Af hverju að íhuga vandlega eigið líf?

Við erum öll frjáls til að velja það að vera óheiðarleg eða heiðarleg. Það fer eftir siðferði og markmiðum hvers og eins hvað er valið, hvernig þú skilgreinir hið góða.

Sumir skilgreina hið góða sem gróða. Að eignast sem mest er gott, og til að ná slíku markmiði skipta önnur verðmæti minna máli. Fjöldi fólks getur náð slíku markmiði í lífinu án þess að brjóta lög eða gera eitthvað sem er beinlínis rangt. Hins vegar hefði viðkomandi sjálfsagt lítinn áhuga á að leita almannaheillar ef það kæmi honum illa. Mig grunar að þetta viðhorf til siðferðis sé ríkjandi á Íslandi í dag.

Svo eru það aðrir sem skilgreina hið góða öðruvísi. Til dæmis "erfa" margir hugmynd um hið góða gegnum trúarbrögð og fylgja þeirri hugmynd blint, jafnvel án þess að velta fyrir sér af dýpt að slík mynd gæti verið blekkjandi.

Enn aðrir velta vandlega fyrir sér og rannsaka hvað hið góða er á eigin forsendum, og kanna eins margar hliðar málsins og mögulegt er, hlusta á öll möguleg sjónarmið, virða fyrir sér ólíka lifnaðarhætti og markmið, og móta sér smám saman sýn á hið góða og fylgja henni eftir í verki, og með þann möguleika í huga að maður getur haft rangt fyrir sér, að eigin hugmyndir geti á einhvern hátt verið skakkar, jafnvel rangar, og halda opnum hug og hlusta á þá sem hafa önnur sjónarmið. Þannig er ég, og get ennþá valið.

Það er freistandi að einfalda lífið með því að velja, festa sig við eina trú og víkja aldrei frá henni, en það þýðir að allt annað í lífinu mun snúast um þessa trú og allt annað mun snúast um að gera þá hugmynd að veruleika.

Sjálfsagt er það eðlileg leið til að lifa lífinu. Ekki hafa allir tíma til að íhuga vandlega eigið líf, enda fer mikill af þeim tíma í rannsóknir á því hvernig við getum hugsað slíka hluti af nákvæmni.

 

Aðrar nýlegar greinar tengdar þessum pælingum:

  1. Af hverju eiga leiðtogar að vera heiðarlegir?
  2. Af hverju að breyta rétt?

Bloggfærslur 10. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband