Hvaðan kemur þetta óþolandi suð á HM?

Vuvuzela_blower%2C_Final_Draw%2C_FIFA_2010_World_Cup

Í fyrstu hélt ég að þetta væru býflugur og að hljóðnemarnir væru bleikir eða í öðrum blómalitum, en síðan ákvað ég að rannsaka málið, enda þoli ég illa ósvaraðar spurningar. Í ljós kemur að þetta er mannlegt fyrirbæri, lúðrar sem heita Vuvuzela. Það var reynt að banna þetta fyrirbæri fyrir HM 2010, en það tókst ekki. 

Það var reyndar ekki reynt að banna þetta fyrirbæri vegna þess hversu óþolandi er að hlusta á það, og hversu niðurdrepandi áhrif þetta væl hlýtur að hafa á leikmenn og áhorfendur, heldur var það Babtistakirkja Nazareth sem hélt því fram að þau hefðu einkarétt á þessum trompetum og þeir væru heilagir. 

Ég efast um að ég endist í að horfa á annan leik með þessu væli, enda er þetta með leiðinlegri hljóðum sem ég hef upplifað.

Myndbandið hér fyrir neðan sýnir þetta suð, og reyndar virðist sem að þetta sé skaðlegt fyrir heyrn þeirra sem þurfa að sitja undir þessu.

Hér með óska ég að þetta fyrirbæri verður bannað á HM. W00t

 

 

Mynd: Wikipedia


Bloggfærslur 13. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband