Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hverjir eiga að víkja?
17.4.2010 | 07:08
Íslenska stjórnkerfið er ónýtt. Hefur verið mótað til að atvinnupólitíkusar geti setið á þingi alla ævi og fengið síðan ljómandi eftirlaun. Þessu kerfi hefur tekist að gleypa lýðræðishugsjónina, sem gengur út á það að fólk spillist við völd, og því verði að skipta fólki reglulega inn og út. Miklu oftar en gert er á Íslandi. Til dæmis mætti takmarka hámarkssetu á þingi við 8 ár. Bara sú regla gæti stórbætt kerfið.
Það þýðir aftur á móti að reynsluboltar í pólitík yrðu ekki lengur til og sífellt viðvaningar við völd. Það er varla eðlilegt að tvíhöfði ríkisstjórnarinnar hafi setið samtals um 60 ár á þingi? Erfitt að segja hvort sé betra: spilling eða reynsluleysi. Ég kýs reynsluleysið og minni völd ríkisins.
Lýðræðið varð til sem svar við einræði og spillingu sem slíku tengist. Eftir því sem stjórnmálamenn sitja lengur, færist lýðræðið nær einræði. Kerfið seilist sífellt til einræðis, því það virkar svo miklu betur, er hraðvirkara og þarf ekki mikla skriffinnsku. Lýðræðið er hins vegar afar þungt í vöfum, en það er einmitt til þess að koma spillingunni fyrir kattarnef, gera henni eins erfitt fyrir og mögulegt er. Gagnsæi og allt upp á borði. Það er hin lýðræðislega hugsjón. Lýðræði er ekki skemmtilegt. Það er hundleiðinlegt, og fólk sækist ekkert sérstaklega í það. En það virkar þegar grundvallarreglum er fylgt eftir: að stokka reglulega upp (fyrir alvöru) og skrásetja öll embættisverk.
Íslenskir stjórnmálamenn eru eins og strætóbílstjórar sem keyra vélarlausan vagn á tréhjólum sem dreginn er áfram af embættismönnum, skattborgurum og farþegum.
Mynd: I Want A Volkswagen Bus
E.S. Þannig hófst færslan upphaflega en ég ákvað að klippa hana svolítið til:
Loksins þegar sannleikurinn er kominn í ljós á þá Þorgerður að víkja?
Er Þorgerður ekki manneskja sem sjálfstæðismenn kusu á þing? Eiga þeir ekki að standa við bak hennar gegnum þykkt og þunnt? Væri ekki einnig betra að Björgvin og Illugi yrðu áfram á þingi til að viðhalda þeim pirringi sem nærvera þeirra veldur?
Einmitt að leyfa Þorgerði að sitja áfram og sjá hvernig málið leggst í kjósendur. Það væri verra að fá manneskju í staðinn sem enginn veit neitt um. Svona rannsóknarskýrslur verða líklega ekki gefnar út á hverju ári, en nóg er af efnivið í tug sambærilegra skýrsla á næstu tiu árum, reikna ég með.
Vilja að varaformaðurinn víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Mér finnst undarlegt að þessir menn víki og allt "sérhagsmuna" fólkið sitji áfram?
Björgvin G og Illugi eru þeir sem ég hefði síðast rekið út?
"Útkastarinn" er ekki að vinna eftir réttlætis-leiðum!!!
Þeir trúa því ennþá að þeir geti blekkt almenning á Íslandi? Þvílíkur barnaskapur! Nú er nóg komið! Og það þarf að henda út úr öllum flokkum, eiginlega bara öllu flokks-sýsteminu! Athugið það gott fólk!
Jóhanna er heiðarleg en margt rusl-lið hangir í pilsfaldinum hennar eins og óþekkir afætu-krakkar, sem því miður hafa völd á við fullorna embættismenn? M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.4.2010 kl. 08:22
Þorgerður þarf vissulega að víkja. Líka Illugi, Össur, Jóhanna, Steinunn o.fl. við þurfum að berja í siðferðisbrestina og láta skýrar línur um hvað við sættum okkur við. Málið er að grasræturnar í flokkunum eru líka sekar, sekar um að sofa á verðinum og láta hjá líða að hafa mörk á forystunni með gagnrýni og festu. Þegar grasrótin er máttlaus þá fær forystan engin skýr leiðarmerki. Þeir sem þurfa að axla ábyrgð er þetta ágæta forystufólk, það fríar okkur í grasrótinni ekki.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.4.2010 kl. 08:34
Er Þorgerður ekki manneskja sem sjálfstæðismenn kusu á þing? Eiga þeir ekki að standa við bak hennar gegnum þykkt og þunnt? Bara byrja á því að segja að fólk vissi ekki hversu rotin hún var þegar það kaus hana, eftir allt þetta þá er að standa hana af því að ljúga í útsendingum sjónvarpanna og meira til. Hún á bara að fara frá strax og ekki vera eyða tíma í að safna fólki í Stapann til að skýra eitthvað fyrir því. Hún líklega telur að hún hafi ennþá stuðning fólksins í flokknum. Sýnir bara hversu veruleikafirrt hún er.
Jón Valberg (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 10:14
1.700.000.000 ástæður eru fyrir því að Þorgerður Katrín verður að víkja af þingi.
Alveg eins og Björgvin G. og Illugi og það eru fleiri sem verða að taka pokann sinn. Allir þeir þingmenn sem þáðu milljónir á milljónir ofan af bankaglæponunum, s.s. Steinunn Valdís Óskarsdóttir og fleiri. Kanski þarf að setja þakið við 500 þúsund eða eitthvað slíkt. En það þarf að þrífa skítinn og þingmenn umfram aðra þurfa að sýna að þeir vilja bæta ástandið og segja spillingunni stríð á hendur.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 10:27
Það þarf að hreinsa Alþingi af öllum sem sekir eru um að hafa unnið á móti hagsmunum þjóðarinnar. Hvar í flokki sem þeir standa.
Sumir hafa úrskurðað sig þaðan sjálfir með orðum sínum fyrir lögnu síðan. Smá spurning.
Man enginn að það kviknaði bjartsýnisvon í brjóstum þjóðarinnar, rétt í þann mund sem ríkistjórn Geirs Harde var að hrynja. Þegar sjónvarpsmaður var að tala við Katínu Þorgerði, og varpaði fram einhverri spurningu varðandi Davíð. Að hún svaraði að bragði
“ Ég held nú að sá maður ætti að segja sem minnst” ? En þessi vonarneisti hvarf eins og dögg fyrir sólu örstuttu síðar þegar stjórnin var fallin. þá sagði þessi sama kona, einnig í beinni útsendingu við sjónvarpsmann. Hreinskilningslegustu setningu sem hún hefur nokkurn tímann sagt við sína þjóð. Og fyrir hana á hún heiður skilið. Svar hennar var svohljóðandi.
“ En nú eru að koma kosningar og þá víkur þjóðarhagur fyrir flokkshag”. Þá tel ég að hún hefði átt að víkja strax.
jón A. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:03
KICK - ASS
Ómar Ingi, 17.4.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.