Við krefjumst gagnrýnnar hugsunar, en vitum við hvað gagnrýnin hugsun er?

Í tilfinningaþrungnum samræðum um trúleysi brýst stundum fram sú skoðun frá þeim sem segjast ekki trúa á Guð, guði eða eitthvað yfirnáttúrulegt, að lífsviðhorf þeirri byggi á gagnrýnni hugsun (eða vísindalegum sönnunum). Aftur á móti, sé viðkomandi sannfærður um eigin afstöðu og ætli sér aldrei að víkja frá henni, sama hvað tautar og raular, þá er viðkomandi ekki að byggja lífsviðhorf sitt á gagnrýnni hugsun.

Gagnrýnin hugsun er stórmerkilegt fyrirbæri og afar auðvelt að vanmeta hana sem eitthvað ómerkilegra en hún er í raun og veru, og telja hana einungis einhvern neikvæðan efasemdartón, því það er hún alls ekki. Þó að gagnrýnin hugsun hefjist yfirleitt í vafa, þá hefur hún skyldu til að kafa dýpra, jafnvel það djúpt að hún spyr sjálfa sig um eigin forsendur, og er tilbúin að breyta þeim reynist rökin góð og í samræmi við veruleikann.

Gagnrýnin hugsun er ekki það að rífa í sundur hugmynd til að skilja eiginleika hennar. Hún er miklu meira. Gagnrýnin hugsun kemst ekki langt án skapandi hugsunar og umhyggju. Hún þarf að vera viðkvæm ytri aðstæðum og hvernig rannsóknarefnið tengist öðrum hlutum eða hugmyndum.

Gagnrýnin hugsun finnur rökvillur og forðast bæði að samþykkja sannfærandi rök séu þau byggð á slíkum villum, og hún reynir einnig að forðast það að beita rökvillum sjálf, þó að vissulega geti verið afar freistandi, og sjálfsagt mun auðveldara að höfða til tilfinninga fólks og hugmynda þess heldur en raka sem byggja á staðreyndum eða gildum. 

Þegar þeir sem þykjast trúlausir með öllu, rökræða við trúaða um trú, þá eru þeir ekki alltaf að tala um sama fyrirbærið. Það er ekki nóg að vísa í hvað fólki finnst að eitthvað hugtak ætti að þýða, heldur er mikilvægt að hlusta á hvað aðrir telja það merkja, og taka þá merkinguna með í dæminu nema hún sé algjörlega úr lausi lofti gripin.

Ég gef mér að trúlausir velti fyrir sér heiminum fyrst og fremst út frá staðreyndum en trúaðir fyrst og fremst út frá gildum. Þetta eru tvær gjörólíkar víddir, sem eiga fátt eða ekkert sameiginlegt. Ekki frekar en að bragð geti verið blátt. Hins vegar er hægt að ræða um hvort gildi eða staðreyndir séu betri forsendur til að byggja lífsskoðanir á.

Veltum þessu fyrir okkur. Manneskja A vill byggja líf sitt á staðreyndum en ekki gildum. Manneskja B vill byggja líf sitt á gildum en ekki staðreyndum. Bæði A og B eru bókstafstrúar og útilokað fyrir þær að sjá út fyrir eigin innrammaðan heim.

Hins vegar er einnig til fólk sem leggur meiri áherslu á A en B þegar það mótar lífsskoðanir sínar, og annað fólk sem leggur meiri áherslu á B en A. Hægt er að setja þetta upp í skala frá 0-100. Þeir sem eru á bilinu 1-10 og 90-99 eru bókstafstrúar. Þeir sem eru í 0 eða 100 eru ofsatrúar. Aðrir eru víða staddir á skalanum. Sé einhver 50-50, má reikna með að sá hinn sami hafi fundið gullna meðalveginn. Þann sem Aristóteles mælir með.

Ef við reynum að átta okkur á veruleikanum þegar við ræðum saman, þá náum við fyrr eða síðar að greina aðeins betur hvað eru skrautmyndir og skuggamyndir, frá veruleikanum.

Til að svara spurningunni sem spurð er í upphafi greinar, langar mig að setja fram kenningu Dave Ellis um eiginleika gagnrýnnar hugsunar, og vil ég taka fram að þetta er aðeins ein af fjölmörgum skilgreiningum á eiginleikum gagnrýnnar hugsunar. Ég tel þetta ágætis byrjun.

---

Sannleiksleit.
Gagnrýnir hugsuðir* vilja vita sannleikann. Í leit þeirra eru þeir tilbúnir að velta fyrir sér og jafnvel fallast á hugmyndir sem grafa undan þeirra eigin skoðunum eða hagsmunum. Þessir hugsuðir fylgja rökhugsun og sönnunargögnum hvert sem þær leiða þá.

Opinn hugur.
Hæfileikaríkur gagnrýninn hugsuður kannast ekki aðeins við að fólk sé oft ósammála - heldur sér gildi í þessari staðreynd. Hann virðir rétt annarra til að tjá ólík sjónarmið. Umfram það að sækjast eftir marbreytilegum sjónarhornum, fylgjast þeir með eigin máli og hugsun eftir vísbendingum um villur eða fordóma.

Rökgreind.
Gagnrýninn hugsuður kannast við fullyrðingar sem þurfa að vera studdar með sönnunargögnum. Hann er meðvitaður um möguleg vandamál. Þar að auki sér hinn gagnrýni hugsuður fyrir mögulegar afleiðingar þess að taka ákveðna afstöðu.

Kerfisbundin.
Að halda sér skipulögðum og einbeittum eru tveir eiginleikar til viðbótar sem eiga við um gagnrýnan hugsuð. Hann er tilbúinn til að safna að sér sönnunargögnum af þolinmæði, prófa hugmyndir, og staldra lengi við erfiða og flókna spurningu.

Sjálfstraust.
Þessi eiginleiki gagnrýns hugsuðar styður hina. Þar sem hann treystir á eigin gáfnafar, er gagnrýninn hugsuður viljugur til að leita sannleikans, hlusta með opnum hug og vinna þá erfiðu og gagnlegu vinnu sem felst í hugsun.

Spurningar.
Hinn gagnrýni hugsuður vill vita. Hann hungrar eftir staðreyndum og hugtökum. Hann er viljugur til að skoða alheim hugmynda jafnvel áður en hann veit hvernig hann getur nýtt sér innsæið sem hann öðlast.

Þroski.
Sem þroskuð manneskja, ræður hinn gagnrýni hugsuður yfir visku sem kemur frá reynslu (og íhugun um þessa reynslu - HB). Hann skilur að vandamál getur haft margar lausnir - jafnvel lausnir sem virðast vera í mótsögn hver við aðra. Hann forðast að samþykkja fljótlegt, yfirborðskennt svar, og hann er tilbúinn til að fresta ákvörðunum þegar sönnunargögn eru ófullnægjandi. Samt kannast hann við að manneskjur þurfa oft að framkvæma áður en allar staðreyndir eru til staðar.

 ---

Sjálfur geri ég mitt besta til að vera gagnrýninn í hugsun, leiðrétta sjálfan mig þegar ég tel mig hafa rangt fyrir mér, hlusta á rök þeirra sem eru á ólíku máli um margvísleg málefni og gera ráð fyrir að ég viti ekkert endilega betur en aðrir um öll heimsins mál, en að ég hafi þó sömu forsendur til að taka vel mótaða afstöðu sé rétta viðmótið til staðar. Það er fleira sem einkennir gagnrýna hugsun og vert er rannsaka þau af dýpt, en ég fer ekki nánar út í það hér og nú. Eitt af því er gagnrýnin hugsun um forsendur gagnrýnnar hugsunar.

 

*Þó að gagnrýninn hugsuður sé karlkynsorð, þá á það sama við um kvenkyns gagnrýna hugsuði.

 

Fyrri færslur á svipuðum nótum:

 

Heimildir: Becoming a Master Student, Dave Ellis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Aftur á móti, sé viðkomandi sannfærður um eigin afstöðu og ætli sér aldrei að víkja frá henni, sama hvað tautar og raular

Þetta á einfaldlega ekkert við um trúleysingja, a.m.k. ekki neina sem ég þekki.

Ekki ertu að búa til skrípamyndir?

Matthías Ásgeirsson, 22.7.2010 kl. 22:19

2 identicon

Ég held að Hrannar sé ekki í sama bransa og þú

Magnús G (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 22:32

3 identicon

Meintan ágreining þinn við vantrúarmenn má smætta (með gleðilegum aðferðum vantrúarmanna) í tvennt:

1. Alheimur er til marks um reglu.

2. Alheimur er til marks um hendingu.

---

Trúaðir aðhyllast fyrri skilgreiningu, vantrúaðir þá seinni.

Hvor tveggja afstaðan byggir samt á trú.

bugur (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 00:46

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Bugur: Afar áhugavert. Sérstaklega er ég sáttur við orðalagið "meintan ágreining".

Nú hef ég verið á þeirri skoðun að einungis fyrri skilgreiningin falli undir trú, en þú segir að þær geri það báðar. Ég hef ekki gengið svona langt í skilgreiningu minni á trú, en hef talið aðeins þá trúaða sem hafa hugmynd um hið góða og reyna að fylgja henni eftir í verki.

Mér þætti vænt um að heyra meira, enda vonandi alltaf tilbúinn að hlusta. Annars gæti ég ekkert lært. 

Matthías: Það þarf ekki nema einn trúleysingja sem víkur ekki frá afstöðu sinni til að sanna mitt mál. Ég hef hvorki tíma né orku til að finna slíkan einstakling, en leyfi mér að trúa að slíkur einstaklingur sé til. Vissulega get ég haft rangt fyrir mér þar, og þar að auki get ég ekki séð hvernig hægt væri að sanna vísindalega slíka skoðun. Hins vegar er fjöldi vísbendinga til staðar um að ekki aðeins ein manneskja, heldur stór hópur, sé sannfærður um guðleysi og telji aðra möguleika bull og vitleysu. Er það rangt hjá mér?

Magnús: Það eru fáir Íslendingar í sama bransa og ég.  

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 05:08

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hrannar, það þarf meira en einhvern einn trúleysingja því þú ert að vísa í rökræður sem þú átt við tiltekna einstaklinga. Þú ert að vísa í skrif sem fjölluðum um tiltekna hópa.

Hvað um það, svo skrifar þú:

> Ég gef mér að trúlausir velti fyrir sér heiminum fyrst og fremst út frá staðreyndum en trúaðir fyrst og fremst út frá gildum.

Þessar forsendur þínar standast ekki nánari skoðun. A.m.k. þarftu að færa einhver rök fyrir þeim.

Matthías Ásgeirsson, 23.7.2010 kl. 08:47

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þetta er ágætt hjá þér, Hrannar.

Vandinn er hinsvegar sá að þeir trúuðu virðast sjaldnast kannast við að byggja afstöðu sína á gildum en ekki staðreyndum. Ég held einmitt að það sé tilfellið að þeir láti gildin ráða för, en það er hending að maður rekist á trúfugl sem einfaldlega viðurkennir það atriði og fer ekkert að fjasa um hverjar staðreyndirnar eru.

Ég þekki þó tvo slíka og það er ekkert mál að ræða þessi mál við þá aðila. Þær umræðu einkennast af heiðarleika - ólíkt sumum öðrum...

Kristinn Theódórsson, 23.7.2010 kl. 08:48

7 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég geri reyndar athugasemd við þetta með að hlusta á hver merking orða er fyrir öðru fólki. Auðvitað er það praktísk nauðsyn, en séu menn sammála um að notast við almennar skilgreiningar til að halda umræðunum skynsamlegum þurfa menn að fallast á það tungumál í stað þess að skálda sitt eigið.

Ef trú er t.d.skilgreind sem trú á yfirnáttúru sem svarar bænum. Þá þurfa umræðurnar að endurspegla þá skilgreiningu, en ekki þá t.d. að afstaða sem ekki er 100% sönnuð sé trú. Það er önnur skilgreining sem menn þurfa að fallast á áður en þeir fara að fjasa.

Síðan má með ýmsum hætti rökræða hvaða skilgreining sé "réttust", en til þess mætti einmitt demba sér fyrst í að verða sammála um hvað geri skilgreiningu rétta ;-)

Kristinn Theódórsson, 23.7.2010 kl. 08:55

8 identicon

Vinsamlega hentu út fyrri athugasemd minni, Hrannar. Hún er rétt svona:

----------------

Fínn pistill Hrannar. Mig myndi langa að bæta einu við skilgreininguna um það hvað sá sem vill beita gagnrýnni hugsun þarf að temja sér og það er að hafa ávalt í huga að mesta viskan er fólgin í að vita hvað maður veit lítið.

Það er að mínu mati besta og mikilvægasta einkenni gagnrýnins hugsuðar þegar hann áttar sig á því að það er alveg sama hversu mikið hann veit og hversu mikið hann telur sig vita ... það er alltaf einhver sem veit betur.

Það sést oft vel á málflutningi manna hverjir þeirra hafa þetta í huga og hverjir ekki.

Hinir fyrrnefndu eru móttækilegir og forvitnir að heyra hvað aðrir hafa að segja og hafna engu fyrirfram.

Hinir síðarnefndu eru auðkennanlegir á því að þeir telja sig vita svo mikið að þeir útiloka algjörlega minnsta möguleika á því að einhver geti vitað aðeins meira eða betur en þeir. Þeir útiloka að það sem einhver annar kann að hafa að segja geti breytt þeirra fullvissu.

Hinir síðarnefndu hafna sem sagt rökum annarra fyrirfram.

Þar með eru þeir einfaldlega STOPP í allri rökhugsun án þess að gera sér nokkra grein fyrir því.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 10:56

9 identicon

Það er algerlega kristaltært að sá maður sem játar trú á eitthvað yfirnáttúrulegt, sá hinn sami hefur ekki gagnrýna hugsun... hann getur haft gagnrýna hugsun á margt... en sleppir því að notast við gagnrýna hugsun þegar trúarbrögð eru annars vegar.

Þetta gerir sá trúaði vegna þess að hann lætur hið óumflýjanlega, dauðann hafa áhrif á hugsun sína....
Það er ágætt fyrir trúaða að taka öll verðlaun og ógnir út úr galdrabókinni... 99.9% af fólki myndi henda bókinni um leið og verðlaunum sleppir.

Guðinn sem þeir trúuðu eru að ákalla eru þeir sjálfir og forgengileiki þeirra... guð er basically ekkert nema handbrúða af þeim trúaða, handbrúða sem skipulögð trúarbrögð veifa framan í fólk....


doctore (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 11:04

10 identicon

Þetta er mjög góður pistill hjá þér Hrannar. Ég er vísindamenntaður og hef unnið aðallega eftir svokallaðri vísindalegri Aðferð(Scientific method)  þar sem gagnrýnin hugsun kemur sterk inn.  Allir málsmetandi vísindamenn í dag vinna eftir vísindalegri aðferð.

Í gegnum árin hefur maðurinn barist við að setja sig í fyrsta sæti. Ég skal nefna dæmi:

Í byrjun trúðu menn að allt snérist í kringum jörðina og við værum miðja alheimsins. Vísindamönnum  tókst með vísindalegri aðferð að sanna að svo væri ekki og fengu fyrir það bannfæringu frá kirkjunnar mönnum.

 Þá tók sólmiðjukenningin við og var það gert til að hafa sólkerfið okkar í miðju alheimsins. Þar sem menn sættu sig ekki við að vera einhver aukahlutur í stórum alheimi. Ennþá tókst vísindamönnum að sanna að sólkerfið okkar væri bara eitt af 200 milljörðum sólkerfa í ennþá stærra kerfi sem kallast stjörnuþoka.

Litlu seinna komust vísindamenn af því að stjörnuþokan okkar var ekki sú eina og við erum ekkert í miðju alheimsins. Við erum bara ein stjörnuþoka af 200-300 milljörðum stjörnuþoka og það er ekki hægt að skilgreina neina miðju alheimsins eins og hann er í dag.

Nú héldu menn að nóg væri komið en gagnrýnin hugsun sendi menn aftur út að reyna fyrir sér og eins og alheimsfræðin(cosmology) lítur út í dag þá er allar líkur á að okkar alheimur sé einn af milljörðum alheima.

Eins og málin líta út fyrir alheimfræðingum í dag þá eru mestar líkur á að alheimur okkar sé eingöngu smá skammtaflökt(bóla) í enn stærri heimi og þá erum við mennirnir bara hrein hending þrátt fyrir allar „fílósóferingar“ um annað.

Menn geta haft allar þær skoðanir sem þeir vilja á ofangreindu en þetta er sá stígur sem gagnrýnin  hugsun hefur leitt okkur eftir, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Vísindamenn búa til módel og breyta þeim sífellt eftir því sem betri upplýsingar bætast í sarpinn. Ef ekki væri gagnrýnin hugsun þá veit ég ekki hvar við værum í dag.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 11:57

11 identicon



Þú segir einnig að bragð geti ekki verið blátt Hrannar.. ertu alveg viss um þetta... hefur þú tjékkað það út fyrir okkur?

Waiting for yer research

doctore (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:16

12 identicon

"Eins og málin líta út fyrir alheimfræðingum í dag þá eru mestar líkur á að alheimur okkar sé eingöngu smá skammtaflökt(bóla) í enn stærri heimi og þá erum við mennirnir bara hrein hending þrátt fyrir allar „fílósóferingar“ um annað"

Þar sem þetta eru helberar getgátur, og ósannanlegar, þá má spyrja hvort hér sé ekki einungis á ferðinni fullvissa þess sem vonar.

bugur (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 14:05

13 identicon

Sko, ég get skilið það að fornmenn trúi svona hókus pókus sögum... en að upplýstir menn árið 2010 gefi þessu séns, það er hreint brjálæði.... sjá menn virkilega ekki í hendi sér að trúarbrögð eru ekkert nema skáldskapur frá a-ö

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 14:24

14 identicon

Bugur:Þar sem þetta eru helberar getgátur, og ósannanlegar, þá má spyrja hvort hér sé ekki einungis á ferðinni fullvissa þess sem vonar.

 Að slálfsögðu er þetta það sem menn álykta út frá þeim alheimsmódelum sem vísindamenn eru búnir að byggja. Einu sinni voru það helberar getgátur hjá forngrikkjum að jörðin væri ekki miðpunktur alheimsins það tókst ekki að sanna það fyrr en 1000 árum seinna.

Ég persónulega er alls ekki að vona neitt í þessum málum. Mín persónulega skoðun(ef þú vilt vita það) er sú að ég vildi óska að það væri eitthvað á bakvið allt þetta þ.e. líf eftir þetta líf og svo framvegis. Hingað til hef ég ekki séð nein rök fyrir því þannig að ég held mig við vísindaleg rök. Það er það besta sem við höfum í dag.

Ég er með opin huga og er alveg tilbúinn að skoða allar kenningar um alheiminn. Það eru tugir af mismunandi kenningum og módelum um alheiminn og framtíðin leiðir vonandi í ljós hver hefur rétt fyrir sér í þessum málum en umfram allt er nauðsynlegt að viðhafa gagnrýna hugsun í þessu. Útiloka ekkert nema sterk vísindaleg rök komi á móti því.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 15:04

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þorvaldur: Í kvikmyndinni "Men in Black" voru einmitt einhverjir risakrakkar að leika sér með marmalakúlur, sem hver um sig innihélt einn alheim. Það virðist alltaf vera pláss fyrir fleiri sannanir og trú. Um það að það þýði lítið að spá í þetta, þá er það svolítið vafasamur dómur, því sama hversu stór og hvernig heimurinn er, megum við ekki gleyma því að þrátt fyrir að hugsanlega sé enginn vísindalegur kjarni í tilvist okkar, þá er til staðar verulegur kjarni í tilvist okkar. Það er verkefni hvers og eins að skilgreina eigin kjarna.

doctore: Þú fattar vonandi að ég var að tala um tvo ósambærilega hluti. :)

Grefill: Sammála þér um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir eigin fávisku.

Kristinn: Hvaða guðlega yfirvald er það sem ákveður hvaða skilningur á hugtökum er réttur eða rangur?

Matthías: Ég er farinn að halda að þú sért alls ekki trúlaus.

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 16:15

16 identicon

Frábær innlegg hjá Þorvaldi Þórssyni (ekki grindarhlaupameistarinn, er það?).

Fyrra innleggið bjó til nýjan punkt í mínum kolli: Að alheimarnir væru í raun margir, jafnvel óteljandi líka. Svo langt var ég ekki kominn

Ég hef mikið hugsað um svona hluti allt mitt líf og hef afar gaman að ræða þá og fá sjónarhorn annarra á svona hluti sem eru ósannanlegir eins og staðan í vísindunum er í dag. Ég á líka í fórum mínum alls kyns heimatilbúnar tilgátur/kenningar um þessa hluti sem mér þætti gaman að geta komið frá mér. Ég vona því að þessi umræða hér þróist í þessa átt í stað þess að þróast í deilur um trúmál.

En ég má til með að "leiðrétta" sjálfan mig í kommenti mínu hér fyrir ofan, #9, eða réttara sagt að bæta við það örlitlum skilningi:

Ég sagði: "Það er að mínu mati besta og mikilvægasta einkenni gagnrýnins hugsuðar þegar hann áttar sig á því að það er alveg sama hversu mikið hann veit og hversu mikið hann telur sig vita ... það er alltaf einhver (leturbr.) sem veit betur."

Í viðbót við "einhver"(maður), þá ætti maður auðvitað líka að segja að það sé alveg sama hvað maður veit mikið ... þá þarf maður alltaf að vita að það sé alltaf til "eitthvað" einhvers staðar sem myndi bæta og auka við vitneskju manns ef maður uppgötvaði það.

Vona að ég hafi komið þessu skiljanlega frá mér.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:23

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Grefill: Ég tek innilega undir með þér og er afar kátur yfir framlagi ykkar Þorvaldar.

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 16:26

18 identicon

Hrannar: Ég tók líka eftir kakkalakkanum (eða hvað þetta var) með glerkúlurnar í kistunni í lok Men in Black og meiningunni þar á bak við. Mjög sniðugt. Það sem "bafflaði" mig við hugsunina er hvað tengir þetta saman ... ef þetta er hrúga af kúlum, hvað er þá á milli þeirra?

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:27

19 identicon

... eða getur verið að alheimurinn sé ferkanntaður?

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:29

20 identicon

Grefill: ........ hjá Þorvaldi Þórssyni (ekki grindarhlaupameistarinn, er það?).

Ég var einu sinni þekktur fyrir að komast yfir grindur en geri það ekki lengur. Ég er í dag að dunda mér við aðra hluti

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:31

21 identicon

Alheimurinn er sennilega ekki ferkantaður því það samræmist ekki jöfnum Einsteins um Rúmtímann(Space time). Menn eru ekki á eitt sáttir hver lögun alheimsins er en það eru uppi nokkrar tilgátur.

Allan Guth prófessor hjá MIT sagði eitt sinn: Space tells matter how to move. Matter tells space how to curve. (Rúmið segir efninu hvernig það á að hreyfast og efnið segir rúminu hvernig það beygist). Ekki auðvelt að ímynda sér það nema með talsverðri hugsun.

Ef ekkert efni væri í alheiminum væri hann algerlega flatur. Það er erfitt að hugsa sér rúm án efnis. Eins og að reyna að hugsa sér hvað er handan við alheiminn.

Í dag er alheimurinn talin vera um 54 milljarðar ljósára í radíus en það eru bara um 14,6 milljarðar ára síðan hann varð til hvernig má það vera????

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 16:57

22 identicon

Sá Þorvaldur Þórsson sem ég er að meina átti íslandsmetið (og á kannski enn) í 400m grind. Sami maður?

Sé svo þá kynntumst við nokkuð vel fyrir um 100 árum. Skal segja þér hvar og nákvæmlega hvenær ef þetta er rétti maðurinn. Alltaf gaman að vita við hvern maður er að tala.

Annars hefði ég eins og ég sagði mjög gaman af því að ræða við þig um þessa alheimshluti og heyra þitt "view" þannig að vonandi helst þessi þráður lengi opinn. Um að gera að vakta hann með innskráningu. Hef nefnilega ekki alveg nógu mikinn tíma í augnablikinu - en kem svo sterkur inn.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:09

23 identicon

Ég læt Carl Sagan eftir að segja það sem segja þarf
http://doctore0.wordpress.com/2010/07/23/carl-sagan-consider-again-that-pale-blue-dot/

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:11

24 identicon

Rétt er það Grefill ég átti það einu sinni en ekki lengur sem betur fer. Ég sé enga ástæðu til að fela mig þar sem ég tel mig vera sæmilega málefnalegan.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:11

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Matthías: Ég er farinn að halda að þú sért alls ekki trúlaus.

Þar sem þú gerir ekki greinarmun á trú og trúleysi sé ég ekki hvaða máli skiptir hvað þú heldur um málið.

Matthías Ásgeirsson, 23.7.2010 kl. 17:16

26 identicon

Ótrúlega góður pistill hjá honum Carl Sagan(Takk DoctorE). Carl Sagan var ótrúlega góður  fræðsluþáttum sínum og féll frá langt fyrir aldur fram. Það sem meira er að hann var töluvert merkilegur vísindamaður. Ég vissi það ekki fyrr en nýlega.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:25

27 identicon

Ég er ekki í felum, mitt nafn kemur fram á bloggsíðunni minni. Ég heiti Guðbergur Ísleifsson. Hringir það bjöllu? Við kynntumst nokkuð vel í den í sirka þrjá mánuði. Síðan höfum við ekki sést.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:29

28 identicon

Þetta var nú ekki ætlað þér en það eru aðrir hér undir dulnefni.  Þetta hringir ekki mörgum bjöllum hjá mér þar sem ég er herfilega slappur í að muna nöfn. Ég man anlit og tölur betur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:43

29 identicon

Hvernig skilgreinir þú "upplýsta" menn  árið 2010 DrE ??

Eru það þeir sem fá sínar upplýsingar úr biblíunni eða þeir sem fá sínar upplýsingar úr vísindaritum ?

Er ekki málið að upplýstur maður er aðeins eins vel, eða illa,  "upplýstur" og lestarefni hans, eða trú, er á hverjum tíma ?

Síðan tekur hann sína málefnalegu afstöðu, byggða á þeirri þekkingu sem hann býr yfir þann daginn.

Hans þekking kann vissulega að ganga gegn þinni þekkingu, en er þín þekking rétthærri og ert þú "upplýstari" en hinn einungis vegna þess að það liggur önnur bók við náttborð þitt ??

Hættu nú þessum hroka DrE... hroki fer öllum illa !

runar (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 18:09

30 Smámynd: Vendetta

"Í dag er alheimurinn talin vera um 54 milljarðar ljósára í radíus en það eru bara um 14,6 milljarðar ára síðan hann varð til hvernig má það vera????"

Varla hefur efnið sem síðar varð að stjörnuþokum þanizt út frá einum punkti með meiri hraða en ljósið. Ég legg til að þeir á stjörnufræðiblogginu ættu að geta svarað þessu.

Vendetta, 23.7.2010 kl. 18:57

31 identicon

Vendetta Ég legg til að þeir á stjörnufræðiblogginu ættu að geta svarað þessu.

Ég skal gjarnan svara  þessu. Flest ef ekki öll módel sem sýna hvernig alheimurinn hefur þróast frá miklahvelli lenda í vandræðum. Eina leiðin út úr þessum vandræðum er að gera ráð fyrir óðaþennslu í byrjun(þ.e. örstuttu eftir að miklihvellur varð). Þessi óðaþennsla var í margfallt minna ein eina sekúndu og var alheimurinn á stærð við appelsínu þegar honum lauk.

Þessi óðaþennsla var á margföldum ljóshraða og kemur þá sennilega næsta spurning frá ykkur: hvernig getur efni farið hraðar en ljóshraði??? Lausnin á þessu að efnið fór ekki hraðar en ljóshraði heldur var útþennsluhraði rúmsins margfaldur ljóshraði.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 19:17

32 Smámynd: Vendetta

"Lausnin á þessu að efnið fór ekki hraðar en ljóshraði heldur var útþensluhraði rúmsins margfaldur ljóshraði."

Já, ég hefði átt að taka áfangann "Rúmfræði fyrir lengra komna" þegar ég var í háskólanum.

Vendetta, 23.7.2010 kl. 19:35

33 Smámynd: Hrannar Baldursson

Gagnrýnin hugsun um efnis- og orkuheiminn er margslunginn. Ef ég er að skilja rétt er sá heimur bæði óendanlegur, með radíus og hefur upphaf.

Ég næ ekki að púsla því saman hvernig eitthvað sem er óendanlegt getur haft upphaf eða eitthvað sem hefur upphaf getur verið óendanlegt.

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 19:43

34 identicon

Nákvæmlega út af þessu sem þú segir Hrannar, þá hallast ég að því að alheimurinn og tilveran öll fari í einhverskonar hring eða hringi.

Ekkert sem hefur upphaf getur í raun verið óendanlegt ... það virðist bara svo vegna þess að einhvers staðar endar allt þar sem það byrjaði og byrjar þá um leið upp á nýtt.

Meikar það sens?

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 19:49

35 identicon

Líka: Ekkert getur verið óendanlegt því ef það er óendanlegt þá er það óendanlegt í báðar áttir sem þýðir að það hefur hvergi byrjað.

Og það meikar ENGAN sens.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 19:51

36 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hrannar

Hvaða guðlega yfirvald er það sem ákveður hvaða skilningur á hugtökum er réttur eða rangur?

Guðlegt yfirvald ákveður það nú sennilega ekki, ekki frekar en það ákveður hvernig við skilgreinum plöntuna fífill, það gera menn og "rétta" skilgreiningin er sú sem menn sammælast um að notast við.

Það sem hinsvegar flækir málin er þegar menn þykjast fallast á sameiginlega skilgreiningu, en nota hana síðan bara út í loftið í nafni afstæðishyggju eða viðlíka loðinheita.

Kristinn Theódórsson, 23.7.2010 kl. 19:52

37 identicon

Líka: En ef allt byrjaði einhverss staðar einhvern tíma, hvað var þá áður en það byrjaði og hvað olli því að það byrjaði?

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 19:54

38 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kristinn, sem þú ert: hefur þú heyrt um margræðni?

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 20:18

39 Smámynd: Hrannar Baldursson

Grefill: Það að við hugsum hring eftir hring um endanleika / óendanleika alheimsins, þýðir það að alheimurinn hljóti að vera einhvern veginn eftir okkar höfði, skiljanlegur út frá formi sem við áttum okkur á?

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 20:19

40 identicon

Bara svo þið vitið þá var miklihvellur ekki sprenging eins og við sjáum hana fyrir okkur í dag heldur þennsla á rúmi. Það er hægt að hugsa sér að rúmið sem er þrívítt (tímarúmið er fjórvítt) er að þennjast og allir punktar á þessu rúmi fjarlægast hvern annan.

Það er hægt að hugsa sér stjörnuþokur eins og doppur á hvítri blöðru sem þið blásið upp. Þegar þið blásið upp blöðruna þá fjarlægjast allir puntkar á blöðrunni hvern annan.

Það eru einir þrír möguleikar á því hvernig lögun alheimurinn hefur og benda nýjustu rannsóknir(með 96 % nákvæmni) til þess að rúmið sé flatt þ.e. hafi enga bognun(curvature) og þýðir það að alheimurinn mun halda áfram að þennjast út óendanlega.

Ég las fyrir stuttu grein í Scientific America þar sem þeirri kenningu var hent fram að alheimurinn hefði farið í gegnum marga miklahvelli og ætti eftir að gera það aftur og aftur út í það óendanlega.

Eins og þið sjáið eru ótrúlega margar kenningar um þetta. Það þýðir alls ekki að þetta sé tóm della heldur að við (mannkynið) erum ennþá að leita svara í þessu flókna máli.

Eitt sem veldur vísindamönnum  miklum heilabrotum í dag er að um 90% af efni í alheiminum í dag er svart efni eða svört orka. Þegar alheimurinn þennst út minnkar efnistþéttleiki alheimsins(að sjálfsögðu) en af einhverjum óskýranlegum orsökum virðist svartefnistþéttleikin vera fasti(constant).

Svart efni veldur þennslu en efni samdrætti(þyngdarkraftur). Þetta hefur orðið til þess að útþennsluhraði alheimsins er að aukast eins og nýjustu rannsóknir benda til.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 20:38

41 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hrannar

Kristinn, sem þú ert: hefur þú heyrt um margræðni?

Vitaskuld skil ég margræðni. En einmitt vegna þess að mörg orð og setningar hafa margar merkingar og blæbrigði þurfa menn að vanda sig við að festa niður punkta hér og þar í umræðunni sem ekki eru margræðir/loðnir/huglægir - svo spóla megi lítið eitt til baka öðru hverju og tryggja skilning.

Þegar upp kemur vafi skilgreina menn orðin aðeins og verða sammála um hvert stefnt sé. En til þess þurfa þeir að fallast á að virða nokkrar grundvallarreglur í rökhugsun, t.d. öll A eru B, þýðir ekki endilega að öll B séu A.

Fallist menn ekki á sameiginlegan ramma og skilgreiningar geta þeir alveg eins lesið ljóð fyrir hvorn annan, þar sem það er markmið gjörningsins að hver taki frá honum sína eigin upplifun - en ekki sameiginlegan skilning.

Kristinn Theódórsson, 23.7.2010 kl. 20:42

42 identicon

"Lausnin á þessu að efnið fór ekki hraðar en ljóshraði heldur var útþennsluhraði rúmsins margfaldur ljóshraði."

Kannski fór skugginn hraðar en ljósið?

bugur (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 20:53

43 identicon

Fyrir mig skipta það ekki málið ef alheimurinn er ferkantaður, smá skammtaflökt(bóla) í enn stærri heimi, 6000 ára gamall eða þess vegna -200.000.000 ára gamall (kannski er lifið ein löng Memento ræmur í bíó sem Christopher Nolan leikstýrir).

Vísindiþekking skipta varla ekki málið fyrir okkur þegar við lifum lífinu. Hann er til á bókasöfnum og í rannsóknastofum. Ég noti ljósið frá peru þegar ég les. Ég er ekki að velta fyrir mig ljóshraða eða neitt annað sem vísindi getur sagt til um ljós. Ég les bara. Kannski um ljóshraði í bók og finnst það áhugavert. En svo slökk ég á ljósið og pæli ekki meira í því. Sólin kemur upp daginn eftur. Vísindamenn segja að hún er rísastór bríntbombe. Þarf ég að hafa áhyggja af því? Nei, tak. Láttu hana bara skína. Ég verð í svo goðu skapi. Aha, segir þú að það er vegna þess að serotonin magnið hækkir í blóðinu þegar sólin skýn? Mér er alveg sama.

Það má vel vera að vantrúarfólk finnst vísindaþekking alfa-omega. Ég segi bara: verðið þið bara inni á bókasöfnum og vísindastofum. Ég vil vera úti sólinni.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 21:16

44 identicon

Hrannar #39:

Nei, ég held nefnilega að formið sé form, jafnvel vídd, sem maðurnn hefur ekki uppgötvað enn og mun kannski aldrei uppgötva.

"Formið" hefur þann eiginleika að það byrjar þar sem það endar og fer því í hring ... bara ekki í því hringformi sem við þekkjum. Maður notar hins vegar orðið "hringur" vegna að það er eina orðið sem við höfum til að skilgreina eiginleika þessa óuppgötvaða forms.

Comprende?

Ath.: Allt sem ég segi um svona mál eru spekúlasjónir frá a til ö en ekki fullyrðingar ef einhver heldur það, t.d. þýðir ekkert að biðja mig um "dæmi, bara eitt lítið dæmi" um það sem ég segi.

Menn verða bara að finna sín dæmi sjálfir.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 21:43

45 Smámynd: Hrannar Baldursson

Grefill, ég hef kannski ekki orðað þetta nógu vel í þetta sinn, en það sem þú sagðir var nákvæmlega það sem ég var að hugsa. :)

Jakob: Það er þitt val að velja sjónarhorn á lífið og tilveruna. Sjálfum finnst mér spennandi að skoða nýjustu hugmyndir alheimsfræðinga, en það eru svo sannfærandi mýtur sem þar birtast og það margbreytilegar og glæsilegar, að maður kemst varla hjá því að trúa þeim - sem er einmitt megineinkenni goðsagna hvers tíma í mannkynssögunni. Írónískt.

Bugur: Snilld!

Kristinn: Þú segir "Þegar upp kemur vafi skilgreina menn orðin aðeins og verða sammála um hvert stefnt sé." Er vandinn ekki einmitt sá að sumir halda fastir í eina merkingu og eru ekki tilbúnir að hlusta á fleiri hliðar málsins, eða hugtaksins?

Þorvaldur: Með svörtu efni eða orku, áttu þá við það sama sem virðist draga allan massa til sín - eða svarthol? Hvað gerir svart efni? Hverjir eru eiginleikar þess? Er til dæmi um slíkt á jörðinni?

Skemmtilegar pælingar!

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 21:51

46 identicon

Þorvaldur #40:

"Ég las fyrir stuttu grein í Scientific America þar sem þeirri kenningu var hent fram að alheimurinn hefði farið í gegnum marga Miklahvelli og ætti eftir að gera það aftur og aftur út í það óendanlega."

Þetta passar skemmtilega við mínar pælingar að undanförnu ... ég er á því þessa stundina að þetta fari allt í "hring(i)" og byrji upp á nýtt þar sem það endar og sé því óendanlegt. Þannig að ef Miklihvellur er í ferlinu þá hefur hann gerst aftur og aftur og mun alltaf gerast vegna þess að orka hverfur aldrei.

Það sem "bafflar" mig við þessa pælingu er að þótt eitthvað sé óendanlegt þá hlýtur það samt að hafa byrjað einhvers staðar.

Ég er á þeim slóðum núna að reyna að finna "viðsættanlegan" lykil.

Ps. Sniðugt: Púkinn gerði athugasemd við orðið "Miklahvelli". Hann skilur það orð ekki í fleirtölu þ.e. með a-i. 

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 21:57

47 identicon

Jakob Andersen: Vísindiþekking skipta varla ekki málið fyrir okkur þegar við lifum lífinu. Hann er til á bókasöfnum og í rannsóknastofum.

Góður punktur Jakob: Ef ekki væri fyrir endalausa þekkingarþrá okkar mannana þá værir þú sennilega ennþá einhverstaðar í helli að velta fyrir þér hvernig og hvenær þú ættir að fá næst að borða. Lósaperan sem þú kveikir á var til vegna vísindamana. Tölvan sem þú vinnur á og allt Internetið varð til vegna þekkingarþrá manna(Vísindamanna). Margt af því sem vísindamenn eru að gera í dag hefur engin not í dag en þau gætu verið nýtileg seinna meir.

Margt af því sem Albert Einstein hugsaði út þegar hann var ungur maður hafði enga nýtni þá en gagnast okkur í dag. Grunnurinn af þeirri þekkingu sem þarf til að láta GPS kerfi virka um alla jörð er vegna hugmynda Einsteins sem engin sá nein not fyrir þá. Þannig að við vitum aldrei hvenær við getum notað þá þekkingum sem við öflum okkur.

Öll þekking er til góðs. Hún víkkar út sjóndeildarhring okkar og gæti komið að notum seinna meir. Hver veit!!!!!

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 21:59

48 identicon

Bugur #42:

Ertu með eitthvað sem býr til kollmynd af því hvernig skugginn gæti komist hraðar en ljósið?

Er skuggi ekki samt sem áður ljós?

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 22:02

49 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hrannar

Er vandinn ekki einmitt sá að sumir halda fastir í eina merkingu og eru ekki tilbúnir að hlusta á fleiri hliðar málsins, eða hugtaksins?

Jú, þetta er algengt vandamál. Það þarf þó ekkert að vera óeðlilegt að menn vilji ekki taka undir einhverjar skilgreiningar, því sumar þeirra geta verið rökleysa sem gefur umræðunni engan möguleika á að hafa hlutlæga/vitræna merkingu.

Ef við værum að ræða sólbrúnku og þú segðir að sólbrúnka væri það að maka á sig agúrkumauki, þá myndi ég segja: "verði þér að því vinur" og fara að tala við annað fólk. Þú gætir þá sagt öllum að ég sé hrokafullur bjáni sem vilji ekki skoða aðrar hliðar á skilgreiningum orða, en ég segði á móti að þú sért líklega eitthvað geðveikur og ekki til mikils að ræða við þig.

Svona öfgakennd eru dæmin vitaskuld oftast ekki, en þau eru víðsvegar á skalanum og alls ekki gefið að það sé nokkur þröngsýni eða þrjóska fólgin í því að að fallast ekki á skilgreiningar annarra.

Þessi hegðun á síðan við um báðar hliðar trúarumræðunnar, svo það sé nú á hreinu, en sumir hér gefa reglulega í skyn að þetta sé nokkuð sem einskorðist við vantrúaða.

Kristinn Theódórsson, 23.7.2010 kl. 22:06

50 identicon

Hrannar: Með svörtu efni eða orku, áttu þá við það sama sem virðist draga allan massa til sín - eða svarthol? Hvað gerir svart efni? Hverjir eru eiginleikar þess?

Svart efni er ekki það efni sem er í svartholi. Svarthol er massamikil stjarna sem hefur hrunið saman (undir eigin þyngarkrafti) og orðið að engu. Svarthol er eins og ryksuga sem togar til sín allt efni í nágrenninu.

Svart efni er öfugt við það það veldur þennslu á rúminu í stað þess að sveigja það inn. Svarthol myndar djúpa holu í tímarúmið og verpir þarð eins og mjög þung kúla sem sett er á svampdýnu.

Menn vita ekki nákvæmlega hvernig svart efni er uppbyggt en margar getgátur eru í gangi og vonast menn fá einhver svör við þeirri gátu í Cern þegar LHC hraðallinn fer að skila gögnum fyrir alvöru.

Eitt er víst að svartefniseindir eru eindir sem virka ekki sterkt á aðrar venjulegar eindir í kringum þær.

Það er marg að gerast í alheimsfræðinni og á síðustu 15 árunum hefur orðið alger sprengin í fræðigreininni vegna nýrra rannsókna og kennilegir alheimfræðingar keppast við að breyta og bæta kenningar sínar til að láta allar nýjustu rannsónir passa við þær.

Þetta er eins og að horfa á spennandi kvikmynd að fylgjast með þessu. Góða við þetta er að maður veit aldrei hvað kemur næst og sí síður veit maður hvernig allt þetta endar(ef það endar þá)

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 22:10

51 Smámynd: Vendetta

Til þess að menn geta tekið þátt í vitrænum samræðum við hvorn annan, verða þeir að vera á sömu síðu, þ.e. að tala um hlutina út frá sömu forsendum. T.d. þýðir ekkert fyrir mig að rökræða við neinn sem trúir því fullt og fast að biblían sé guðs orð og heilagur sannleikur, eða að marxisminn sé eina leiðin fram, ef ég trúi því ekki. Það þýðir lítið að tala um prinsíppið í þróunarkenningunni við einhvern sem trúir á sköpun, eða einstaklingsframtak við einhvern sem trúir á yfirtöku bújarða fyrir samyrkjubú. Í svona tilfellum er enginn sameiginlegur grundvöllur fyrir umræðu, og það eina sem við gætum rætt um er veðurfar og verðlag á kaffi. Því að allar tilraunir til að sannfæra hvor annan mun enda í rifrildum og reiði. Sem er sérstaklega neyðarlegt þegar menn mætast augliti til auglits. Þá er betra að taka hatt sinn og staf og fara með skoðanir sínar annað. 

Mér varð það ljóst fyrir mörgum árum síðan, að mjög trúað fólk hlustar ekki á rök guðleysingja, því að það gengur gegn trú þeirra að taka rökin til sín, því að um leið og þeir gera það, þá kemur efinn og efinn eyðileggur trúna.

Vendetta, 23.7.2010 kl. 22:29

52 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þorvaldur: Miðað við síðustu 2400 árin, erum við sífellt að finna nýjar leiðir til að uppgötva heiminn. Alheimsfræðin er ein af þeim. Sammála að hún sé spennandi og dularfull.

Kristinn: Öfgafull bókstafstrú á við í allar áttir, hvort sem verið er að tala þá sem trúa eða trúa ekki eða trúa kannski eða þá sem trúa ekki kannski á Guð, guði eða eitthvað yfirnáttúrulegt.

Mér dettur ekki í hug að telja vantrúarfólk eitthvað verra en annað fólk.

Grefill: Þegar þú minntist á orðið "Mikluhvellir" birtist í huga mínum mynd af alheiminum. Sá ég hann fyrir mér eins og innan í óendanlega stórum potti fullum af poppmaís, og voru bara örfáar sólir búnar að poppa út.

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 22:29

53 Smámynd: Vendetta

Eða réttara sagt: Efinn grefur undan trúnni.

Vendetta, 23.7.2010 kl. 22:31

54 Smámynd: Hrannar Baldursson

Vendetta: Ertu viss um að efinn styrki ekki trúna?

Það skiptir ekki máli hver skoðunin er, ef viðkomandi gefur sér niðurstöðu fyrirfram, þá verður umræðan flöt og tilgangslaust fyrir viðkomandi að taka þátt í samræðum, enda mun sá sem gefur sér fyrirfram niðurstöður ekki læra neitt nýtt öðruvísi en að lenda í hörðum árekstri við veruleikann.

Hrannar Baldursson, 23.7.2010 kl. 22:34

55 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hrannar

Öfgafull bókstafstrú á við í allar áttir, hvort sem verið er að tala þá sem trúa eða trúa ekki eða trúa kannski eða þá sem trúa ekki kannski á Guð, guði eða eitthvað yfirnáttúrulegt.

Mér dettur ekki í hug að telja vantrúarfólk eitthvað verra en annað fólk.

Ég held nú að þetta hafi ekki endilega neitt með bókstafstrú að gera, þó það tvennt geti augljóslega farið saman.

Sumt er einfaldlega vanhugsað bull sem menn oft átta sig á seinna að hafi ekki verið rökrétt eða vitrænt. Stoltið stendur þá oft í vegi fyrir að menn viðurkenni það strax að þeir séu búnir að stíga út af stígnum. Ég kannast alveg við að hafa gert þetta sjálfur - vitaskuld.

Kristinn Theódórsson, 23.7.2010 kl. 22:41

56 identicon

Þorvaldur #50: Frábært innlegg.

"Þetta er eins og að horfa á spennandi kvikmynd að fylgjast með þessu. Góða við þetta er að maður veit aldrei hvað kemur næst og því síður veit maður hvernig allt þetta endar (ef það endar þá)."

Nákvæmlega! Þannig upplifi ég þetta líka. Og það skemmtilega við þessa kvikmynd er að það geta allir, lærðir sem leiknir, tekið þátt í að skrifa handritið og hjálpa til við að búa til enn betri mynd. Ég hef afar gaman af slíkum umræðum.

Og þér til hróss (smá svona smjaður til að þú farir ekki) þá ertu einkar laginn sjálfur við að segja það sem þú meinar í nokkurs konar kvikmynd. Það er afar góður hæfileiki að hafa þegar skipst er á hugmyndum. Ég las ekki innleggið þitt. Ég sá það.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:16

57 identicon

Vendetta #51: Hárrétt að mínu mati, vel orðað.

Að taka þátt í samræðum þar sem hvorugur aðilinn gefur séns á nýjum hugmyndum er tóm steypa ... eða réttara ... það er á við að vera fastur í steypu.

Leiðindastaða.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:32

58 identicon

Hrannar #52: Já auðvitað ... Mikluhvellir. Það var eitthvað bogið við þetta Miklahvellir.

Gaman að pottahugmyndinni. Hef ekki séð hana áður. Ansi skemmtileg þegar maður fer að velta henni fyrir sér.

Mér finnst líka gaman að pæla í hugmynd Dr. Seuss, að hvert snjókorn innihaldi einn alheim hvert fyrir sig. Það er hægt að teygja á henni.

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:38

59 identicon

Kristinn #55: Við móðgumst hvorugir þótt við spjöllum ekki saman annars staðar á meðan umræðunni er ekki lokið. Mér finnst það persónulega ekki passa sem protocol (fann ekki íslenska orðið). Sammála því?

Grefill (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:43

60 identicon

Alheimur birtist ekki með hvelli. Hann var hvíslaður fram.

bugur (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 00:29

61 identicon

Athugasemdir Thorvalds Thórssonar eru fraedandi lesning.  Takk fyirir thaer.  Thad er ekki langt sídan talad var um einn ALheim.   

Aukin thekking (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 00:39

62 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Grefill

Já, ekkert mál. Móðgast ekkert!

Kristinn Theódórsson, 24.7.2010 kl. 00:52

63 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Nú skil ég hversvegna Grefill heldur að trúleysi sé trú, hann heldur að skuggi sé tegund af ljósi sbr #48. Hann þjáist af andstæðublindu

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 01:42

64 identicon

"Athugasemdir Thorvalds Thórssonar eru fraedandi lesning.  Takk fyirir thaer.  Thad er ekki langt sídan talad var um einn ALheim. "

Hugmyndir hans um svonefnda froðu-kenningu, þ.e. óendanlegan fjölda alheima, er bara ein af fjölmörgum getgátum vísindamanna um eðli alheims.

Við getum aldrei vitað af öðrum heimum nema því aðeins að þeir verði af nauðsyn hluti af okkar alheimi.

Því sitjum við ævinlega uppi með "einn" alheim.

bugur (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 02:01

65 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Alheimur birtist ekki með hvelli. Hann var hvíslaður fram." Bugur

Erum við þá að tala um Mikluhvísl?

Hrannar Baldursson, 24.7.2010 kl. 04:57

66 identicon

Sigurður Karl Lúðvíksson: Hlustaðu nú vel á mig.

Ég er algjörlega með það á hreinu að trúleysi sé trú. Hins vegar skil ég ekki hvernig skugginn getur farið hraðar en ljósið í því vísindalega tilgátusamhengi sem það kom upp í kommenti #42.

Þar var spurt: "Kannski fór skugginn hraðar en ljósið?"

Þess vegna spurði ég til baka "En er skuggi ekki samt sem áður ljós?" í því samhengi að varla getur skuggi ferðast einn síns liðs og án ljóss.

Svo kemur þú askvaðandi hér inn. Ertu með innlegg í umræðuna? Nei. Þú sást þarna dálítið tækifæri til að reyna að klekkja á mér persónulega með því að reyna að gera lítið úr mér og slíta orð mín úr samhengi.

Svo kryddarðu með lygi: Þú fullyrðir að ég "haldi að skuggi sé tegund af ljósi".

Það eru nákvæmlega svona menn eins og þú sem eyðileggja alla umræðu á blogginu - eða reyna það - með illgirnina og siðleysið að vopni.

Fram að þínu kommenti höfðu hér átt sér stað heiðarlegar, kurteislegar og að mínu mati skemmtilegar og fræðandi umræður út frá pistli síðueiganda um gagnrýna hugsun.

Komment þitt er ekki bara móðgun við mig, heldur dónaframkoma við alla sem hér eru að reyna að spjalla saman um ýmsa hluti í mesta bróðerni og velta upp humyndum.

Kommentið er líka leiðindablettur á umræðunni sjálfri og skemmir hana fyrir öllum þeim sem hafa ef til vill gaman að lesa þau samskipti og samræður sem hér hafa átt sér stað milli manna.

Ælubletturinn sem þú skilur eftir þig, komment #63, er nú fast hérna á umræðunni og mun anga af ælulyktinni úr þér framvegis.

Þú hefur skilið eftir þig ljótan vitnisburð um þig sjálfan.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 04:57

67 identicon

Vísindamenn hefur lengi dreymt um að sameina kenningar um krafta í heiminum. Maxwell koma með rafsegulkenninguna sem sameinaði rafkraft og segulkraft

Þá átti eftir að koma inn í þetta módel sterka kjarnakraftinum og þeim veika. Það gerðist ekki fyrr en á miðri 20. öldinni með nýrri kenningu.

þá voru í raun tvær andstæðar fylgingar þ.e. skammtafræðin og kenning A. Einsteins um Þyngdarkraftinn sem hefur verið óþekki króinn í þessari fjölskyldu krafta. Þyngdarkrafturinn er svo ótrúlelga mikið veikar en hinir fjórir að það hefur reynst mjög erfitt að eiga við hann.

A. Einstein eyddi 30 árum æfi sinnar í  að koma fram með einhverja kenningu sem sameinaði alla krafta en tókst ekki. Þetta var kallað Theory of everything og hefur verið eins konar heilagt gral eðlisfræðinga í meira en 100 ár.

Rétt fyrir 1990 kom ný kenning fram svokölluð strengjafræði sem sameinar alla þessa krafta. Strengjafræðin er gríðalega erfið kenning stærðfræðilega og á tímabili voru 4-5 mismunandi kenningar í gangi sem var ekki gott. Nú er búið að sameina allar þessar strengjakenningar saman í eina súper kenningu.

Hvað kemur út úr þessari kenningu??? Jú vísindamenn sitja uppi með einar 10-11 víddir og marga alheima. Þetta bara kemur út úr kenningunum sama hvað menn reyna.

Eins og staðan er í dag á eftir að vinna gríðarlega mikla vinnu í þessari kenningu sem er bara rétt að slíta barnsskónum. Það sem er sameiginilegt með flestu sem þessi kenning spáir að það er mjög illsannanlegt. Vegna þess að kenningin fæst við svo óskiljanlega háa orku eða ótrúlega stuttar vegalengdir að við sjáum fá ráð til að komast þangað.

Ég er viss um að við finnum einhverjar leiðir eins og vanalega.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 09:12

68 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Grefill, ég er algjörlega samviskulaus þegar kemur að því að gera létt grín af manni sem telur trúleysi vera trú, og nú síðast spyr hann, "er skuggi ekki samt sem áður ljós?". Bætti ég einhverju við umræðuna? Nei engu, en kannski ef einhverjir ógrandvarir unglingar álpast hérna inn, þá er allaveganna kominn einn varnagli að taka ekki mark á því sem þú bullar, þá á ég ekki bara við hérna heldur um allt bloggið. Bloggheimar eru harðir heimar og ef þú ætlar að tala um eðlisfræði skaltu hafa einhverja hugmynd um hvað hún hefur að segja, það gætu eðlisfræðingar verið að lesa þráðinn.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 09:13

69 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurður Karl: Er skugga varpað og verður til vegna ljóssins sem skín á einhvern hlut, eða er skugginn til á undan ljósinu? Mig grunar að Grefill hafi verið að pæla í einhverju slíku, og sýnist mér það ágætis spurning, hvort sem um barn, ungling eða fullorðinn er að ræða. Það væri áhugavert að velta fyrir sér hvort eitthvað samband sé á milli svarta efnisins (sem er kannski einhvers konar ljós) og skuggans.

Þorvaldur: Við byrjum að blekkja sjálf okkur um leið og við förum að trúa á kenningarnar. Svo framarlega sem okkur telst að halda þeim sem hugmyndum um heiminn víkkar sjóndeildarhringurinn og við áttum okkur á fleiri möguleikum. Einmitt þess vegna er gaman að skoða þetta, enda ómögulegt fyrir nokkurn að vita eins og staðan er í dag, hver sannleikurinn er um alheiminn eða margheiminn. Það þýðir samt ekki að við ættum að hætta leitinni. 

Grefill: Athugasemd 63 var bara grín. En vissulega er hún ekki gott grín þar sem reynt er að gera grín að þér, frekar en að hugtaki eða hugmynd. Maður á ekki að kippa sér upp við svona smáræði.

Hrannar Baldursson, 24.7.2010 kl. 09:30

70 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Grefill hlýtur að mega velta fyrir sér stóru spurningum eðlisfræðinnar. Ekki erum við að velta fyrir okkur hvort siðfræðingar eða guðfræðingar séu endilega að fylgjast með blogg umræðunni um trúmál? Annars er þetta góður pistill Don Hrannars og skemmtilegar vangaveltur annarra. Vísindi efla alla dáð er sagt. Er hægt að sanna guðseindina eða eru vegir Guðs órannsakanlegir?

Guðmundur St Ragnarsson, 24.7.2010 kl. 10:25

71 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég var ekki að banna honum það

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 10:50

72 identicon

Hrannar: Ég er alveg sammála þér að það er ekki gott að trúa á kenningar. Vísindamenn setja fram kenningar og reyna að finna einhverjar staðreyndir eða athuganir til að renna stoðum undir kenningar sínar. Með tímanum þá reynast kenningarnar annað hvort réttar eða rangar miðað við þær rannsóknir sem menn hafa á þeim tíma.

Við skulum taka dæmi: Newton setti fram kenningu um þyngdarkraft sem dugði í 2-3 hundruð ár og held ég að flestir vísindamenn hafið trúað að sú kenning væri óhagganleg. Það var ekki fyrr en á 20. öldinni að rannsóknarniðurstöður komu fram  sem voru ekki alveg í samræmi við kenningar Newtons.

Albert Einstein endurbætti kenningar Newtons með Almennu Afstæðiskenningu sinni og vita menn ekki betur en að það sé það réttasta sem við höfum í dag.

Ég tel að það sé erfitt að fullyrða að við séum á einhverjum tímapunkti komin með hin eina sanna sannleika um alla skapaða hluti. Vísindaleg gagnrýnin hugsun gengur út á það að gefa sér aldrei neitt sem óhagganlegt. Ekkert er til án gagnrýni. Með því að vera opin fyrir nýjum hugmyndum þá komumst við nær og nær því að þekkja umhverfið okkar. Ég er ekki viss um að við munun nokkur tímann vita allt.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 11:24

73 Smámynd: Vendetta

Hrannar spyr í #54: "Ertu viss um að efinn styrki ekki trúna?"

Já, ég er viss, því að það er mótsögn að segja að efinn styrki trúna. Allavega á þann hátt sem ég hugsaði það. Þá meinti ég einfaldlega, að þegar menn fara að efast um að það sem þeir trúa skilyrðislaust á, þá eiga þeir erfitt með eftir á að halda áfram að trúa nákvæmlega því sama.

Hins vegar er hægt að taka annan pól í hæðina (og það er það sem ég held að þú sért að meina), að efinn reyni á trúna. Alveg eins og spakmælið góða: "Undantekningin reynir á regluna." eða "Undantekningin prófar regluna".

(Í sambandi við þetta spakmæli vil ég hér grípa tækifærið og benda á, að algeng útgáfa af þessu spakmæli "Undantekningin sannar regluna" er röng, enda augljós mótsögn. Þessi misskilningur stafar af þýðingarvillu úr latneska orðinu probare og/eða tvíræðni í miðalda-enska orðinu proven).

Aðalástæðan fyrir því að ég sé yfirleitt að minnast á þetta atriði er, að skv. biblíunni er rangt að efast um trúna, sbr. sögurnar um Job og Tómas. Þess vegna er ekki fjarri lagi að segja að efinn grafi undan trúnni, alveg eins og hægt er að staðhæfa, að efinn sé grundvallaratriði í gagnrýninni (eða vísindalegri) hugsun.

Vendetta, 24.7.2010 kl. 11:26

74 identicon

Sigurður Karl: Að velta fyrir sér eðlisfræði er eðilegasti hluti í heiminum. Þú þarft ekki að vera menntaður til þess heldur hafa forvitni og gagnrýna hugsun. Ég er að vísu með Masters gráðu í Eðilsfræði en vinn sem Tölvufræðingur. Ég hef fylgst mjög vel með því sem er að gerast í heimi eðilsfræðinar þar sem það er eitt af mínum aðal áhugamálum.

Mér finnst mjög gaman að tala um þessa hluti og skiptir litlu máli hvort menn eru menntaðir eða ekki. Ég hef talað við nokkra alveg ómenntaða áhugamenn sem koma með mjög áhugverðar hugmyndir og pælingar um þessa hluti.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 11:33

75 Smámynd: Vendetta

Þorvaldur, fyrst þú ert svona fróður um stjörnufræði, þá geturðu kannski svarað þessu. Ég heyrði fyrir um 20 árum síðan, að það væri búið að slá því föstu, að allar stjörnuþokur væru á hreyfingu í átt (eða áttir) sem féllu innan 60° (eða 120°, er ekki viss) horns, og væru þannig ekki tvístrandi í allar áttir, heldu hreyfðu sig í stórum dráttum "áfram". Þessu komust menn að eftir að hafa komizt að að ekkert í alheiminum sæist hreyfast í hina áttina. Þetta bendir til þess, að Miklihvellur hafi orðið til við árekstur. Stenzt þetta, nú þegar þessi árekstrarkenning hefur verið dreginn í vafa á síðari árum? Eða voru bara gæði geimsjónaukanna lélegri þá?

Vendetta, 24.7.2010 kl. 11:38

76 identicon

Vendetta: Ég man ekki eftir þessu en ég er ekki með neitt sérstaklega gott minni svo ég skal hafa opinn huga og athuga þetta fyrir þig. Í dag þá fjarlægjast allar stjörnuþokur hver aðra á mjög stórum skala. Andrómeta stjörnuþokan(í 2 milljóna ljósára fjarlægð) er að nálgast okkar stjörnuþoku og mun rekast á hana eftir einhverjar milljónir ára. Það er eingöngu vegna þess á að kosmískum skala eru þær mjög nálægt hvor annarri og eru þess vegna tengdar þyngdaraflslega séð.

Í alheiminum eru súperstrúktúrar af milljónum stjörnuþoka sem veldur mönnum ákveðnum heilabrotum en það er alveg ljóst að sjörnuþokurnar eru ekki jafnt dreifar um allan alheiminn.

Til er kenning sem hefur komið til úr Strengjakenningunni sem gerir ráð fyrir að alheimurinn sér þrívítt yfirborð (manifold) og að miklihvellur hafi orðið vegna áreksturs við annan alheim þannig að þarna hafi tvö þrívíð yfirborð rekist á.

Á ákveðnum stað í alheimnum er óvenjulega lítið af sjörnuþokum á mjög stóru svæði og er ein kenningin að þetta svæði sé eins konar beygla eftir árekstur við annan alheim.

Allar þessar kenningar eru bara tilraunir til að byggja eitthvað vitrænt út úr því sem við sjáum þarna úti. Það eru komnir  svo ótrúlega öflugir sjónaukar út í geym sem geta skannað geyminn á nánast öllum öldulengdum. Þetta hefur orðið til þess að gríðarlega mikið magn upplýsinga hefur safnast upp.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 11:53

77 identicon

Þorvaldur #67: Auðvitað hefur maður trú á því að "við" finnum einhverjar leiðir að lokum, en svo þyrmir dálítið yfir mann þegar maður áttar sig á því að maður verður löngu dauður þegar það gerist. Eins gott að kenningar um framhaldslíf standist svo maður fái einhvern tíma einhver almennileg svör við þessum alheimsgátum!

Hrannar & Guðmundur: Þið þurfið ekki að verja mig fyrir hýenum eins og Sigurði Karli eða öðrum þeim sem boða trúleysi. Ég er fullfær um það sjálfur. Mig langaði bara að láta komment #66 flakka og sjá hvaða viðbrögð ég fengi frá þessari hræætu, sem eins og aðrir öfga- og ofsatrúarmenn telja alltaf vænst að ráðast á menn frekar en málefni, málstað sínum til "stuðnings", og láta sér í léttu rúmi liggja þótt þeir sprengi sjálfa sig í loft upp í leiðinni.

Og Hrannar ... komment Sigurðar #63 var sko ekkert grín, heldur fúlasta alvara. Eins og þú og þeir sem skoðað hafa framkomu og málflutning öfgamanna eins og hans hljóta að hafa tekið eftir þá hafa þeir hvorki hvorki húmor né hugmyndaflug.

Heilar og hugir þeirra virðast orðnir svo steiktir af heift og ofsahatri út í þá sem sjá þessar blóðsugur eins og þær eru og kinoka sér ekkert við að bregða á þær ljósi, öðru fólki til varnaðar, að ekkert kemst að hjá þeim annað en hefnd, hefnd, HEFND - nákvæmlega eins og hjá öllu öðru ofsa- og öfgatrúarfólki.

Takið eftir að í kommenti #68 viðurkennir þessi fáviti að vera "algjörlega samviskulaus" og þar með "algjörlega siðlaus" og styrkir þar með all verulega það sem ég hef sagt að öfgatrúleysingjar eins og hann eru siðleysingjar í réttu hlutfalli við hið meinta "trúleysi" sitt.

Ef þessi sjálfsmorðsprengja Sigurðar Karls, þ.e. komment #63, hefði sært mig hið minnsta eins og ég lét í veðri vaka í mínu svari til að draga þessa blóðsugu aftur fram í dagsljósið og láta hann æmta og skræmta frammi fyrir alþjóð þá hefði ég beðið þig, Hrannar, um að fjarlægja hana.

En saurflugan gekk í gildruna, eins og þær gera oftast, og takið eftir hvað það hlakkar í henni í kommenti #68 þegar hún heldur að ég liggi særður eftir hana.

Nú skal hún sko koma og veita náðarhöggið

Það liggur við að maður fjárfesti í vígðu vatni til að kasta á þessi kvikindi. Sigurður, hvað kostar lítrinn?

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 11:57

78 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

LOL, nú er ég eftirtalið:

Hýena, Hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, sjálfsmorðssprengja, saurfluga og kvikyndi.

Er ég öfgamaðurinn?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 12:21

79 identicon

Ég sagði hvergi að þú værir kvikyndi. Ég sagði að þú værir kvikindi.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:30

80 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

já það er rétt, kvikindi skal það vera

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 12:47

81 identicon

Hafa skal það sem sannara reynist, það hef ég alltaf sagt og er feginn að þú skulir þó vera sammála með það. Það bendir til að það sé enn hægt að bjarga þér.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 13:27

82 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

bjarga mér frá hverju? Ekki jós ég neinum fúkyrðum.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 13:47

83 identicon

Já runar, ég segi að upplýstir menn geta ekki trúað hverju sem er, allra síst ótrúlegustu sögum allra tíma...
Það er ekki hroki að segja að þessar sögur séu hreinasta rugl og bull, það er púra hroki að telja þessar sögur sannar, að sá trúaði sé mikilvægasta persóna n í augum master of the universe; Að master of the universe þrái að vera með þér.... Svo koma trúaðir fram eins og meintur master of the universe sé í besta falli eins og Dear Leader í Norður Kóreu á yfirnáttúrulegum sterum.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 13:53

84 identicon

Bjarga þér og sál þinni frá glötun, Sigurður. Eða sjálfum þér (til vara). En þarftu nú ekki að skreppa eitthvað? Við erum að reyna að ræða saman hér.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 15:42

85 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

jáhá hehe, magnaður hroki og ofstæki, alveg til fyrirmyndar, en gaman af þessu samt þú ert frábær liðsauki kristna liðsins, þú vinnur mestu vinnuna fyrir okkur trúleysingjana.

Já ræddu við félaga þína, þeir vilja eflaust tala meira um skuggaljósið þitt og hversu hratt það ferðast  

Það er ekki ég sem þrafnast björgunar miðað við það sem ofan er ritað, það er deginum ljósar og ég dreg mig í hlé úr þessum þræði

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 16:18

86 identicon

Endilega. Guð blessi þig.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 16:23

87 identicon

Ég líkt og þú, DrE, trúi ekki á æðri máttarvöld. Samt finnst mér hroki trúleysingja oft ganga yfir flest velsæmismörk.

Ég verð ekki var við sama hroka hjá trúuðum og það er kannski ástæða þess að ég tek upp kefli trúaðra þótt málstaður þeirra sé ekki málstaður minn.

Mér er bara svo sama um þessi mál og tek því afstöðu á sama hátt og þegar ég horfi á fótbolta, ég held með veikara eða kurteisara liðinu (fótbolti skiptir mig engu máli þótt ég horfi á heimsmeistarakeppnina).

Ég er bara það bilaður að mér finnst gaman (stundum ræð ég ekki við það) að taka afstöðu...

Sigurður, þú ert kannski ekki Hýena, Hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, sjálfsmorðssprengja, saurfluga og kvikyndi.

Þú ert samt dökkhærður og þéttvaxinn, karlmannlega vaxinn kalla ég það, og kannski smá kjáni.

Samt hef ég miklar mætur á þér, segi ég sem fyrrum nemandi þinn

runar (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 16:52

88 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

hahaha, Grefillinn grýtti mér út af blogginu sínu, þetta er of auðvelt, ég þarf ekki einu sinni að nota fúlyrði á hann, heldur bara pósta því sem hann hefur sagt sjálfur og hann trompast og kallar mig skítseyði, dóna og bloggbjána, ofan á hýena, hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, sjálfsmorðssprengja, saurfluga og kvikyndi. Ég held að það sjái það allir hér að það var ekki ég sem notaði fúkyrði, heldur byrjaði þetta með léttu djóki og það þarf ekkert að taka neitt úr samhengi.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 17:18

89 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Takk fyrir það Rúnar, frekar erótískar kveðjur hehe

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2010 kl. 17:20

90 Smámynd: Vendetta

Erótískar? Hmmm...

Vendetta, 24.7.2010 kl. 17:37

91 identicon

Sigurður Karl fáviti, ég henti þér ekkert út af blogginu, bara þessum fáránlegu kommentum þínum sem voru peistuð inn í engu samhengi við sjálfa atburðarásina til að fegra þinn eigin hlut og ljúga til um staðreyndir.

Ég ætla að bæta einu fúkyrði við þig. Þú er ekkert annað en ómerkilegur lygari og falsari. Úpps þau voru tvö. Svo er ég búinn að segja þér að ég hef aldrei kallað þig kvikyndi. Ég kallaði þig kvikindi fíflið þitt.

Og svo lofaðir þú að vera farinn héðan.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 17:57

92 identicon

He He..

Engin erótík, því miður fyrir ykkur sorabelgina.

Þó langar mig að minnast á að Sigurður hafnaði mér er ég spurði fyrir enn eitt stærðfræðiprófið hvort kynlíf gæti hækkað einkunn mína.

Hans tap segi ég nú bara, það fullyrðir konan mín 

runar (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 17:58

93 identicon

Og svona svona Grefill og Sigurður, öxin á að vera neðanjarðar !!!

runar (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 17:59

94 identicon

Og hugsaðu þig síðan um áður en þú ýtir næst á "send" takkann. Ég er alveg búinn að fá nóg af svona meindýrum eins og þér sem hugsa ekki um neitt annað en að vera til leiðinda.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 17:59

95 identicon

Já, Rúnar, bara alveg hættur að meika svona lið sem kemur inn í rólega umræðu manna sem hann þekkir ekki neitt bara til að eyðileggja og vera með leiðindi.

Grefill (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 18:01

96 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, Grefill góður, þetta voru harðar sviftingar, áður en yfir lauk! Fékkstu Hrannar til að henda gaurnum út ?

Skiptir ekki máli, en auðvitað er grautfúlt að fá svona uppákomu inní gott og vitrænt blogg.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.7.2010 kl. 22:49

97 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Bara minna á innlegg mitt númer 63 sem kom Greflinum af stað, alveg roooosalega svaaaaakalegt innlegg .

Fúkyrðin eru semsagt orðin:

hýena, hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, sjálfsmorðssprengja, saurfluga og kvikindi, skítseyði, dóna, bloggbjána, ómerkilegur lygari, falsari, já og fífl

Ég legg það í dóm lesenda hér að dæma um hver hefur farið yfir strikið, hvað finnst ykkur, ég er tilbúinn að biðja Grefilinn afsökunnar ef það er dómur ykkar að ég hafi farið lengra yfir strikið. Þetta er bara reiðasti maður sem ég hef ekki hitt, ég er orðinn skíthræddur við hann.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 25.7.2010 kl. 00:11

98 identicon

Kristján: Já. Sjálfur hef ég aldrei tekið jafnhressilega á móti svona liði sem kemur inn í þeim eina tilgangi að trufla og leiðindast, en hef eiginlega ákveðið að gera það bara hér eftir og sýna þeim sem fara í mig persónulega að þá muni ég fara í þá persónulega á móti af fullum krafti.

Hvað á maður að gera annað þegar einhver utanaðkomandi bjáni með sýniþörf hleypur inn á leikvanginn á typpinu einu saman og byrjar að sveifla því framan í alla? Verður maður ekki bara að gera sit besta til að snúa hann niður og koma honum út af aftur?

Sé eiginlega enginn önnur ráð við þessum ófögnuði.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 00:24

99 identicon

Já, já, Sigurður, leggjum þetta fyrir aðra sem nenna að pæla í þessu.

Ég má samt til með að leiðrétta eitt hjá þér. Ég kallaði þig aldrei "sjálfsmorðssprengju". Ég var vissulega að tala um sjálfsmorðssprengju en ekki sem lýsingu á þínum karkater.

Vanti þig orð til að setja inn í staðinn fyrir "sjálfsmorðssprengju" þá máttu setja inn "vælukjói". Það smellpassar við síðasta innlegg þitt hér fyrir ofan.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 00:28

100 identicon

ps. Ég vil alls enga "afsökunarbeiðni" fá þér, Sigurður. Þú mátt eiga þínar afsökunarbeiðnir sjálfur.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 00:32

101 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

ok, geri það, þó svo vælukjói er hálf meinlaust, og svo yfirsást mér meindýr.

þannig að þetta er komið í

hýena, hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, vælukjói, saurfluga og kvikindi, skítseyði, dóna, bloggbjána, ómerkilegur lygari, falsari, fífl og meindýr

Sigurður Karl Lúðvíksson, 25.7.2010 kl. 00:41

102 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

ok þá, ég skal ekki biðjast afsökunnar. Þú ert svo reiður.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 25.7.2010 kl. 00:43

103 identicon

Sparaðu bara þínar afsökunarbeiðnir þangað til næst þegar þú ákveður að ráðast inn í umræður manna sem þú þekkir ekki neitt bara til að sýna þeim á þér typpið. Ég er búinn að sjá það, fékk það beint í andlitið, og engin afsökunarbeiðni getur bætt mér þá ömurlegu upplifun. Ég verð bara að lifa með því.

Ertu virkilega kennari?

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:00

104 identicon

Sigurður og Grefill, viljið þið báðir hætta að fleima þessa ágætis umræðu, hef haft mjög gaman að lesa hana, en núna er þetta komið alveg off topic og ekkert skemmtilegt að lesa innleg ykkar á milli. Ef þið viljið rífast sendið hvor öðrum skilaboð, ég er nokkuð viss um að mörgum ef ekki flestum hérna er sama um hvor ykkar hafi meira rangt fyrir sér, innlegg Sigurðar eða viðbrögð Grefils. Þið þurfið ekkert að sannfæra okkur um hvor sé meiri fáviti. Þegar öllu er á botninn hvolft (er þetta ekki rétt sagt hjá mér annars) þá eru allir fávitar á sinn einstaklega fávitalega hátt og er ég engin undantekkning á því.

garri (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:02

105 identicon

Það segi ég líka alltaf, Garri, nema ég orða það svo að allir séu í raun asnar inn við beinið. En þótt maður sé bara asni þá kann maður ekki að meta þegar aðrir asnar læðast aftan að manni, stökkva svo skyndilega upp á mann og gera óforskammaða tilraun til að taka mann í  ... þú veist.

Þá sparkar maður bara ósjálfrátt duglega á móti, enda eina og fljótlegasta vörnin.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:17

106 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ok, þetta er semsagt samskipti Grefilsins við mig, bara svona til að halda þessu til haga. Ég veit að það er ógeðslega kjánalegt að halda þessu til streitu, en ég bara verð, þetta eru svo ótrúlega merkileg og mögnuð viðbrögð.

Hér átti sér semsagt stað umræða sem snerti m.a á eðlisfræði, um ljósið og eðli þess. Verandi eðlisfræðingur að mennt drógust augu mín að þessu. Þar sá ég að Grefillinn var að í ham að spjalla við nokkra bloggara. Grefilinn hefur verið að halda því hérna fram á netinu að trúleysi sé trú, og haldið uppi töluverðum vörnum fyrir þessari skoðun sinni, og nokkrum sinnum hefur hann verið óspar á óvönduðu orðin við andstæðinga sína. Nú dettur út úr honum að spurningin hér á þessum þræði (þ.e færslu #48) Er skuggi ekki samt sem áður ljós?". Hér gat ég ekki setið á mér, mér fannst þetta bara svo fyndin setning, aðallega í ljósi þess sem áður hafði farið fram um meinta trú trúleysingja hjá Greflinum, þannig að ég skaut á hann eftirfarandi (færsla 63)

"Nú skil ég hversvegna Grefill heldur að trúleysi sé trú, hann heldur að skuggi sé tegund af ljósi sbr #48. Hann þjáist af andstæðublindu "

Já, hér viðurkenni ég fúslega að ég truflaði umræðu Grefilsins með að honum finnst óþarfa skoti, en þetta var einhvern veginn bara svo nauðsynlegt skot miðað hvernig hann hefur hagað sér í umræðunni um að trúleysi sé trú. Nú verður Grefillinn dáldið súr, en samt ekkert mjög reiður og skrifar eftirfarandi færslu til mín (færsla #66):

"

Sigurður Karl Lúðvíksson: Hlustaðu nú vel á mig.

Ég er algjörlega með það á hreinu að trúleysi sé trú. Hins vegar skil ég ekki hvernig skugginn getur farið hraðar en ljósið í því vísindalega tilgátusamhengi sem það kom upp í kommenti #42.

Þar var spurt: "Kannski fór skugginn hraðar en ljósið?"

Þess vegna spurði ég til baka "En er skuggi ekki samt sem áður ljós?" í því samhengi að varla getur skuggi ferðast einn síns liðs og án ljóss.

Svo kemur þú askvaðandi hér inn. Ertu með innlegg í umræðuna? Nei. Þú sást þarna dálítið tækifæri til að reyna að klekkja á mér persónulega með því að reyna að gera lítið úr mér og slíta orð mín úr samhengi.

Svo kryddarðu með lygi: Þú fullyrðir að ég "haldi að skuggi sé tegund af ljósi".

Það eru nákvæmlega svona menn eins og þú sem eyðileggja alla umræðu á blogginu - eða reyna það - með illgirnina og siðleysið að vopni.

Fram að þínu kommenti höfðu hér átt sér stað heiðarlegar, kurteislegar og að mínu mati skemmtilegar og fræðandi umræður út frá pistli síðueiganda um gagnrýna hugsun.

Komment þitt er ekki bara móðgun við mig, heldur dónaframkoma við alla sem hér eru að reyna að spjalla saman um ýmsa hluti í mesta bróðerni og velta upp humyndum.

Kommentið er líka leiðindablettur á umræðunni sjálfri og skemmir hana fyrir öllum þeim sem hafa ef til vill gaman að lesa þau samskipti og samræður sem hér hafa átt sér stað milli manna.

Ælubletturinn sem þú skilur eftir þig, komment #63, er nú fast hérna á umræðunni og mun anga af ælulyktinni úr þér framvegis.

Þú hefur skilið eftir þig ljótan vitnisburð um þig sjálfan.

"

Þarna eru ýmis stek orð notuð, en ég hef séð það verra. En ég viðurkenni samt að þessi færsla var það ögrandi eftir upprunanlega skotið að ég gat ekki látið kyrrt liggja. Ég svaraði þá með eftirfarandi færslu (færsla #68):

"

Grefill, ég er algjörlega samviskulaus þegar kemur að því að gera létt grín af manni sem telur trúleysi vera trú, og nú síðast spyr hann, "er skuggi ekki samt sem áður ljós?". Bætti ég einhverju við umræðuna? Nei engu, en kannski ef einhverjir ógrandvarir unglingar álpast hérna inn, þá er allaveganna kominn einn varnagli að taka ekki mark á því sem þú bullar, þá á ég ekki bara við hérna heldur um allt bloggið. Bloggheimar eru harðir heimar og ef þú ætlar að tala um eðlisfræði skaltu hafa einhverja hugmynd um hvað hún hefur að segja, það gætu eðlisfræðingar verið að lesa þráðinn.

"

Jú ég er dáldið harðorður þarna, svona þannig séð, en engin fúkyrði eða dónaskapur að ráði, mér finnst ýmislegt sem Grefillinn hefur fram á að færa í trúleysisumræðunni bull (sterkasta orðið sem ég hef notað í þessari umræðu) og hef fullan rétt á að nota það orð. En jæja, þá kemur færsla aldarinnar, það var eins og jörðin opnaðist og Satan sjálfur tekið völdin. Gefur Greflinum orðið (færsla #77):

"

Hrannar & Guðmundur: Þið þurfið ekki að verja mig fyrir hýenum eins og Sigurði Karli eða öðrum þeim sem boða trúleysi. Ég er fullfær um það sjálfur. Mig langaði bara að láta komment #66 flakka og sjá hvaða viðbrögð ég fengi frá þessari hræætu, sem eins og aðrir öfga- og ofsatrúarmenn telja alltaf vænst að ráðast á menn frekar en málefni, málstað sínum til "stuðnings", og láta sér í léttu rúmi liggja þótt þeir sprengi sjálfa sig í loft upp í leiðinni.

Og Hrannar ... komment Sigurðar #63 var sko ekkert grín, heldur fúlasta alvara. Eins og þú og þeir sem skoðað hafa framkomu og málflutning öfgamanna eins og hans hljóta að hafa tekið eftir þá hafa þeir hvorki hvorki húmor né hugmyndaflug.

Heilar og hugir þeirra virðast orðnir svo steiktir af heift og ofsahatri út í þá sem sjá þessar blóðsugur eins og þær eru og kinoka sér ekkert við að bregða á þær ljósi, öðru fólki til varnaðar, að ekkert kemst að hjá þeim annað en hefnd, hefnd, HEFND - nákvæmlega eins og hjá öllu öðru ofsa- og öfgatrúarfólki.

Takið eftir að í kommenti #68 viðurkennir þessi fáviti að vera "algjörlega samviskulaus" og þar með "algjörlega siðlaus" og styrkir þar með all verulega það sem ég hef sagt að öfgatrúleysingjar eins og hann eru siðleysingjar í réttu hlutfalli við hið meinta "trúleysi" sitt.

Ef þessi sjálfsmorðsprengja Sigurðar Karls, þ.e. komment #63, hefði sært mig hið minnsta eins og ég lét í veðri vaka í mínu svari til að draga þessa blóðsugu aftur fram í dagsljósið og láta hann æmta og skræmta frammi fyrir alþjóð þá hefði ég beðið þig, Hrannar, um að fjarlægja hana.

En saurflugan gekk í gildruna, eins og þær gera oftast, og takið eftir hvað það hlakkar í henni í kommenti #68 þegar hún heldur að ég liggi særður eftir hana.

Nú skal hún sko koma og veita náðarhöggið

Það liggur við að maður fjárfesti í vígðu vatni til að kasta á þessi kvikindi. Sigurður, hvað kostar lítrinn?

"

Þarna er hann búinn að kalla mig:  Hýena, Hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, sjálfsmorðssprengja, saurfluga og kvikindi. Þetta er alveg magnað. Þarna var þetta bara orðin fyndin og sorgleg þvæla sem ég gat ekki tekið alvarlega lengur og hló dátt og hafði gaman af, og hefði kannski bara átt að hætta, en aðdráttakraftur Grefilsins bar mig ofurliði. Ég varð að halda aðeins áfram, viðbrögðin voru bara svo ótrúleg að ég varð að sjá hvert þetta stefndi. Eftir þetta fóru fram nokkur frekar meinlausar færslur sem ég hvet lesendur til að lesa, eða færslur #78-#86 að undanskilinni #83.

Nú vildi svo illa til að ég álpaðist inn á umræðuþráð á bloggi Grefilsins þar sem hann var eitthvað að tala um hver mikilvægt að sína aðgát í nærveru sálar. Ég gat ekki orða bundist og spurði á bloggi hans hvort hann væri að meina eftirfarandi aðgát, og svo peistaði ég færslu aldarinnar. Grefilinn gjörsamlega trompaðist og kastaði færslunum út og lét þetta flakka:

"

Hér inn er kominn rakinn bloggbjáni, og í raun algjör fábjáni að mínu mati, að nafni Sigurður Karl eitthvað og er að peista hérna inn færslum úr öðru bloggi.

Hann er að reyna að sýna hversu dónalegur ég var við hann þar.

Málið er bara að hann slítur allt úr réttu samhengi með þessum peistingum sínum til að fegra sinn hlut.

Þetta endemis fífl kom inn í bloggumræðu þar sem menn voru að tala saman bara til að reyna að niðurlægja einn þeirra (mig).

Ég svaraði honum tilbaka og lét hann bara hafa það óþvegið eins og mér einum er lagið þegar ég tek mig til á móti svona dónum.

Þið getið séð allt málið í samhengi hér. Fávitinn kemur inn með komment nr. 63 og þar byrjar þetta.

og 

"

ps. Ég henti þessum fávita út héðan. Nenni ekki að hafa svona skítseyði á vappi hér.

"

Nú hélt ég líka að Grefillinn hefði bannað mig, ég hafði svosum ekki fyrir því að tékka á því, en mér finnst það frekar lýsandi í orðavalinu hans. Nú var mér eiginlega orðið mjög skemmt. Ég sem hélt að væri bannaður á hans bloggi póstaði eftirfarandi hér (færsla #88)

"

hahaha, Grefillinn grýtti mér út af blogginu sínu, þetta er of auðvelt, ég þarf ekki einu sinni að nota fúlyrði á hann, heldur bara pósta því sem hann hefur sagt sjálfur og hann trompast og kallar mig skítseyði, dóna og bloggbjána, ofan á hýena, hrææta, öfga- og ofsatrúarmaður, blóðsuga, fáviti, siðleysingi, sjálfsmorðssprengja, saurfluga og kvikyndi. Ég held að það sjái það allir hér að það var ekki ég sem notaði fúkyrði, heldur byrjaði þetta með léttu djóki og það þarf ekkert að taka neitt úr samhengi. 

"

og Grefillinn auðvitað svaraði fljótt (færsla #91)

"

Sigurður Karl fáviti, ég henti þér ekkert út af blogginu, bara þessum fáránlegu kommentum þínum sem voru peistuð inn í engu samhengi við sjálfa atburðarásina til að fegra þinn eigin hlut og ljúga til um staðreyndir.

Ég ætla að bæta einu fúkyrði við þig. Þú er ekkert annað en ómerkilegur lygari og falsari. Úpps þau voru tvö. Svo er ég búinn að segja þér að ég hef aldrei kallað þig kvikyndi. Ég kallaði þig kvikindi fíflið þitt.

Og svo lofaðir þú að vera farinn héðan.

"

Hann semsagt bannaði mig ekki, jei. Restinni á umræðunni getið þið svo lesið hér að ofan frá færslu #97.

Ég veit ekki hvar ég sleit neitt úr samhengi né laug upp á Grefilinn, þótt hann haldi því fram statt og stöðugt og vitnar í það sem ástæðuna fyrir því að hann sé svona sjóðandi bandbrjálaður út í mig. Þetta eru mögnuðustu viðbrögð sem ég hef séð á blogginu og kann ég Greflinum miklar þakkir fyrir, og bið hann vel að lifa. Ég vil taka það fram að ég er ekki að kveinka mér eða væla yfir þessu, ég æsti hann upp fyrst, ég byrjaði slaginn, mér finnst þetta bara svo mögnuð viðbrögð.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 25.7.2010 kl. 01:28

107 identicon

Thad gaeti hugsast ad einhverjum ykkar thyki thetta áhugavert:

http://www.megafoundation.org/CTMU/Q&A/Archive.html#CTMU

Aukin thekking (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 01:29

108 identicon

Sigurður ... af því að þú heldur stöðugt áfram þrátt fyrir að hafa sagst vera farinn í kommenti #85 þá verð ég auðvitað að svara þér þegar þú lýgur eins og í færslunni hér fyrir ofan, kommenti #106.

Þar segir þú m.a.: "Ég veit ekki hvar ég sleit neitt úr samhengi né laug upp á Grefilinn, þótt hann haldi því fram ..."

Nú skal ég segja þér nákvæmlega hvar, hvernig og hverju þú laugst.

Tilbúinn?

1. Í þínu fyrsta kommenti, kommenti #63, segir þú orðrétt að ég "haldi að skuggi sé tegund af ljósi". Þetta er lygi. Ég held þetta ekki neitt og hef hvergi sagt þetta né skrifað. Þú ert þarna að ljúga upp á mig hugsun sem er alfarið þín eigin, þ.e. þinn hugarburður frá upphafi til enda.

2. Þegar þú byrjaðir að peista inn hjá mér atburðarás samskipta okkar þá gerðirðu vesæla tilraun til að breyta réttri tímaröð athugasemdanna, sleppa þeim sem þér þóknaðist ekki og reyna þannig að falsa hinn raunverulega framgang umræðunnar þér í vil. Þess vegna henti ég kommentunum þínum út. Að falsa umræðu á þennan hátt og reyna að fá aðra til að trúa að fölsunin sé rétt kallast að "slíta hluti úr samhengi" og er auk þess bara ein tegund af lygi.

3. Og af því að ég var búinn að segja þér 1 og 2 áður þá lýgur þú því núna, í kommenti #106 að þú vitir ekki hvar þú hafir logið eða slitið neitt úr samhengi.

Nú vona ég að þú hafir vit á því að segja ekkert meira svo ég þurfi ekki að svara þér oftar. Ef þú vilt "dóm" á þetta allt saman, þá legg ég til að þú sýnir nemendum þínum og samkennurum öll samskipti okkar og fáir þeirra "dóm" í "málinu".

Ég bið aðra lesendur hér afsökunar á því að sú skemmtilega umræða sem hér átti sér stað áður en þessi Sigurður kom hér inn hafi farið svona.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 04:08

109 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugavert þráðrán. Spurning hvort það sé í sjálfu sér hliðstæða við "mannlegt eðli" eða það hvernig heimurinn þróast að sjálfu sér.

Í þessu tilfelli held ég að betra væri að bjóða hinn vangann.

Annars segir Grefill:

"Hvað á maður að gera annað þegar einhver utanaðkomandi bjáni með sýniþörf hleypur inn á leikvanginn á typpinu einu saman og byrjar að sveifla því framan í alla? Verður maður ekki bara að gera sit besta til að snúa hann niður og koma honum út af aftur?"

Kannski. En það sem í raun gerðist er að til að stoppa hann, hljópst þú sjálfur nakinn inn á leikvöllinn með honum. Rétta taktíkin að mínu mati er að leyfa viðkomandi að sprikla aðeins, benda honum á að þetta sé ekki viðeigandi hegðun og gefa honum færi á að átta sig á að eigin misgjörðum.

Nú eru menn búnir að sprikla nokkuð frjálst inni á vellinum, og finnst mér það frekar merkilegt í samræðu um gagnrýna hugsun, trú og trúleysi; þar sem ein af lykilhugmyndum gagnrýnnar hugsunar er að falla ekki í gryfju rökvilla. Ein versta rökvillan er að persónugera vandann, það er að segja atyrða andstæðinginn, í stað þess að velta af dýpt fyrir sér rökum hans.

Ég skil hvað pirraði þig. Þú komst með frumlega og skemmtilega hugmynd, um að skuggi væri hugsanlega einhver gerð af ljósi, sem er alls ekki svo langsótt í kjölfarið á fyrri umræðu um svart efni - þar sem verið var að skoða alla möguleika en ekki útiloka neitt, og ég skil hvernig þér sárnaði athugasemdin, og vona að þú fallir ekki í þá gryfju að eyða allri orkunni í að svara innihaldslausu þrasi, heldir notir hana einmitt til að koma með athugasemdir sem hafa verið þrusugóðar og áhugaverðar.

Það eru alltaf einhverjir sem reyna að gera lítið úr öðrum, jafnvel þó þeir hafi prófgráðu í eðlisfræði og kennaraskírteini, en mundu að það eru líka aðrir sem kunna að meta þig fyrir það sem þú hefur fram að færa.

Maður er ekkert merkilegri þó hann hafi einhver skírteini til að sýna fram á BA gráður, Mastersgráður eða Doktorsgráður, hafi viðkomandi ekki þá hógværð sem þarf til að deila þeirri þekkingu sem hefur verið áunnin.

Hrannar Baldursson, 25.7.2010 kl. 06:28

110 identicon

Hrannar, bara hafa þetta á hreinu. Það var algjörlega meðvituð ákvörðun af minni hálfu að fara svona í hann Sigurð á þann hátt sem ég gerði. Maður hefur að sjálfsögðu oft lent í að fá á sig eitthvað svona án þess að gera sér rellu yfir því. En ég var nýbúinn að skrifa pælingu á mínu eigin bloggi sem fjallaði að hluta til um að góð og fróðleg bloggumræða færi alltaf út í móa um leið og einhver einn byrjar að reyna að stinga í einhvern annan á persónulegan hátt.

Þá svaraði sá til baka og allt færi svo á hliðina.

Ég hef aldrei svarað neinum svona áður eins og ég gerði þarna en þetta bara smellpassaði við það sem ég var nýbúinn að skrifa um og var svo klaufalegt af hans hálfu að það gaf mér tækifæri á að valta yfir hann duglega.

Skal ekki gera þetta aftur, ekki inni á þínu bloggi, en það sem mér fannst athyglisverðast er að hann "stakk" mig fyrst (eða ég lét hann halda að hann hefði gert það) og kom svo og ætlaði að ganga glaðhlakkandi frá særðri "bráð" sinni.

Þá skellti ég honum á eigin bragði með duglegum orðaforða og kallinn fór alveg í kerfi. Hann byrjaði að væla um að ég hefði stungið hann miklu fastar en hann mig og svo hafði hann fyrir að taka saman "best of" af öllum uppnefnunum sem ég veitti honum. Bæði Hjalti og Tedódór (og e.t.v. fleiri) gripu þetta glaðhlakkandi á lofti og peistuðu út um allt sem dæmi um grimmd Grefilsins sem væri nú alltaf að mælast til þess að menn sýndu kurteisi.

Bráðfyndið.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 11:39

111 identicon

Til Sigurðar Karls: Sorrí, Sigurður fyrir að fara svona með þig, en þú gafst á því færi og getur sjálfum þér um kennt.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 11:43

112 identicon

Þar sem menn eru búnir að fara út um víðan ritvöll út af meintum "skugga" þá ætla ég bara að koma með eitt atriði hér.

Það er til eitthvað sem heitir Black body radiation. Þið getið prufað að gúgla það. Ef þið eruð með svartan hlut(í raun skugga) og hitið hann upp þá mun hann senda frá sér mikið af geislum. Svartur hlutur drekkur í sig nánast alla liti ljóss en endurgeislar orkunni á öðru tíðnissviði sem við sjáum ekki. What you see is not always what you get!!!

Dæmi svo hver sem vill

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 11:59

113 identicon

Bið þig líka afsökunar, Þorvaldur, á þessari óvæntu uppákomu.

Má ég henda fram einni spurningu á þig sem ég hef oft velt fyrir mér.

Er eitthvað það til sem er svo smátt að ekki sé hægt að finna neitt smærra en það?

Er eitthvað gáfulegt eða rökrétt eða sannað svar við þessu?

Þetta tengist pælingunni hjá mér um að allt fari í raun í "hringi".

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 12:10

114 Smámynd: Vendetta

Þorvaldur, ég heyrði eitthvað um black body radiation á sínum tíma og veit hvernig tíðnikúrfan lítur út með tilliti til næmni mannsaugans, enda í öllum kennslubókum um varmafræði og mörgum öðrum, m.a. í sambandi við noise. Mig minnir líka, að enginn hlutur sé alveg svartur, nema við 0 K, þegar öll útgeislun stöðvast. Er það ekki rétt?

Einnig að það sé ástæðan fyrir því að hlutir af geimsjónaukum eru kældir niður að alkuli, því að þannig trufla sjónaukarnir ekki merkin (mælda geislun) úr geimnum. Eða er ég að tala um tvo ólíka hluti?

Vendetta, 25.7.2010 kl. 12:26

115 Smámynd: Vendetta

Það átti að standa "hlutar af geimsjónaukum"

Vendetta, 25.7.2010 kl. 12:28

116 identicon

Ef við förum yfir söguna aðeins þá minnir mig að orðið atóm sé gríska sem þýðir eitthvað sem er ókljúfanlegt eða ódeilanlegt. Menn héldu lengi vel að það væri minnsta eining efnis. Fyrir all löngu kom það í ljós að atómið hafði strúktúr og þá urðu til róteindir og nifteindir.

Þegar ég var í gaggó þá reifst ég við náttúrufræðikennarann minn sem fullyrti að róteindir og nifteindir væru minnstu eindir náttúrunar. Ég var sannfærður um að það hlytu að vera til minni eindir. Á svipuðum tíma sem ég var í gaggó urðu til fyrstu hugmyndir manna um kvarka.

Eins og er þá eru minnstu (þekktu) eindir náttúrunar kvarkar og þeir eru bundnir saman af mjög sterkum kröftum. Í kennilegri eðlisfræði eru til ennþá smærri eindir efnis sem nefnast strengir. Þetta kemur út úr svokallaðir strengjafræði(Sting theory). Mig minnir að strengur þar sé eitthvað á bilinu 10 í mínus 34 veldi meter á lengd(svipað og Planck lengd).

Tökum líkingu segjum að radíus á atómi sé 100 km og þá mundi radíus á prótóu vera um 1meter og radíus á kvark að vera um 1 millimeter. Þetta ætti að gefa fólki hugmyndir af stærðargráðunum þarna.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 12:29

117 identicon

Alveg hárrétt hjá þér Vendetta. Á sama hátt getur maður spurt sig af því, af hverju er viss hlutur t.d. grænn???  Það er vegna þess að hann drekkur í sig aðallega ljós af öðrum bylgjulengdum en endurkastar eða geislar frá sér orku á grænu tíðnissviði. Svartur hlutur drekkur í sig alla liti(allt okkar tíðnissvið) og sendir frá sér geisla af tíðinissviðum sem við sjáum ekki. Ef hlutur er kældur niður í alkul mun hann virka eins og algerlega svartur þ.e. sendir ekki frá sér neitt ljós(orku) þannig að Vendetta hefur hárrétt fyrir sér.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 12:41

118 Smámynd: Billi bilaði

Sigurður Karl og Grefill, þið náðuð algerlega að eyðileggja þessa skemmtilegu umræðu.

Sigurður Karl, þú ert greinilega nettröll, og illt til þess að vita að þú sért kennari.

Grefill, þú tekur meðvitaða ákvörðun um að hleypa þræðinum upp, og skammar svo Sigurð fyrir það. Skamm.

Billi bilaði, 25.7.2010 kl. 14:08

119 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Af hverju er leitt til þess að vita að ég sé kennari Billi Bilaði? Hvað sagði ég í þessari umræðu sem er svona skelfilegt, annað en já, að skjóta smá skrítlu á Grefilinn í byrjun, og svara svo smá fyrir mig? Komdu með setningu sem ég sagði í þessari umræðu sem gerir það að verkum að það sé "illt til þess að vita" að ég sé kennari. Eða ertu ekki búinn að lesa þráðinn?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 25.7.2010 kl. 14:22

120 identicon

Billi, ég bið þig og alla afsökunar á mínum hlut. Mig langaði eingöngu til að hér færi fram góð umræða eins og vonandi sést á fyrstu kommentunum mínum. Svo birtist Sigurður og ég stóðst ekki mátið þar sem ég var akkúrat að skrifa grein um framkomu eins og hans hér á blogginu.

Getur Hrannar ekki strokað út sem mest af bullinu sem kemur málunum ekkert við?

Hrannar?

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 14:26

121 identicon

Æi, strákar, hættum núna!!!!!!!!!! Þessi þráður snýst um það sem Þorvaldur og hinir eru að tala um. Billi, ekki svara Sigurði. Sigurður, farðu og komdu ekki aftur.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 14:28

122 identicon

Jájá Billi, Þorvaldur og V for Vendetta eru byrjaðir aftur að halda lífi í umræðunni, skulum bara sleppa því að hugsa um Sigurð og Grefil, ég vill hins vegar sjá þig Grefill aftur í umræðunni og varpa fram fleiri skemmtilegum spurningum og vangaveltum

En spurning til ykkar, er hægt að lýsa svörtu? Eða búa til myrkur? Til að útskýra spurninguna betur og einfalda hana, væri t.d. hægt að setja ljósaperu í herbergið sitt sem mundi lýsa myrkri. T.d. á sumrin er oft mjög bjart inn í svefnherberginu manns og þá væri þægilegt að geta kveikt á myrkri rétt eins og maður kveikir á ljósi þegar það er dimmt inn í herberginu og maður vill sjá eitthvað. Ef það væri hægt fengi maður ofbirtu eða ofmyrkur í augun ef maður myndi horfa á myrkraperuna?

garri (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 14:31

123 Smámynd: Vendetta

Ef það væri hægt að framleiða þannig myrkraperu eða myrkur á spraybrúsa, þá væri örugglega góður markaður fyrir það. Ef myrkur er ekki bara skortur á ljóseindum og ef "dark matter" eru í raun myrkeindir, þá er ekki loku fyrir það skotið, að það sé hægt. Fyrst til er andefni (antimatter) og jákvæðar rafeindir (positrons), þá kæmi mér ekki á óvart ef til væri áþreifanlegt myrkur.

Vendetta, 25.7.2010 kl. 14:40

124 identicon

Vonandi getum við nú haldið þessum pælingum áfram í friði. Engin ástæða til að lata svona þráð deyja. Alltaf hægt að pæla meira í pælingum.

Þetta myrkrapæling er athyglisverð. Sú hugmynd ein að geta lýst upp dagsbirtu með myrkri ... það er efni í heila vísindaskáldsögu að mínu mati, hvort sem raunmöguleikinn sé fyrir hendi eður ei.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 14:59

125 identicon

En ... varðandi "strengi" í kvarka, Þorvaldur. Er það talið sannað að ekki sé til neitt sem er minna en það?

Ég er nefnilega alltaf að pæla í þessari "að allt fari í hring(i)" pælingu.

Getur verið að inni í "strengjum" sé alheimur ... heimur sem við eigum enga möguleika á að sjá? Eða er það alveg útilokað?

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 15:05

126 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hmm... ef atóm samkvæmt þeim forngrísku er smæsta eining í veröldinni, og við köllum þessa minnstu einingu "kvark" eða "streng", erum við ekki að nota önnur orð yfir sama hugtak?

Hrannar Baldursson, 25.7.2010 kl. 15:07

127 Smámynd: Vendetta

Hrannar, atómið er ekki minnst. Innan í atóminu eru prótónur, neutrónur og elektrónur. Innan í þessum ögnum (particles) og milli þeirra eru svo enn minni agnir, m.a. kvarkar sem í raun skapa þá krafta sem halda ögnunum saman í atóminu. Svo nefndi Þorvaldur enn minni "agnir" í kvörkunum sem hann nefnir strengi. Þannig að atómið er ekki minnst, langt frá því.

Það er annars athyglisvert og aðdáunarvert, að Forn-Grikkir skuli hafa getað ímyndað sér atóm. Í tugi alda eftir það héldu misvitrir Evrópubúar að aðeins væru til fjögur frumefni, sem allt væri búið til úr: jörð, eldur, loft og vatn. Hvernig getur staðið á því? Jú, trúarbrögð stóðu ekki í veginum fyrir heimspeki og vísindum í Grikklandi til forna, en um leið og kirkjan náði völdum í Evrópu var öllum bannað að hugsa.

En að öðru: Fyrst við erum að tala um forn-grísku og kyrilliska málþróun, þá vil ég nefna, að eitt af þúsundum orða sem vestræn tungumál fengu úr grísku er "idiot". Upprunaleg merking orðsins er "einstaklingur sem er svo einangraður, að það er ekki mögulegt að hafa samskipti við hann" ("individual who is so isolated, it is not possible to communicate with him"). Þannig að idiot þýðir ekki bara fífl, heldur líka persóna, sem hefur sérstaklega afmarkaða þekkingu eða áhugamál. Af þessari merkingu kemur danska orðið "fagidiot", sem þýðir að maðurinn veit lítið sem ekkert um neitt utan við sitt áhugamál eða starfsgrein. Með þessa skilgreiningu í huga er ljóst, að idjótar skipta hundruðum þúsunda (hvað með HM, til dæmis?). Því miður er ekki til neitt íslenzkt orð yfir þetta hugtak, og væri þó rík þörf á því. Þannig að næst þegar einhver skilur ekki það sem þið eruð að segja, þá megið þið kalla viðkomandi idiót. Eða öfugt.

Vendetta, 25.7.2010 kl. 15:50

128 Smámynd: Hrannar Baldursson

Við höfum ágætis íslenska þýðingu á "idot", eða "heimskingi".

Ég kannast við nútíma kenningar um atóm. Aftur á móti notuðu Grikkir þetta hugtak yfir smæstu mögulegu eindina.

Nútíma eðlisfræði skilgreindi síðan hvað atóm er af töluvert meiri nákvæmni og því festist ný skilgreining á gamalt orð, sem um sinn var trúað að héldi upphaflegri merkingu. Hægt var að byggja á þeirri kenningu og finna smærri einingar. Því eru hinar enn smærri einingar réttnefndar atóm í samræmi við forngríska hugtakið, þó að það myndi skapa rugling væri það óbreytt í nútímanum.

Auðvitað þvældust trúarbrögð fyrir rannsóknum á tímum forngrikkja eins og á öðrum tímum. Ein af ákærunum á hendur Sókrates áður en hann var tekinn af lífi var að vísa í aðra guði en guði aþenska borgríkisins. 

Hrannar Baldursson, 25.7.2010 kl. 16:04

129 identicon

Hrannar, af hverju segirðu að heimskingi sé rétta orðið?

Ég hef heyrt að orðið heimskingi hafi upphaflega ekki merkt það sem það merkir í dag og allir taka sem móðgun ef þeir eru sagðir það vegna þess að það vísar á greindarskort sem fáir vilja vera ásakaðir um.

Sagan er að heimskingi var einhver sem var eiginlega alltaf heima hjá sér (langt uppi í sveit) og frétti aldrei neitt.

Heimskingi var því ekki greindarskertur heldur bara einhver sem hafði ekki heyrt eða frétt af einhverju af því hann var alltaf bara heima.

Ha? Hefurðu ekki heyrt að kóngurinn dó fyrir tveimur árum?

Nei, ég er heimskingi - í merkingunni, ég frétti ekki neitt því ég fer aldrei neitt.

Heyrt þetta?

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 16:26

130 Smámynd: Vendetta

Hrannar, er ekki heimskingi maður (eða kona) sem hefur takmarkaðan skilning á öllum hlutum, nema þeim allra einföldustu. Idiot er í sinni upprunalegu merkingu bara samskiptalega einangruð persóna vegna þröngs þekkingarsviðs hennar, en ekki endilega heimsk. Eða er það sami hluturinn? Eru þetta bara hártoganir hjá mér? Eða getur heimska líka verið þröngsýni hjá óupplýstum mönnum, sbr. málsháttinn "Heimskt er heimaalið barn" ?  Af þröngsýnu fólki er víst nóg, a.m.k. hér á landi.

Vendetta, 25.7.2010 kl. 16:27

131 identicon

Komust menn ekki ad efnasamsetningu sólarinnar m.a. med thví ad skoda hvar á litrófinu svörtu rendurnar voru/eru?

Aukin thekking (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 16:34

132 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér sýnist ákveðin samsvörun vera í þessum skilgreiningum:

"einstaklingur sem er svo einangraður, að það er ekki mögulegt að hafa samskipti við hann"

og

"einhver sem var eiginlega alltaf heima hjá sér (langt uppi í sveit) og frétti aldrei neitt"

Annars er ég enginn sérfræðingur um heimsku, vona ég. 

Hrannar Baldursson, 25.7.2010 kl. 16:35

133 identicon

Ekki átti ég von á því að sakleysislegt grín mitt um skuggann myndi hleypa af stað þvílíkum fúkyrðaflaumi.

Lukki - Láki er víst sneggri en skugginn.

bugur (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 16:42

134 identicon

Thad er álitid ad "dark matter" sé 80% af alheiminum.  Hvad thetta "dark matter" er, er gaman ad velta fyrir sér. 

Ég kem hér med algerlega óábyrga og mjög vanhugsada getgátu í gagnrýnislausum brainstorm anda:

Ef vid göngum út frá BIG BANG thá gaeti madur hugsad sér ad líkja BIG BANG vid sprengju...svipada og madur bjó til á sínum tíma um áramót (thrádur+púdur í hólki). Thetta var svo sprengt í taetlur (samt eyddist ekki hólkurinn) Gaeti hugsast ad thetta "dark matter" sé restin af theirri sprengju? (BIG BANG)   

Aukin thekking (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 16:51

135 identicon

Hrannar, ég sá þetta líka strax og ég kom hérna aftur.

Heimskingi í gömlu merkingunni er nákvæmlega það sama og Idiot miðað við skilgreiningu Vendetta.

Sniðugt. Styður að sagan um sveitalubbann sé rétt.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:43

136 identicon

Bara verst að ef einhver kallar einhvern "heimskingja" þá er því tekið sem móðgun (greindarskortur) þótt það merki það alls ekki og bara alls ekkert ókurteist eða neitt í gömlu skilgreiningunni.

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:45

137 identicon

Bugur, ég missti mig

Grefill (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 17:46

138 identicon

aukin þekking: Ef vid göngum út frá BIG BANG thá gaeti madur hugsad sér ad líkja BIG BANG vid sprengju...

Mjög algengur misskilningur hjá fólki er að líta á Big Bang sem sprengingu. Það er rúmið sem springur út svipað og þegar blaðra er þanin skyndilega út. Það er ekki beint sprenging. Ef þú ert punktur á blöðru sem skyndilega er þanin út þá er það svipað og Big Bang.

Svart efni er eitthvað sem hefur furðað vísindamenn alveg frá því menn komu með fyrstu kenningar um það. Við vitum í raun sára lítið um það. Svart efni veldur því að alheimurinn þenst út en venjulegt  efni veldur samdrætti þ.e. þyndarkraftur veldur togi inn á við.

Þegar stjörnuþokurnar mynduðust fyrst er þetta talið hafa verið sambland af svörtu efni og venjulegu efni. Með tíð og tíma drógst allt venjuega efnið inn að miðju til að mynda þá stjörnuþoku sem við sjáum í dag. Svarta efnið drógst ekki inn að miðju eins og venjulegt efni þannig að. Svarta efnið myndar eins konar hulstur (ótrúlega stórt og kúlulaga ekki disklaga eins og stjörnuþokan) utan um stjörnuþokurnar. Það er talið skýra það að umferðarhraði stjarna um miðju vetrarbrauta er sá saman nær miðju og lengst úti. Það er ein af spurningum sem hefur furðað vísindamenn í langan tíma.

Flestar ef ekki allar stjörnuþokur í dag innihalda risastór svarthol í miðjunni. Þau eru talin vera prímusmótorar stjórnuþokana. Mér finnst þessar stjörnuþokur vera eins konar ryksugur sem soga til sín efni sem er á milli stjörnuþokana. Þær stækka með tímanum. Það er t.d. hægt að sjá í örmum okkar stjörnuþoku að hún hefur étið ansi margar minni stjörnuþokur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 00:18

139 identicon

Spyrja má einnig hvort BIG BANG sé upphaf ferlis eda lidur í ferli.  Thannig ad sú umbreyting sem á sér stad vid BIG BANG nái einungis til 20% af dark matter...ef vid gefum okkur ad dark matter skapist ekki vid BIG BANG heldur hafi orsakad BIG BANG.

Thetta eru kaeruleysislegar vangaveltur.

Aukin thekking (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:42

140 identicon

Tja þetta er nú ekki alveg algalið því svart efni er talið valda þennslu. Það er talið orsök fyrir því að þennsluhraðil alheimsins er að aukast.

Það eru til vísindamenn sem hafa sökkt sér niður í strengjakenninguna sem segja að big bang sé eitthvað sem hefur gerst oft og mun eiga eftir að gerast oft. Ég ætla ekki að fara að fullyrða neitt um sannleiksgildi þess.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 15:47

141 Smámynd: Vendetta

Ef þetta er rétt, þá er augljóst að Miklihvellur er ekki upphaf alls, þar eð það var eitthvað fyrir í alheiminum þegar hann (hvellurinn, eða hvað það nú er) varð. Ef þetta hefur gerzt oft, þá er augljóst að þetta muni gerast aftur. Er álitið að þeð verði eftir nokkra milljarða ára aftur, eða reikna menn með einhverjum löngum pásum á milli?

Út frá því sem stendur fyrir ofan þá er sennilegt að það sé svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar. Eru miðja hennar eini staðurinn sem svarthol hefur "sézt", eða gætu önnur svarthol verið annars staðar í Vetrarbrautinni? Ég heyrði eitthvað um það fyrir nokkrum árum. Voru það bara ágizkanir til að skapa panik?

Vendetta, 26.7.2010 kl. 16:39

142 identicon

Það er risa stórt svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar það er alveg vísindalega sannað tel ég vera. Það eru örugglega svarthol út um alla vetrabraut en ekki eins og í miðjunni þar sem um er að ræða svarthol sem eru einhverjar 2,6 milljónir sólarmassar á þyngd. Önnur svarthol eru svona frá 10 og upp í 100 sólarmassa sem eru smásmíði miðað við þá sem situr í miðjunni og stjórnar hreyfingu allrar vetrabrautarinnar.

Það eru til stjörnuþokur með mjög bjarta miðju(Active galactic nuclei) sem er vegna þess að mikið efni er á hraðri leið í kringum svartholið og á stutt eftir að falla ofan í það. Svartholið virkar eins og hringiða og þegar efnið á stutt eftir að falla ofan í það hreyfist það hratt í hringi og geislar frá sér sterkri útgeislun. 

Þær stjörnuþokur sem eru ekki með bjarta miðju þar er svartholið búið að tæma allt efni úr nágrenni sínu þannig að nánast ekkert efni fellur í það.

Þegar efni fellur svona í svarthol mun það geisla frá sér það mikilli orku að þetta er bara nokkuð hagkvæmur mótor. Mig minnir(gæti verið misminni) að ég hafi heyrt að um 30% af orku efnis sem er að falla í svarthol sleppi burt sem útgeislun. Það er til dæmis talsvert mikið hagkvæmara en kjarnorkuver sem ná bara að breyta broti af orku efnisins í raforku.

Þess vegna má líta á þessi risavöxnu svarthol eins og góða mótora sem eru knúnir áfram af kjarnoku.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:46

143 Smámynd: Vendetta

Segðu mér, Þorvaldur, hvers vegna héldu sumir að það myndi myndast svarthol í hraðli sem var notaður til að finna bóson-eindina fyrir nokkrum mánuðum síðan? Ég náði ekki alveg að skilja það.

Vendetta, 26.7.2010 kl. 18:22

144 identicon

Það er erfitt að segja til um það hvernig þessi misskilningur varð til. Sumir vilija líta á orkuþjöppunina sem verður þegar róteind og andiróteind skella saman, með þeirri orku sem LHC(Large Hadron Collider) hraðallinn kemur til með að starfa á, sem míní svarthol en það finnst mér persónulega svolítið frjálslega farið með staðreyndir.

Ef svo væri þá samkvæmt kenningum Hawkins um "uppgufun" svarthola  mundu þau "gufa upp" eða hverfa mjög fljótt aftur. Öll svarthol sem fá engan aukamassa í sig eru smám saman að minnka en á svo ótrúlega litlum tíma að það aldur alheimsins eru smámunir miðað við "uppgufunartíma" svarthols með 10 sólarmassa.

Þegar bygging SSC(superconducting supercollider) í Texas í Bandaríkjum var langt komin(hætt við hann 1995 minnir mig) þá skrifaði þekktur eðlisfræðingur og rithöfundur að nafni John Cramer bók sem á að gerast þegar SSC átti að vera  kominn í gagnið. Bókin heitir Einsteins Bridge og heitir eftir fyrirbrigði fyrst talað um af A. Einstein. Brú frá svartholi yfir á annan stað í þessum eða öðrum heimi(wormhole). Í bókinni fara undarlegir hlutir að gerast þegar byrjað er að gera tilraunir með 20 TEW geisla (LHC er 7 TEW).

Þar myndast ekki svarthol sem gleypir jörðina heldur komast geymverur á jörðina um þessa brú Einsteins sem myndast þegar hraðallinn er í gangi og ógna stórlega öryggi jarðarbúa. Ég er að giska á að menn séu eitthvað hræddir við hið óþekkta.

Veruleikinn er sá að á gufuhvolfi jarðar skella oft á ári gríðarlega orkumiklar eindir utan úr geyminum sem eru margfallt orkumeiri en orka þeirra róteinda sem eru í LHC.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:50

145 identicon

Þorvaldur, þessi "strengjakenning" ... er þá átt við strengi í þessu kvarka-dæmi sem ég var að velta fyrir mér í mínum hringjapælingum. Nei, það getur varla verið, er það?

Grefill (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:51

146 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mjög áhugaverðar umræður um myrkvamáttinn hérna. Gaman að þessu.

Eitt sem þó stakk mig var þessi setning: "Það er risa stórt svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar það er alveg vísindalega sannað tel ég vera."

Ég tel vísindalegar sannanir ekki vera til, aðeins vísindaleg sönnunargögn. Það hvernig þeim er púslað saman verða vísindalegar kenningar. Þessar vísindalegu kenningar verða aldrei að fullu sannaðar, heldur annað hvort föllumst við á að líklega séu þær sannar eða ekki, og þannig verða vísindakenningar að hálfgerðum trúarbrögðum, í það minnsta fyrir það fólk sem trúir þessum kenningum sem sannleika, án þess að hafa rannsakað í kjölinn hvernig komist var að þessum niðurstöðum, og jafnvel þrátt fyrir slíka rannsókn.

Hrannar Baldursson, 26.7.2010 kl. 19:02

147 identicon

Strengjafræðingar segja að allt í veröldinni sé í raun búið til úr strengjum.

Strengir geta hreyfst á alla vega og þeir geta líka víbrað. Þegar strengur víbrar á ákveðin hátt kemur það fram eins og ákveðinn gerð að kvark.

Tökum dæmi þegar strengur á fiðlu víbrar þá gefur hann frá sér tón ef hann víbrar hraðar gefur hann frá sér hærri tón. Með þessari líkinu er hægt að segja að með mismunandi víbringi er hægt að byggja upp allar frumeindir efnis í veröldinni.

Stærðfræðin á bakvið strengjafræði er mjög snúinn og er ég ennþá að klóra mér í kollinum yfir henni(sem sagt skil ekki nægjanlega mikið í henni ennþá en er að reyna að komast aðeins inn í hana)

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 19:11

148 identicon

Hrannar afsakaðu óvarlegt orðalag hjá mér. Við skulum orða það þannig að miklar rannsóknir hafa verið gerðar á miðju Vetrarbrautarinnar. Það sem komið hefur út úr þessum rannsóknum er að þar eru stjörnur (nokkuð margar) sem eru mjög nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Hraði þessara stjarna er þvílíkur að það er ekki hægt að skýra hann út öðruvísi en að þar fyrir innan sé mikill massi.

Ég skal taka dæmi ef litið er á jörðina á ferð sinni í kringum sólina þá er hægt að reikna út massa sólarinnar út frá umferðarhraða jarðarinnar.

Á þennan hátt geta menn komist nær og nær sannleikanum. Í tilfellinum með miðju vetrarbrautarinnar hafa vísindamenn mælt hraða(hringhraða) allt af 1000 km á sekúndu. Þetta bendir til þess að massi upp á 2,6 milljónir sólarmassa  sé innan við hring með radíus upp á 0,024 ljósár.

Í dag hafa vísindamenn hreinlega enga aðra leið til að útskýra slíkt nema með því að þarna sé um að ræða svarthol, það er eina skýringin sem menn hafa á þessu fyrirbrigði.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 19:32

149 identicon

Lögunin á Vetrarbrautinni bendir lík sterklega til þess. Þetta er eins og vatn að fara ofan í niðurfallið.

Gæti líka verði "ormagöng". Kemur út hinum megin sem ný Vetrarbaut. Ég hef hugsað um þetta varðandi hringrásina. Gæti verið stór lykill.

Finnst ykkur það ekki spennandi hugmynd?

Grefill (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 19:48

150 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hrannar

Ég tel vísindalegar sannanir ekki vera til, aðeins vísindaleg sönnunargögn. Það hvernig þeim er púslað saman verða vísindalegar kenningar. Þessar vísindalegu kenningar verða aldrei að fullu sannaðar, heldur annað hvort föllumst við á að líklega séu þær sannar eða ekki, og þannig verða vísindakenningar að hálfgerðum trúarbrögðum, í það minnsta fyrir það fólk sem trúir þessum kenningum sem sannleika, án þess að hafa rannsakað í kjölinn hvernig komist var að þessum niðurstöðum, og jafnvel þrátt fyrir slíka rannsókn.

Ert þú ekki heimspekingur? Á það nokkuð að fara framhjá þér þegar sagt er við þig að eitthvað sé vísindalega sannað, að það sé þá sannað miðað við þær forsendur sem vísindasamfélagið setur fyrir að kalla hlutina sannaða?

Svona þvælingur með að ekkert sé sannað er gjarnan leikur sem t.d kuklarar notast við til að fylla fólk efasemdum um alla hluti nema sína eigin söluvöru.

Að eitthvað teljist vísindalega sannað er einfaldlega vísbending um að það sé búið að margstaðfesta marga þætti þess sem talað er um og nokkuð ljóst að ansi margt ef ekki allt sem sagt er um það er sannleikanum samkvæmt. Þótt það séu til undantekningar breytir það því ekki að verkfærið (vísindi) er besta þekkta verkfærið til að sannreyna hluti.

Menn þurfa að sjálfsögðu að taka vísindamódelinu með vissum fyrirvara, en sá fyrirvari þarf ekki að vera eins stór og gagnvart ýmsu öðru. Það er stigsmunur á.

Ertu sammála því?

Kristinn Theódórsson, 27.7.2010 kl. 13:08

151 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nei, Kristinn. Ég er ekki sammála.

Hrannar Baldursson, 27.7.2010 kl. 15:18

152 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hverju ertu ekki sammála Hrannar? Öllu eða bara niðurlaginu.

Kristinn Theódórsson, 27.7.2010 kl. 15:48

153 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kristinn: Ég sagði ekki að ekkert væri sannanlegt. Hægt er að sanna einföld dæmi. Flóknari vísindakenningar er hins vegar ekki hægt að sanna þar sem of erfitt reynist að sannprófa þær.

Það að ég hafi lagt stund á heimspeki til margra ára gerir mig ekki að einhverju ógurlegu yfirvaldi um þekkingu, hins vegar tel ég mig búa yfir viðhorfi til þekkingarleitar sem gagnast til að læra meira um heiminn. Heimspekingar eru þar að auki ansi oft ósammála hver öðrum um þessi stóru hugtök. Til dæmis kannast ég við einn heimspeking sem kallar ákveðna hegðun umhyggju sem ég sjálfur kalla grimmd. Sumir halda jafnvel að grimmd sé ein af mörgum hliðum umhyggjunnar. Að hún sé raunverulegri umhyggju en að sína velvild og vináttu. Því er ég ekki sammála, en tel mig ekki það merkilegan að hafa lokaorðið.

Hrannar Baldursson, 27.7.2010 kl. 16:24

154 identicon

Hrannar:

"Það að ég hafi lagt stund á heimspeki til margra ára gerir mig ekki að einhverju ógurlegu yfirvaldi um þekkingu"

A.m.k. ég bjóst heldur alls ekki vid thví og byggi ég thá skodun mína á theim pistlum og thínum athugasemdum sem thú hefur skrifad.

Aukin thekking (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 18:16

155 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Skilgreining manna á afskaplega huglægum hlutum eins og hvað kalla megi umhyggju er nú dálítið annað en hvort sannað þyki að eitthvað eigi sér stað úti í geiminum sem hafi samansafn eiginleika sem menn kalla svarthol.

Ég er nokkuð viss um að eina ástæðan fyrir því að okkur dettur í hug að líkja þessu saman er að við skiljum ekki og þekkjum ekki alla þá þekkingu sem liggur að baki hugmyndinni um svarthol.

En ég næ þér kannski á spjall síðar, Hrannar. Mér þykir þú sýna af þér afskaplega mótsagnarkennda og undarlega ánægju með að taka undir merkingarsnautt nýaldarbull en vera þeim mun ákveðnari í að sýna þeim tennurnar sem leyfa sér örlitla ákveðni í hina áttina.

Það væri gaman að kafa í þetta viðhorf með þér einhvern tíman þegar stemning er góð og þið nokkrir búnir að núllstilla málefnalegheitamælinn, sem í dag virðist taka fullkomna afstöðu með hverjum þeim sem andmælir meintum Vantrúarmönnum.

Þú kannski sendir mér skiló þegar þú ert klár

Kristinn Theódórsson, 27.7.2010 kl. 18:35

156 Smámynd: Vendetta

Hrannar, gætirðu ekki fjarlægt þennan "spammer" aion gold. Þetta rusl á heima hér.

Vendetta, 29.7.2010 kl. 11:12

157 Smámynd: Vendetta

Ég meinti: Þetta rusl á ekki heima hér.

Vendetta, 29.7.2010 kl. 11:13

158 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk Vendetta. Þetta ætti að vera farið.

Hrannar Baldursson, 29.7.2010 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband