Hefur nýkommúnismi tekiđ völdin á Íslandi?

 

page42_blog_entry93_1

 

Ţegar nýfrjálshyggjan féll, kom tími nýrrar pólitískrar stefnu á Íslandi. Ţessa stefnu má kalla nýkommúnisma, ţví rétt eins og hefđbundinn kommúnismi snýst hún hvađ harđast gegn sínum eigin hugsjónum, gildum og baráttuslögurum og verđur ađ einhvers konar andvana örverpi sem engum gerir gagn, en kvakar samt endalaust út í eitt.

Ţađ má hugsa um ţetta út frá díalektísku kenningum Hegels, ţar sem hann talar um "kenningu", "gagn-kenningu" og síđan "niđurstöđu".

Mig grunar ađ frjálshyggjan, sem mótmćlt var međ kommúnisma á sínum tíma hafi leitt til hófsamari lýđveldissósíalisma. Frjálshyggjan féll aldrei á Íslandi. Ţađ kom aldrei til kommúnisma. Hins vegar var frjálshyggjan uppfćrđ í frjálshyggju 2.0 og fékk uppnefniđ "nýfrjálshyggja". Henni hefur veriđ mótmćlt međ nýkommúnisma undir forystu Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, en veriđ kölluđ ýmist "vinstristjórn" eđa "jafnađarstefna", hvort tveggja rangnefni miđađ viđ ađstćđur á Íslandi í dag. 

Nú bíđ ég spenntur eftir ţví hvort ađ nýkommúnisminn muni vara lengi á Íslandi, eđa hvort ađ ţjóđinni takist ađ brjótast út úr höftum hans og skapa nýlýđveldissósíalisma, fyrst allra ţjóđa. 

 

Mynd: Real Clear Religion


Bloggfćrslur 24. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband