Myndu Íslendingar láta Litlu stúlkuna međ eldspýturnar deyja?

 


 

Í sögu H.C. Andersen um Litlu stúlkuna međ eldspýturnar verđur lítil stúlka úti sem neydd hefur veriđ til ađ selja eldspýtur á afar köldu gamlárskvöldi. Fađir hennar neyđir hana til ađ selja eldspýtur, sjálfsagt til ţess ađ fá inn einhverja aura fyrir brennivíni, annars verđi hún barin.

Fólk er afskiptalaust gagnvart ţessari stúlku, sem sér bjartari heim međ ţví ađ kveikja í eldspýtunum.

Eru íslenskir skuldarar Litla stúlkan međ eldspýturnar, og fjármagnseigendur, sjálfsagt um 75% íslensku ţjóđarinnar, afskiptalaust fólk sem er nákvćmlega sama um ţessa aumingja sem selja eldspýtur til ađ komast af.

Ţeir sem drápu ţessa litlu stúlku var ađ sjálfsögđu samfélagiđ sem leyfđi slíkum hörmungum ađ eiga sér stađ, og yppta í raun öxlum ţegar ţeim er bent á ađ hvert einasta mannslíf er óendanlega dýrmćtt. "OK," hugsar kannski viđkomandi. "Líf ţitt er kannski einhvers virđi fyrir ţig, en af hverju ćtti mér ekki ađ vera sama?"

Ég velti fyrir mér hvađa örlög biđu slíkrar stúlku á götum Reykjavíkur í dag?

Segjum ađ hún standi fyrir utan veitingastađ á Laugarvegi og bílarnir streyma framhjá. Í ţeim sitja alţingismenn, ráđherrar, bankamenn, útrásarvíkingar, kennarar, frćđimenn, frćgir menn og fólk međ kröfuspjöld á lofti. Myndi einhver taka eftir henni og vísa henni leiđ inn í betri framtíđ heldur en á heimili föđur hennar ţar sem hún yrđi fyrir ofbeldi, lokuđ inni á stofnun, eđa kćmi hugsanlega einhver velviljađur ađ sem tćki stúlkuna međ sér, gćfi henni ađ borđa, og myndi leita ráđstafana sem gćfu henni möguleika á farsćlu lífi?

Myndir ţú stoppa og hjálpa Litlu stúlkunni međ eldspýturnar?

Ţegar ég geng um götur Osló ţessa dagana verđa oft á vegi mínum einstaklingar sem sitja á pappakassa međ plastbauk sér viđ hliđ og betla pening. Ég spyr mig hvernig geti stađiđ á ţessu í samfélagi sem er svo ríkt og ţekkt fyrir stuđning viđ ţá sem minna mega sín. Ég hef engin svör.

Og ég hef engum af ţessum ólánsömu einstaklingum gefiđ eina einustu krónu. Í augnablikinu ţarf ég ađ varđveita hverja einustu krónu fyrir mín eigin börn, svo ţau verđi ekki ađ litlu börnunum međ eldspýturnar. Hins vegar hafa ţessir einstaklingar gripiđ athygli mína, og fengiđ mig til ađ velta fyrir mér hvađ verđur um ógćfufólk á Íslandi, sem og víđar, ţegar sífellt fleiri bćtast í ţann hóp, ţrátt fyrir dugnađ og heiđarleika. 

Kíktu á Disney útgáfuna af ţessari sögu, hún er afar góđ, en af einhverjum ástćđum hefur hún aldrei veriđ sýnd í bíó, og ég held hún sé ekki heldur sýnd í sjónvarpi. Sjálfsagt ţykir hún of alvarleg. 


Bloggfćrslur 24. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband