Hvađ eru hryđjuverk, landráđ og ítrekuđ rán?

Samkvćmt rannsóknarskýrslunni virđast hafa veriđ framin landráđ og hryđjuverk gagnvart íslensku ţjóđinni međ skipulögđum og leyndum hćtti, ţar sem mikill fjöldi manna er samsekur.

Ég velti jafnvel fyrir mér hvort ađ einkavinavćđing bankanna flokkist undir landráđ.

Í ţessu frumvarpi til laga frá 2005 kemur fram ađ landráđ fyrnist aldrei samkvćmt íslenskum lögum. Ćtli ţađ gćti flokkast sem landráđ ađ breyta ţessu?

Í núverandi refsilöggjöf fer lengd fyrningarfrests eftir lengd hámarksrefsingar sem lögđ er viđ viđkomandi broti. Ađeins ţeir glćpir ţar sem hámarksrefsing er ćvilangt fangelsi fyrnast aldrei skv. IX. kafla almennra hegningarlaga. Ţetta eru landráđ skv. 86. gr. og 87. gr. laganna, brot gegn stjórnskipan ríkisins og ćđstu stjórnvöldum ţess skv. 98. gr. og 100. gr., hryđjuverk skv. 100. gr. a, manndráp skv. 211. gr., mannrán skv. 226. gr. og ítrekuđ rán skv. 255. gr.

Mér ţótti ţetta afar áhugavert, ţar sem í umrćđunni er talađ um ráđherrafyrningu sem telst til 3ja ára eđa glćpi ţar sem viđurlög eru meira en 2 ár, á ţetta ekki viđ. Gerist ráđherra sekur eđa samsekur um hryđjuverk, landráđ eđa ítrekuđ rán, ćtti fyrning ekki ađ vera til stađar.

Ţađ vćri fínt ađ fá ţessi fyrningarmál á hreint, sem og eđli ţeirra glćpa sem framdir hafa veriđ.

Mér sýnist ađ flestir muni sleppa vegna fyrningarákvćđa, nema ţeir verđi sóttir til saka fyrir hryđjuverk, landráđ, eđa ítrekuđ rán.

Ég ţykist ekki vita hver hin eina rétta lögfrćđilega túlkun á ţessum málum er, en umrćđa um ţetta er nauđsynleg.

 

Heimildir: 

Almenn hegningarlög

131. löggjafarţing 2004–2005. Ţskj. 72  —  72. mál.


Bloggfćrslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband