Kemst ríkisstjórnin upp með að brjóta gegn skýrum vilja þjóðarinnar?

Um 93% kjósenda sem þátt tóku í þjóðaratvæði um ICESAVE kusu gegn því að gengið yrði að ICESAVE 2 samningnum. Nú kemur í ljós að forsprakkar ríkisstjórnarinnar eru búnir að skrifa undir ICESAVE 3 án umræðu. Hugmyndin er að borga Bretum og Hollendingum skuldir einkafyrirtækjanna úr vösum alþýðunnar að fullu og með vöxtum!

Þægilegt fyrir ríkisstjórn að fela svona stórfréttir í skjóli eldgoss og rannsóknarskýrslu.

Þekkt taktík. Þetta minnir svolítið á smáfréttina um daginn þegar lögreglan á Suðurlandi tók eftir þekktum innbrotsþjófum sem virtust ætla að laumast inn í tóma bæi í skjóli eldgoss. Mikilvægt að hafa augun opin þegar stórfréttir skyggja á minni fréttir.

Kemst ríkisstjórnin upp með þetta?

Er íslenska þjóðin jafn heimsk og spunameistarar stjórnmálaflokka virðast reikna með?

Hefur þar með tekist að reisa skálkaskjól eða skjaldborg yfir þingmenn, útrásarvíkinga og bankamenn, undir eldfjallinu?

Þeir sem skrifuðu undir þessa viljayfirlýsingu til að fá í gegn lán frá AGS: 

  • Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
  • Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
  • Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Svar mitt við spurningunni sem ég spyr er "". Ríkisstjórninni mun takast að brjóta gegn skýrum vilja þjóðarinnar vegna þess að fólk er orðið leitt á ICESAVE, nennir þessu ekki lengur, stutt í sumarið og þá hverfa öll vandamál að sjálfu sér.

Það væri óskandi að ég hefði rangt fyrir mér í þetta skiptið og að alþýðan bregðist við á viðeigandi hátt.

En hversu líklegt er það á þessu augnabliki?

 

Sjá nánar ágæta grein Guðmunds Ásgeirssonar sem vakti athygli á þessu síðasta laugardag. 

E.S. Ég var búinn að lofa sjálfum mér að skrifa ekki oftar um ICESAVE, en mér finnst þetta mál svo skuggalegt og grimmt, að ég stóðst ekki mátið.


mbl.is Ábyrgjast Icesave- greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innherjarnir senda þjóðinni reikninginn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 10:18

2 identicon

Það er líka talað um „structural adjustment“ í þessari yfirlýsingu. Samkvæmt Stiglitz og Klein þýðir það í öllum tilfellum hjá AGS einkavæðingu á grunnþjónustu.

Nú er það spurningin hvað verður selt fyrst?

Það kemur líka fram í þessari yfirlýsingu að heimilin verða í frjálsu falli fjárhagslega frá mánaðarmótum okt-nóv 2010.

Og að alþýða/launþegar eigi að borga reikninginn.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 11:30

3 identicon

Já kæru landar og skrælingjar... stjórnmálamafíur og elítan telur okkur vera sauðheimska fávita, þeir hreinlega stóla á það; Enda hefur það verið séríslenskt heilkenni að láta traðka á sér aftur og aftur og aftur...

Spurningin er: Erum við menn eða lúserar.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 13:23

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Nú kemur í ljós að forsprakkar ríkisstjórnarinnar eru búnir að skrifa undir ICESAVE 3" ??

Kristján Hilmarsson, 19.4.2010 kl. 14:07

5 identicon

Góð og tímabær samantekt. Þessi vinnubrögð koma ekki á óvart, en reka frekari stoðum undir þá einföldu staðreynd að hér verður að stokka upp. 

Gott að átta sig á eftirfarandi í samhengi við þetta; frétt sem var lætt inn á ruv.is vefinn á laugardagskvölið síðasta kl. 22:14: "Stór hluti af gjaldeyrinum sem safnaðist á Icesave-reikninga Landsbankans virðist hafa endað hjá Kaupþingi. Þaðan var honum ráðstafað að hluta til félaga sem tengdust bankanum. Þetta má lesa út úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis"

Ríkisstjórnin með Samfylkinguna innanborðs neitaði á annað ár að svara fyrir það hvert Icesave peningarnir hefður farið.  Það var kyrfilega þaggað. M.v. tengsl Samfylkingarinnar við forhertustu óreiðumenn landsins sem tóku við peningunum til eigin ráðstöfunar vekur umrædd þögn ekki furðu.  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 15:09

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að fólk sé ekki búið að átta sig á þessu, ekki hefur þessi frétt verið fyrirferðarmikil í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna.  Það er verið að þagga þetta niður, bara nokkrir bloggarar virðast vita þetta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2010 kl. 17:02

7 Smámynd: Birgir Eiríksson

Spurning um að moka þessu hyski öllu saman út af alþingi og banna öllum sem skipað hafa 1.-10. sæti á þessum listum hingað til að bjóða sig fram. Þetta lið virðist því miður vera hvert með öðru skítugra mjöl í pokahorninu. Þetta endar með blóðugri byltingu, gapastokkum og fallöxum.

Birgir Eiríksson, 19.4.2010 kl. 19:47

8 identicon

Ég er reyndar búinn að hvetja til býltingarinnar í góð 2 ár!! En aldrei gerist nokkur skapaður!! Ég ætla hér með að bera upp þessa bón einu sinni enn!! Blóðugri ef með þarf?!

Jóhann Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 23:24

9 Smámynd: Dingli

Structural adjustment! Ef þessi braut verður farin, klofna Vinstri-Galnir. Steingrímur og Björn Valur, reknir úr flokknum og Lilja Mósesd. tekur við forustu hans. Kannski maður fari að ydda kosninga blýantinn.

Dingli, 20.4.2010 kl. 01:36

10 identicon

1. Það er ekkert val að borga þetta. Við borgum þetta, og með vöxtum. Ef við neituðum að semja við Breta/Hollendinga, þá get ég lofað þér því að við borgum þetta margfalt. Það er í rauninni ekki einu sinni til umræðu hvort við borgum þetta eða ekki, heldur á umræðan frekar að snúast um á hvaða forsendum. Þú gleymir því líka að það eru nú þegar staðfest lög sem forseti skrifaði undir. Við (þar á meðal ég) höfnuðum hinsvegar tillögum Breta og Hollendinga, en þá eru eldri lögin ennþá í gildi.

Sumsé, við munum borga þetta, sama hvað gerist. Nema sólin hætti að skína, munum við borga Icesave skuldirnar með vöxtum. Mönnum er réttast að byrja að lifa með því, vegna þess að það mun ekki breytast.

2. Það skiptir engu máli hvað þjóðinni finnst milli kosninga vegna þess að um leið og það er farið að storka yfirvöldum á Íslandi, þá mígur þjóðin í sig af hræðslu við "öfgamenn" og afneitar öllum raunhæfum leiðum til að breyta stjórnskipulagi Íslands. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða, á meðan Íslendingar halda áfram að vera samansafn af helvítis aumingjum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 01:42

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvorki mér né öðrum Íslendingum ber skylda til að borga ICESAVE vegna afglapa ráðherra líðandi ríkisstjórnar og skipulagðrar glæpastarfsemi innan bankanna. Réttlætið felst ekki í því að þjóðin borgi, heldur að þeir sem stálu þessum peningum og þeim sem var skylt að vernda þessar stofnanir, axli ábyrgð, með því að greiða sjálfir til baka, dúsa í fangelsi, eða með öðrum tiltækum ráðum sem sérstakur dómstóll ætti að vinna úr.

Það á ekki að refsa öllum fyrir glæpi fárra. 

Hrannar Baldursson, 20.4.2010 kl. 05:36

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla aldrei að borga Icesave.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2010 kl. 12:02

13 identicon

þetta pakk gerði það núna og áður og mun gera það aftur

og hefur gaman af því að valta yfir þjóðina með sínu rugli 

Einar (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband