Græðgi eða réttlæti: sambærilegar forsendur samkvæmt alþingismanni í Kastljósviðtali

 

 

 

Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður braut lög um arðgreiðslur, en fjölskyldufyrirtæki hans greiddi honum einhverja tugi milljóna í arð þrátt fyrir að vera rekið með tapi og skulda yfir milljarð króna, fyrir Hrun. 

Þessi þingmaður hefur lykilhlutverki í að vinna úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir efnahagshrunsins. Ég get ekki séð betur en að maðurinn sé vanhæfur til að vinna úr jafn mikilvægri skýrslu þar sem hann virðist ekki hafa nógu hreina samvisku fyrir hvað er rétt og hvað rangt í fyrirtækjarekstri, og velti fyrir mér hvort að honum sé sætt á þingi eftir þessar uppljóstranir.

Helgi Seljan spurði Ásbjörn hvort honum þætti eðlilegt að maður sæti á Alþingi sem hefur beina hagsmuni af ákvörðunum tengdum kvótakerfinu, en Ásbjörn hefur barist fyrir auknum kvótaheimildum sem þýddi að hann sjálfur, sem og aðrir í hans aðstöðu, fengi pening beint í eigin vasa og styrkti þá sjálfsagt rekstur útgerðarfyrirtækja, og þar af leiðandi þjóðfélagið, bæði með atvinnusköpun og auknum skattgreiðslum; og Helgi vogaði sér að velta fyrir sér hvort að um hagsmunaárekstra væri að ræða. Að sjálfsögðu á þessi spurning sér þá hliðstæðu að spyrja hvort að maður sem hefur brotið lög í fyrirtækjarekstri eigi að taka þátt í rannsókn á brotum í fyrirtækjarekstri.

Þá svaraði þingmaður þannig að þetta væri sambærilegt við þá þingmenn sem væru í skuldavanda vegna húsnæðislána, og væru að ræða um vanda heimilanna á þingi. Þá rennur upp fyrir mér hvort að gera ætti athugun á því hversu margir þingmenn græði persónulega á því að koma heimilum ekki til hjálpar, vegna þess að þeir teljast líklega til  fjármagnseigenda frekar en skuldara. En það er annað mál. Einnig væri áhugavert að rannsaka betur hvort að þeir sem settu neyðarlögin hafi í leiðinni bjarga eigin sparifé.

Ég velti fyrir mér hvort að Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður, kunni að gera greinarmun á eplum og appelsínum, og leyfi mér að efast um það. Ég sé skýran greinarmun á máli eins og aukningu kvóta sem skilaði pening beint í vasann og þeirri háværu kröfu íslenskra heimila um að ránið úr vösum þeirra verði leiðrétt. Að peningnum skuli skilað til baka. Peningum sem rænt var við setningu neyðarlaga. Peningum sem rænt var úr framtíðarvösum skuldara þegar fjármagnseigendum var lofað að innistæður þeirra væru tryggðar að fullu. Peningum sem var rænt með því að dæla peningum skuldara inn á reikninga kröfuhafa, sem höfðu fengið eigin skuldir niðurfelldar, sem höfðu fengið sínar innistæður tryggðar, sem gátu andað rólegar á meðan súrefni er dælt úr lungum skuldara.

Annað er krafa um meiri gróða, hitt er krafa um réttlæti. Þetta er ekki einu sinni spurning um stigsmun. Þarna er eðlismunur.

Hvað er þessi maður að gera á þingi?

Smelltu hér til að sjá viðtalið og leiðréttu mig vinsamlegast hafi ég misskilið eitthvað alvarlega. Ég trúði nefnilega ekki mínum eyrum og augum.

Sjálfsagt hefur Ásbjörn bara verið í sama leik og flestir aðrir á þessum tíma, þar sem allir þurftu stærri flatskjá, nýrri jeppa, stærra hús, og sjálfsagt er þessi Íslandsmeistari í veiðum bara smápeð miðað við allt annað á þessu risaskákborði sem skollið hefur yfir þjóðina eftir Hrun.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Þarna er greinilega eitthvað að. Lög voru brotin af manni sem situr á Alþingi. Málsbætur hans eru þær að enginn hefur haft skaða af, að hans mati, og að þetta er í raun hans einkamál þar sem þetta er hans fyrirtæki.

Samt, hærri kröfur eru gerðar til þingmanna en götusópara, með fullri virðingu fyrir götusópurum, og engan veginn ásættanlegt annað en að þessi þingmaður víki, sem og allir aðrir þingmenn sem geyma sambærilegar beinagrindur í skápum sínum. Ef þetta hefur verið regla frekar en undantekning, er ljóst að slík hegðun er sambærileg við þá hegðun sem lá að baki efnahagshruninu og vanda allra þeirra fjölskylda sem eru komnar í neyðaraðstöðu.

Þarna virðist vera um að ræða skort á siðferðilegri dómgreind, þar sem farið er eftir því sem allir gera, þó að það sé ólöglegt, en fyrst allir hinir gera það, þá hlýt ég að mega það líka. Að svona mál komist upp getur aðeins verið dæmi um tæknileg mistök, eða hvað?

 

E.S. Þetta er allra besta rannsóknarviðtal sem ég hef séð í Kastljósinu. Spurningarnar voru hvassar, vel undirbúnar, komu sér beint að efninu, voru nógu gáfulegar til að gefa áheyrendum svigrúm til að hugsa um málin á eigin spýtur, og svo var spyrillinn kurteis og þolinmóður. Hefur þetta eitthvað með breytingar á ritstjórn að gera?


mbl.is Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég verð nú bara að segja að mér fannst Ásbjörn virka heiðarlegur í þessu viðtali.  Hitt get ég ekki skilið hvernig heiðarlegir menn fá af sér að vera í Sjálfstæðisflokknum.

Anna Einarsdóttir, 26.1.2010 kl. 23:14

2 identicon

Er þessi þingmaður virkilega aðili að rannsóknarnefnd þingsins um bankahrunið?

Hvar getur maður fengið  upplýsingar um það hverjir eru að rannsaka bankahrunið?

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Anna: Ég dæmi ekki um heiðarleika mannsins. Slíkt gera dómstólar. Hins vegar braut hann lög og situr á þingi. Einnig dreg ég dómgreind hans í vafa þar sem hann setur samasemmerki á milli hagsmuna þegar um beinan gróða er að ræða annars vegar og réttlætismál hins vegar.

Ingibjörg: Ásbjörn er ekki að rannsaka bankahrunið, heldur situr hann í nefnd vammlausra á vegum Alþingis sem á að fjalla um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdragenda að Hruninu haustið 2008.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/30/buid_ad_tilnefna_thingmenn_i_nefndina/

Mikilvægt þótti að allir í þessari nefnd hefðu hreinan skjöld. Það er einfaldlega ljóst að Ásbjörn hefur ekki hreinan skjöld, án þess að ég efist um heiðarleika hans.

Hrannar Baldursson, 27.1.2010 kl. 00:07

4 identicon

Þessi maður stóð líka fyrir því að selja allt lindarvatn Snæfellsness til glæpamanns í Ameríku.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 00:19

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Benóný: Gætirðu frætt okkur meira um það mál með tengli eða vísun?

Hrannar Baldursson, 27.1.2010 kl. 00:36

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Lára Hanna hefur töluvert fjallað um það mál. En þakkir fyrir þessa vönduðu færslu. Auðvitað yrði það fyrsta frétt morgundagsins að þessi maður hefði ákveðið að segja af sér þingmennsku ef hér væri allt með felldu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2010 kl. 02:31

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn gerði neina athugasemd við arðgreiðsluna, hvorki endurskoðandi bókhaldari né Ríkisskattstjóri.Ásbjörn Óttarsson varð ferseti bæjarsstjórnar Snæfellsbæjar 1998, og var það þar til síðastliðið haust.Á síðasta ári var það samdóma ályt þeirra sem skoðuðu rekstur sveitarfélaga fyrir árið 2008 að Snæfellsbær stæði uppúr fyrir góðan rekstur.Skrif þín lýsa þér sjálfum vel og þínu eðli.Þú ættir að skoða þá sem eru í kringum þig í þínu sveitarfélagi og þig sjálfan.Ég er nokk viss um að þú og þitt lendir í ruslflokk í samanburði við Ásbjörn Óttarsson.

Sigurgeir Jónsson, 27.1.2010 kl. 09:15

8 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það er á borði Bjarna Ben að leggja að honum að segja af sér. Ekki vegna þess að hann sé sekur um svo stórkostlegan glæp heldur dregur þetta úr öllum trúverðugleika stjórnmálaflokksins að hafa manninn innanborðs.  Og það er allsendis fráleitt eins og Don Hrannar rekur að hafa manninn í rannsóknarnefnd Alþingis um orskir efnahagshrunsins. 

En Bjarni er líka í vandræðum. Hann virðist líka vera á gráa svæðinu. Svo málið afhjúpar stöðu hans eiginlega.

Þjóðarinnar vegna og vegna stjórnmálalífsins í landinu verður sjálfstæðisflokkurinn að hreinsa til hjá sér. Þetta virðst allir sjá nema þeir innanbúðarmenn i Valhöll.

Guðmundur Pálsson, 27.1.2010 kl. 09:18

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rakel: takk. Kíkti á síðu Láru Hönnu, en játa að þekking mín á þessari vatnssölu hefur ekki aukist neitt sérstaklega.

Sigurgeir: Lastu nokkuð greinina?

Guðmundur: Já, ég er viss um að flestir Sjálfstæðismenn vilji hafa hreinan skjöld rétt eins og aðrir landsmenn og finnist óþolandi að uppgötva stöðugt hvað hægt er að grafa upp hjá leiðtogum flokksins. Ég spái andláti xD ef ekki verður skipt um stíl á þeim bæ.

Hrannar Baldursson, 27.1.2010 kl. 09:41

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er ein fréttin um þessa gjörð. 

http://icelandtalks.wordpress.com/2009/03/26/water-rights-give-to-canadian-fraudster/

Svo er hægt að sjá að fleiri en íslendingum blöskrar braskið í kvótagreifanum og því sem hann aðhefst.

 

http://www.economicdisasterarea.com/index.php/news/icelands-big-problem-asbjorn-ottarsson-millionaire-mp/

 

Og svo hér.

 

http://www.economicdisasterarea.com/index.php/news/icelands-big-problem-asbjorn-ottarsson-millionaire-mp/

En það er nefnilega svona fólk sem sjálfstæðismenn vilja hafa inn á þingi, því þeim er ekkert heilagt, og þar með geta þeir dreyft molum í vini og sleikjudýr sem bæði kjósa þá á þing og plata saklausa kjána til að gera slíkt hið sama  ... fyrir ekki neitt nema trúgirni sína og að vera í rétta blástakkaliðinu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2010 kl. 11:24

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ sama tilvitnun, en það er af nógu að taka samt sem áður ef menn vilja skoða þennan ágæta mann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2010 kl. 11:27

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér datt í hug að þú fyndir póstfangið hennar þar og gætir sent henni línu þannig að hún gæti vísað þér á færslurnar hennar um þetta mál. Ég get ómögulega munað hvað þær eru gamlar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2010 kl. 14:00

13 identicon

Mér finnst þú fara heldur hörðum orðum um neyðarlögin í þessum pistli. Þau voru sett til að halda bankakerfinu á gangandi á meðan ástandið var sem óstöðugast. Staða skuldara er slæm í dag, en hún hefði tæpast verið betri ef bankarnir hefðu verið tæmdir í október 2008. Það hefur komið fram að það var raunveruleg hætta á að það gerðist.

Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér hvaða hörmungar það hefði haft í för með sér. Fyrirtæki hefðu hvorki getað greitt út laun né keypt vörur. Venjulegir Íslendingar sem allflestir eru háðir því að geta notað greiðslukortin sín hefðu ekki getað það o.s.frv.

Ég leyfi mér að halda fram að Fjármagnseigendur með stóru F-i hafi fæstir legið með peningana sína inn á bankabókum. En innistæðutrygging neyðarlaganna tryggði einungis þær innistæður.

Það má ekki gleyma því að þrátt fyrir allt hélst tiltölulega normalt ástand á Íslandi á meðan bankakerfið hrundi yfir okkur. Hið svokallaða greiðslukerfi hélst að stærstum hluta gangandi, hökti en gekk. Það hefði ekki gert það ef stjórnin hefði vikið sér í það að setja lög um niðurfellingu húsnæðisskulda í stað þess að tryggja að á Íslandi væru áfram starfhæfar bankastofnanir.

Síðan í sambandi við siðferðilegan sambanburð á niðurfellingu húsnæðisskulda og aukningu á veiðiheimildum. Það er engu líkara en hinn æðsti siðferðilegi mælikvarði sé í þínum augum: "Hvernig nýtist þetta skuldsettum Íslendingum" því skulum við nota hann. Ég vil benda þér á að það eru fleiri leiðir til að grynnka á skuldum en bara að fá þær niðurfelldar. Sú leið sem þarna er verið að benda á felst í því að auka tekjurnar. Hún nýtist beint þeim fjölskyldum sem hafa afkomu af fiskveiðum en óbeint öllu íslenska hagkerfinu. Þannig að tillagan um aukningu á veiðiheimildum ætti að standast þann mælikvarða.

Það væri fróðlegt að máta þá kjaraskerðingu sem sjómenn og útgerðarmenn urðu fyrir árið 2007 þegar þorskveiðikvótin var minnkaður um 30% við siðferðismælikvarðan um skuldsett heimili.

Grímur (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband