Borga glæpir sig?

 

6a00e553c82f3b8833010536d32fb5970b-800wi

 

Mér finnst þetta stórmerkileg frétt, enda hef ég aldrei áður séð jafn skýra skilgreiningu á skipulagðri glæpastarfsemi. Feitletraði textinn eru vangaveltur mínar. Ég þykist ekki vita þessa hluti með vissu, enda ekki með aðgang að sömu upplýsingum og sérstakur saksóknari. Sannleikurinn mun vonandi koma í ljós og réttlætinu framfylgt samkvæmt íslenskum lögum, og vonandi fær það fólk sem hefur tapað fjármunum vegna þessara glæpa skaðabætur, en allir Íslendingar sem búa á Íslandi eða hafa þurft að flytja úr landi eru fórnarlömb þessara glæpa.

  • Til þarf að koma samvinna fleiri en tveggja einstaklinga.
    JÁ - stjórnendur í efstu lögum virðast hafa unnið saman að þessu

  • Starfsemin þarf að standa yfir í langan eða óskilgreindan tíma.
    JÁ -hugsanlega hafa allir bankarnir eftir einkavæðingu hagað sér eins

  • Grunur þarf að liggja fyrir um alvarlegt afbrot.
    JÁ - einnig þarf að rökstyðja gruninn

  • Markmið viðkomandi eru auðgun og/eða völd.
    JÁ -markmiðin voru auðgun
Auk allra ofangreindra liða þurfa einhverjir tveir af eftirtöldum liðum að eiga við til að unnt sé að ræða um afbrot sem „skipulagða glæpastarfsemi“ samkvæmt skilgreiningu Europol.
  • Hver þátttakandi þarf að hafa fyrirfram ákveðið verkefni.
    Hef ekki hugmynd. Starfsmenn hljóta að fá starfslýsingu og þar af leiðandi verkefni.

  • Starfsemin lúti einhvers konar skipulagi og stjórnun.
    JÁ - enginn vafi.
  • Starfsemin þarf að vera alþjóðleg.
    JÁ - enginn vafi.
  • Þátttakendur þurfa að beita ofbeldi eða öðrum aðferðum sem henta þykja til ógnunar.
    KANNSKI - spurning hvort að hótanir lögfræðinga gagnvart skuldurum um að upptöku eigna eða annað verra teljist til andlegs ofbeldis?
  • Skipulag starfseminnar þarf að vera svipað því og þekkist í viðskiptum og rekstri.
    JÁ - þetta var heldur betur svipað, þar sem fæstir gerðu sér grein fyrir að þetta voru ekki eðlileg viðskipti og rekstur.
  • Viðkomandi þurfa að stunda peningaþvætti.
    LÍKLEGA - sjálfsagt flokkast það undir peningaþvætti að lána gífurlegar upphæðir til valdra aðila sem síðan nota peninginn til að kaupa gervieignir án þess að borga lánin til baka, og út á gervieignirnar fá þeir enn meiri lán.
  • Viðkomandi leitist við að hafa áhrif á stjórnmál, fjölmiðla, opinbera stjórnsýslu, réttarkerfið eða hagkerfið.
    JÁ - greiningardeildirnar höfðu mikil áhrif á fjölmiðla, stjórnmálamenn fengu styrki sem útilokað er að réttlæta og þessi banki var einn af þremur sem taldir voru til undirstöðu íslenska hagkerfisins.

Já, þetta virðast sannarlega vera banksterar. Nú er það hlutverk réttarkerfisins að finna sönnunargögn og sanna þennan grun án vafa. Saksóknari, lögfræðingar og dómkerfið eru með stærsta mál Íslandssögunnar í höndunum, og það er sjálfsagt ekki bara tengt einum banka, heldur hugsanlega miklu fleirum.

Verði hámarksrefsing eitt ár fyrir sakfellingu, munu sakborningar þjást eitthvað í eitt ár, en uppskera svo ríkuleg laun eftir afplánun þar sem þýfið verður grafið upp úr skattaskjólum. 

Kostnaður: æran, samviskan og eitt ár í fangelsi, hamingjan, smánarblettur á fjölskylduna

Laun: óteljandi milljarðar, áhyggjulaus elli, marklaust líf

 

Spurningin sem alþjóð spyr: borga glæpir sig?

 





Mynd: Surf Nation
mbl.is „Skipulögð glæpastarfsemi“ Kaupþingsmanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi viðurlög eru allt of væg til að takast á við svona glæpi.... hver getur ekki hugsað sér að sitja í steininum í hvað, max 4 ár; Koma svo út og eiga milljarða undir einhverjum stein....

Það verður að þyngja refsingar áður/afturvirkt.. áður en þessi menn verða dæmdir... annað er bara að gefa þeim þessa peninga og æru íslands í ofanálag.

Við skulum líka athuga að gjörðir þessara manna hafa kostað mannslíf, menn hafa kálað sjálfum sér vegna þessa.... líf margra er í rúst; Framtíð barna okkar er ekki eins björt og hún gæti verið; Gjörðir þessara útrásarvitleysinga munu hafa áhrif á líf íslendinga... út þessa öld, ef að líkum lætur.


DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvers vegna er ekki hægt að dæma í hverjum lið ákærunnar fyrir sig og leggja svo dómana saman. Þetta er gert víða um heiminn og fengu svona svindlarar nokkur hundruð ára dóma í USA.

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég elska þessa mynd Johnny Dangerously, ég horfði á hana um daginn með yngstu dóttur minni sem er 13 ára, henni fannst myndin æðisleg líka.  Ég vona að glæpamennirnir sem settu Ísland á hausinn fái svipaða dóma og svipaðir glæpamenn fá í Bandaríkjunum.  En það er víst borin von, þeir munu líklega fá einhverja málamyndadóma.  Hérna á Íslandi eru hvítflibbamenn ekki dæmdir, eins og annað fólk. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband