? (Nýlegt dæmi af Eyjunni: Vilja hverfa frá sjálfseignarstefnu íbúða og tryggja félagslegt íbúðakerfi)
  3. Vill ríkið koma á sameign náttúruauðlinda? (T.d. kvóti, orka, gróði til samfélagsins)
  4. Komst núverandi ríki til valda gegnum byltingu?

Sé öllum þessum spurningum svarað játandi, þá er Ísland kommúnismaríki, sé farið eftir skilgreiningu alfræðiritsins Britannica.

Ég er þakklátur fyrir hverja athugasemd. Les þær allar. Get ekki lofað að svara öllum.

 

 

---

 

Af Britannica.com

communism, the political and economic doctrine that aims to replace private property and a profit-based economy with public ownership and communal control of at least the major means of production (e.g., mines, mills, and factories) and the natural resources of a society. Communism is thus a form of socialism—a higher and more advanced form, according to its advocates. Exactly how communism differs from socialism has long been a matter of debate, but the distinction rests largely on the communists’ adherence to the revolutionary socialism of Karl Marx.

 

Mynd:  Daily Telegraph


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er já. Enn óhugnanlegra er að það er nánast búið að skipta út allri topp stjórnsýslunni með kommúnistum (og meginþorri ráðherra og ráðgjafa þeirra eiga uppruna sinn í kommúnisma eða alþýðubandalaginu).

Orðaval Steingríms á föstudag varðandi húsnæðiskerfið var óhugnanlegt og verður enn óhugnanlegra í samhengi við þessa skilgreiningu sem þú setur hér fram.

Ég er farinn að trúa því að allt þetta sé skipulagt þ.m.t. að lauma Icesave ofan í kokið á okkur en þannig fæst fullkominn stjórn yfir landanum í formi skattlagningar. Þegar skattgreiðendur fara síðan að flýja land þá verður sett á ferðabann, eða menn þurfa að fá ferðaheimildir, og í framhaldinu verður hið fullkomna Sovét að veruleika. Framkoma VG í atvinnumálum er heldur ekki á nokkurn hátt eðlileg og örugglega liðuir í þessu skipulagi.

Björn (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:43

2 identicon

Thad er haegt ad klína hvada mida sem er á sjórnhaetti á Íslandi.  Eftir stendur samt ad hlutirnir eru eins og their eru.  Allt er í ólestri.  Nidurstada samfeldrar stjórnar Sjálfstaedisflokks og Framsóknarflokks í 18 ár er ad fjöldi fólks býr vid mikla neyd.  Skipting auds er sérstaklega óréttlát og sameiginlegum eignum landsmanna hefur verid raent og skipt á milli klíkubraedra.

En ef fólki finnst mjög mikilvaegt ad geta klínt mida á stjórnarhaetti á Íslandi thá getur thad gert thad.....en thad breytir hvorki sögunni um addraganda hrunsins eda stadreyndum um hverjir eiga sök á thví ömurlega ástandi sem er á Íslandi.

Ergó:  Midamerkingar breyta engu.  Midamerkingar eru ódýr áródursbrella nidurrifsafla til thess ad komast aftur til valda.

Midamerkingar (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:49

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Nú ertu kominn út á hálann ís !  En þessi völlur er hins vegar mjög heitur.

Það sem mælir í mót að hér sé komin kommunistastjórn er sú staðreynd að heimili landsins eru of mörg á vonarvöl. Mér skilst að kommunismi boði velferð allra landsmanna - enginn undanskilinn !

Miðað við það er hér ekki kommunistastjórn ennþá - ekki fyrr en allir þegnar hafa í sig og á. Er það ekki rétt niðurstaða hjá mér ?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.10.2010 kl. 10:42

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Björn: Vandinn er að hugsjónirnar virðast ekki yfirlýstar sem stefna, heldur þeim komið inn smám saman á bakvið tjöldin.

Midamerkingar: Er rangt að kalla hlutina réttu nafni? Frá minni hálfu er þetta ekki áróðursbragð, enda hef ég engra hagsmuna að gæta, sækist ekki eftir völdum og er löngu fluttur úr landi.

Sigurður: Reyndar eru aðstæður alls ekki ólíkar því sem var á Kúbu þegar Kastró komst til valda. Ég hef farið um götur Havana á hestvagni þar sem leiðsögumaður sagði mér frá hvernig sjálfseignarhugtakið var tekið af húsum, heimilum skipt upp og oft mörgum fjölskyldum komið inn í sama hús. Bara fyrir jöfnuðinn. Mig minnir að ég hafi séð eitthvað sambærilegt í hinni ágætu kvikmynd eftir David Lean: Dr. Zhivago.

Á Kúbu spurði ég nokkra handahófsvalda aðila hvort rétt væri að allir hefðu sömu laun eins og kommúnisminn hafði lofað, og kom þá í ljós að fyrst um sinn var það þannig, en með tíð og tíma þurfti að finna leiðir til að hvetja fólk til að leggja á sig meira nám, og virtust hærri laun vera eini hvatinn sem virkaði. Þess vegna eru laun ójöfn á Kúbu í dag, þó að lág séu. Ástandið er líka þannig að fólk fær skammtaða matarmiða fyrir mat og öðrum nauðsynjum, sem duga því miður ekki. 

Hrannar Baldursson, 31.10.2010 kl. 11:13

5 identicon

Hárrétt Hrannar, þessu er laumað inn bak við tjöldin. Er ekki kominn tími á að sýna Animal Farm á RÚV í nokkrar vikur?

Björn (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:24

6 Smámynd: Ómar Ingi

Allavega er þessi stjórn að stuðla að því að þeir sem ríkir eru verða ríkari og þeir fátæku fátækari , þannig að já ef við skoðum Rússland fyrir nokkrum árum þá verðum við að viðurkenna að hér er verið að innleiða kommunisma.

Ómar Ingi, 31.10.2010 kl. 11:58

7 identicon

@Sigurður Alfreð Herlufsen eins og kommúnismi er nú falleg hugmynd, þá hefur sagan sýnt það að þegar allir eiga að fá jafn mikið, endar það með því að allir fá jafn lítið, nema þeir sem stjórna, þeir fá of mikið.

Norður Kórea er sennilega best heppnaði kommúnismi sem við höfum séð. Paradís á jörð fyrir kommúnista.

Ísland er (var fyrir hrun) svona sósíal kapitalismi, þar sem flestir hafa aðeins meira en nóg, sumir alltof of mikið og örfáir alltof lítið.

H. Valsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 12:01

8 identicon

Mér finnst þetta vera óttalegt bull, þessi grein.

Og kannski dæmigerð fyrir umræðuna sem fer út og suður um ekki neitt.

Og ekki er umræðan mjög djúp, sjálfseignarfyrir komulag í húsnæðismálum hefur beðið skipbrot, og það er talað um að auka valfrelsi fólks, og að hér verði virku leigumarkaður til hagsbóta fyrir allta. En auðvitað er það kallað kommúnismi af verstu sort.

Ég spyr: er þjóð mín svona vitlaus? er nokkuð skrítið að þessari þjóð var silgt í strand?

sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:28

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar Ingi: það virðist gerast í öllum hagkerfum að ríkir verða ríkari og hinir fátæku fátækari, en stundum verður ríkidómurinn gífurlegur og fátæktin hörmuleg.

Hörður: Já. Allir eru jafnir en sumir aðeins jafnari en hinir. 

Sigurdur: Ég er ekki að tala um kommúnisma af verstu sort, heldur einungis að greina hvort um sé að ræða kommúnisma eða ekki. Fjöldi ríkja skammast sín ekkert fyrir að vera kommúnistaríki, eins og Kína, Kúba og N-Kórea, svo dæmi séu nefnd. Af hverju ættu Íslendingar að gera það?

Hrannar Baldursson, 31.10.2010 kl. 15:55

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Því miður verður maður að segja að stjórnarhættir eru í þá átt. Nafni minn hér að ofan segir að sjálfseignarstefnan sé komin í þrot. Þetta er sagt ef staðsetning viðkomandi er 40-60 sentímetrum fyrir neðan mitt bak fjármálaráðherra í ríkjandi líkamsvindhviðum. Nafni minn hefur heldur ekki manndóm til þess að koma fram undir nafni. 

Það sem flestir aðilar eru orðnir sammála um er að þessi ríkisstjórn er það sem kallað er ,,gona dooers". Liðin eru 2 ár án aðgerða. Með áframhaldandi setu, kemur ríkisstjórnin í veg fyrir að nokkur vinstristjórn sitji á Íslandi á komandi áratugum. 

Sigurður Þorsteinsson, 31.10.2010 kl. 23:36

11 Smámynd: Ómar Ingi

Það er bara viðbjóðslegt að sjá þessa svokölluðu Velfarnaðarstjórn = Kommar , vera að eyðileggja landið og fólkið.

En það er voða gott að kenna öllum öðrum um.

Ómar Ingi, 7.11.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband