Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Af hverju þykir í lagi að múta ríkisstarfsmönnum á Íslandi?
27.4.2010 | 16:21
Í Noregi mega starfsmenn á vegum ríkisins ekki þiggja gjafir í neinu formi. Ekki veiðiferðir, vínflösku, konfektkassa eða flugferð. Hvað þá styrki í formi peninga!
Þar er ríkisstarfsmönnum stranglega bannað að taka á móti styrkjum eða gjöfum í hvaða formi sem er. Þetta þykir eðlilegur hugsunarháttur, til þess gerður að koma í veg fyrir spillingu. Það sama á við um stjórnmálamenn, enda eru þeir annað hvort að sækjast eftir stöðu hjá ríkinu eða þegar komnir í hana.
Komist það upp að norskur stjórnmálamaður eða embættismaður hafi þegið gjöf frá viðskiptavini eða fyrirtæki, er viðkomandi neyddur til uppsagnar strax, en viðtaka á slíkum styrkjum og gjöfum er grunnforsenda spillingar.
Þó ég sé ekkert sérlega hrifinn af öllu banntalinu sem hefur verið í gangi, finnst mér að banna ætti styrki og gjafir til opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna algjörlega.
Það þætti mér gott fyrsta skref í endurreisn íslensks siðferðis, frekar en að bölsóttast út í forseta Íslands sem hefur sér eitt til saka unnið að segja satt og vekja þannig aukinn áhuga ferðamanna á Íslandi, en það hef ég heyrt af fólki erlendis að þeim þyki Ísland einmitt spennandi fyrir hversu óútreiknanlegt það er, og þeir sem ég hef rætt við um orð forsetans, finnst það hinn eðlilegasti hlutur að forsetinn segi frá slíkum hlutum.
Þegar ég segi þeim að fulltrúar ferðaþjónustu og ríkisstjórnar hafi gagnrýnt forsetann harðlega fyrir orð sín, þá fyrst birtist hneykslunarsvipurinn. Fólk leitar ekkert endilega í þægindi og öryggi á Íslandi. Ævintýramennskan heillar meira.
Siðferðisvitund okkar virðist því miður vera í duftinu.
- ICESAVE 3 samþykkt af leiðtogum ríkisstjórnar þrátt fyrir skýr skilaboð frá þjóðinni
- Sparifjáreigendum bætt tap, en heimili settur úrslitakostur
- Mútur eru í lagi, bara óþægileg staðreynd
Hvað er að?
Mynd: Mirror.co.uk
Óþægilegt fyrir Samfylkinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Sammála eins og oft áður.
Er ég vann hjá ríkisfyrirtæki við eftirlitsstörf þá setti ég út á það við mína yfirmenn að félagar mínir væru að fara í boðsferðir og þiggja aðstöðu hjá þeim sem eftirlit var haft með og taldi að orðspori okkar allra vegið auk hættu á hagsmunaárekstrum.
Þetta var leist þannig að verktakinn var beðin um að senda reikning fyrir boðsferðum til fyrirtækisins.
Merkilegt nokkuð að einn eftirlitsmaður var aldrei boðin í sjóstangveiði eða aðrar veislur og mætti kuldalega viðmótinu meðal flestra annarra eftirlitsmanna eftir þann dag.
Ég var fyrstur til að missa starfið er samdráttur varð og virtist vera sá eini sem setti út á og krafði viðkomandi verktaka ítrekað um úrbætur á slælegum frágangi.
Það er nefnilega víða í samfélaginu þegjandi samkomulag um að láta suma njóta ríkulega vafans, enda bæði rausnarlegir og skemmtilegir.
Fyrir mér eru fleira en beinar greiðslur mútur og oft nauðsyn að setja siðferðislegt viðhorf inn í ráðningaferli.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 17:11
Hrannar, það er augljóst hvað er að. Flokksræðið er að berjast fyrir tilveru sinni og ráðandi stöðu gagnvart lýðræðinu sem sækir að því.
Stjórnarflokkarnir eru meira áberandi í augnablikinu, því þeir eru jafnframt að verja núverandi valdaaðstöðu.
En fjórflokkurinn í heild mun berjast til síðasta blóðdropa og réttlæta allar aðferðir sem gagnast honum.
Það er í rauninni bara fyndið að fylgjast með því hvernig forsetinn ítrekað stingur priki í gangverk fjórflokksins... :)
Kolbrún Hilmars, 27.4.2010 kl. 17:17
Hvernig fólk viltu að sækist eftir því að komast á þing? Eins og staðan er nú þá borgum við þeim skammarlega lág laun úr ríkissjóði á meðan atvinnulífið greiðir stærsta hlutann og gerir þetta vanþakkláta starf eftirsóttarvert. Það má svo sem deila um ágæti þess fyrirkomulags. Mér hugnast það ekki. Eða við bönnum allar gjafir og styrki og borgum þessum mönnum klassa laun beint úr ríkissjóði, sem notabene er í bullandi, drullandi mínus. Þess utan verður mjög erfitt að fá nýtt fólki með viti inn í stjórnmál á æstu árum. Það fólk velur að gera eitthvað allt annað en að vinna fyrir fordæmandi drullusokka sem mála skrattann á alla veggi um allan bæ. En svona er Ísland í dag.
Birgir Már (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 17:59
Birgir Már: Síðan hvenær fóru stjórnmál að snúast um laun stjórnmálamanna. Ég veit ekki betur en að þingmenn séu með um kr. 600.000 á mánuði í laun. Það eru held ég þreföld verkamannalaun. Ekkert til að skammast sín fyrir.
Kolbrún: Já, sjálfsagt mun fjórflokkurinn beita öllum úrræðum sem þeim dettur í hug til að halda völdum og óbreyttu ástandi. Það er i raun ekkert annað en einræði.
Þorsteinn Valur: Svona er þetta. Þegar spillingin hefur tekið völdin verða aðstæðurnar þannig að hinir heiðarlega geta ekki lengur lifað við þetta. Ég veit ekki hvort er betra, berjast gegn spillingunni og vera hraktur úr starfi fyrir vikið, eða flytja einfaldlega úr landi og leita betri menningar.
Hrannar Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:05
Fyrir mér er svarið einfalt Hrannar.
Þetta er minna forfeðra og mitt föðurland, ég mun aldrei láta hrekja mig bardagalaust úr landi
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 19:44
Við erum með svo lágan siðferðisvitundarstaðal að við teljum okkur ítrekað trú um að við séum minnst spilla land í heimi. Það sýna kannanir.
Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 23:56
Ég held að þetta sé aðalmálið "Það er nefnilega víða í samfélaginu þegjandi samkomulag um að láta suma njóta ríkulega vafans, enda bæði rausnarlegir og skemmtilegir. " Þetta þegjandi samkomulag, er spillingin í sinni tærustu mynd!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:27
ps: tilvitnunin er náttúrulega beint í athugasemdina hans Þorsteins Vals...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:28
Enn einn góður pistill frá þér.
Billi bilaði, 28.4.2010 kl. 13:18
Ef að Birgir Már er ekki skýrasta dæmið um þarft innihald þessa pistils !!
Ég er á því að blessaður maðurinn sé að grínast, enginn getur verið svona blindur á staðreyndir eða umhverfi sitt !!
Ef Birgi er full alvara þá vil ég spyrja...
Þér finnst núverandi kerfi, sem gagnrýnt er á þessu bloggi, vera eðlilegt..þú ert jú að verja það, ég spyr,finnst þér verkleysi alþingis (sem auðvelt er að tengja við rausnarlegar "gjafir" útrásarvíkinganna)ekki vera partur af vanda Íslands í dag??
Ef breytingar á kerfinu,s.s mútur bannaðar, veldur því að erfitt geti verið að fá "viti" borið fólk á alþingi.. vil ég spyrja, er viti borið fólk staðsett þar í dag ??
Af hverju telur þú að ríkiskassinn sé í bullandi mínus ??
Að lokum, ef svona vont þykir að gegna alþingisstörfum, vinna fyrir fordæmandi drullusokka eins og þú orðar það svo smekklega, AF HVERJU er þá fólk að slást harkalega fyrir efstu sætum, fyrst í prófkjörum innan eigin flokks og svo gegn hinum flokkunum??
Samantekt á pistli þínum:
við höfum vel gefið fólk sem skilar af sér tómum ríkiskassa, fólk sem stingur jafnvel svila sína í bakið fyrir vanþakklátt illa borgað starf... og þú ert hræddur um að greind alþingis lækki ef þessu fólki er skipt út...
Vinna nokkuð 63 á þínum vinnustað ??
P.S
Þorsteinn er maður að mínu skapi !
runar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.