Af hverju allar þessar uppsagnir hjá RÚV?

Mér dettur í hug að þetta hafi eitthvað með niðurstöður rannsóknarnefndar að gera, um forsendur Hruns, og hugsanlega hluti af áróðursstríði til að fá ICESAVE samþykkt.

Samt á ég erfitt með að trúa því. En samt ekki. Ástandið á Íslandi verður súrrealískara með hverjum deginum. Ég verð satt að segja hissa þegar einn af æðstu mönnum Samfylkingar kaupir einbýlishús á 73 milljónir þegar húsnæðismarkaðurinn er nánast frosinn og þegnar þjóðarinnar að tapa húsnæði og flytja úr landi. Einhvern veginn er þetta engan veginn í takt við þá raunverulegu kreppu sem komin er á fullt skrið, og sífellt fleiri finna fyrir.

Getur verið að þessir brottrekstrar séu hluti af stóru plotti yfirhylmingar og áróðursstríðs, enda RÚV mikilvægt sem hlutlaus fréttamiðill? Er þetta liður að því að gera RÚV að pólitískri áróðursstofnun, í stað varðar hlutlausrar upplýsingagjafar?

Þetta er ekki óeðlileg spurning miðað við alla þá spillingu sem hefur flotið upp á yfirborðið síðan Hrunið hófst.

Sumir segja að þessi ríkisstjórn sé ekki spillt eins og sú síðasta, þetta séu bara byrjendur sem munu læra. Miðað við styrkina sem þingmenn fengu í eigin kosningabaráttu virðast þeir skulda einhverja greiða.

Í kommúnistastjórnum hefur tíðkast pólitísk ritskoðun til að halda múginum rólegum. Er þetta upphafið af einhverju slíku? Það er ómögulegt að vita það með vissu, fyrr en eftir nokkur ár reikna ég með, en það er skítalykt af þessu.


Bloggfærslur 22. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband