Eru stökkbreyttar skuldir ímyndun bankanna? (Myndband)

Sama þó að fólk borgi reglulega af skuldum sínum í hverjum mánuði hækkar höfuðstóllinn stöðugt. Í Bandaríkjunum er staðan ekki ósvipuð því sem Íslendingar eru að upplifa. Bankar selja eignir ofan af fólki, henda þeim út og skipta um lása, vegna þess að fólk er ekki tilbúið að borga þær skuldir sem bankar hafa lagt ofan á raunverulegar skuldir. 

Það er farið að kalla þessar skuldir ímyndaðar. 

Hvernig væri að fólk neitaði að samþykkja höfuðstólsbreytingar af húsnæðislánum og greiddu einungis samkvæmt upphaflegri afborgunaráætlun? Er það ekki sjálfsögð krafa?

Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig ástandið er í Bandaríkjunum. Vilja Íslendingar endurtaka þann leik, þar sem kuldaleg græðgi risafyrirtækja fær að kremja manneskjur undir járnhæl sínum í friði, vegna hug- og skilningsleysis stjórnmálamanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svar: já, hækkun höfuðstóls er reiknuð, ekki lánuð út og fór því aldrei inn í hagkerfið nema sem tölur á blaði, rafboð í tölvukerfi og eru því ekki raunverulegir peningar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: Ómar Ingi

Inside Job , mundu nafnið á þeirri kvikmynd , byrjar á íslandi og hruninu, heimildarmynd um glæpamennina og græðgina sem olli þessu , verður án efa í GGlobes og Óskarnum sem besta heimildarmyndin.

Ómar Ingi, 17.10.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð klippa. Íbúðir og húsnæði sem fólk býr í, á ekkert að vera inn í neinu efnahagskerfi em eru í viðskiptum. Húsnæði er engin munaðarvara og ekki heldur sparibaukur. Þe4tta barnalega brask með húsnæði er eins og hópur fólks sem selur fætin utan af sér. Svo að einhver finni ekki eiganda láns er eitt mál og ekkert merkilegt.

Ég hef alltaf sagt að Steingrími og Jóhönnu sé stýrt og að þau ráða engu í Íslenskum fjármálum.

Það er eins og íslendingar trúi ekki að glæpamenn séu til. Þeir eru bara til í bíómyndum og ekki í alvörunni. Þannig hugsar fólkið og verður bara að láta ræna sig þangað til það vaknar.Mæli með þessari mynd sem Ómar bendir á.

Óskar Arnórsson, 17.10.2010 kl. 20:28

4 identicon

Sammála Óskari um ad thjódin sé raenulaus.  Búin ad vera thad lengi.  Thad var mér fyllilega ljóst fyrir 20 árum ad allt faeri í klessu einmitt vegna thess ad thjódin er algerlega sofandi.

Thjód sem saett hefur sig vid kvótakerfid í áratugi og hvernig stjórnvöld létu thad thróast í hreinan thjófnad er thjód sem daemt hefur sjálfa sig til thess ástands sem nú ríkir í landinu og sem á eftir ad versna mikid.

Og nú aetlar thjódin ad kjósa D og B í naestu kosningum....madur getur ekki annad en hlegid.  Ekki vidbjargandi.  Sorglegt en algerlega satt.  Ríkisstjórnarflokkarnir hafa svikid kosningaloford sín og virdast vera í hagsmunabaráttu fyrir LÍÚ.

Mitt rád til allra sem geta er ad koma sér sem fyrst úr landi thví engin framtíd er í landi thar sem landsmenn hafa afsalad sér öllum sínum eignum í hendur spilltra stjórnmálamanna og braskara.   

Raunsaett mat (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 09:10

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þegar Hells Angels býr til skuldir á fólk og rukkar það með basebolltré, þá er það glæpur og lögregla mætir vopnuð.

Þegar banki gerir það sama með hjálp af "lögum" og sendir fógeta að rukka, þá er lögregla fengin til með að hjálpa til með ránið.

Á þessu tvennu er engin eðlismunur. Bara aðferðin er öðruvísi.

Ríkið gefur veiðileyfi á fólk sem bannað er síðan að verja sig gagnvart þessu fjármálahyski. Og fólk mun ekki vakna fyrr enn einhver fórna lífinu til að vekja athygli á sér.

Og kanski ekki. Eru menn í kóma, þá eru menn í kóma.

Óskar Arnórsson, 18.10.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband