Lögmenn hjá Pacta eiga heiður skilinn fyrir að kveikja vonarneista í baráttunni gegn óréttlæti á Íslandi

 

scales%20of%20justice%20money
 

Loksins, loksins, loksins. Fyrsti sigurinn frá upphafi Hruns, en stríðið er ekki búið. Lögmenn Pacta sýna í verki að þeir eru meira en lagatæknar.

Þetta mál þarf að enda á sama hátt fyrir hæstarétti áður en Lýsing fellst á eigin ábyrgð. Fjöldi þeirra sem tekið hafa bílalán hafa tapað miklum eignum og fjármunum vegna gengistengingarinnar og óstöðvandi kröfu lánenda um að þeir sem skulda beri allan skaða eftir Hrun, án þess að komið hafi verið til móts við þá með öðrum hætti en greiðslufrestun og greiðslujöfnun sem þýðir að skuldarar eru að borga mun hærri upphæðir en upphaflega var samið um. Nú ætti Lýsing að grípa tækifærið og semja við þá sem skulda af myntkörfulánum áður en neytendur fara í skaðabótamál eftir að kröfur Lýsingar tapast fyrir hæstarétti. Þeir hafa einfaldlega réttlætið sjálft á móti sér.

Aðeins þannig geta slík fyrirtæki komið í veg fyrir eigið gjaldþrot þegar dómur fellur í hæstarétti. Einfalt áhættumat sýnir að þetta er rétt. Staðan hefur breyst.

Ég get ekki betur séð en að þarna fari lögmannsstofa sem berst fyrir réttlæti og hagsmunum almennings. Kominn er fram á sjónarsviðið öflugur leiðtogi í baráttu almennings gegn óréttlæti og spillingu, Pacta.

Lögmenn hafa setið undir stöðugri gagnrýni fyrir að hugsa fyrst og fremst um eigin vasa og látið peninga vega óeðlilega mikið í vogarskál réttlætisins. Hjá Pacta fara greinilega lögmenn sem hugsa um meira en peninga. 

Því ber að fagna!

 

 

Mynd: The Law Office of Gregory Tendrich, P.A.


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Og áttaðu þig líka á því, að Pacta byggir á grunni: "stærst[u] lögmannsstof[u] landsins á sviði lögfræðilegrar innheimtu". Eru það ekki þeir lögmenn sem yfirleitt eru mest blammeraðir?

Billi bilaði, 13.2.2010 kl. 11:35

2 identicon

Tja ... þessu er yfirleitt snúið við í hæstarétti.

Enginn sigur unninn ennþá.

PBP (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:59

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ef málið er nógu vel unnið, þá vinnst það.

Hrannar Baldursson, 13.2.2010 kl. 18:05

4 identicon

Ég er hæstánægður með þessi fyrstu skref hjá Héraðsdómi. Við verðum að átta okkur á því að "bakkavararbræður róa lífróður þessa dagana" þeir eru jú eigendur á Lýsingu meðal annars

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 21:45

5 identicon

Snigill réttarfarsins kemst stundum ekki, þó hægt fari .  .    .      en etv. á Eyjólfur eftir  hressast. En eins og Hæstiréttur er pólittiskt skipaður, þessa stundina, er "réttlætið" sennil. á valdi Mammons.  

Karl Ben (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 22:49

6 identicon

Dæmi Hæstiréttur lán þessi ólögleg, hvernig leggið þið þá til að málin verði gerð upp? Ef tveir aðilar gera ólöglegan samning hafa þá ekki báðir brotið lög?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 01:21

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þorgeir: Af sanngirni og í samvinnu milli lántakanda og lánveitanda, sem er mun skárra en algjör höfnun lánveitenda, eins og hefur verið raunin.

Réttlátast væri að mínu mati að snúa þessum lánum yfir í íslensk verðtryggð lán frá fyrsta lántökudegi, þó svo að verðtryggð lán séu líka ömurleg. Það er náttúrulega ömurlegt að fólk sé að borga 100-150% hærra til baka í dag en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Skárra er ef það er um 10% hærra.

Hrannar Baldursson, 14.2.2010 kl. 06:50

8 identicon

Pactalögmenn eru ekki bara öflugir á sínu sviði, þeir eru reynsluboltar hreint ótrúlegir, það vil ég votta hér,  og senda þakkir.

Robert (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband