Sjáðu hvernig James Cameron bjó til Avatar (myndband)

Eftir að Cameron kláraði Titanic árið 1997 hvarf hann úr heimi kvikmynda. Hann kannaði undur dýpisins næstu fimm árin, en ákvað svo að gera geimkvikmynd sem yrði betri og vinsælli en Star Wars. Honum tókst það!

Sjá myndband hér.

 

Sjá nánar: WIRED


Íslenskir tónlistarsalar ekki í takt við tímann?

Tengt þessari frétt af Eyjunni: Algjört hrun hefur orðið í sölu tónlistar. Erlend tónlist nær hætt að seljast

tonlist.jpgFullyrðingar um að niðurhal tónlistar af netinu styðji við almenna tónlistarsölu eiga ekki við rök að styðjast. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, í Fréttablaðinu í dag. Hlutdeild erlendrar tónlistar í sölu hefur farið úr 60 í 35 prósent.

Hann segir að hér hafi orðið algjört hrun í sölu tónlistar, sér í lagi þegar horft er til sölu á erlendri tónlist. Gunnar bendir á að þar til fyrir fáum árum hafi hlutdeild erlendrar tónlistar verið í kringum 60 prósent á móti þeirri íslensku. “Núna er þetta hlutfall komið niður í 35 prósent.”

 

Sjálfur hef ég keypt erlenda tónlist og kvikmyndir frá play.com, amazon.co.uk og amazon.com. Dettur ekki í hug að kaupa þessar vörur á Íslandi, enda verðlagningin með ólíkindum.

Maður fær vörurnar mun ódýrara heim í póstkassann með því að borga toll, skatt og flutningsgjald, heldur en að kaupa diska heima. Þar að auki eru diskar að verða úrelt fyrirbæri.

Þetta er einfaldlega merki um að Íslendingar séu ekki í takt við tímann.

Dæmi: “Essential” með Michael Jackson. Tók þetta dæmi saman á fimm mínútum:

Skífan: kr. 3.799,-
Play.com: kr. 2.737,- (Var um kr. 1.400,- fyrir rúmu ári)
Amazon.co.uk: kr. 1415,- (Var um kr. 700,- fyrir rúmu ári)
Amazon.com: kr. 1642,- (Var um kr. 800,- fyrir rúmu ári)

Það þarf mikið til að sannfæra mig um að punga út fjögurþúsund krónum fyrir eitthvað sem hægt var að kaupa á þúsundkall fyrir ári og fyrir tvöþúsundkall í dag, eða um 3000 eftir toll, flutning og skatt.


Skal ásaka slökkvilið fyrir hús sem brenna?

 


 

Fjármálaeftirlitið er stofnun sambærileg við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ákveðna forvarnarstarfsemi í gangi, og fylgist með hvort að lögum sé fylgt innan fjármálafyrirtækja. Eðlilega hljóta helstu gögn FME að vera svipuð og hjá lögreglu eða slökkviliði, ef kæra berst, augljóst brot hefur átt sér stað, að gögn sýna að ekki sé allt með felldu, þá er brugðist við.

Nú lítur út fyrir að engin ljós hafi blikkað þó svo að skíðlogaði út um alla glugga. Það sama gæti verið í gangi í dag án þess að FME hefði nokkra yfirsýn um málin, þó að vissulega hljóti menn að vera meira vakandi í dag.

Það eru gögnin sem starfsmenn Fjármálaeftirlitsins fengu í hendurnar sem þarf að rannsaka, og þá sem skrifuðu undir þau. Að sjálfsögðu gat Fjármálaeftirlitið á Íslandi ekki farið ofan í saumana á starfsemi bankanna og þurfti að treysta á lögleg og vottuð gögn frá bönkum og endurskoðendum.

Ásakanir á FME og Seðlabankann eru fyrir neðan beltisstað. Það þarf að rannsaka þá sem báru ábyrgð á upplýsingagjöfinni fyrst, síðan rannsaka endurskoðendur og þar á eftir FME. Inni í slíkri rannsókn þarf að skoða hver gerði hvað og af hverju.

Það er byrjað á röngum enda þegar eftirlitið er ásakað.

Svona eins og ef Securitas væri ásakað um innbrot sem þeim tókst ekki að koma í veg fyrir, eða Umferðarstofa ásökuð um umferðarslys, eða slökkviliðsmönnum kennt um að hús brenni til grunna.

 

Mynd: Eyjafréttir


mbl.is Vísar ásökunum um lygar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband