Af hverju þykir í lagi að múta ríkisstarfsmönnum á Íslandi?

 

imgname--britain_moves_on_bribery---50226711--bribery3

 

Í Noregi mega starfsmenn á vegum ríkisins ekki þiggja gjafir í neinu formi. Ekki veiðiferðir, vínflösku, konfektkassa eða flugferð. Hvað þá styrki í formi peninga!

Þar er ríkisstarfsmönnum stranglega bannað að taka á móti styrkjum eða gjöfum í hvaða formi sem er. Þetta þykir eðlilegur hugsunarháttur, til þess gerður að koma í veg fyrir spillingu. Það sama á við um stjórnmálamenn, enda eru þeir annað hvort að sækjast eftir stöðu hjá ríkinu eða þegar komnir í hana.

Komist það upp að norskur stjórnmálamaður eða embættismaður hafi þegið gjöf frá viðskiptavini eða fyrirtæki, er viðkomandi neyddur til uppsagnar strax, en viðtaka á slíkum styrkjum og gjöfum er grunnforsenda spillingar.

Þó ég sé ekkert sérlega hrifinn af öllu banntalinu sem hefur verið í gangi, finnst mér að banna ætti styrki og gjafir til opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna algjörlega.

Það þætti mér gott fyrsta skref í endurreisn íslensks siðferðis, frekar en að bölsóttast út í forseta Íslands sem hefur sér eitt til saka unnið að segja satt og vekja þannig aukinn áhuga ferðamanna á Íslandi, en það hef ég heyrt af fólki erlendis að þeim þyki Ísland einmitt spennandi fyrir hversu óútreiknanlegt það er, og þeir sem ég hef rætt við um orð forsetans, finnst það hinn eðlilegasti hlutur að forsetinn segi frá slíkum hlutum.

Þegar ég segi þeim að fulltrúar ferðaþjónustu og ríkisstjórnar hafi gagnrýnt forsetann harðlega fyrir orð sín, þá fyrst birtist hneykslunarsvipurinn. Fólk leitar ekkert endilega í þægindi og öryggi á Íslandi. Ævintýramennskan heillar meira.

Siðferðisvitund okkar virðist því miður vera í duftinu.

  • ICESAVE 3 samþykkt af leiðtogum ríkisstjórnar þrátt fyrir skýr skilaboð frá þjóðinni 
  • Sparifjáreigendum bætt tap, en heimili settur úrslitakostur
  • Mútur eru í lagi, bara óþægileg staðreynd

Hvað er að?

 

Mynd: Mirror.co.uk


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála eins og oft áður.

Er ég vann hjá ríkisfyrirtæki við eftirlitsstörf þá setti ég út á það við mína yfirmenn að félagar mínir væru að fara í boðsferðir og þiggja aðstöðu hjá þeim sem eftirlit var haft með og taldi að orðspori okkar allra vegið auk hættu á hagsmunaárekstrum.

Þetta var leist þannig að verktakinn var beðin um að senda reikning fyrir boðsferðum til fyrirtækisins.

Merkilegt nokkuð að einn eftirlitsmaður var aldrei boðin í sjóstangveiði eða aðrar veislur og mætti kuldalega viðmótinu meðal flestra annarra eftirlitsmanna eftir þann dag.

Ég var fyrstur til að missa starfið er samdráttur varð og virtist vera sá eini sem setti út á og krafði viðkomandi verktaka ítrekað um úrbætur á slælegum frágangi.

Það er nefnilega víða í samfélaginu þegjandi samkomulag um að láta suma njóta ríkulega vafans, enda bæði rausnarlegir og skemmtilegir.

Fyrir mér eru fleira en beinar greiðslur mútur og oft nauðsyn að setja siðferðislegt viðhorf inn í ráðningaferli.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrannar, það er augljóst hvað er að. Flokksræðið er að berjast fyrir tilveru sinni og ráðandi stöðu gagnvart lýðræðinu sem sækir að því.

Stjórnarflokkarnir eru meira áberandi í augnablikinu, því þeir eru jafnframt að verja núverandi valdaaðstöðu.

En fjórflokkurinn í heild mun berjast til síðasta blóðdropa og réttlæta allar aðferðir sem gagnast honum.

Það er í rauninni bara fyndið að fylgjast með því hvernig forsetinn ítrekað stingur priki í gangverk fjórflokksins... :)

Kolbrún Hilmars, 27.4.2010 kl. 17:17

3 identicon

Hvernig fólk viltu að sækist eftir því að komast á þing? Eins og staðan er nú þá borgum við þeim skammarlega lág laun úr ríkissjóði á meðan atvinnulífið greiðir stærsta hlutann og gerir þetta vanþakkláta starf eftirsóttarvert. Það má svo sem deila um ágæti þess fyrirkomulags. Mér hugnast það ekki. Eða við bönnum allar gjafir og styrki og borgum þessum mönnum klassa laun beint úr ríkissjóði, sem notabene er í bullandi, drullandi mínus. Þess utan verður mjög erfitt að fá nýtt fólki með viti inn í stjórnmál á æstu árum. Það fólk velur að gera eitthvað allt annað en að vinna fyrir fordæmandi drullusokka sem mála skrattann á alla veggi um allan bæ. En svona er Ísland í dag.

Birgir Már (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Birgir Már: Síðan hvenær fóru stjórnmál að snúast um laun stjórnmálamanna. Ég veit ekki betur en að þingmenn séu með um kr. 600.000 á mánuði í laun. Það eru held ég þreföld verkamannalaun. Ekkert til að skammast sín fyrir.

Kolbrún: Já, sjálfsagt mun fjórflokkurinn beita öllum úrræðum sem þeim dettur í hug til að halda völdum og óbreyttu ástandi. Það er i raun ekkert annað en einræði.

Þorsteinn Valur: Svona er þetta. Þegar spillingin hefur tekið völdin verða aðstæðurnar þannig að hinir heiðarlega geta ekki lengur lifað við þetta. Ég veit ekki hvort er betra, berjast gegn spillingunni og vera hraktur úr starfi fyrir vikið, eða flytja einfaldlega úr landi og leita betri menningar.

Hrannar Baldursson, 27.4.2010 kl. 18:05

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fyrir mér er svarið einfalt Hrannar.

Þetta er minna forfeðra og mitt föðurland, ég mun aldrei láta hrekja mig bardagalaust úr landi

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 19:44

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Við erum með svo lágan siðferðisvitundarstaðal að við teljum okkur ítrekað trú um að við séum minnst spilla land í heimi. Það sýna kannanir.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 23:56

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að þetta sé aðalmálið "Það er nefnilega víða í samfélaginu þegjandi samkomulag um að láta suma njóta ríkulega vafans, enda bæði rausnarlegir og skemmtilegir. "  Þetta þegjandi samkomulag, er spillingin í sinni tærustu mynd!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:27

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ps: tilvitnunin er náttúrulega beint í athugasemdina hans Þorsteins Vals...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:28

9 Smámynd: Billi bilaði

Enn einn góður pistill frá þér.

Billi bilaði, 28.4.2010 kl. 13:18

10 identicon

Ef að Birgir Már er ekki skýrasta dæmið um þarft innihald þessa pistils  !!

Ég er á því að blessaður maðurinn sé að grínast, enginn getur verið svona blindur á staðreyndir eða umhverfi sitt !!

Ef Birgi er full alvara þá vil ég spyrja...

Þér finnst núverandi kerfi, sem gagnrýnt er á þessu bloggi, vera eðlilegt..þú ert jú að verja það, ég spyr,finnst þér verkleysi alþingis (sem auðvelt er að tengja við rausnarlegar "gjafir" útrásarvíkinganna)ekki vera partur af vanda Íslands í dag??

Ef breytingar á kerfinu,s.s mútur bannaðar, veldur því að erfitt geti verið að fá "viti" borið fólk á alþingi.. vil ég spyrja, er viti borið fólk staðsett þar í dag ??

Af hverju telur þú að ríkiskassinn sé í bullandi mínus ?? 

Að lokum, ef svona vont þykir að gegna alþingisstörfum, vinna fyrir fordæmandi drullusokka eins og þú orðar það svo smekklega, AF HVERJU er þá fólk að slást harkalega fyrir efstu sætum, fyrst í prófkjörum innan eigin flokks og svo gegn hinum flokkunum??

Samantekt á pistli þínum:

við höfum vel gefið fólk sem skilar af sér tómum ríkiskassa, fólk sem stingur jafnvel svila sína í bakið fyrir vanþakklátt illa borgað starf... og þú ert hræddur um að greind alþingis lækki ef þessu fólki er skipt út...

Vinna nokkuð 63 á þínum vinnustað ??

P.S

Þorsteinn er maður að mínu skapi !

runar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband