Skal ásaka slökkvilið fyrir hús sem brenna?

 


 

Fjármálaeftirlitið er stofnun sambærileg við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ákveðna forvarnarstarfsemi í gangi, og fylgist með hvort að lögum sé fylgt innan fjármálafyrirtækja. Eðlilega hljóta helstu gögn FME að vera svipuð og hjá lögreglu eða slökkviliði, ef kæra berst, augljóst brot hefur átt sér stað, að gögn sýna að ekki sé allt með felldu, þá er brugðist við.

Nú lítur út fyrir að engin ljós hafi blikkað þó svo að skíðlogaði út um alla glugga. Það sama gæti verið í gangi í dag án þess að FME hefði nokkra yfirsýn um málin, þó að vissulega hljóti menn að vera meira vakandi í dag.

Það eru gögnin sem starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fengu í hendurnar sem þarf að rannsaka, og þá sem skrifuðu undir þau. Að sjálfsögðu gat Fjármálaeftirlitið á Íslandi ekki farið ofan í saumana á starfsemi bankanna og þurfti að treysta á lögleg og vottuð gögn frá bönkum og endurskoðendum.

Ásakanir á FME og Seðlabankann eru fyrir neðan beltisstað. Það þarf að rannsaka þá sem báru ábyrgð á upplýsingagjöfinni fyrst, síðan rannsaka endurskoðendur og þar á eftir FME. Inni í slíkri rannsókn þarf að skoða hver gerði hvað og af hverju.

Það er byrjað á röngum enda þegar eftirlitið er ásakað.

Svona eins og ef Securitas væri ásakað um innbrot sem þeim tókst ekki að koma í veg fyrir, eða Umferðarstofa ásökuð um umferðarslys, eða slökkviliðsmönnum kennt um að hús brenni til grunna.

 

Mynd: Eyjafréttir


mbl.is Vísar ásökunum um lygar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjármálaeftirlitið á að vera virkur eftirlitsaðili. Að vissu leyti má frekar líkja hlutverki stofnunarinnar við vegabréfseftirlit frekar en slökkvilið. Það hefur mjög víðtækar heimildir til að kalla eftir upplýsingum. Jafnvel svo miklar að lagaákvæði um þagnarskyldu víkja:

"...láta Fjármálaeftirlitinu í té allar upplýsingar og gögn sem það telur nauðsynleg. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða athuganir og eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum."

 Það er mjög fróðlegt að lesa lögin um fjármálaeftirlitið til að átta sig á því að þetta er ekki "slökkvilið" sem einungis er skylt að bíða eftir tilkynningum eða sætta sig við þau gögn sem bankar kjósa að láta þeim í té. Þetta er ein af þeim stofnunum sem við höfum sett á fót til að gæta hagsmuna þjóðarinnar.

Marbendill (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 08:06

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir hvert orð þarna hjá þér.

Að öllum líkindum þarfnast löggjöfin um fjármálaeftir ekki bara Íslands heldur allra Evrópulanda endurskoðunar í kjölfar þeirra hamfara sem hafa orðið.

Marta B Helgadóttir, 4.2.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...löggjöfin um fjármálaeftirlit (átti þetta að vera)

Marta B Helgadóttir, 4.2.2010 kl. 00:33

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Marbendill: Slökkvilið gegnir forvarnarhlutverki líka, ekki bara slökkvistarfi, þar sem það hefur heimild til að gera úttekt á vinnustöðum og benda þeim á hvað betur mætti fara.

Þekkt mál er endurvinnslufyrirtækið Hringrás, sem hafði brunnið með afar hættuleg efni, en forvarnardeild slökkviliðsins hafði komið þar nokkrum sinnum og gert alvarlegar athugasemdir, án þess að orðið hafði verið við þeim. Í svona stofnunum er reiknað með samvinnu við fyrirtæki og að fyrirtæki fari að lögum. Annars taka við refsiaðgerðir í formi dagsekta, en slíkt fer í gang eftir að fyrirtækið hefur haft tækifæri til að laga sín mál.

Hverjum myndi detta í hug að stofnun höndlaði banka í svipuðum anda og fangavörður fanga? Það er reiknað með ákveðnu trausti, en staðreyndin virðist hafa verið sú að þetta var tékki án innistæðu.

Hver treysti til dæmis ekki að bankar reiknuðu rétt millifærslur á reikningum?

Hrannar Baldursson, 4.2.2010 kl. 06:08

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Marta: Löggjafir eru til þess að fara í kringum þær fyrir sumt fólk. Mig grunar að einnig þurfi að leggja áherslu á viðskiptasiðfræði, þar sem fólk áttar sig á af hverju mikilvægt er að virða lög og gott siðferði. Þetta er svona svipað og einelti. Sama hversu flottar reglur við búum til um einelti, alltaf virðist það einhvern veginn ná að smjúga í gegn.

Hrannar Baldursson, 4.2.2010 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband