Hvernig geta reiðiköst gert þig að betri manneskju?

 bulb-1994881_1920

Þegar við reiðumst getum við algjörlega tapað okkur eins og lýst var í fyrri grein, við heyrum hvorki né sjáum. Það er mögulegt að bregðast við með því að telja upp að tíu og síðan afturábak á núllið. En hvað svo?

Það sem gerist þegar við höfum byggt okkur upp svar við reiðinni, eitthvað viðbragð sem sefar tilfinningarnar og skerpir hugann, þá náum við áttum og getum valið hvort við vörpum reiðinni fyrir borð eða skoðum hana betur til að læra af henni.

Það er í sjálfu sér ekkert að því að halda reiðinni aðeins lifandi og átta sig á að hún er aðeins innri veruleiki, en ekki veruleika allra annarra sem lifa í þessum heimi, og gefa okkur tíma til að greina hana. Hægt er að velta fyrir sér orsökum hennar, hvað varð til þess að hún blossaði upp? Þegar við höfum skoðað þessar forsendur getum við lært eitthvað um okkur sjálf, eitthvað sem getur breytt lífi okkar til hins betra.

Veltu fyrir þér augnabliki þar sem þú reiddist síðast. Hvernig voru aðstæðurnar? Hvað gerðist til að koma reiðinni í gang? Hvernig brást fólkið í kringum þig við? Var reiðin réttlát eða byggð á eigin vanþekkingu eða misskilningi? Hvernig tókst þér að hemja tilfinninguna og hvernig tókst þér að greina orsökina?

Ef þú veltir þessu aðeins fyrir þér ertu líklegri til að taka stjórnina næst þegar eitthvað kveikir á þessari tilfinningu sem deyfir öll skynfærin.

 

Mynd eftir SAFA TUNCEL frá Pixabay


Bloggfærslur 2. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband