Er óheiðarlegt að vilja ekki borga skuldir einkabankans Landsbanka Íslands?

Ég hef heyrt þá skoðun að við eigum að borga vegna þess að það sé hið eina rétta í stöðunni, þannig sýnum við umheiminum að við berum ábyrgð, að okkur sé treystandi, að mannorð okkar sé að veði. Ég hef mikinn áhuga á að vera heiðvirð manneskja og ber mikla virðingu fyrir slíkum skoðunum, en er ekki sammála því að höfnun á að borga óútfyllta ávísun til óljósrar framtíðar sé óheiðarleg hegðun.

Landsbanki Íslands var einkabanki. Hann var seldur af ríkinu árið 2002 til einkaaðila, sem fjármögnuðu kaupin með að taka lán í ríkisbanka!

Síðan tóku þeir við viðbjóðslega miklu af peningum til að varðveita og ávaxta á trjánum, því eins og flestir trúa, þá vaxa peningar á trjánum. Í stað þess að loka þennan pening inni í peningaskáp voru þeir gróðursettir sem hlutabréf, arðgreiðslur, dóp og bónusar.

Peningarnir sukku í jörðina og verða ekki sleiktir upp af Auðhumlu í þetta skiptið. Hverju svo sem þú trúir.

Mér finnst að þú ættir að ekki borga þessar skuldir nema þú hafir tekið þátt í veislunni, ekkert frekar en að mér finnst að ég og mín börn eigi að gera það, enda hafna ég algjörlega okkar þátttöku í vitleysunni. Sko, ef þú borgar, ertu þá ekki bara að stimpla þig sem samseka eða meðvirka manneskju og viðurkennir þar af leiðandi að þú sért ekkert skárri en glæpamennirnir sem glæpina frömdu? Ef þú tekur þátt eru þeir stikkrí og hafa loks eitthvað skjalfest fyrir sér þegar þeir fullyrða að allir Íslendingar tóku þátt í partýinu sem haldið var undir nafninu "Góðærið".  Annars kæmi okkur aldrei í hug að borga.

Mér þætti vænt um ef þú tækir þér nokkrar sekúndur til að skrifa athugasemd við þessa grein. Þú þarft ekki að skrifa undir með eigin nafni né skrá þig sérstaklega til að láta heyra hvað þér finnst.


Bloggfærslur 2. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband