Þekkjum við okkar ytri og innri veruleika?

ECAF9A84-F1F8-4803-84B5-D5C543A0E828

Við lifum samtímis í tveimur veruleikum; innri veruleika sálarlífsins og ytri veruleika heimsins. Báðir eru þessir veruleikar gríðarlega stórir og upplýsingar um þá takmarkaðar. 

Upplýsingar um hinn ytri veruleika kemur frá skynfærum okkar, vísindalegum rannsóknum og samansafnaðri visku, og reyndar stundum fáfræði sem við höfum erft frá fyrri kynslóðum. En þessi erfða þekking (eða trú) tengir þessa tvo veruleika saman í sérhverri manneskju.

Lögmálin á bakvið það að kynnast sjálfum og innri veruleika eru allt önnur en þau sem við notum til að læra um hinn ytri veruleika. 

Við getum lært ýmislegt um hinn innri veruleika, bæði persónulegan og samfélagslegan, með því að lesa og læra heimspeki, bókmenntir, listir, tungumál og nánast allt það sem við kemur hugvísindum.

Það er samt sífellt stór spurning hvenær hægt er að alhæfa eitthvað um þessa óskildu veruleika. Hvenær vitum við eitthvað með fullri vissu um hluti í þeim báðum, og hvenær er það sem við teljum okkur vita aðeins trú, sem verður hugsanlega augljós framtíðar kynslóðum en er okkur hulin í dag?


Bloggfærslur 4. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband