Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Á Íslandi má allt.
Það má keyra þjóðina í þrot. Það má hrekja fjölskyldur úr landi. Það má kreista síðasta dropann úr vösum þeirra sem ekkert eiga. Það má alltaf eignast meira. Það má alltaf éta meira. Það má alltaf drekka meira. Það má enginn vera manni framar. Það má eignast það sem maður ekki á með klókindum. Það má níðast á börnum sem eru ekki fædd. Það má stela. Það má svindla. Það má svíkja. Það má hagræða tölum og atkvæðum.
Dauðasyndirnar sjö hafa verið notaðar sem viðmið í margar aldir um hvers konar viðhorf geta verið hættuleg samfélaginu. Þessar syndir eru:
- Miskunnarleysi
- Græðgi
- Dugleysi
- Stolt
- Ágirnd
- Öfund
- Ofát
Allt þetta hefur verið í gangi á Íslandi og er enn að.
Spurning hvort að við þurfum að læra klassísk fræði upp á nýtt, og byrja að læra eitthvað af visku fortíðarinnar.
Við höfum þegar áttað okkur á að við erum ekki flottust, fallegust, ríkust og hamingjusömust; en þeir sem trúa slíku mættu nota gátlista dauðasyndanna sjö til að átta sig á villu eigin vegar, taka upp betri siði og leyfa venjulegu fólki að lifa í friði og leita sér hamingjunnar í ró og næði.
Af hverju segjum við ekki "hingað og ekki lengra," eða hrópum af fullri raust í gjallarhorn, hvað eftir annað um alla bæi landsins þannig að glymri landshorna á milli:
"HINGAÐ OG EKKI LENGRA!"
Ég er að velta fyrir mér af hverju stórkaupmenn mega keyra fyrirtæki sín í þrot og fá annað tækifæri og peninga að gjöf á meðan saklausir borgarar geta ekki borgað skuldir sínar vegna óhóflegs sukks og svínarís og löghlýðni óreiðumanna við þessar sjö dauðasyndir. Ég er að velta fyrir mér af hverju stjórnmálamenn á Íslandi gefa ekki tímabundið frá sér völdin yfir til þjóðstjórnar, en skil að það er sjálfsagt vegna bæði mikillar innri spillingar, þægilegrar stöðu og launa.
Mér er umhugað um þjóð mína. Þess vegna er þetta sárt.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 778112
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Það má víst öllu illu venjast svo gott þyki segir gamall íslenskur málsháttur. Því fylgjum við ötullega eftir við íslendingar.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 9.2.2010 kl. 18:01
Takk fyrir þessa ágætu hugvekju
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.2.2010 kl. 18:27
já takk fyrir , stjórnvöld hljóta að hata almenning,elska arðræningjana,verkin tala, ekki er þeta alþýðustjórn eða mannleg ? hvar erum við stödd ? en ekki er ég að mæra frammsóknaríhaldið nema síður s ekki svo hroðalega gleimin (sos)
Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 19:48
Raunar eru dauðasyndirnar samanteknar af Marteini Lúter og finnast ekki í bóinni vondu sem einhver sértækur listi frekar en boðorðin 20.
Þarna nefnir þú dugleysi, sem er nýtt fyrir mér. Í öllum eldri listum er talað um þunglyndi, sem mér finnst ansi djúpt í árinni tekið. Græðgi, ágirnd og ofát er sama normið, svo menn gætu sleppt því að þrítelja það.
Aldrei hef ég heldur séð "miskunleysi" í þessu samhengi. Það er eitthvað alveg nýtt, enda ekki löstur sem slíkt og afstætt í mörgu. Stolt er líka ansi skrítið í þessu samhengi, því það getur haft góða merkingu líka. Þetta er vond þýðing á orðinu pride, sem eiginlega er þýtt hroki í orginal samhengi.
Þetta er því skrítinn listi þarna hjá þér og eiginleg hálf marklaus. Syndir Lúters voru: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi auk vanþakklætis og eigingirni. Pick your choice.
Allir eru sekir um þetta í einhverri mynd á einhverjum tíma og það er barnaleg ofureinföldun að ætla þessa þætti sem einhverskonar grunneðli manna.
Fyrirgefðu að ég skuli hnýta í þetta. Tek í sjálfu sér undir það sem þú ert að reyna að koma á framfæri, en dogmatísk alhæfingarframsetning á loðnum hugtökum er mér ekki að skapi. Allavega er upptalning þín undarleg í meira lagi.
Ég skil heldur ekki að þú kallir þetta einhver gömul fræði. Óheiðarleikinn felst almennt í því að gera eitthvað gagnvart öðrum, sem þér þætti ekki gott að verða fyrir sjálfur. Sýna fálæti og hroka en hata það í þinn garð. Okra, en verða brjálaður ef á þér er okrað. Ljúga en krefjast sanninda frá öðrum etc. Þetta er sósíópatísk hegðun og ég held að skýringanna sé að leita í námi og uppfrðslu þeirra, sem viðskipti og stjórnsýslu stunda. Kenningafræði leikjafræðinnar og áróðursfræði Bernays t.d., sem stríða gegn öllu mannlegu og altruisku.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 19:52
Vænisýki kaldastríðsins hefur sennilega markað þetta meira en nokkuð annað. Þar er hugsað um fólk sem hjarðir í stað einstaklinga og þeir manipuleraðir sem slíkir án tillits til persónulegra harmleikja. Strategísk nálgun í stjórnmálum og viðskiptum, sem skilur siðfræðina eftir heima en byggir allt á stærðfræðimódelum líkt og í Leikjafræði Nash (a beautiful mind) Þessi kalda nálgun hefur verið heimfærð upp á smátt og stórt í tilvist okkar og þar er það tilgangurinn, sem helgar meðalið en ekki þarfir einstaklingsins. Þetta er hugarfar, sem þarf að taka til endurskoðunnar og best væri að byrja í háskólunum, þar sem þessi strategíska og ómannlega hugsun, er kennd.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 20:02
Takk fyrir athugasemdirnar öll.
Rétt hjá þér Jón Steinar að þarna set ég ekki fram dauðasyndirnar af fræðilegri nákvæmni og að hugtökin eru ekki nákvæmlega eins og þau hafa alltaf birst í íslenskri þýðingu, en ég leyfði mér að þýða hugtökin yfir á tungutak sem ég skil sjálfur og finnst passa.
Reyndar sé ég mun á hroka og stolti. Stolt getur verið gott, og er það þá kallað heiður. En of mikið stolt getur verið slæmt, og orðið að einhvers konar sjálfhverfum hroka.
Heimildir mínar eru hvorki Biblían né Luther, heldur Wikipedia. Þar kemur skýrt fram að langur og erfiður ferill er að baki því að fækka dauðasyndunum í sjö síðan kaþólskan var ung.
Ofát og græðgi er líka tvennt ólíkt. Græðgi er þegar þú ásælist hluti án skynsemi, en ofát er þegar þú hefur svalað græðginni, og hungrið eftir meiru er samt ennþá til staðar.
Mér finnst gaman að hugsa um þetta með þér, og er þér þakklátur fyrir að deila með mér þínum pælingum.
Hrannar Baldursson, 9.2.2010 kl. 20:08
"Vænisýki kaldastríðsins hefur sennilega markað þetta meira en nokkuð annað." Jón Steinar
Oft hefur mér verið hugsað til þess hvernig heimurinn hefði orðið ef n/fasistar hefðu unnið seinni heimstyrjöldina, og held svei mér þá að hann hefði ekki verið mjög ólíkur því sem hann er í dag.
Til að sigra nasista þurftu bandamenn að beita sams konar tækni og n/fasistar höfðu þróað, og með þessari tækni varð til einhvers konar trú á kerfi; sem aftur er svo hægt að finna sem rótina að fasismanum. Þó að bandamenn hafi formlega unnið styrjöldina var hún unnin með tækjum hugmyndafræðinnar sem hún barðist gegn. Þannig að hugmyndafræðin lifði af stríðið, sem enginn má svo gagnrýna, frekar en á tímum fasisma og nasisma. Þetta er svolítið bilaður heimur sem við búum í, og verðum við sjálfsagt sjálf að vera svolítið biluð til að fatta það.
Hrannar Baldursson, 9.2.2010 kl. 20:14
Já það er gaman og hollt að velta þessu fyrir sér, en eins og ég segi, þá tel ég vandannn frekar kerfisfræðilegan en tengdan mannlegum brestum, sem blunda og vakna með mönnum eftir kringumstæðum umhverfisins hverju sinni. Þessi kerfislega firring er það umhverfi sem kallar hið versta fram.
Ég er nú á því að þessi grðgishugtök, séu þau sömu. Ofát er dregið af gluttony, sem er að gleypa eða svelgja. Matgræðgi var það líka kallað. Þessa hvöt held ég að megi rekja til óttans, eins og alla þessa vankosti. Óttinn við skort eða að verða afétinn í umhverfi, sem virðist ekki sýna neitt tillit til sameiginlegrar velferðar. Græðgin elur af sér græðgi og kveikir hana með þeim, sem verða fyrir henni. Þessi element vekja einhverskonar frumskógareðli upp í manneskjunni, en það sem er absúrd við að þetta sé svona ríkjandi í dag, er að þetta er ekki í neinum takti við umhverfið, þar sem aldrei hefur verið meira úr að spila fyrir mannkyn en nú. Í þrengingum og hamförum væri þetta eðlilegt. Afkomueðlið gerði það að verkum að fólk hrifsaði til sín án tillits til annarra, ef það væri spurning um líf og dauða fyrir það sjálft. Nú er það ekki þannig. Það gerir þetta ástand allt svo súrrealískt og ómannlegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 21:12
Skemmtilegar vangaveltur hér eins og oft áður.
Var að hlusta/horfa á þennan hálftíma þátt frá BBC nýlega, um meinta tilraun til að koma á fasistaríki í Bandaríkjunum með valdaráni 1933 og skrautlega þingrannsókn eftir að plottið (The "Business Plot" ) komst upp. Annars var sumt af þessu gengi sem bendlað er við þetta, J P. Morgan og fleyri stórbokkar, hvort eð er búið að ná yfirtökunum í landinu eftir að hafa komið Federal Reserve Systeminu í gegn og þar með komast yfir seðlaprentun landsins, nýttu sér Kreppuna Miklu til botns til að styrkja stöðu sína...eins og til var stofnað.
í þremur hlutum, tæpur hálftími... http://www.youtube.com/watch?v=UXGUgFXoRu4&feature=related
SeeingRed, 10.2.2010 kl. 02:13
Sæll Hrannar
Þegar rannsóknarnefndin var skipuð í Nóvember 2008, skrifaði ég ókeypis færslu um 7 skýringar á hruninu, með skýrskotun til dauðasyndanna 7
http://jennystefania.blog.is/blog/jennystefania/entry/721617/
Taldi þá og tel enn tímasóum að leita skýringa á hruninu, sem væru svo augljósar, heldur ætti að einbeita sér í að draga syndarana til ábyrgðar og refsingar.
Núna 16 mánuðum seinna, er status quo, allt komið á fulla ferð í að endurlífga hrunverja.
Er það von að spurt sé, hvaða leyniprump sé í gangi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.2.2010 kl. 07:06
Ég ætla ekki að dæma um hvað sé rétt og ekki rétt (þó það séu mjög ágæt innlegg frá Jóni). Mest um vert er meiningin og að sjá að hlutirnir eru akkúrat eins og þú segir. Menn virðast mega setja heilt þjóðfélag á hausinn með tilheyrandi sársauka og vandamál fyrir stóran hluta almennings í landinu og jafnvel töluverðar þjáningar fyrir mjög marga. Þeir sem stóðu fyrir þessu öllu saman eru samt mjög verndaðir. Það má ekkert gera. Það þarf að koma með mjög "áþreifanlegar sannanir" fyrir öllu. Þó öllum sé ljóst að þessir menn séu sekir. Þessar "sannanir" er hins vegar tryggilega búið að eyða eða passað upp á að komist ekki upp á yfirborðið. Enn ein myndin af þessu kemur fram í að dómstólar "geta" ekki tekið á málum gagnvart þessum vernduðu aðilum og það kemur berlega í ljós með dómi um að vitni má ekki vitna "nafnlaust" fyrir dómara vegna þess að þá er ekki gætt "jafnræðis". Ekki fengum við að gæta jafnræðis þegar þessir sömu menn ákváðu að setja þjóðina í ábyrgð fyrir sínum einkaskuldum og í raun ættum við almenningur í landinu að eiga rétt á því að nafnlausa vitnið fái að vitna. Síðan eftir þann vitnisburð að þá væri hægt að meta (og takast á) hvort sá vitnisburður sé trúverðugur eður ey. En það verður að gæta þess að fara svo dúnmjúkum höndum um þessa menn og vernda gegn öllu illu svo það má auðvitað ekkert.
Kjarri thaiiceland, 10.2.2010 kl. 08:17
Talandi um syndir thá voru thad audvitad graedgin og systir hennar ágyrndin sem felldu Ísland. Thad vita allir nú. Thessi yfirsjón er audvitad í hverjum manni og er erfitt vid ad ráda. Alvarlegast var hún festi sig i innvidum og stofnunum thjódfélagsins og thví midur fannst fáum thad athugavert. Kristnir menn segja stundum ad syndin faeri manninn frá Gudi en thad er jafnrétt ad segja ad madurinn haetti ad thekkja sjálfan sig.
Guðmundur Pálsson, 10.2.2010 kl. 08:53
Það skemmileggur alveg fyrir þér að vera að tala um syndir, syndir eru ekki til... og svo að þú fallir nú alveg um koll með þetta, hvaða frigging stolt er þetta eiginlega, þú átt að bera þessar byrðar og hætta öllu væli; Manst að guð fílar best þá sem eru bláfátækir... muna hvað stendur í biblíu; Léttara fyrir ... hvað var það, úlfalda að fara í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast til himnaríkis.
Sorry, ég bara varð ;)
P.S. Þarf ég nokkuð að tala um miskunnarleysið hans Gudda :)
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 09:33
Jón Steinar: Ég held einmitt að orsök þess að fólk taki upp þessar dauðasyndir séu fyrst og fremst hugsunarleysi, og það slíkt hugsunarleysi getur orðið að veruleika í heimi þar sem fólk fylgir frekar kerfum en skynsamlegri hugsun og gildum.
SeeingRed: Takk fyrir tengilinn. Kíki á þetta þegar ég hef tíma og næði.
Jenný Stefanía: Ég var einmitt að velta fyrir mér að leggja megináherslu á sökudólgana og syndirnar 7, eins og þú gerðir í þinni færslu, en hætti við og ákvað að velta fyrir mér ástæðunum að baki þessu öllu saman. Færslan þín er góð.
Kjarri thaiiceland: Það virðist því miður vera ansi langt í réttlætið fyrir Íslendinga. Þó svo að menn fengju harðasta dóm mögulegan á íslenskan mælikvarða, virðist það engin ógn fyrir þetta fólk. Það þarf harðari dómstóla þegar um landráð er að ræða og það þarf fólk sem þorir að skilgreina hvað er landráð og hvað ekki, og tengja við þá sem hafa verið ásakaðir.
Guðmudur: Að maðurinn hætti að þekkja sjálfan sig, er sjálfsagt nákvæmlega það sem gerist í kerfisbundnum heimi.
DoctorE: Hvað kemur það málinu við hvort syndir séu til eða ekki, frekar en hvort refsingar eða ákveðið súkkulaði sé til eða ekki? Synd er gildishlaðið hugtak og þannig í eðli sínu ekki til, en notað til að átta sig á lögmálum hins góða og illa í mannlegum samskiptum. Það er reyndar nokkuð til í þessu með úlfaldann og nálaraugað, og þarf varla Biblíuna til að finna þá niðurstöðu. "Miskunnarleysið hans Gudda" Um hvað ertu að tala?
Og af hverju ertu að biðjast afsökunar, framdirðu einhvers konar synd?
Hrannar Baldursson, 10.2.2010 kl. 10:16
Nei, synd er trúarlegt hugtak, sama er með hið góða og illa.
Þú varst með miskunnarleysi í þessari upptalningu á dauðasyndum.. þar sem Guddi er algerlega miskunnarlaus þá er hann að fremja dauðasynd, dugleysi er einnig algerlega hans... ágirnd, græðgi.. þá komum við að einu dæmi, kristið siðgæði sem má alveg tengja inn í útrásarvíkingadæmið.. .það virðast vera allt önnur lög fyrir þá, rétt eins og það eru allt önnur lög fyrir guðinn.
Íslensk alþýða á að borga fyrir gjörðir útrásarvíkinga, komandi kynslóðir eiga að borga fyrir útrásarvíkinga; Það er svona eins og í biblíu þar sem allar kynslóðir eiga að borga fyrir gjörðir Adams & Evu, þó voru Adam & Eva algerir sakleysingjar sem vissu ekki muninn á réttu og röngu.. ólíkt útrásarvíkingum... eina leið okkar á að vera sú að leggjast undir afarkosti... eða hljóta verra af.
Samlíkingin er augljós :)
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 10:55
Fróðlegar og mjög áhugaverðar heimspekilegar vangaveltur um hvað er kerfislægt og hvað tengist mannlegu eðli. Það er erfitt að hefta frelsi til athafna og þegar vestrænt hagkerfi sem byggist á uppblásnum peningabólum hrynur er ekki von á góðu. Grunnurinn að vitleysunni er held ég að ekki er lengur nein tenging milli verðmætasköpunar og launa í þjóðfélaginu. Dýr menntun kallar á há laun og þau kalla á skuldasöfnun ríkis og fyrirtækja.
Sigurður I (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 13:40
Það er búið að finna fagheiti á glæpamennina, nú eru allir "siðblindir" sem hafa stundað rán og gripdeildir í bönkum og fyrirtækjum, eins og það sé einhverskonar afsökun, kannski hinn nýji alkohólismi.? Þetta eru í mínum huga glæpamenn sem komu okkur þangað sem við erum núna.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.2.2010 kl. 13:53
Íslenska thjódfélagid var gegnsýrt af hofmódi og graedgi. Einmitt thess vegna var thad ordid illsýnilegt venjulegu fólki. Auglýsingar, blöd, tímarit, fréttathaettir voru full daema og hvatningar um ad taka ekki tillit til neins nema sjálfs sín. Standa á rétti sínum, setja fram kröfur, graeda á lettfundinn hátt. Taka til sín gaedin hömlulaust. Thetta er ad mínu mati mest kollektífur og kerfisbundinn löstur, eins konar sefjun (hugsunarleysi?) og heimska. Menn athugi ad thjódfélög hafa oftast innibyggda bremsu á svona kjánaskap. Hann thykir ekki síviliseradur og maetir nettri fyrirlitningu - og stödvast thví af sjálfu sér. En thad gerdist ekki hjá okkur! Allt sem sagt er opinberlega hefur áhrif á sidferdi okkar sem thjódar og sidferdid eigum vid ad stórum hluta sameiginlegt.
Guðmundur Pálsson, 10.2.2010 kl. 14:03
DoctorE: Gott og illt eru ekki eingöngu trúarhugtök, þó að þau séu mikilvæg í trúarbrögðum. Þú átt kannski við alhæfingu um hið 'góða' og 'illa', en margt er 'gott' eða 'illt' út frá mismunandi viðmiðum. Ég hef ekki hugmynd um hvað þú meinar með að kalla einhvern "Gudda" miskunnarlausan. Geturðu vísað í frétt um miskunnarleysi þessa dularfulla náunga? Ég skil ekki alveg af hverju þér finnst mikilvægt að fara með þetta mál á trúarlegar brautir.
Sigurður I: Manneskjan þarf að þekkja sig og stjórna sér sjálf. Henni getur ekki liðið vel undir höftum frá öðrum. Þess vegna er heilbrigð skynsemi og gagnrýnin hugsun svo mikilvæg, og sorglegt að fólk sem hefur tækifæri til að bæta heiminn, hætti að því virðist að hugsa og þess í stað leyti í einhver gerviþægindi og stall sem eyðileggja fyrir öllum.
Asdís: Ég leita frekar að orsökum en afsökunum. Þeir sem eru sekir um að brjóta gegn lögum eiga að fá harða refsingu, en einnig þeir sem eru sekir um að brjóta gegn mannkyninu og Íslendingum, án þess að brjóta landslög. Það þarf ekki bara sérstakan saksóknara. Það þarf líka sérstakan dómstól.
Hrannar Baldursson, 10.2.2010 kl. 14:10
Guðmundur: Hvar var bremsan?
Hrannar Baldursson, 10.2.2010 kl. 14:11
Almenningsálitid getur verid virkara, venjulegt fólk sem stígur í bádar faetur á ad segja hvad thví finnst. Haetta ad kaupa thad sem er fyrir nedan virdingu thess, er ljótt og heimskulegt. Vökulir lesendur/ áhorfendur aettu ekki ad láta bjóda sér hvad sem er, thad er málid ad gagnrýna og gefa andsvar. Thetta temur ritstjórnir og eigendur td blada og sjónvarpsrása til ad sortera efnid ödru vísi ofan í fólk. Upphaflega ástaedan er kannski einhvers konar menningarthreyta, uppgjöf - fólk er búid ad gefast upp á öllum maelikvördum. Allt er leyfilegt eins og thú segir í upphafsordum thínum: Á Íslandi má allt.
Guðmundur Pálsson, 10.2.2010 kl. 15:09
The Seven Deadly Sins, also known as the Capital Vices or Cardinal Sins, is a classification of the most objectionable vices which has been used since early Catholic times to educate and instruct followers concerning (immoral) fallen man's tendenc
--
Þú fórst með þetta á trúarlegar nótur.. kaþólskar nótur; Að við ættum að draga upp einhverja fávisku úr fortíðinni til að leiðbeina okkur.. hvað er td slæmt við að vera stoltur.. það er náttlega ekki gott í augum kaþólsku kirkjunnar/trúarbragða, stolt er ekki gott í trúarbrögðum, undirgefni er mál málanna.
Tek fram að ég tók ekki þátt í neinu sukki í þessu hruni, ég er grannur og fínn.. ét ekki of mikið.. en stoltið er alveg að fara með mig hahaha
Skil ekki hvað hann Guðmundur sér rangt við að standa á rétti sínum.. eða að setja fram kröfur; Miðað við þennan málflutning þá eigum við EKKI að standa á rétti okkar.. EKKI að setja fram neinar kröfur or nuthing.. vá
Með hann Gudda og miskunnarleysi hans.. þá bendi ég á biblíu; Tek samt fram að Guddi er svona grýla til að hræða menn til að vera undirgefnir.
Ef þú ætlar að hanga í þessu með hann Gudda.. þá heitir hann Yahweh.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 15:13
Guðmundur: Er ekki töluvert af einstaklingum sem gerir þetta? Fer til dæmis ekki í Bónus, er ekki með áskrift að Stöð 2, og gagnrýnir á bloggi, fer á Austurvöll að mótmæla? Vandinn er að það er ekkert sameiningarafl til staðar sem styrkir þessar raddir. Nauðsyn á slíkri sameiningarrödd er sjálfsagt ein af mörgum forsendum þess að trúarbrögð verða mikilvæg í hverju samfélagi.
DoctorE: Varla eru vítin til varnaðar dæmi um fávisku. Ég get vel séð hvernig 'stoltið' er að fara með þig. Þú virðist telja trúleysið eitthvað merkilegra en trúna, og virðist telja sjálfan þig hafa forsendur til að vita að betra sé að trúa ekki, en að trúa. Hver býr yfir slíkri þekkingu? Hvaðan kemur hún? Hvert fer hún?
Með Gudda áttu semsagt við 'Guð'? Hvernig getur Guð verið miskunnarlaus ef Guð er ekki til? Nú spyr ég eingöngu út frá þínum forsendum, enda ertu, ef ég skil rétt, bæði yfirlýstur trúleysingi og guðleysingi. Leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál, vinsamlegast.
Guð og Biblían hafa verið notuð á ólíkan hátt af trúarbrögðum og sértrúarfélögum, og engin ástæða til að taka eina túlkun umfram aðrar. Guð gamla testamentisins var svona réttlætisgrýla, á meðan Guð nýjatestamentisins er svona umburðarlyndisgrýla.
ERGO: Grýla er góð
Hrannar Baldursson, 10.2.2010 kl. 15:33
Að trúa ekki á yfirnáttúrulegar kjaftasaögur án sannana hlýtur að vera merkilegra en að trúa á þær.
Auðvitað er guð ekki til, orðið "guð" er orðskrípi að auki; Skáldsagnapersónan í biblíu er miskunnarlaust skrímsli samkvæmt skáldsögunni...
NT er ekki umburðarlyndisgrýla.. Söguhetja hennar tók 100% undir allt sem stendur í GT, að þar megi engu breyta, að það sé í fullu gildi sem fullkomið orð guðs... slúttar svo dæminu með að segja að mannfórnir séu eitthvað vitrænt, sorry en biblía ber þess öll merki að vera 100% skrifuð af illa upplýstum fornmönnum undir siðferðiskennd þess tíma sem hún var skrifuð á... hún er búinn að vera í þróun í næstum 2000 ár, ótal höfundar og a.m.k. menn frá 3 mismunandi heimsálfum tóku þátt í þessum skrifum.. .augljósar fáránlegar staðhæfingar, þversagnir og það að guðspjöllum ber alls ekki saman var látið standa þar sem kaþólska kirkjan ætlaðist aldrei til að neinir utanaðkomandi fengu að lesa bullið
Eina rétta túlkunin á þessum bókum er að þær séu alger steypa.. hvað með krissa, þeir eru með yfir 30 þúsund mismunandi söfnuði í kringum biblíu...
DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 15:47
7
Ómar Ingi, 10.2.2010 kl. 18:42
Já, thad er eflaust rétt hjá thér Hrannar. Margir hafa sitt prívat andóf. En thad vantar thennan konsensus eda thad sem thú kallar samstödu. Má kannski kalla thad borgaralega samstödu? Vitundin um ad svona viljum vid hafa thetta. Svona viljum vid lifa. Á thetta trúum vid.
Fjölmidlar hafa verid vanmetnir i öllum thessum sefjunar-karúsell. Minnstu brellufréttir úr fjármálaheiminum rötudu ávallt i fjölmidlana eins og öllum kaemi thaer vid. Í hinum stóra heimi setja menn braskarana út á jadarinn. Their eru ríkir sumir hverjir en their fanga ekki lífid. Their geta engum kennt neitt. Og thetta vita menn og eru pollrólegir og láta thá bara jaska sér út. Enginn öfundar thá og theim tekst ekki ad vekja upp graedi almennings.
Hér: Allt ad helmingur áttafrétta í sjónvarpi gat verid um banka og fjármálagerninga thegar best lét. Eins og their hafi verid gersamlega sturladir tharna upp í sjónvarpi. Thetta hefur áhrif á fólk, audvitad. Heimskulegt fjármálapornó öll kvöld! Svo ég tel ad their sem bera ábyrgd á midlun frétta og "sortera ofan í" mannskapinn hafi verid ordnir vel blindadir ekki sídur en adrir. Med mun staerri afleidingum em margir vilja vidurkenna. Ég held ad thessir "menningarmidlarar" hafi brugdist og séu hreinlega illa menntadir. Hvad vantar? Sjónarhornid audvitad. Höfdu ekki annad sjónarhorn en sjónarhorn augnabliksins.
Guðmundur Pálsson, 11.2.2010 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.