Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Shutter Island (2010) *1/2
11.3.2010 | 22:03
Leikararnir eru fínir. Leikstjórinn töff. Kvikmyndatakan flott. Tónlistin magnþrungin. Sagan slök. Gengur ekki upp. Oft fannst mér "Shutter Island" virka eins og tilgerðarlegur gjörningur og átti alveg eins von á að einhver leikaranna færi að dansa ballet upp úr þurru, bara af því að slíkt gæti verið svo þrungið merkingu og einhvern veginn passað.
Ég skil hvað Martin Scorcese reyndi að gera. Ég ætla samt ekki að segja það. Það gæti eyðilagt fyrir einhverjum sem hefði eftir allt gaman af því að sjá þessa kvikmynd. Gaman að Scorcese skuli gera tilrauninr. Fyrir hann. Leiðinlegt fyrir mig.
FBI lögreglufulltrúinn Teddy Daniels (Leonardo DiCaprio) siglir ásamt nýjum félaga sínum Chuck Aule (Mark Ruffalo) að eyju fyrir geðsjúka glæpamenn til að rannsaka hvarf konu að nafni Rachel (Patricia Clarkson og Emily Mortimer). Þeir koma á ferjubát gegnum þykka þoku og eyjan birtist þeim undir alltof dramatískri tónlist, í stíl við tónlistina úr "Cape Fear".
Í fangelsinu eru Max von Sydow og Ben Kingsley geðlæknaparið sem sinnir "sjúklingunum" með vafasömum aðferðum að mati Daniels, og ætlar hann að koma upp um þá, en það lítur hins vegar út fyrir að hann sé í erfiðri aðstöðu, vopnlaus, gefin "höfuðverkjalyf" á fyrsta degi og farinn að sjá sýnir sem hafa djúp áhrif á hann. Loks fer hann að spyrja hvort hann sé í raun sá sem hann heldur að hann sé.
Þessi söguþráður hljómar vel og hefði getað verið gerður ansi spennandi, en Scorcese klikkar illa í frásagnartækninni, þar sem hann beitir óáreiðanlegum sögumanni. Áhugaverð tilraun, en ekki tveggja tíma virði. Þessi saga hefði getað virkað ágætlega sem hálftíma "Twilight Zone" þáttur, og kæmi mér reyndar ekki á óvart þó það kæmi í ljós að svipaður þáttur hafi einhvern tíma verið settur saman.
Til að vera sanngjarn. Það er spennandi og flott atriði í myndinni þar sem Teddy leitar að fanga á hættulegustu geðdeild spítalans, og það atriði jafnast á við heila hrollvekju. Því miður tókst ekki að halda slíkum dampi alla myndina.
Tilfinningin sem ég sat uppi með eftir myndina kallaði á svona orð: tilgerðarleg, alltof löng, skildi hvað þá langaði að gera, hálf misheppnað. Mér leið nokkurn veginn eins eftir síðustu mynd sem ég sá eftir David Lynch "Inland Empire", en sú var reyndar enn steiktari en þessi.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 777734
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Blade Runner all over again, þú sérð hana textalausa og skilur ekkert
Hrannar, Shutter island er snilld.
Loksins ósammála um kvikmynd í langan tíma hlaut að koma að þessu
Ómar Ingi, 11.3.2010 kl. 22:33
Jamm, ekki minn tebolli.
Ég gaf nú Blade Runner *** eða ***1/2. Hafði gaman af henni en finnst hún ofmetin. Rétt eins og þessi, nema hvað það var ekkert sérstaklega gaman að horfa á Shutter Island.
Hrannar Baldursson, 11.3.2010 kl. 23:08
Óáræðanlegur sögumaður? Hmmm? Er þetta svona Usual suspects dæmi? Memento kannski? Hljómar þannig.
Hefurðu lesið bókina "Í meðferð"? Er þetta svoleiðis sálfræðitryllir, þar sem maður skilur ekki upp né niður í neinu fyrr en í blálokin? Mörkin milli veruleika og hugaróra renna saman.
Annars ætla ég nú að kíkja á hana þessa. Hún er allavega fýsilegri en heimsendamyndirnar úr smiðju fundamentalistanna í USA, sem virðast öllu ætla að tröllríða nú.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2010 kl. 01:31
Manni heyrist reyndar að þetta sé mynd, sem Christopher Nolan hefði kannski átt að taka fyrir.
Ég sá annars Parnassus Imaginarium um daginn og er í vonbrigðaloti. Þvílíkt krapp sem sú mynd er. Raunar dó aðalleikarinn í miðjum tökum og einnig framleiðandinn, svo kannski hafði það áhrif, en þetta var samt sama mónótón ruglið frá upphafi til enda, einhverskonar hrærigrautur af öllu sem Gilliam hefur gert fram að þessu og það án nokkurrar vitrænu. Svona time bandits meets Fear and loathing / Jabberwoky meets Fisherking / 12 monkeys meet holy grail. Ef þú fattar hvað ég meina.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2010 kl. 01:38
Já, Jón Steinar. Nolan hefði líklega hentað betur sem leikstjóri. Scorcese er ekki beinlínis þekktur fyrir næm efnistök. Þetta er svona svipað og Usual Suspects. Ég áttaði mig alltof snemma á því hver óáreiðanlegi sögumaðurinn var í þeirri mynd, og því kom endirinn á henni mér alls ekkert á óvart. Þetta er svona svipað. Hins vegar var Usual Suspects frekar skemmtileg fyrir utan ráðgátuna. Shutter Island er það ekki.
Memento var náttúrulega snilld sem gekk fullkomlega upp. Hún var spennandi allan tímann. Ég hafði gífurlega gaman af Parnassus, þar sem mér fannst súrrealisminn eðlilegur (ef það er mögulegt) og skemmtilegur.
Ég hef ekki lesið bókina "Í meðferð", en vissulega er þetta ein af þeim myndum þar sem hugarórar og veruleikinn eiga að renna saman. Ég játa að sjálfsagt er ég fullharður við "Shutter Island", en mér fannst hún hefði getað verið svo miklu betri.
Hrannar Baldursson, 12.3.2010 kl. 06:55
Mér fannst myndin byrja vel, en hún pirraði mig þegar á leið. Ég labbaði síðan hugsandi heim yfir endi myndarinnar. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem mér fannst svo myndin vera hrein snilld.
Loori (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 22:04
Loori: þú hefur fullan rétt á að hafa slíka skoðun, og ég get vel skilið að fólki finnst þetta flott. Ég átta mig hvað á Scorcese ætlaði að gera, fannst grunnhugmyndin góð en það virkaði einfaldlega ekki á mig.
Scorcese er margfalt öflugri þegar hann lýsir hráum veruleika, en reyndar má túlka þessa mynd þannig að hann hafi verið að lýsa hráum veruleika út frá sjónarhorni manns sem er ekki með öllum mjalla. Þar er hann meðal allra bestu leikstjóra samtímans, eins og mátti sjá í Goodfellas, Taxi Driver og Raging Bull. En þar var hann hins vegar með snillinginn Robert DeNiro sér til halds og trausts, en Leonardo kallinn kemst því miður ekki með tærnar þar sem DeNiro hefur hælana þegar túlka skal einhvers konar sturlun.
Hrannar Baldursson, 13.3.2010 kl. 08:21
Sammála Hrannari . . . vonbrigði ársins :( !!
Ekki hætta að blogga, Hrannar ... kveðja frá Íslandi, Egill:)
Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 05:07
Takk fyrir hvatninguna Egill.
Árið 1998 bloggaði ég á ensku því ég fékk borgað fyrir það með Amazon.com peningum. Aldrei að vita nema maður snúi sér aftur að ensku bloggi, þar sem öll mín atvinna er á ensku. Hins vegar ætti blog.is að hjálpa mér að viðhalda íslenskunni.
Kveðjur á klakann.
Hrannar Baldursson, 19.3.2010 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.