Af hverju allar þessar uppsagnir hjá RÚV?

Mér dettur í hug að þetta hafi eitthvað með niðurstöður rannsóknarnefndar að gera, um forsendur Hruns, og hugsanlega hluti af áróðursstríði til að fá ICESAVE samþykkt.

Samt á ég erfitt með að trúa því. En samt ekki. Ástandið á Íslandi verður súrrealískara með hverjum deginum. Ég verð satt að segja hissa þegar einn af æðstu mönnum Samfylkingar kaupir einbýlishús á 73 milljónir þegar húsnæðismarkaðurinn er nánast frosinn og þegnar þjóðarinnar að tapa húsnæði og flytja úr landi. Einhvern veginn er þetta engan veginn í takt við þá raunverulegu kreppu sem komin er á fullt skrið, og sífellt fleiri finna fyrir.

Getur verið að þessir brottrekstrar séu hluti af stóru plotti yfirhylmingar og áróðursstríðs, enda RÚV mikilvægt sem hlutlaus fréttamiðill? Er þetta liður að því að gera RÚV að pólitískri áróðursstofnun, í stað varðar hlutlausrar upplýsingagjafar?

Þetta er ekki óeðlileg spurning miðað við alla þá spillingu sem hefur flotið upp á yfirborðið síðan Hrunið hófst.

Sumir segja að þessi ríkisstjórn sé ekki spillt eins og sú síðasta, þetta séu bara byrjendur sem munu læra. Miðað við styrkina sem þingmenn fengu í eigin kosningabaráttu virðast þeir skulda einhverja greiða.

Í kommúnistastjórnum hefur tíðkast pólitísk ritskoðun til að halda múginum rólegum. Er þetta upphafið af einhverju slíku? Það er ómögulegt að vita það með vissu, fyrr en eftir nokkur ár reikna ég með, en það er skítalykt af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

RÚV er nú ekki hlutlaus miðill Don það vita allir sem búa á Íslandi en þetta batterí er illa rekið og hefur verið til margra margra ára.

En það er alltaf leiðinlegt að sjá á eftir góðu fólki og sjá marga hunda sitja eftir nægir að nefna þann versta sem er titlaður yfirmaður á þessari stofnun.

En auðvitað ætti þessi stofnun að geta staðið undir sér eða hætta með öllu.

Ómar Ingi, 22.1.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég treysti hvorki fréttum RÚV né Stöðvar2.  Aðalfréttaveitan er á netinu, oft tengt blogginu.  Hlutdrægnin sem verið hefur bæði á RÚV og Stöð2 er oft með ólíkindum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2010 kl. 00:44

3 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

+Eg held nú ekki að það sé mikilvægast að stofnunin standi undir sér fjárhagslega, heldur miklu frekar þjóðfélagslega og þó mér hafi fundist ruv standa sig með eindæmum illa frá hruninu þá óa ég mér við hver staðan væri ef RUV hefði ekki verið til. Lítið er betra en ekkert. Það er eðlilegt að margir telji slíka miðla ekki hlutlausa, hér í danmörku er ennþá talað um rauða ríkissjónvarpið, þrátt fyrir að hér hafi verið hægri stjórn í mmeira en 10 ár, slíka tregðu tel ég af hinu góða,það er hlutverk fjölmiðla að setja spurningamerki við gerðir stjórnvalda, sama hvaða flokkur er við völd. Ég vona að RUV beri gæfu til að nýta niðurskurðinn til að skerpa sig og nýta sér fjórða valdið, það yrði okkur öllum til góða.

Kjartan Björgvinsson, 23.1.2010 kl. 00:47

4 Smámynd: Magnús Jónsson

verð að vera sammála Jónu hér að ofan Hhlutdrægni hefur verið slæm, en ég óttast að hlutdrægni verði verri með þessum breytingum.

Magnús Jónsson, 23.1.2010 kl. 00:48

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

RÚV er um milljón á dag yfir marki fjárlaga undanfarin ár og þú veltir þér upp úr einhverjum samsærishugsunum og skoðanaritskoðun þegar loksins er gripið í taumana.  Ert þú kominn með snert af vænissýki?  Það verður að forgangsraða í kreppu og það var löngu kominn tími til að skera niður hjá ríkisfjölmiðlum.  Ég var reyndar að vona að það yrði tilkynnt að hætt yrði að sýna einhverjar amerískar þáttaraðir í stað þess að skera niður t.d. sýningar frá landsleikjum í fótbolta.  RÚV á að hlúa að íslensku efni. 

Hvaða íbúðir stjórnmálamenn kaupa sér til að búa í getur vart komið RÚV við.  Þú vilt meina að ríkisstjórnin sé voðalega spillt.  Hvaða upphæðir ertu að tala um í kosningastyrki? Voru þær eitthvað hærri en hjá stjórnarandstöðuflokkunum eða bara of háar yfir höfuð?  Ég sé ekki hvernig kosingastyrkir geta tengst RÚV.   Kveðja.

Svanur Sigurbjörnsson, 23.1.2010 kl. 01:13

6 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Svanur.

Þú skrifar sjálfur að Rúv hafi farið langt fram úr fjárveitingu "undanfarin ár" á hverra ábyrgð er það? hverjir sættu sig við það? Það er varla við stofnunina sjálfa að sakast. Að sjálfsögðu á að spara á RUV eins og alls staðar annar staðar þegar kreppa er. Að sjálfsögðu kemur það RUV við hvaða íbúðir stjórnmálamenn kaupa sér og hvaða styrki stjórnmálaflokkar þyggja, það er þess vegna sem við rekum RUV til að veit aðhald, ekki til að horfa á fótbolta eða karlakóra. RUV hefur ekki alltaf borið gæfu til aö sinna þessu aðhaldi en ég tel að niðurskurðurinn gæti orðið til að skerpa miðilinn og þar með skila almenningi afnotagjöldunum betur en í gegnum teiknimyndir og íþróttir.

Kjartan Björgvinsson, 23.1.2010 kl. 01:52

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar Ingi: RÚV mætti halda sig við mikilvægu málefnin og sleppa léttmetinu að mestu. Fólk er líklegra til að kaupa sér eða leigja DVD heldur en að festa sig við ákveðinn sjónvarpsþátt eða kvikmynd í sjónvarpi, myndi ég halda.

Jóna Kolbrún: Kannski er RÚV löngu fallið, án þess að ég hafi tekið eftir því.

Kjartan: Þar er ég sammála þér.

Magnús: Það eina sem ég horfði á í íslensku sjónvarpi á síðasta ári var Silfur Egils og Skaupið. Þannig að vel getur verið að þetta vígi sem ég taldi að stæði enn sé löngu fallið. Þá eru málin enn alvarlegri en mig grunaði.

Svanur: Það er neyðarástand á Íslandi. Fólk er að tapa eignum sínum og flýja land. Fasteignamarkaðurinn er frosinn. Á sama tíma kaupa menn tengdir stjórnmálaflokkunum húsnæði á afar háu verði. Maður hlýtur að setja spurningarmerki þarna, og þó að umfjöllun RÚV hafi kannski ekki verið vöndur, þá er oftast eldur þar sem sést reykur. Snertur af vænissýki? Ég væri sá síðasti sem gæti dæmt um það, og rétt vona að svo sé ekki, þá færi ég að halda fram samsæriskenningum hægri og vinstri og væri sjálfsagt nákvæmlega sama um hvað af þessum kenningum gengu upp, og reyndi að réttlæta slíkt með dýpri samsæriskenningum. Eða hvað?

Kjartan: Já. Þjóðin á RÚV. RÚV ber ábyrgð um upplýsingaveitu til að þjóna öryggi þjóðarinnar. RÚV á að fjalla um ógnir og veikleika, og ég hélt að fréttastofan væri að gera það vel, án of mikilla afskipta frá stjórnmálamönnum. 

Hrannar Baldursson, 23.1.2010 kl. 10:38

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála því að þar sem er reykur þar er eldur. Ég set líka spurningamerki við kaup þingmanna og manna í stjórnkerfinu eða fjármálageiranum á kaup á íbúðum á undirverði meðan ég hef séð bréf frá fjármálasstofnun sem að synjar skuldara á leið í gjarldþrot um að selja íbúð á verði sem að hefði dugað til að bjarga viðkomandi frá gjaldþroti. Bankin neitaði viðkomandi um söluna. Meðan maður sér svoleiðis þá er ég ekki full viss um að RÚV hafi þurft að niðja afsökunar á einhverju. En hef þó fullan skilning á að fólk vilji halda vinnunni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.1.2010 kl. 13:38

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

"Varla við stofnunina sjálfa að sakast" segir Kjartan.  Auðvitað er við yfirmenn stofnunarinnar að sakast.  RÚV er ekki beint ómissandi sjúkrahússtarfsemi þar sem halda þarf uppi lágmarks starfsemi og vaktalínum til að taka á móti sjúku fólki.  Helsta skylda RÚV er að reka góða fréttastofu og sýna íslenskt efni og fræðsluefni.  Það er vel hægt að spara hjá RÚV og skera niður þó sárt sé.  Það er tæpast æðsta skylda ríkissins að reka íburðarmikinn fjölmiðil og sjálfstæðismenn ættu nú að vita það manna best.

Stjórnmálamenn ráða því hversu dýrar íbúðir þeir kaupa, en auðvitað ef að lífsstíll þeirra ber vitni óhófs verða þeir dæmdir af því.  Þetta er á þeirra einkasviði, en getur komið niður á þeim, t.d. í prófkjörum þar sem horft er á alla persónuna.  Slíkt á ekkert skylt við umræðu um rekstur RÚV nema þá helst til að reyna að skapa einhverjar neikvæðar tengingar við ríkisstjórnina.  Strámannsrök þar sem reynt er að gera lítið úr orðum eða gerðum einhvers vegna einhvers neikvæðs sem er hægt að smyrja á eða finna um viðkomandi.  Maðurinn var ekki einu sinni nefndur á nafn í þessu bloggi en samt fannst Hrannari tilefni til að setja inn í umræðu um RÚV.

Íslenskar íþróttir eru vettvangur sem RÚV á að sinna, rétt eins og íslenskri menningu að öðru leyti.   Ég skil ekki alveg þessa andstöðu þína Kjartan gagnvart íþróttum.

"Þar sem er reykur, er eldur" segirðu Hrannar.  Vissulega er það rétt í ýmsum tilvikum, en það getur líka verið uppþyrlað ryk þegar nánar var að gáð.  Þú spyrð hvort að það geti verið

"að þessir brottrekstrar séu hluti af stóru plotti yfirhylmingar og áróðursstríðs, enda RÚV mikilvægt sem hlutlaus fréttamiðill? Er þetta liður að því að gera RÚV að pólitískri áróðursstofnun, í stað varðar hlutlausrar upplýsingagjafar? "

Mér sýnist að þú sért að varpa fram þeirri hugmynd að brottrekstrarnir séu á þá vegu að einhverjir pólitískir andstæðingar innan RÚV séu reknir frekar en að niðurskurðurinn sé út frá rekstrarlegum forsendum.  Það er alvörumál að varpa svona fram, jafnvel þó að bara sé í spurningarformi.  Þú ýjar að því í byrjun greinar að einhver æðstikoppur hjá xS sé siðferðislega taktlaus í einkalífi sínu í ljósi kreppunnar og svo ertu allt í einu farinn að búast við stjórnmálalegri hreinsun og misnotkun hjá RÚV í næstu málsgrein.  Sorry, en þetta er hrikalega slappur og óábyrgur málflutningur.  Þú verður að gera betur en þetta því að þú ert ekki að sýna fram á neinn reyk í eldstæði RÚV.  Ekki get ég útilokað að einhvers staðar sé spilling, en maður rýkur ekki af stað með vangaveltur um grófa misbeytingu stjórnmálalegs valds út frá einhverju sem misbýður manni í einkalífi einhvers stjórnmálamanns í ríkisstjórnarflokki.   Á meðan þú kemur ekki með neitt kjöt á beinin í þessari kokkun þinni er ég alveg bit yfir þessu bloggi þínu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 24.1.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband