Hver er konan? (Ekki sú sem þú heldur)

Hún varð forsætisráðherra, fyrst kvenna í sínu landi, árið 2009. Hún hefur barist af miklum krafti ásamt fjármálaráðherra við að hreinsa spillingaröfl úr stjórnkerfinu. Fyrrum forsætisráðherra og helstu samstarfsmenn hans hafa verið ákærðir fyrir landráð, og fyrir vikið reynir hann að ná aftur völdum með öllum tiltækum ráðum.

Töluverður fjöldi auðmanna, spilltra embættismanna og stjórnmálamanna hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir svik og landráð og sitja nú inni!

Almenningur í landi hennar er þakklátur fyrir hugrekki hennar og ötula vinnu, þrátt fyrir erfiða kreppu. Hún hefur fengið líflátshótanir, en í stað þess að byrgja sig af, hefur hún fækkað lífvörðum og gengur frjáls um götur borgar sinnar, því hún hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir verk sín, framkomu og heiðarleika.

Hver er konan?

Nei, þetta er ekki Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum vonarstjarna og núverandi forsætisráðherra Íslands, þó að þetta sé í hnotskurn það sem almenningur vænti frá henni, heldur Jadranka Kosor, forsætisráðherra Króatíu.

Jadranka er alvöru ráðamaður, annað en forsætisráðherra Íslands, sem aðeins er stjórnmálamaður.

120px-Jadranka_Kosor_2009_crop


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Stórmerkilegt. Aldrei heyrt á hana minnst áður.

Okkur vantar leiðtoga á Íslandi.

Grefill, 22.10.2010 kl. 06:52

2 identicon

Hún rak stjórnmálamann fyrir lesa ekki yfir samning áður en hann samþykkti hann.

Þetta myndi valda brottvikningu allra þingmanna Samfylkingarinnar sem ætluðu að skrifa undir Icesave án þess að lesa yfir hann.

Kalli (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 08:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóhanna hefur gert allt þveröfugt, miðað við þessa konu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Bumba

Sæll Don Hrannar de Breiðholt. Þetta var gaman að heyra talað um þessa stúlku. Ég er með nemanda frá Króatíu og hann hefur sagt mér dálítið um þessa merkilegu konu. Það er annað en vingullinn hún Jóka. Ég held hún viti varla hvort hún er að koma eða fara. Með beztu kveðjum héðan frá Amsterdam. Bumba.

Bumba, 23.10.2010 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband