Stórsigur fyrir heimili og almannaheill
16.6.2010 | 22:52
Ég vil óska bróður mínum til hamingju með sigurinn í dag. Það er ekki smátt afrek að sigra í svo stóru máli gegn fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu, og berjast sem heiðvirður lögfræðingur fyrir almenning í landi þar sem lagatæknar virðast ráða för frekar en sannir lögfræðingar, og þar sem stjórnmálamenn ógna sjálfri réttlætiskenndinni með því að ógna aðgerðum gegn þessum mikla sigri almennings gegn mestu kúgun sem Íslendingar hafa þurft að upplifa frá því við öðluðumst sjálfstæði.
Þarna fer sannur heiðursmaður sem lætur lítið fyrir sér fara og vill helst ekki trana sér fram í sviðsljósið heldur láta verkin tala. Þrátt fyrir hógværð hans og það að hann hvatti mig engan veginn til að skrifa þetta, vil ég brjóta aðeins gegn þeirri bloggreglu minni að skrifa ekki um fjölskyldu mína, óska honum innilega til hamingju og öllum Íslendingum gleðilegrar hátíðar.
Ég er gífurlega stoltur af bróður mínum og þakka honum kærlega fyrir að leggja í þetta stórverk á yfirvegaðan og skipulegan hátt, eins og hans er von og vísa. Ég veit að hann gerði þetta fyrir heimilin í landinu og með almannaheill að leiðarljósi.
Nú verður mér hugsað til allra þeirra heimila sem geta létt af herðum sínum þeim þungu böggum sem fylgja gengistryggðum lánum.
- Deyr fé,
- deyja frændur,
- deyr sjálfur ið sama.
- En orðstír
- deyr aldregi
- hveim er sér góðan getur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verður skaði lánþega endurgreiddur?
16.6.2010 | 16:29
Vil minna á þessa yfirlýsingu af heimasíðu Lýsingar:
Öllum viðskiptavinum tryggð jöfn staða þrátt fyrir óvissu sem dómar Héraðsdóms Reykjavíkur hafa skapað
Lýsing hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar 2010 vegna bílasamnings í erlendri mynt. Félagið mun ekki breyta verklagi sínu nema Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms. Ákvörðun um að breyta ekki verklagi byggist m.a. á sömu sjónarmiðum og opinberir aðilar byggja á, þegar dómum sem falla í héraði er áfrýjað til Hæstaréttar.
Vegna þeirrar réttaróvissu sem nú er uppi þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp endanlegan dóm vill Lýsing taka fram að félagið telur ekki þörf á því að viðskiptavinir Lýsingar geri sérstaka fyrirvara við greiðslu af bílasamningum til félagsins. Þeir viðskiptavinir sem hafa greitt án slíks fyrirvara eftir að dómur féll í Héraðsdómi þann 12. febrúar 2010 eða nýtt sér greiðsluúrræði sem í boði hafa verið njóta sömu réttinda og þeir sem hafa gert slíkan fyrirvara.
![]() |
Gengistryggingin dæmd óheimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)