Hvernig væri að tryggja málefnalega umræðu frekar en áróður?

Það væri tóm della að dæla peningum í innihaldslaust áróðursstríð um höfnun eða samþykki ICESAVE samningsins. Betra væri að fá opna umræðu um málið um gildi, rök og framtíðarsýn.

Mér þætti ráð að nota til dæmis RÚV í þetta mál og gefa ólíkum aðilum tækifæri til að tjá sig um málið í sjónvarpi, og þá ekki bara að fá stjórnmálamenn í umræðuna, heldur draga á tilviljunarkenndan hátt úr öllum samfélagshópum. Ég vil fá að heyra hvað allar þjóðfélagsstéttir eru að hugsa: bakarar, smiðir, atvinnulausir, námsmenn, fræðimenn, bréfberar, læknar, og fleiri. Ekki bara stjórnmálamenn, hagfræðingar og lögfræðingar, þó að þeir hópar mættu vissulega vera með. 

Hægt væri að bjóða fólki að skrá sig á lista hafi það áhuga á þátttöku í umræðunum, og síðan draga til dæmis þrjá einstaklinga á dag sem gætu rætt sínar skoðanir í beinni útsendingu. 

Ég sting upp á að fá fræðimenn sem gæta pólitísks hlutleysis til að liðka slíkar umræður, en ekki stjórna þeim eins og þáttastjórnendur í sjónvarpi, þar sem skoðanir fólks eru viðraðar og rök þeirra greind á vitrænan hátt.

Þessi hugmynd er kannski ekki fullkomin, en ég sting einfaldlega upp á henni því ég lærði í áföngum hjá Dr. Nirði P. Njarðvík að þegar maður gagnrýnir eitthvað, þá er skynsamlegt að koma með hugmyndir um hvað getur komið í staðinn, annars verður gagnrýnin frekar marklaust. Og vissulega getur fullt af einstaklingum í þjóðfélaginu bætt þessa hugmynd eða komið með nýjar og ferskar sem væru ekkert síðri.

Er ég nokkuð að biðja um of mikið?


mbl.is Hætt við að umræðan skekkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband