Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Klikkaðir miðaldra karlmenn í Kastljósi gærkvöldsins?
21.9.2010 | 20:10
Andri Snær og Tryggi Þór ræddu saman í Kastljósi um orkumál. Mér fannst áhugavert hvernig samtalið fór fram. Smelltu hérna til að horfa á það.
Andri Snær minntist á að hann talar um klikkaða karla vegna þess að þegar hann reynir að ræða málin út frá staðreyndum, heilbrigðri skynsemi og með siðferðilegri sýn, þá er hann skotinn í kaf af viðkomandi miðaldra klikkuðum karlmanni fyrir að fylgja einhverri öfgastefnu, sem bæði er augljóslega ósatt og kemur málinu ekkert við.
Tryggvi Þór sýndi að kenning Andra er alls ekki svo galin, en Tryggvi Þór forðaðist að rökræða málið. Andri Snær reyndi að ræða málin og draga fram ólíkar hliðar, en Tryggvi Þór kappræddi, og reyndi að sigra í einhverri ímyndaðri mælskukeppni með því að flokka viðmælanda sinn sem andstæðing, kalla hann illum nöfnum, gera honum upp skoðanir og gera lítið úr fullyrðingum hans án þess að styðja mál sitt með rökum, sjálfsagt til þess að vinna sér inn einhverja punkta hjá sínu pólitíska klappliði sem passar allt í jafnstóra skó. Hann áttaði sig kannski ekki á að hann var að staðfesta kenningu Andra Snæs með þessum viðbrögðum sínum.
Tryggvi Þór lauk viðtalinu með því að stinga upp á að hægt væri að kljá svona mál með því að bjóða viðmælendum í sjómann, sem sýnir nokkuð vel hugarfar þingmannsins, að svona samræður snúist um hver sigri og hver tapi, frekar en að ræða málin af alvöru. Halda þingmenn á Íslandi að stjórnmál snúist bara um hver sé í hvaða liði og hversu mörg mörk eru skoruð á kostnað andstæðingsins?
Er virkilega ekkert meira í gangi þarna uppi?
Það að þingmenn komi svona fram í sjónvarpi er dapurlegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Hver hefur gengið lensgt í því að kalla þá sem hann mælir gegn lítilsvirðandi nöfnum? Hver talar um ''klikkaða'' menn, geðveiki og rugl, hver segir: eru þið vangefnir strákar? Andri Snær er miklu verri en Tryggvi Þór.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.9.2010 kl. 22:39
ÉG HEYRÐI EKKERT Í TRYGGVA VEGNA ÞESS AÐ HANN KOMST ALDREI AÐ.
Eyjólfur G Svavarsson, 21.9.2010 kl. 23:49
Ég horfði á þetta viðtal og sá ekki betur en að TÞ væri fastur í 2007 . Hann vildi ekkert ræða staðreyndir.. sem er MW.. skórinn sem Andri Snær kom með svo góða samlíkingu við.. hann vildi ekki ræða eignaraðildina að þessum álfyrirtækjum sem sjallar/frammarar eru að lokka til landsins.
Eyjólfur, TÞ komst víst að en hann fór illa með þann tíma.. mjög illa.
SÞG.. þú ert fastur í einhverju kurteisishjali.. þessir menn eru SNARGEÐBILAÐIR OG VERULEIKAFIRRTIR VITLEYSINGAR MEÐ HÁA GREINDARVÍSITÖLU. Svo Andri snær hefur rétt fyrir sér í þeim dómi.
Takk fyrir að benda á þetta Hrannar
Óskar Þorkelsson, 22.9.2010 kl. 04:20
Kjarninn í máli Andra Snæs er hvað það er mikil klikkun að framkvæma fyrst og hugsa svo. Fyrir það er hann kallaður kommúnisti og andkapítalisti.
Risaframkvæmdir þar sem byrjað er að framkvæma áður en hugað er að markmiðum og kröfum er geggjun. Sama hvar í heimi það er. Að byrja á lausnum áður en þú veist hvort þær eru framkvæmanlegar og hlusta ekki á gagnrýnisraddir, hvað er hægt að kalla það annað en klikkun eða geggjun?
Hvernig getur sú uppástunga að beita skynsemi og rökhugsun betur verið nokkuð annað en af hinu góða? Það er hárrétt hjá Andra Snæ að fullt af eldkláru fólki á Íslandi stefnir ekki í rétta átt, hefur engan áhuga á því sem er gott fyrir heildina, hugsar fyrst og fremst um skammtímamarkmið og eigin boru, sem gerir það að verkum að samkennd Íslendingsins verður að engu höfð.
Sigurður Þór: veltu fyrir þér kjarnann í því sem Andri Snær er að segja. Hann segir að hann hafi verið að benda á galla í hugsun á bakvið risaframkvæmdir síðustu fjögur ár, og þegar hann reynir að ræða málið við þá sem hafa áhrif, í stað þess að hlusta og hugsa um gagnrýnina, er hann stimplaður sem öfgafullur náttúruverndarsinni, kommúnisti eða andkapítalisti, en samt sem skemmtilegur penni sem gaman er að hlusta á; og slík óvirðing gagnvart hinu sanna og rétta, og þar er ég sammála Andra Snæ, er hrein klikkun. Því miður virðist ekki vera hlustað á annað en þegar málfarið verður skrautlegt. Það er eins og stíllinn sé mikilvægari en viðfangsefnin, í íslenskri umræðuhefð, og er það miður.
Eyjólfur: Hlustaðu aftur á þáttinn. Þeir höfðu álíka mikinn tíma, en Andri Snær nýtti sinn tíma betur. Sagði miklu meira á skömmum tíma en Tryggvi Þór, sem þarf sjálfsagt mun fleiri orð til að segja merkingu sína.
Óskar: Þakka þér.
Hrannar Baldursson, 22.9.2010 kl. 07:48
Alltaf að segja það sem manni finnst, umbúðalaust; Það er nefnilega svo að umbúðir á umræður hafa kostað okkur meira en flest annað.
Þeir voru báðir geðveikir :)
Hey, ég er smá geðveikur líka
doctore (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 09:24
Vill einhver reikna út hversu mikil orka verður óbeisluð efir 20 ár ef við höldum uppteknum hætti?
Er þá virkilega íslenska þjóðin bjargarlaus fái hún ekki að leysa öll mál með virkjunum og stóriðju?
Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 09:47
Það er alveg hægt að koma meiningu sinni frá sér öðru vísi en með glás af lítilsvirðingarorðum og niðrandi ummælun um andstæðingana. Ég mun aldrei dást að slíkum málflutningi þó ég mundi vera sammála efnislegu innihaldi. Slíkur málflutningur skaðar bara góðan málstað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2010 kl. 12:37
"What the ancients called a clever fighter is one who not only wins, but excels in winning with ease."
SUN TZU ON THE ART OF WAR
Júlíus Valsson, 22.9.2010 kl. 15:20
Innlitskvitt
Ómar Ingi, 22.9.2010 kl. 23:27
SÞG verður að fara að læra að allir eru ekki eins og hann .. lærðu að skilja hismið frá kjarnanum án þess að einblína á umbúðirnar!
Óskar Þorkelsson, 23.9.2010 kl. 07:18
Er hægt að treysta þingmanni sem tók kúlulán?
Arnar (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 14:19
"Tryggvi Þór lauk viðtalinu með því að stinga upp á að hægt væri að kljá svona mál með því að bjóða viðmælendum í sjómann"
Thessi madur er gott daemi um Sjálfstaedisflokksbjána. Med mikid sjálfstraust en svo ógedslega galtómur í hausnum.
Ad svona gerpi skuli vera kosid á thing er vidbjódslegt.
Galtómur í hausnum (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 08:13
Eru allir búnir að gleyma hvað TÞH var að dútla við áður en hann varð ,,ráðgjafi" hjá hrunstjórninni? Hvernig datt einhverjum í hug að hleypa honum inn í framboð og svo að kjósa hann yfirleitt?
Ullarinn (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.