Fyrningar og rannsóknir sem falla á tíma

Ef mál eru nógu gífurlega stór, þýðir það að rannsókn tekur ógurlegan tíma, og því meiri tíma sem rannsókn tekur á Íslandi, því meiri líkur eru á að mál verði fyrningu að bráð.

Segjum að rannsóknir og saksókn vegna Hrunsins taki um 10 ár. Þá sleppa allir vegna fyrningarákvæðisins. Er það ekki?

Þannig fyrnist ábyrgð stjórnmálamanna á þremur árum og ábyrgð viðskiptamanna á sjö.

Mál bankahrunsins eru gífurlega stór og viðkvæm. Bankaleyndin getur tafið fyrir rannsóknum. Hugsanlega er markmið einhverra að tefja nógu lengi til að einhver stórmál fyrnist?

Hvaða mál tengd bankahruninu ætli séu að falla á tíma í þessum mánuði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nákvæmlega sú tilfinning sem að maður hefur. Þ.e.a.s. að' þetta muni allt lognast úraf engin dæmdur fyrir eitt eða neitt. Hugsaðu þér nú eru menn með ráðhera ábyrgð til þriggja ára og sá tími er að renna út. En ég hef verið að velta fyrir mér afhverju þingmenn stíga ekki fram og koma með tillögu að segjum 8 ára (2 kjört.bil) ráðherra og þingmannaábyrgð. Til  þess að tryggja komandi kynslóðum eitthvert bakland. Ætli menn lifi í þeim barnalega heimi að hér muni aldrei neitt virkilega saknæmt gerast í framtíðinni?

Gísli Foster Hjartarson, 18.1.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þingmenn hafa alltof mikið að segja um þingmenn.

Hrannar Baldursson, 19.1.2010 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband