Hvernig er fjármagn að færast frá lánum yfir á fjármagnseigendur?

Þetta er eitt dæmi úr veruleikanum. Þau eru örugglega fleiri.

16. mars 2023 greiddi Íslandsbanki eigendum sínum 12,3 milljarða í arð. Sjá frétt.

Á sama tíma hafa mánaðarlegar greiðslur af húsnæðislánum hækkað um rúmar 100.000 af 30 milljón króna lánum og 200.000 af 60 milljón króna lánum. Þessar útborganir virðast fara beint í arðgreiðslurnar. Athugið að nú munu þessar tölur hækka enn meira þar sem stýrivextir eru komnir upp í 7.5% á Íslandi, og verðbólgan mælist yfir 10%. 

Samt eru sumir að græða á ástandinu þó að langflestir séu að tapa miklu.

Af hverju fær þetta að viðgangast?


Bloggfærslur 23. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband