Hvernig væri að tryggja málefnalega umræðu frekar en áróður?
9.1.2010 | 20:25
Það væri tóm della að dæla peningum í innihaldslaust áróðursstríð um höfnun eða samþykki ICESAVE samningsins. Betra væri að fá opna umræðu um málið um gildi, rök og framtíðarsýn.
Mér þætti ráð að nota til dæmis RÚV í þetta mál og gefa ólíkum aðilum tækifæri til að tjá sig um málið í sjónvarpi, og þá ekki bara að fá stjórnmálamenn í umræðuna, heldur draga á tilviljunarkenndan hátt úr öllum samfélagshópum. Ég vil fá að heyra hvað allar þjóðfélagsstéttir eru að hugsa: bakarar, smiðir, atvinnulausir, námsmenn, fræðimenn, bréfberar, læknar, og fleiri. Ekki bara stjórnmálamenn, hagfræðingar og lögfræðingar, þó að þeir hópar mættu vissulega vera með.
Hægt væri að bjóða fólki að skrá sig á lista hafi það áhuga á þátttöku í umræðunum, og síðan draga til dæmis þrjá einstaklinga á dag sem gætu rætt sínar skoðanir í beinni útsendingu.
Ég sting upp á að fá fræðimenn sem gæta pólitísks hlutleysis til að liðka slíkar umræður, en ekki stjórna þeim eins og þáttastjórnendur í sjónvarpi, þar sem skoðanir fólks eru viðraðar og rök þeirra greind á vitrænan hátt.
Þessi hugmynd er kannski ekki fullkomin, en ég sting einfaldlega upp á henni því ég lærði í áföngum hjá Dr. Nirði P. Njarðvík að þegar maður gagnrýnir eitthvað, þá er skynsamlegt að koma með hugmyndir um hvað getur komið í staðinn, annars verður gagnrýnin frekar marklaust. Og vissulega getur fullt af einstaklingum í þjóðfélaginu bætt þessa hugmynd eða komið með nýjar og ferskar sem væru ekkert síðri.
Er ég nokkuð að biðja um of mikið?
![]() |
Hætt við að umræðan skekkist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært myndband: Gordon Brown ætti að biðja Íslendinga afsökunar og gleyma skuldinni
9.1.2010 | 09:15
"Gordon Brown, apologize to Iceland and forget about the debt." -Max Keiser
Dæmi um hvernig hjólin eru farin að snúast með málstaði Íslendinga, sterkustu rökin eru sá skaði sem Bretar ollu Íslendingum með hryðjuverkalögum, og Bretar þætttu í raun heppnir að sleppa á sléttu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað finnst þér um orðalag spurningar til þjóðaratkvæðagreiðslu?
9.1.2010 | 08:26
Fyrir mér er orðalagið skýrt. Það eina sem gæti ruglað kjósendur í rýminu er formlegt númer laganna, en sífellt hefur verið talað um ICESAVE 1 á móti ICESAVE 2. Formlega heita ICESAVCE 2 lögin "Lög nr. 1/2010" og verður fólk að gera sér skýra grein fyrir því. Til að koma í veg fyrir rugling er því nauðsynlegt að hætta að tala um ICESAVE 1 og ICESAVE 2.
Fyrir utan þetta smáatriði finnst mér þetta afar skýrt. Málið er að smáatriði eins og þetta geta orðið stór á ögurstundu, sérstaklega fyrir þá sem eru rétt að byrja á því að kynna sér málið.
Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?
Svar mitt við þessari spurningu er ljóst. Það verður "nei", enda trúi ég að lög nr. 1/2010 séu ólög sem kæmu til með að binda þjóðina í skuldahlekki til marga áratuga og gætu kostað okkur auðlindir okkar í hendur Breta og Hollendinga, á meðan það er ekkert sem réttlætir siðferðilega eða stjórnskipulega að Íslendingar taki á sig þessar skuldbindingar, sem virðast nema um 8 milljónum króna á hvert mannsbarn.
Annað sem mér finnst mikilvægt er að þessum lögum var þvingað í gegn af ríkisstjórninni, undir pressu frá Hollendingum og Bretum, og svo virðist sem að ekki hafi verið hlustað á neinn til að koma þessu í gegn. Stundum dettur mér í hug að þetta hafi verið spunahlutverk, gert vísvitandi af Samfylkingu og VG til þess að reita þjóðina til reiði og á klókan hátt fá okkur öll til að fallast á þjóðaratkvæðagreiðslur eins og báðir flokkarnir lofuðu að berjast fyrir í kosningabaráttunni; en tel þó svo ekki vera, því slíkt hlyti að teljast vítavert gáleysi - nema ef þetta hefði verið löngu ákveðið í samráði við forseta Íslands, að ýfa upp reiði fólks og knýja þannig fram þjóðaratkvæði.
Getur verið að ríkisstjórnin sé svona klók?
Ég efast um það og á auðveldara með að trúa því að um fúskara sé að ræða.
En hvað veit ég?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)