Hvaða stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi getur talað gegn frelsinu og haldið völdum?

Ólafur Ragnar Grímsson hefur á snilldarlegan hátt vakið gífurlega athygli á alþjóðavettvangi með því að leggja lykiláherslu á lýðræðisleg gildi umfram efnahagslega velferð. Honum hefur tekist að færa umræðuna yfir á hærra plan sem allir ættu að skilja.

Með þessari vendingu snúast málin ekki lengur um hagfræðileg hugtök eins og prósentur, krónuna, dollarann, pundið, tölfræði, vergt þetta og vergt hitt, heldur um siðferðileg gildi sem skipta okkur raunverulega máli í daglegu lífi, eins og frelsi, kosningarétt, virðingu og samstöðu.

Snilldarleikur Ólafs Ragnars felst meðal annars í þessari spurningu sem höfðar til allra hugsandi manneskja, hvar sem er í hinum vestræna heimi, og er ein af grunnforsendum stjórnmálaheimspeki hins vestræna samfélags:

Hvaða stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi getur talað gegn frelsinu og haldið völdum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

taka 2.

Þjár lausnir á Icesave.

ORG hefur valið leið 2 fyrir okkur.

Guðmundur Jónsson, 8.1.2010 kl. 09:45

3 identicon

"Hvaða stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi getur talað gegn frelsinu og haldið völdum? "

Svarið er allir. Ef þeir passa sig bara á að tala ekki gegn frelsi meirhluta kjósenda sinna.

Auðveldasta leiðin til að auka fylgi sitt er að tala gegn frelsi Hinna að því gefnu að það sé Okkur til varnar. Um þetta er ótal dæmi í samtímanum.

Grímur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 11:06

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Guðmundur: rétt.

Grímur: Því miður virðast ekki allir átta sig á hvað frelsið er dýrmætt.

Hrannar Baldursson, 8.1.2010 kl. 18:04

5 Smámynd: SeeingRed

Ólafur á mikið hrós skilið. Vonandi fygir almenningur í öðrum löndum lit og neitar að borga skuldir vegna gróðabralls alþjóðlegra "bankstera" og siðspilltra pólitíkusa. Fjármálakerfi heimsins er illa rotið eins og blasir nú við öllum sem sjá vilja og alger uppstokkun á því bráðnauðsynleg.

“The issue which has swept down the centuries and which will have to be fought sooner or later is The People vs. The Banks.” - Lord Acton -

Þar hygg ég að Lordinn hafi hitt naglann á höfuðið fyrir margt löngu, almenningur um allan heim verður að varpa af sér þessari óværu, það er ekki eitthvað sem við getum með góðri samvisku ætlað næstu kynslóðum, sennilega er það núna eða aldrei. Ron Paul hefur hárrétt fyrir sér þegar hann bendir á að kapítalismi sé ekki stóra vandamálið, heldur " Corporatism " og " The Military Industrial Complex " ásamt "Federal Reserve System" svikamyllunni, seðlabankakerfi bandaríkjanna. http://www.youtube.com/watch?v=GMOjI9X503M

SeeingRed, 8.1.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband