Þurfa prestar að trúa á persónulegan Guð?
14.7.2010 | 17:53
Heitar og skemmtilegar umræður um trúarbrögð og trúleysi spruttu fram enn á ný hér á þessu bloggi í kjölfar greinarinnar Er predikun guðleysis klám? Einni spurningu er þar ósvarað, sem ég reyni að svara í þessari grein, en þar held ég fram að prestar þurfi ekkert endilega að trúa á persónulegan Guð og geti samt verið starfi sínu vaxnir og reynst góðir prestar. Þessa hugmynd fékk ég við lestur greinar eftir séra Dr. John R. Mabry á meðan ég flaug frá Osló til Stavanger síðasta sunnudagskvöld.
Það er hvergi betra að lesa en í himnaríki.
Presturinn Dr. John R. Mabry heldur því fram að nýguðleysisbækurnar sem sprungu út í vinsældum eftir 9/11 og skrifaðar voru af mönnum eins og Dawkins, Hitchens, Harris og fleirum, að vandamálið við nýguðleysið er að mynd þeirra af trúarbrögðum sé engu skárri en skopmynd sem gefur of einfalda sýn á hlutina í stað þess að bera virðingu fyrir hinum djúpa margbreytileika sem einkennir ólík trúarbrögð í heiminum. Reyndar kallar hann þessi skrif "guðlaust klám" en viðurkennir síðan að hann elski þessar bækur og skemmti sér stórkostlega yfir þeim, og finni þar margt gott, sem því miður nær ekki á áfangastað óskaddað.
Í greininni segir Dr. Mabry:
"Það er til trúað fólk sem trúir að gagnrýnin hugsun um trúarbrögð séu nauðsynleg fyrir þroskaða trú, og í raun, lykilatriði í trúarbragðalegri tryggð. Það er til fólk sem skilur að myndir okkar af hinu guðlega eru komnar frá mannlegri tilhneigingu til að persónugera (anthromorphize) hið Dularfulla vegna þess að það gerir þeim auðveldara að tengjast því. Það er til fólk sem skilur að tákn eru ekki það sama og hlutirnir sem þau merkja - sem snúa ekki hugmyndum, myndum og hugsjónum yfir í skurðgoð. Það er til fólk sem telur ofbeldi ekki vera viðeigandi svar við þeim sem eru ósammála - sem í raun sjá umburðarlyndi, samhug og frelsi sem próf fyrir sanna andlega tjáningu."
Að persónugera hlutina er gert til að einfalda þá, og ég get vel séð fyrir mér prest sem trúir á Guð án þess að persónugera hugtakið. Hins vegar virðast margir stuðningsmenn nýguðleysis eiga erfitt með að sjá þennan möguleika og sætta sig við að hann geti verið raunin hjá fjölda presta. Trúin er nefnilega svolítið persónulegt fyrirbæri, og það að gera tilraun til að afmá hana af yfirborði jarðar er í raun tilraun til sviptingar á tjáningarfrelsi.
Dr. Mabry skrifar:
"En hverjir eru þessi nýfrjálshyggjumenn sem telja sig geta ákvarðað að einungis sú trú sem er íhaldssöm, án umburðarlyndis og bókstafleg, séu sannkölluð trúarbrögð? Ég held því fram að ég hafi meira vit á eigin andlegu lífi en nokkur annar, þar á meðal Christopher Hitchens. Ég held því einnig fram að hunsun á trú meirihluta mannkynsins - og í raun að hunsa trú þó ekki væri nema einnar manneskju - er jafn mikið trúarbragðaofbeldi og nokkuð af þeirri ólíðandi hegðun sem nýguðleysingjar fordæma.
Þar sem að við getum ekki skokkað inn í huga hvers einasta prests, get ég auðveldlega séð fyrir mér að trúarskoðanir viðkomandi séu mér framandi. Viðkomandi prestur getur túlkað Biblíuna og Trúarjátninguna út frá eigin skilningi á hvað Guð er, og séð textann sem einfalda myndhverfingu á einhverju sem er mun dýpra, svona eins og þegar maður horfir á þrívíddarmyndir - þá áttar maður sig ekki alveg á dýptinni fyrr en maður setur upp gleraugun.
Prestur sem trúir ekki á persónulegan Guð finnst mér alls ekki langsótt eða fjarstæðukennd hugmynd, einmitt vegna þess mikla fjölbreytileika sem einkennir manneskjur.
Sjálfur undrast ég hvern einasta dag yfir hvað það er fátt í þessum heimi sem ég skil af dýpt, og þar á meðal allt sem tengist minni eigin vitund. Ég skil ekki einu sinni fullkomlega hvernig ég sjálfur hugsa og læri, þó að ég hafi rannsakað það vandlega í tvo áratugi.
Það er nefnilega svo merkilegt við okkur manneskjurnar að við erum sífellt á göngu gegnum okkar eigin þroskastig og reynum sífellt að brjótast í gegnum þessa hlekki eigin þroska og efnislegra hindrana til að sjá aðeins lengra, (ég tala kannski bara fyrir sjálfan mig hérna) og sífellt er eitthvað nýtt og spennandi sem kemur manni á óvart, djúp hugsun einhvers ókunnugs manns í fjarlægu landi eða barns sem situr við hlið mér á spjalli.
Ég væri fátækari maður ef ég lokaði á þær hugmyndir sem mér hugnast ekki.
Þó að Guð sé kannski persónulegur og einstakur í upplifun hvers og eins, og sérstakur þegar fólk í sameiningu bindur sig honum, þá þýðir það alls ekki að HANN sé persóna.
Í ágætis bók segir að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd. Með mynd er átt við form. Ekki efni. Ekki útlit. Heldur möguleika, ramma, kannski huga, kannski sál. Að segja Guð hafa skapað manninn getur líka verið myndmál og túlkun á því að hin sameiginlega þekking og samhugur fólks hafi skapað sérhverja manneskju og gert hana að því sem hún er.
Möguleikar á túlkunum eru endalausar. Og það er ekki ein einasta staðreynd sem getur breytt því, einfaldlega vegna þess að staðreyndir fjalla ekki um gildi og visku, heldur aðeins um hluti sem hægt er að leiða af eða til með ströngum rökreglum sem byggja á sönnunargögnum.
Þeir sem halda því fram að eina leiðin til að horfa á heiminn sé út frá sönnunargögnum og rökreglum, eru að missa af ansi miklu. Það er svona eins og að afneita að teiknimyndir geti verið skemmtilegar af því að þær eru plat.
Ég vil vinsamlegast óska eftir í athugasemdum að fólk sleepi við dónaskap gagnvart þeim sem þeir eru ósammála, og þess í stað rökstyðji mál sitt á málefnalegan hátt. Dónaskapur getur verið skondinn eitt augnablik, en verður fljótlega frekar leiðgjarn.
Heimildir:
Grein Dr. John R. Mabry má finna í 78. tölublaði Philosophy Now: a magazine of ideas, apríl/maí 2010.
Athugasemdir
Segðu okkur aðeins frá hinum greinunum um "nýtrúleysi" í þessu tímariti. Ég hefði t.d. áhuga á að heyra eitthvað um grein Paul Cliteur eða þá sem Victor Stenger skrifaði.
Sé lítið nema moð í skrifum þínum um grein Mabry, veit ekki hvort það er þér að kenna eða honum. Yfirleitt er auðvelt að gagnrýna fólk ef maður gerir því upp skoðanir eins og annar ykkar gerir hér.
Matthías Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 18:26
Matthías: á bloggið mitt skrifa ég það sem ég hef áhuga á að skrifa. Sérpantanir sendist á netfang mitt: gud@himnariki.is
Ef þú sérð moð, þá getur það verið mér að kenna, Mabry, sjálfum þér, eða kannski er einhver púki að villa fyrir þér og þar sem enginn Guð er til staðar til að passa þig, þá tekst honum stöðugt að blekkja þig.
Annars er grein Victor Stenger afar skemmtileg og krotaði ég einhverjar hugmyndir á spássíuna við lestur hennar, og getur vel verið að ég fjalli eitthvað um hana síðar. Grein Paul Cliteur fannst mér einnig ágæt. Hún vakti ekki upp eins miklar spurningar og moðið hans Mabry, en er vel þess virði að lesa aftur og fjalla eitthvað um hana.
Ef ég væri ekki í fullri vinnu alla dag gæfi ég mér sjálfsagt meiri tími til að skrifa um þessi stórskemmtilegu viðfangsefni, og tækist þannig að slípa til enn frekar eigin pælingar um málin í algjöru tómarúmi afstöðuleysis.
Hrannar Baldursson, 14.7.2010 kl. 18:47
Trúir þú því sjálfur að þú skoðir og fjallir um þessi mál á hlutlausan máta?
Matthías Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 19:48
Hrannar, hvaða stuðningsmenn nýguðleysis ertu að tala um? Ef þú hefur mig í huga þá get ég vel séð þann möguleika á prest sem hefur einhverjar afskaplega óvenjulegar hugmyndir um guð. Ég get meira að segja séð þann möguleika að prestur sé vita trúlaus. Punktarnir sem ég kom með í hinni umræðunni varðandi trú þessa viðkomandi prests voru þessir:
1. Það er líklegra en ella að kaþólskur prestur trúi á hefðbundinn guð.
2. Það væri óheiðarlegt af prestinum að gera það ekki, þar sem að vinnuveitandinn ætlast þess til að þeir sem vinna hjá kirkjunni trúi þessu.
Ha? Hvernig í ósköpunum tengist þetta þessum umræðum um "nýja trúleysið"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.7.2010 kl. 20:01
Matthías: Nokkuð hlutlaus, en aldrei algjörlega.
Hjalti Rúnar: Takk fyrir skýringuna. Þú ert semsagt ekki einn af þeim sem festir þig í þessa skoðun. Gott að fá það á hreint.
1. Líklegra en hvað? Ég get auðveldlega trúað því að kaþólskir prestar upp til hópa trúi á "hefðbundinn Guð" en ég get ekki vitað það. Sú þekking er engum mannlegum aðgengileg nema viðkomandi manneskju, sem hefur valið sér að gerast prestur frekar en eitthvað annað.
2. Hvernig getur einhver ætlast til að einhver trúi einhverju á ákveðinn hátt? Ég tel það ómögulegt og einföldun á veruleikanum. Prestar eru ósköp venjulegt fólk, eins og ég og þú, þeir vinna sína vinnu og hafa sínar persónulegu skoðanir sem þeir halda fyrir sig og túlka fyrir sig, en predikanir eru annað mál - þar er verið að tjá aðrar skoðanir en þær persónulegu. Ég er ekki að segja slíka presta vera í mótsögn við sjálfa sig, heldur eru þeir manneskjur sem þroskast og breytast og eru ófullkomnar rétt eins og allar aðrar manneskjur - þeir vinna hins vegar fyrir kerfi og á yfirborðinu geta þeir verið á nákvæmlega sömu skoðun þó að undir kraumi.
Hvert er markmið nýguðleysis annað en að sýna fram á skaðsemi og þar með útrýma trúarbrögðum? Ef trúarbrögð eru í grundvallaratriðum skaðleg, eins og haldið er fram af nýguðleysingjum, þá hlýtur það að vera siðferðileg skylda þeirra að útrýma þessari meinsemd, eða hvað?
Varla dugar að skrifa klámrit um trúarbrögð og láta þar við sitja, eða hvað?
Hrannar Baldursson, 14.7.2010 kl. 20:23
Allt í lagi, mér sýnist við vera sammála hérna.
Ég skil ekki hvað þú átt við hérna. Kaþólska kirkjan (og fleiri kirkjur) ætlast til þess að prestarnir þeirra séu kaþólikkar, og ef þeir eru það ekki, þá fá þeir ekki að vera prestar.
En eins og þú segir þá tíðkast það að prestar sem skipti um skoðun opinberi það ekki og ljúgi til um afstöðu sína opinberlega til að halda starfinu sínu.
Hrannar, "nýju trúleysingjarnir" nota orð til þess að berjast á móti trúarbrögðum, að segja að þeir séu fylgjandi útrýmingu tjáningarfrelsis af því að það er meðal sem gæti þjónað sama tilgangi er út í hött.
Nei, og ætli við verðum ekki bara að myrða alla þá sem trúa, ef klámritin og útrýming tjáningarfrelsis duga ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.7.2010 kl. 20:40
Hrannar, þú hefur nokkrum sinnum skrifað um trú og trúleysi á bloggsíðu þína.
Það er alveg ljóst af þeim skrifum þínum að þú ert eins langt frá því að vera hlutlaus í þessum málum og hægt er.
Maður sem trúir á drauga er að sjálfsögðu sár út í fólk sem telur slíka trú vera bull.
Slíkur maður á ekkert að gera sér upp hlutleysi. Það er bara falskt.
Matthías Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 20:45
Hjalti: eins furðulega og það hljómar, þá held ég að við séum farnir að tefla skák. :)
Matthías: Já, ég hef skrifað um trú og trúleysi á bloggsíðu minni, og oftast ratar þú í heimsókn þegar mér verður það á, ferð inn í eldhús, sækir þér tebolla og hellir kaffi í hann, sest við eldhúsborð mitt og byrjar að segja mér frá hvað ég hef rangt fyrir mér í því að hafa eða ekki hafa persónulegar skoðanir á hlutum sem ég þekki á afar takmarkaðan hátt rétt eins og þú. Og svo gleymirðu að þakka fyrir sopann.
Hver er hlutlaus? Ég get ekki verið hlutlaus. Þú getur ekki verið hlutlaus. Ég þykist ekki vera hlutlaus. Hins vegar tek ég ekki ákveðna afstöðu í þessu máli og finnst það í góðu lagi. Skil ekki af hverju það truflar þig.
Hrannar Baldursson, 14.7.2010 kl. 21:05
> Ég þykist ekki vera hlutlaus
Víst þykist þú vera hlutlaus. Það er vandamálið. Auðvitað tekur þú afstöðu þegar þú setur fram fullyrðingar.
Vandamálið er að þú þorir sjaldan að standa við orð þín.
Matthías Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 22:41
Ég hef voða lítið vit á trúarbrögðum. En ég hef samt alltaf skilið það þannig að samkvæmt kristindómnum hafi guð gerst maður í Kristi, persóna. Ef menn telja sig kristna hljóta þeir að trúa á Krist, persónugera sem sagt trúarvandann! Annars er mér svo sem sama hvenrig þetta er skilið því ég er ekki kristin fyrir fimm. Get ómögulega trúað þessari upprisu og öllu því. En ég fæ samt ekki annað séð en kristnin sé óhjákvæmilrega trú á persónulegan guð - en líka einhvern þríhöfða sem er sonurinn, faðirinn og hinn heilagi andi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.7.2010 kl. 00:56
1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig[1]
frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju[2]
mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan.[3]
5Þau sem stjórnast af eigin hag[4]
hafa hugann við það sem hann krefst. En þau sem stjórnast af anda Guðs hafa hugann við það sem hann vill. 6Sjálfshyggjan[5]
er dauði en hyggja andans líf og friður. 7Sjálfshyggjan[6]
er fjandsamleg Guði og lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. 8Þau sem lúta eigin hag[7]
geta ekki þóknast Guði.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 01:27
Mjög líklega er Gud flestra presta persónulaus. Líklegast er ad theirra Gud sé mánadarlaunin.
ízí og stabílt djobb
Er thad ekki svolítil aeróní í thví ad prestar séu ad "hjálpa" fólki í vanda en eru sjálfir á lúxusframfaerslu skattgreidenda?
Á medan their eru á lúxusframfaerslu skattgreidenda aettu prestarnir ad hafa vit á thví ad ybba ekki gogg. Their eru algerlega ómarktaekir.
Prestar lúta eigin hag (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 07:24
Ég tel... eftir mikla skoðun að flestir prestar trúi ekki á guð.. þeir trúa bara á trúna.
Enn og aftur spyr ég: Heldur virkilega einhver í alvöru að einhver guð sé til, sér fólk virkilega ekki fáránleikan í þessu..?
Trúarbækurnar, það stendur ekki steinn yfir steini.... ef hópur glæpamanna myndi koma sér um sögu eins og biblían segir frá, þarf ekki að vera neitt súperpáva or nuthing... þessir sömu glæpamennn myndu allir verða dæmdir í steininn.. vegna þess að sagan(sögurnar) þeirra stemma alls ekki saman... sönnunargögn fyrir sögum þeirra eru engin, zero, null, 0.
Þvert á móti benda allar rannsóknir til þess að um púra lygasögur sé um að ræða.
Hey ég trúi á Harry Potter... þið væruð ekki í vandræðum með að segja mig geðveikann ef ég segði þetta, nú eða ef ég segðist trúa á eitthvað annað sem þið eruð ekki vön að heyra um... hann er geðveikur, mynduð þið segja... en svo er ykkar trú engu minna steikt, þið sjáið það ekki vegna þess að þið ólust upp við ruglið, þjóðfélaginu var innprentað að virða ruglið..
Wake up, praise humanity, shun gods
doctore (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:05
Ég er nokkuð viss um að Matthías snýr fleirum til trúar en Jón Valur.
Billi bilaði, 15.7.2010 kl. 13:35
Æi Kristján Gaukur, þetta er óskaplega ófrumlegur og ófyndinn "brandari".
Matthías Ásgeirsson, 15.7.2010 kl. 15:03
Matthías Ásgeirsson: Ég stend kannski ekki alltaf við orð mín, en alltaf við það sem ég meina með orðum mínum. Undarlegt að þér skuli detta svona hlutir í hug.
Sigurður Þór: Alltaf ertu jafn lunkinn við að koma með ferskar hugmyndir. Sjálfum finnst mér ekki fjarri lagi að hugsa um hina heilögu þrenningu fyrir myndhverfingu á mikilvægi arfleifðar. Þannig getum við túlkað hinn heilaga anda sem alla þá forfeður sem koma á undan föðurnum og alla þá afkomendur sem frá syninum munu (eða geta) koma.
Mér sýnist þetta ágætis leið til að halda lífi í menningararfinum og afar skiljanlegt að merkingin hafi skolast til með öldunum og í misvitrum kenningum. En ég tek fram að þetta er bara ein túlkun sem þarf ekkert að vera rétt kenning, umfram allar hinar.
Jón bóndi: Þú afsakar vonandi, en þetta Rómverjabréf hljómar svolítið eins og einhver drykkjusaga. "En þið eruð ekki á hennar valdi heldur andans sem í ykkur býr. En sá sem hefur ekki anda Krists er ekki hans. Ef Kristur er í ykkur er líkaminn að sönnu dauður því að syndin er dauð en andinn er líf sakir sýknunar Guðs. Ef andi hans sem vakti Jesú frá dauðum býr í ykkur þá mun hann sem vakti Krist frá dauðum einnig lífga dauðlega líkami ykkar með anda sínum sem í ykkur býr."
Prestar lúta eigin hag: Það er ekki það sama að vera prestur og vera séra prestur.
doctore: Hvað væri heimurinn án hugmyndar um Guð?
Billi bilaði: Það kæmi mér ekki á óvart. Segja þeir ekki einmitt að vegir Guðs séu órannsakanlegir og Marteinn sé þá kannski bara óafvitandi nokkuð traust verkfæri fyrir hina trúuðu?
Matthías: Finnst þér þetta fyndið? Mig grunar að þetta sé raunin.
Hrannar Baldursson, 15.7.2010 kl. 15:42
> Ég stend kannski ekki alltaf við orð mín, en alltaf við það sem ég meina með orðum mínum.
Þá þarftu að vanda þig. Það er voðalega erfitt að ræða við fólk sem er ekki að segja það sem það segir heldur eitthvað annað.
> Matthías: Finnst þér þetta fyndið? Mig grunar að þetta sé raunin.
Áður skrifaðir.
> Ég vil vinsamlegast óska eftir í athugasemdum að fólk sleepi við dónaskap gagnvart þeim sem þeir eru ósammála, og þess í stað rökstyðji mál sitt á málefnalegan hátt.
Þú ert ekkert sérlega samkvæmur sjálfum þér.
Matthías Ásgeirsson, 15.7.2010 kl. 15:55
Matthías, það er erfitt að svara þér, þannig að ég sleppi því og læt þess í stað ljóð fylgja. Lifðu heill.
Fyrr var stóra furan keik,
fjörug við erjur harðar.
Í baki hokin barrlaus eik
beygist nú til jarðar.
Hrannar Baldursson, 15.7.2010 kl. 17:51
Hrannar:
"Fyrr var stóra furan keik,
fjörug við erjur harðar.
Í baki hokin barrlaus eik
beygist nú til jarðar."
Ég vona ad thetta sé skyndileg sjálfthekking hjá thér Hrannar.
Modhaus = mod (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 18:50
Hver einasta spurning og hver einasta setning er skyndileg sjálfsþekking hjá mér, Moðhaus. Eða það vona ég.
Annars er þetta ágæta ljóð eftir Bólu-Hjálmar. Svo það komi fram.
Hrannar Baldursson, 15.7.2010 kl. 19:12
Vonandi verdur thín óvaenta og algerlega nýtilkomna sjálfthekking varanleg.
Modhaus = mod (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 20:08
Af hverju vonar þú það, Moðhaus?
Er það ekki eins og að vona að fljót hætti að flæða?
Hrannar Baldursson, 15.7.2010 kl. 20:11
Ég sé ad von mín um ad mengud og illthefjandi laekjarspraena hefdi skilid eftir sig uppthornadan farveg og ad endingu nád lóni throska og vitsmuna thar sem vatnid er taert og djúpt er algerlega brostin.
Thad má alltaf vona....ja ...svona í gamni. Didn't have very high expectations though....I must say.
Modhaus = stanslaust mod (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 20:49
Prestar geta ekki trúað á eitthvað sem ekki er til.
Af hverju enda þeir sem falla í öllu öðru í háskólunum í trúarfræði ?
Það eru afar fáir sem trúa en þeim vantar vinnu eins og öllum öðrum.
THE DREAM IS REAL.
Ómar Ingi, 15.7.2010 kl. 22:33
Drottinn Guð sendi einkason sinn Jesús Krist í heiminn fyrir þig, mig og líka prestana ;)
Siggi (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 22:52
Matti afhverju ferðu ekki eitthvert annað að væla. Ef ekki koddu þá með eitthvað sem er þess virði að lesa.
jonatan (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 11:33
Sæll Jónatan og takk fyrir góðar kveðjur.
Ég bendi á bloggsíðu mína ef þú vilt lesa eitthvað annað frá mér en "væl", þó þar sé að sjálfsögðu væl og kvabb innan um annað. Vertu velkominn. Smelltu bara á nafnið mitt hér og svo á einn link til viðbótar og þá endarðu á réttum stað.
Hafðu það gott.
ps. Ég mun skrifa athugasemdir hér af og til meðan opið er fyrir það og Hrannar tjáir sig um trúleysi af vanþekkingu.
Matthías Ásgeirsson, 16.7.2010 kl. 11:41
P.S. Matti málefnalegi...
Guðmundur St Ragnarsson, 16.7.2010 kl. 12:54
Vildirðu koma einhverju á framfæri Guðmundur?
Matthías Ásgeirsson, 16.7.2010 kl. 13:17
Ómar Ingi: Ég hélt að þeir sem féllu í öllu öðru færu í viðskipta- eða hagfræði: ERGO efnahagshrun.
Siggi: Hvaða bull er þetta með einkason Guðs? Er ekki sagt að hinir trúuðu séu börn Guðs? Gengur þetta dæmi upp?
Matthías, Guðmundur og Jóhannes: Ykkur er öllum velkomið að staldra hérna á síðunni. Gaman að kraftinum í ykkur.
Hrannar Baldursson, 16.7.2010 kl. 21:30
Hrannar: Elsku vinur Guð sendi son sinn Jesú Krist í heiminn fyrir alla menn EN það er undir þér, mér og hverjum einum komið hvort við tökum við þessu frábæra boði. Þú getur hafnað því en ég er ákveðinn og fylgi Jesú og reyni að vera með sama hugarfar og Jesús Kristur. Ég get vitnað um það að Guð læknaði mig af augnverk sem ég var með dýrð sé Guði AMEN :)
Siggi (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.