Myndu Íslendingar láta Litlu stúlkuna með eldspýturnar deyja?

 


 

Í sögu H.C. Andersen um Litlu stúlkuna með eldspýturnar verður lítil stúlka úti sem neydd hefur verið til að selja eldspýtur á afar köldu gamlárskvöldi. Faðir hennar neyðir hana til að selja eldspýtur, sjálfsagt til þess að fá inn einhverja aura fyrir brennivíni, annars verði hún barin.

Fólk er afskiptalaust gagnvart þessari stúlku, sem sér bjartari heim með því að kveikja í eldspýtunum.

Eru íslenskir skuldarar Litla stúlkan með eldspýturnar, og fjármagnseigendur, sjálfsagt um 75% íslensku þjóðarinnar, afskiptalaust fólk sem er nákvæmlega sama um þessa aumingja sem selja eldspýtur til að komast af.

Þeir sem drápu þessa litlu stúlku var að sjálfsögðu samfélagið sem leyfði slíkum hörmungum að eiga sér stað, og yppta í raun öxlum þegar þeim er bent á að hvert einasta mannslíf er óendanlega dýrmætt. "OK," hugsar kannski viðkomandi. "Líf þitt er kannski einhvers virði fyrir þig, en af hverju ætti mér ekki að vera sama?"

Ég velti fyrir mér hvaða örlög biðu slíkrar stúlku á götum Reykjavíkur í dag?

Segjum að hún standi fyrir utan veitingastað á Laugarvegi og bílarnir streyma framhjá. Í þeim sitja alþingismenn, ráðherrar, bankamenn, útrásarvíkingar, kennarar, fræðimenn, frægir menn og fólk með kröfuspjöld á lofti. Myndi einhver taka eftir henni og vísa henni leið inn í betri framtíð heldur en á heimili föður hennar þar sem hún yrði fyrir ofbeldi, lokuð inni á stofnun, eða kæmi hugsanlega einhver velviljaður að sem tæki stúlkuna með sér, gæfi henni að borða, og myndi leita ráðstafana sem gæfu henni möguleika á farsælu lífi?

Myndir þú stoppa og hjálpa Litlu stúlkunni með eldspýturnar?

Þegar ég geng um götur Osló þessa dagana verða oft á vegi mínum einstaklingar sem sitja á pappakassa með plastbauk sér við hlið og betla pening. Ég spyr mig hvernig geti staðið á þessu í samfélagi sem er svo ríkt og þekkt fyrir stuðning við þá sem minna mega sín. Ég hef engin svör.

Og ég hef engum af þessum ólánsömu einstaklingum gefið eina einustu krónu. Í augnablikinu þarf ég að varðveita hverja einustu krónu fyrir mín eigin börn, svo þau verði ekki að litlu börnunum með eldspýturnar. Hins vegar hafa þessir einstaklingar gripið athygli mína, og fengið mig til að velta fyrir mér hvað verður um ógæfufólk á Íslandi, sem og víðar, þegar sífellt fleiri bætast í þann hóp, þrátt fyrir dugnað og heiðarleika. 

Kíktu á Disney útgáfuna af þessari sögu, hún er afar góð, en af einhverjum ástæðum hefur hún aldrei verið sýnd í bíó, og ég held hún sé ekki heldur sýnd í sjónvarpi. Sjálfsagt þykir hún of alvarleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert of alvarlegur.

Ómar Ingi, 24.1.2010 kl. 22:36

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er beytt og áleitin spurning og hvert okkar ætti að spyrja sinn eigin hug. Síðan að skoða hvað hvert okkar hefur í raun gert.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: d

Takk fyrir þetta. 

Einhver myndi kanski spyrja:,, Á að refsa fólki fyrir að vera ríkt ? '' 

Aðrir segðu :,, Þeir sem hafa breiðustu bökin bera þyngstu byrðina'' 

Umfang samtryggingar hérlendis verður vaflaust mikið rædd á næstu árum.  Held að stærsta málið í þessu sé verðtryggingin, hún er þessi bleiki fíll, hún bitnar verst á skuldurum að mínu mati og alveg ótrúlegt að stærstu valdaöflin í samfélaginu skuli taka afstöðu með henni. Eða kanski ekki.  Held að þetta hafi eitthvað að gera með kynslóðabil.  Eldra fólk vill hafa verðtryggingu áfram, við sem yngri erum viljum afnema hana.  Það er bara mitt mat. Held að þetta geti haft nokkur áhrif til langframa á vilja ungs fólks til að búa hérlendis og festa fé sitt hér.  Eldra fólk gætir sín ekki á þessu atriði. En aðeins reynslan mun skera úr um hvort svo verði.

d, 24.1.2010 kl. 23:07

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Litla stúlkan með eldspíturnar" er allt í kring um okkur. Í alls konar líki fólks sem þessi fræga mynd á svo vel við.

Ég veiti þessu fólki athygli og þykir sjálfsagt að gera allt fyrir þetta fólk. Til þess er ég til.

Óskar Arnórsson, 25.1.2010 kl. 05:16

5 identicon

Þú ert of kjánalegur.

Rembrant (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 14:37

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Barnalegt komment Rembrant..

Óskar Arnórsson, 25.1.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband