The Hangover (2009) ***1/2

 

Hangoverposter09

 

"The Hangover" virkar á mig sem frekar lúmsk snilld. Hún er oft fyndin og ţá sérstaklega í međförum senuţjófsins Zach Galifianakis sem frekar klikkađur en velviljađur vandrćđagemlingur. Ađ sjálfsögđu er myndin skylduáhorf fyrir ţá sem höfđu gaman af Skaupinu 2009, sem notađi nokkrar senur úr ţessari mynd á vel heppnađan hátt.

Sagan er einföld. Fjórir vinir fara til Las Vegas í steggjapartý, en ţeir detta svo hrikalega í ţađ ađ ţeir vakna minnislausir og međ hausverk daginn eftir. Ađal skipuleggjandi ferđarinnar, Phil Wenneck (Bradley Cooper) er kennari í barnaskóla sem ćtlar svo sannarlega ađ sjá til ţess ađ vinur hans fái eftirminnilega skemmtun, og leigir flottasta og dýrasta herbergiđ sem hćgt er ađ fá í borginni, ađ sjálfsögđu međ kreditkorti vinar síns, tannlćknisins Stu Price (Ed Helms) sem vaknar međ horfna tönn og gjörbreyttar framtíđarhorfur. Alan Garner (Zach Galifianakis) er svo hinn léttgeggjađi svili, sem olli minnisleysi allra félaganna, ađ sjálfsögđu óvart. 

Félagarnir vakna í hótelherbergi sem hefur veriđ lagt í rúst. Ţađ er tígrisdýr inni á bađi og svo virđist sem ađ rúmi hafi veriđ kastađ út af svölum, ađ ógleymdu barni inni í fataskáp. Og vinur ţeirra Doug (Justin Bartha) hefur horfiđ og ţeir hafa ekki nema um sólarhring til ađ koma honum í brúđkaupsveisluna hans. Í leitinni ađ vini sínum komast ţremenningarnir smám saman ađ ţví hvađ gerđist ţessa örlagaríku nótt, og hvernig ţeim tókst ađ koma viđ á spítala, stela lögreglubíl, lenda í návígi viđ snarklikkađan mafíósa og Mike Tyson og súludanskonu leikna af Heather Graham.

Prýđileg skemmtun.

 

Mynd: Wikipedia


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Og til hamingju međ ađ vera búin ađ finna gleđina aftur

Ómar Ingi, 11.1.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég er glađur og hamingjusamur einstaklingur. Hef bara miklar áhyggjur af ţjóđ minni og ţeim sem landiđ munu erfa.

Hrannar Baldursson, 11.1.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Einstaklega skemmtileg mynd stóđ sjálfan mig af ţví ađ hlćgja upphátt ţó nokkrum sinnum og gerist nú ekki alltaf ţó ađ mér finnsit mynd fyndin. Notkunin á ţessum atriđum í skaupinu  var mikil snilld.

Gísli Foster Hjartarson, 12.1.2010 kl. 13:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband